Þjóðviljinn - 26.10.1975, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 26.10.1975, Qupperneq 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. október 1975. Styrjufiskar hressast Styrjufiskaveiði i ósum Volgu hafði um skeið farið hrakandi, ekki sist vegna mikilla raforku- framkvæmda i þessu stórfljóti. Sovéskir fiski- fræðingar geta nú tilkynnt, að þeim hafi tekist að auka stofninn aftur, bæði með fiskirækt og með þvi að hreinsa Kaspiahafið. Hér á myndinni er verið að skoða bélúgu, en hún er stærstur styrju- fiska. Þessi er 200 kg. og er samt langt frá þvi að vera fullþroska (ljósm. Apn) Mál og menningu vantar umboðsmann fyrir höfuðborgar- svæðið. Til greina gæti komið að skipta svæðinu milli fleiri aðila. Þarf helst að hafa bil. Starfið er fólgið i sölu bóka til félags- manna. Allar frekari upplýsingar veittar i sima 15199 milli kl. 9 og 18. MÁL OG MENNING Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið i Reykjavik Aðalfundur Alþýöubandalagsins i Reykjavik verður haldinn i Lindarbæ fimmtudaginn 30. október kl. 20.30., A dagskrá verða vcnjuleg aðal fundarstörf o.fl., sem nánar verður auglýst siðar. ABR 2. deild. Austurbæjar og Sjómannaskólahverfi: Aðalfundur 2. deildar ABR verður haldinn miðvikudaginn 29. október kl. 20. 30. að Grettisgötu 3. Dagskrá: 1. Venjuieg aðalfundarstörf, 2. Starfið framundan. Vesturbæjardeild. Aðalfundurdeildarinnar verður haldinn mánudaginn 27. október kl. 20.45 að Grettisgötu 3. DAGSKRA 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Umræður um efnahags- og kjaramál. Haraldur Steinþórsson hefur umræðurnar. Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum. Félagsfundur 26. október kl. 14 að Bárugötu 9. DAGSKRA: 1. Kosning fulltrúa á flokksráðsfund. 2. Kosning fulltrúa i kjördæmis- ráð. 3. önnur mál. — Stjórnin. i’élagsfundur Alþýðubandalagið i Neskaupstað heidur félagsfund i Egilsbúð (fundarsal) miðvikudaginn 29. október kl. 20.30'. DAGSKRA: 1. Herstöðvamálið — framsögumaður Gerður G. Öskarsdóttir. 2. Flokksráðsfundur — undirbúningur og kjör fulltrúa. 3. önnur mál. — Stjórnin. Kveöja frá ferðafélögum GunnarÓlafsson vélaverkfræðingur Mybning Gunnar Olafsson véltæknifræðingur, Fæddur 6. jan. 1922. Dáinn 15. okt. 1975. Kveðja frá ferðafélögum. Mánudaginn 27. október verður ferðafélagi okkar og vinur um áratugi jarðsettur frá Fossvogs- kapellu. Gunnar varð bráðkvaddur 15. okt. er hann var á rjúpnaveiðum. Alla sina ævi var hann mikill áhugamaður um ferðalög og þá helst i óbyggðum Islands. Þær eru ófáar ferðirnar, sem við höf- um farið saman og alltaf var hann hress og kátur á hverju sem gekk. Betri feröafélaga og vin er erfitt að hugsa sér. Nú þegar Kvikmyndir Framhald af bls. 9. stjórnuðu upplýsingunum. Vana- legt fólk er ekki sem stjórnmála- menn vant við að nota fjölmiðla, það er þvert á móti vant þvi að vera notað.l Tyssedal vorum við spurðir: Hvers vegna eruð þið að gera kvikmynd, og af hverju um okkur? Tortryggni fólksins var aðeins hægt að brjóta niður með þvi að við gátum boðið eitthvað. Við vildum gera kvikmynd um og fyrir Tyssedal, fyrir fólkið sem þarbjó. Það tók á móti okkur. Við nutum meiri trausts en okkur hafði órað fyrir. Samvinnan gat hafist. Spurning: Hvað með sölu og dreifingu á myndum ykkar erlendis? Oddvar: VERKFALL hefur vakið töluverða athygli erlendis. Kvikmyndin hefur verið sýnd viðs vegar eftir frum sýninguna i Cannes.Moskvu, Paris og