Þjóðviljinn - 26.10.1975, Page 24

Þjóðviljinn - 26.10.1975, Page 24
IBUÐA- VERÐ 30% hækkun síðan í aprfl Tveggja herbergja íbúð kostaði 3,3 miljónir í apríl, en nu kostar hún 4,5 miljónir 4ra herbergja íbúð kostar nú frá 6,5 miljónum upp undir 8 miljónir eftir því hvar hún er í borginni, og hvert ástand hennar er. í Danaveldi er algengasta útborgunarprósenta við húsakaup 10, á íslandi er útborgun allt að 70%. Það er sífellt að verða ófýsilegra viðfangsefni að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Verðlag fasteigna stígur jafnt og þétt, kaup stendur í stað mánuðum saman. Það er til dæmis alkunn stað- reynd, að síðan samið var við verkalýðs- hreyfinguna í vor um 12- 15% kauphækkun hefur verðlag frágengis íbúðar- húsnæðis hækkað um 30%, en húsnæðis í byggingu enn meir. Fyrir svo sem tveimur árum gat fólk, sem þá var að koma sér undir þak, átt von á svo og svo mikilli fyrirgreiðslu i bönkum. Nú heíur verið rikj- andi tregðustefna i útlánapólitik bakanna, og erfiðara en nokkru sinni að verða sér úti um lán i hvaða mynd sem er. Og alltaf hækka ibúðirnar i verði, alltaf fleiri peningar, sem greiða þarf, en jafnframt minna verðmætí hverrar krónu, sem talin er upp úr launaumslögum. En i hinu villimannslega þjóð- félagi okkar kemst enginn und- an þvi að kaupa sér þak yfir höf- uðið vilji hann vera öruggur um að vera ekki á sifelldum hrak- hólum og háður duttlungum leigusala. Og hvað kostar það þá i krónum talið að eignast eigið húsnæði? Sýnd veiði en ekki gefin Byggingarfélag atvinnu- bifreiðastjóra, BSAB, reisir fjölbýlishús við Engjasel i Breiðholti II. Þar er hægt að fá 4ra herbergja ibúð, 112,77 fermetra, fyrir 5792 þúsund krónur og 5 herb. ibúð, 117,13 fermetra, fyrir 6.004 þúsund krónur. Byrjað var á byggingu þessara húsa i vor, og er byggingatimi eitt og hálft til tvö ár. tbúðirnar eru seldar full- tilb. Greiðsluskilmálar eru þeir, að fyrir 4ra herb. ibúð greiðist 1.130 þúsund við undirskrift samnings, 800 þúsund krónur við fokheldi og siðan 90 þúsund á mánuði hverjum á byggingar- timanum, eða i 24 mánuði. Fyrir fimm herbergja ibúð þarf að greiða 1.300 þúsund við samnings gerð, 800 þúsund við fokheldi og 92 þúsund á mánuði i 24 mánuði. Húsnæðismála- stjórnarlán út á báðar stærðir ibúða er 1.700 þús. krónur. Nokkrar af ibúðum þessum eru óseldar einn og greiðast við útborgun þær upphæðir, sem að framan greinir að viðbættum mánaðagreiðslum frá þvi i júni, þ.e.a.s. 450 þúsund krónum. En nú er þetta sýnd veiði en ekki gefin. Um er að ræða áætlað verð. Hækki byggingarvisitala, hækkar ibúðarverðið en þó mun það ekki vera beinlinis bundið visitölunni, heldur kostnaðar- auka á byggingartimanum, og verður þvi hækkunin ekki alveg eins mikil og nemur hækkun byggingarvisitölu. Akvæði mun vera i samningi um þessi i- búðarkaup, að hækki visitala upp yfir eitthvað tiltekið há- mark má hækka mánaðar- greiðslurnar. Það verð, sem upp var gefið hér að framan, var áætlað samkvæmt visitölu 1. mars i ár. Þá var byggingarvisitalan 1563 stig. 1. júli var þessi sama visi- tala komin i 1881 stig, og er áætlað að hún verði komin i 1975 — 2000 stig 1. nóv., þegar hún verður næst reiknuð út. Þessi hækkun byggingarvisi- tölunnar frá þvi áætlað verð var ákveðið nemur 27,96%. Sé gert ráð fyrir þvi, að byggingarvisi- tala hækki ekki meir það sem eftir er byggingartimans, en það, sem hún hefur hækkað frá þvi i mars til nóvember, hverjum svo sem dettur i hug, að eitthvað dragi úr verðbólgu, verður hækkunin orðin tæp 60% við verkalok. Ef BSAB tekst, sem hingað til, að halda kostnaðaraukningunni við byggingar