New York svo eitthvað sé nefnt. I sambandi við kvik- myndahátiðir og menningarvikur hefur hún fengiö góðar viðtökur, en um skipulagða dreifingu og sölu er enn ekki að ræða, nema i Frakklandi, kannski vegna þess að frakkar hafa löngum staðið öðrum Evrópuþjóðum framar hvað snertir pólitiskt og hug- myndafræðilegt innsæi i kvik- myndagerð. Einnig mun VERKFALL fá dreifingu i Bandarikjunum gegnum Museum of Modern Art. Þá hafa bretar gert samning um takmarkaða dreifingu á kvikmyndinni. > Sölve:Satt að segja erum við svo blankir eftir Tyssedalmyndina, að við höfum ekki haft efni á að gera kópiur af myndinni-, nema að litlu leyti. Folkets Bio i Sviþjóð mun sýna myndina og annast dreifingu þar i landi. Einnig hefur okkur verið boðin þátttaka i kvik- myndahátið i Sviss. Ég get ekki svarað spurningunni nánar að sinni. Spurning: Hafið þið einhverjar kvikmyndaáætlanir i sjónmáli? Oddvar: Ég er að vinna að kvik mynd þessa stundina og mun hefja upptökur i nóvember, og býst við að hefja úrvinnslu i janúar á næsta ári. Um hvað myndin f jallar vil ég ekki upplýsa að sinni, ekki einu sinni islendinga. Sölve: Malte og ég hlutum 100 þúsund . króna (norskar) styrk til að gera stutta kvikmynd um norsku oliuna. Við höfum rétt byrjað upptökur, en óvist er hvenær kvikmyndin verður til, þvi mjög erfitt er að fá leyfi til að kvikmynda á oliuborpöllunum, og ýmsir aðrir örðugleikar hafa skotið upp kollinum, en ég vona að okkur takist að ná endunum saman. Og þar sem Oddvar tekur aö ókyrrast i sæti sinu, þvi verkefnin liggja i háum pappirshaugum á borðinu fyrir framan hann, te) ég ráðlegast að staldra ekki lengur við, heldur þakka þeim Oddvar og Sölve fyrir viðtalið og held út i regn og laufafok haustnætur- innar. Ingólfur Margeirsson. hann er allur er hætt við að skarð það, sem hann skilur eftir, verði seint fyllt og erfitt að sætta sig við. Þannig er lifið og tilveran „hittast og gleðjast hér um fáa daga, heilsast og kveðjast það er lifsins saga.” En þá er að ylja sér við endur- minningarnar um ógleymanlegar samverustundir, sem fylgja okk- ur til æviloka. Ekki erum við á einu máli um hvort við hittumst hinum megin á þeim himnesku veiði- og skiðaslóðum, en gaman væri það. Að lokum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur til systranna þriggja og annara aðstandenda. Myndlist Framhald af bls. 15 triiðsins á eigin framleiðslu? Og listamaðurinn viti nákvæmlega hvar hann er staddur og ætli að notfæra sér ástandið? Sjálf- hæðnin og smáborgaraskapur islensks samfélags haldast þá innilega i hendur, þar gengur ekki hnifurinn á milli. Ef þetta getur staðist þá skýrast hinir undarlegu þættir 1. Yfirlýsingar á opinberum vett- vangi. 2. Glæsilegt boðskort. 3. Hátt verð á verkum og inn- gangseyri. 4. Grein um myndmálfræði. 5. Ljóð (sem erlistþróunin i hnot- skurn). En hverjar svo sem verða niðurstöður af vangaveltum um sviðsettan skopleik eða eitthvað annað, þá er ljóst að myndverk Tryggva Ólafssonar (séráparti) standa ekki undir hugtakinu „framsækin myndlist”, þau eru tilbúinn veruleiki, fallegur, þægi- legur heimur sem áreitir engan. En er það ekki einmitt þess konar myndlist sem kölluð er „gúmmi- kúnst”? íbúðaverð Framhald af 24. siðu. eftir að kaupa sér tréverk i slotið. Það skal tekið fram, að við afhendingadag, sem er i júli- mánuði nk. er ætlunin að hafa lokið við alla sameign. Ibúðir þessar erui 7 hæða blokk. Selja á kostnaöarverði Byggingasamvinnufélag Kópavogs selur ibúððir þær, sem það byggir á kostnaðar- verði til félagsmanna iikt og er með BSAB og er það verð ætið nokkuð undir þvi, sem yrði ef visitala ein væri höfð sem verð- mælir. BK er með i byggingu um þessar mundir 90 ibúðir á ýmsum stigum og ekki gott að nefna endnaleg verð. Félagið á lóðaforða til að hefja byggingu á næstu fimm til sjö árin. Má nefna, að næsti byggingar- áfangi, sem er 42 ibúðir, verður tvær 7 hæða blokkir, tengdar saman með stiga- og lyftuhúsi. Verið er að undirbúa þann byggingarflokk, og verður áætlað verð ibúða væntanlega ljóst innan tiðar. Fast verð fram í tímann Borgarsteinn hf. byggir i fjöl- býlishúsi við Engjasel i Breiðholti II og selur ibúðir á föstu verði. Hjá Borgarsteini kosta 4ra herbergja ibúðir, 105 fermetrar, 7,9 milj. — 8,lmiljón eftir hvar i húsinu þær eru staðsettar. Þessar ibúðir eru fullfrágengnar úti og inni og inni i verðinu er og aðgangur að bil- skýli. Ibúðirnar afhendast i desember 1976. 5 herbergja ibúðir, 137 fermetrar, i sama húsi, kosta 9 til 9,1 miljón eftir staðsetningu. Greiðslukjör á ibúðum þessum eru þau, að fyrirtækið lánar 1 miljón til tveggja og hhlfs árs. Til frádráttar frá heildarupphæðinni kemur húsnæðismálastjórnarlán 1,7 miljónir. Eftirstöðvarnar greiðist frá undirskrift til •afhendingardags með jöfnum mánaðargreiðslum. 30% hækkun og stígandi enn Hjá fasteignasölu einni hér i borg fengum við þær upp- lýsingar að siðan i april i vor hafi verð gamalla ibúða stigið um 30% og séð væri fram á að verð þeirra stigi áfram. Tveggja herbergja ibúð, 5-10 ára, sem i vor "kostaði 3,5 miljónir kostar nú til dæmis 4,5 miljónir. I vor var útborgun um 2 miljónir af slikri ibúð en er nú 3 — 3,3 miljónir króna. Þriggja herbergja ibúð i austurbænum kostar um 5,5 miljónir en i vesturbænum um 6,5 miljónir króna. Þó fer þetta eftir aldri og útliti ibúðanna. Útborgun er 4-4,5 miljónir, og greiðist á 8 til 10 mánuðum. Fjögurra herbergja ibúðir kosta 6,5 -8 miljónir eftir stað- setningu aldri og útliti. I Fossvogi kosta slikar ibúðir 7,5 miljónir en 8 miljónir i vestur- bænum og Háaleiti. Útborgun er frá 5 miljónum að 5,5 miljónum króna. Fimm herbergja ibúðir kosta 8- 8,5 miljónir. Útborgun fra 6 - 6,5 miljónir. Um er að ræða ibúðir i fjölbýlishúsum. Ibúðir i þriggja og fjögurra ibúða húsum eru um það bil 20 - 25% dýrari en að ofan greinir. Um útborganir Þetta er sum sé vandinn. Undirritaður átti þess kost i sumar leið, að lita i nokkra út- stillingaglugga fasteignasala suður i Esbjerg i Danaveldi.Þar var verð ibúða annað en hér, enda krónan okkar aumleg samanborið við þá dönsku. Hins vegar er prósentan sú sama hver sem er i veröldinni, burtséð frá gengi gjaldmiðla. I Danaveldi virðist sem útborgun i fasteignum,amk. ibúðum, sé gegn um gangandi 10% af heildarverðinu. Einstaka undantekningar voru þar 'á, og var þá óskað eftir 12-15% út- borgun. Þetta þýðir, að ef kaupa ætti hér ibúð fyrir 7 miljónir ætti að greiða út 700 þúsund krónur, af- ganginn á 15 árum, ef danskir siðir yrðu .upp teknir. Hér er hins vegar annað uppi. Hér er útborgun 60 - 70% og oftar nær 70%. Afgangurinn greiðist svo yfirleitt á 8-10 árum. Væri það ekki ofurlitil hagsbót fyrir staurblanka alþýðu ef takast mætti að fá fram lækkun á útborgunum? En með hvaða hætti? Er ekki röðin komin að alþingismönnum við Austur- völl? —úþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.