þessara ibúða aðeins undir vexti byggingarvisitölu, og kostnaðurinn hækki ekki „nema” um 50%, yrði verð 4ra herb. ibúðar við afhendingu orðið 8.688 þúsund og fimmherbergja Ibúð 9 miljónir. Viðbótarkostnaðurinn er reiknaður út að verkalokum og greiðist með jöfnum mánaðar- greiðslum. Eins og áður hefur komið fram hér i blaðinu hefur BSAB ekki neina aðra byggingarlóð til umráða en þá, sem greint var frá I Breiðholti II. Hins vegar er félagið að leggja siðustu hönd á fjölbýlishúsið Asparfell 2-12 i Breiðholti III, og munu siðustu ibúðareigendur þar væntanlega geta flutt inn fyrir áramót. BSAB er að byggja eitt einbýlis- hús I Mosfellssveit, en þar hefur það byggt fjögur hús til þessa. Hálf vísitala Hjá Breiðholti h/f fengum við þær upplýsingar, að þar væri ekki margar ibúðir að fá þessa stundina. Fyrirtækið auglýsir þó ný einbýlishús i Mosfellssveit, en þar byggir það 10 slik. Stærð þeirra er 130 fermetrar auk 30 fermetra bilskúrs. Húsin afhendast tilbúin undir tréverk og málningu. Raflagnir eru til staðar, en þó er ekki búið að draga i dósir. Lóð er grófjöfnuð undir gróðurmold. Verð þessara húsa er áætlað 8,5 miljónir króna. Lágmarks- greiðsla við undirskrift samnings er 1,5 miljónir og siðan ein miljón til viðbótar, sem greiða skal fyrir áramót. Þær 6 miljónir, sem eftir eru skulu greiðast fram til afhendingadags, sem er i nóvember 1976. Þessar 6 miljónir eru visitölutryggðar að hálfu leyti, en verðið miðað við visitölu 1881. Ef gert væri ráð fyrir 30% hækkun visitölunnar, svipað þvi, sem ætlað var hér að framan, verður endanlega verðið um 9 miljónir króna fyrir húsið tilbúið undir tréverk og málningu. Um viðbótar- greiðslur er samið eftir afhendingu. Þá hefur Breiðholt h/f enn til sölu örfáar ibúðir i sambýlis- húsi að Krummahólum 8. Þriggja herbergja ibúðir eru tvenns konar. önnur gerðin er 106,5 fermetrar, og er verðið á henni miðað við visitölu 1. mars 1563 stig, 4650 þúsund að við- bættum 350 þúsundum fyrir bil- skýli. Verðið hækkar til jafns við helming visitöluhækkunar og er þá miðað við ibúðaverðið án bilskýlis. Ibúðir i Krumma- hólum eiga að afhendast tilbúnar undir tréverk og málningu i júli 1976, og miðað við verðlagsþróun siðan fyrsta mars, má ætla, að hækkunin verði 40% á helming ibúðar- verðsins og kostar þá ibúðin tilbúin undir tréverk 5.930 þúsund með bilskýli. Hin gerð 3ja herb. ibúðar er 90.6 fermetrar. Aætlað verð þeirra er 4,3 miljónir með bil- skýli, þ.e.a.s. ibúðin sjálf kostar þá 3950 þús. krónur. Eftir 40% hækkun miðað við afhendingar- dag, en hækkunin reiknast á helming ibúðarverðs eins og áður, yrði verðið 5 miljónir og 90 þúsund. Þá eru óseldar 6 ibúðir, sem telja 6 herbergi hver og ein sem reiknuð er 7-8 herbergja. Sex herbergja ibúðir, minnsta'gerð, kosta samkvæmt áætlun 6,325 þús. kr. og eru 136,5 fermetrar að stærð. Að viðbættri hækkun visitölu, sem kemur á helming 5.975 þúsunda yrði verð hennar 7,520 þúsund krónur með bil- skýli, tilbúin undir tréverk og málningu. Aætlað verð 6 herb. stærstu gerðar er 6.660 þúsund auk bil- skýlisverðs 350 þúsund. Þegar búið er að reikna hálfa visitöluhækkun inn i ibúðar- verðið yrði það 8,340 þúsund krónur. Þessi ibúð er 152,4 fermetrar að flatarmáli. 7-8 herbergja ibúðir eru 175,3 fermetrar að stærð. Aætlað verð þeirra er 7.655 þúsund krónur og viðbætt bilskýlisverði 8 miljónir og fimm þúsund. Þegar 40% verðbót á helming ibúðaverðs- ins bætist við hækkar það i rúmar 9,5 miljónir. En þá er Framhald á 22. siðu. .W nmt 'W f 11 ** «w -r ir lli^ f HT ^T“ "flf'’ <ÍÍIWl«W« «-■> -

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.