Þjóðviljinn - 07.12.1975, Síða 2

Þjóðviljinn - 07.12.1975, Síða 2
2 StÐA — ÞJ'ÓÐVILJINN Sunnudagur 7. desember 1975. Uwijá: Vilborg llarftardóttir. Viö kvikmyndaupptökuna Ný dönsk kvikmynd, sem sýnd er viö mikla aösókn á Noröurlöndum - Hvenær fáum viö hana hingaö? Hugmyndin fæddist í tjaldi á Femö, þar sem danskir rauösokkar hafa sumarbúðir sínar. Þær Mette Knudsen, Elisabeth Rygaard og Li Vilstrup lentu af tilviljun saman í tjaldi og fóru þá ma. aö spjalla um hvernig á því stæði, hve fáar konur fimmtugar og eldri væru þar eöa í nýju kvenna- hreyfingunni yfirleitt, og útfrá þvi um stööu mið- aldra kvenna. Þær létu ekki sitja við orðin tóm, en hóf ust handa um að skrifa kvikmynda- handrit. Árangurinn getur nú að lita í dönskum, norskum og sænskum bíó- um, þar sem kvikmyndin ,,Taktu þvi eins og maður, kona" gengur fyrir fullum húsum. Þeir sem séð hal'a segja mynd- ina stórskemmtilega og er það kannski aðalkosturinn, að þótt i henni felist ákveðin ádeila er efn- ið sett fram af hugkvæmni og þeim húmor sem yfirleitt reynist betra tæki til að ná til fólks en prédikunin, sem stundum iþyngir svokölluðum ,,tilgangs”leikritum eða bókmenntum. Ádeilan bein- ist, eins og við er að búast hjá kvenfrelsiskonum, að karl- mannaþjóðfélaginu og þeim bási sem konum er þar markaður. Myndin segir frá Ellen Ras- mussen fimmtugri konu úr borg- arastétt, húsmóður i venjulegu hjónabandi, Henni leiðist einver- an og iöjuleysið og fer að drekka til að deyfa tómleikatilfinning- una. Eiginmaðurinn skilur ekki hvaðgengur að henni, finnst hann hafa uppfyllt skyldur sinar gagn- vart fjölskyidunni, en læknirinn Þegar hlutverkunum er snúið við sjá allir hvaö skiptingin er fáránleg TAKTU ÞVÍ EINSOG MAÐUR, KONA! oaksk ‘tsrsP.i kennir breytingatimabilinu um ig skrifar uppá valium. Draumurinn Hápunktur myndarinnar er draumur Ellenar eftir að hún fær taugaáfall. Hana dreymir að hlutverkin hafi snúist við. 1 draumnum hefur karlmanna- þjóðfélagið breyst i andstæðu sina, kvennaþjóðfélag, þar sem karlmennirnir eru hinir bældu og kúguðu. Nú er það Ellen sem er i vel launaðri ábyrgðarstöðu og hefur i kringum sig sæg af ungum skrif- stofupiltum og einkariturum. Þeir stelast til að lesa vikurit i vinnutimanum og kjafta saman um mataruppskriftir, börn og nýjustu snyrtivörurnar. Allir yf- irmennirnir eru konur, sem lita niður á karlana og þeirra ,,smá- mál”, en tala saman um bila og hvað karlar séu ómögulegir bil- stjórar, en sætir og indælt að hafa þá i kringum sig og hvað það sé nú i rauninni hagkvæmt fyrir bisnisskonur að vera giftar. Þeg- ar vinnutima lýkur setjast skjala- töskuprýddar konurnar úti bilana sina og keyra heim eða á fund, en karlmennirnir biða eftir strætó eða hjóla af stað með innkaupa- töskur og poka, en heima biður eldamennskan þeirra og önnur hússtörf. Heima hjá Ellen hrærir eigin- maðurinn dauðleiður i pottunum og ljómar þégar hann fær klip i kinnina. Siðan er dömumiddagur, þar sem konurnar stynja yfir kynferðislegum hömlum karl- anna og öryggisleysi þeirra. Tiskulæknir (kvenkyns) sem á marga elskhuga fer á næturklúbb með ungum vini sinum. Þegar nektardansinum (karldansari að sjálfsögðu!) lýkur sitja piltarnir og horfa feimnir niðurfyrir sig meðan konurnar skemmta sér hið besta og reyna til við þá. A kló- settinu greiða karlarnir sér og bera saman bækurnar. Þessar konur, — þær vilja bara þetta eina! Ungi elskhugi læknisins segir frá gamla pabba sinum. Konan: Mikið verða augun i þér falleg þegar þú ert sorgbitinn! og þegar þau eru búin að vera saman keyr- ir hún raulandi heim og mætir i vinnunni næsta morgun, frisk og Ellen Rasmussen i nýju stöðunni, leikin af Tove Maes. upplögð. Hún fer á stofugang — með hala af þöglum, virðingar- fullum hjúkrunarkörlum á eftir sér. Ellen vaknar Draumurinn endar með ópi Ell- enar. Svona má þetta þó ekki verða heldur! En Ellen vaknar ekki aðeins af svefni, heldur og til meiri vitundar um sjálfa sig og stöðu sina. Hún fer á endurhæf- ingarnámskeið og fær að lokum stöðu á skrifstofu verksmiðju einnar eftir að hafa leitað fyrir sér viða en verið neitað vegna aldurssins. t lok myndarinnar er Ellen farin að gera sér grein fyrir nokkrum af orsökum þess að kon- ur eru undirokaðar. Til að undir- strika samtöðuna fer hún i samúðarverkfall með iðnverka- Framhald á 22. siðu. hugsa málið. En ekki veit ég til að hún hafi þó enn fengið boð um að koma. Konur eru menn Guðrún Gisladóttir sendir auglýsingu frá verðlagsstjóra, og segir þarna gerðan at- hyglisverðan greinarmun á mönnum og konum. Máske hafi viðhorf verðlagsstjóra eitthvað mótast af hinu lága verðlagi á vinnu konunnar... En það sýnist mér satt að segja ekki i fljótu bragðí, án þess þó að ég þekki nokkuð til verðlagsstjóra eða hans vinnubragða. I þessu tilfelli held ég ekki að um það sé að ræða, að borga eigi konunum minna kaup, enda er óskað eftir ákveðinni menntun eða þekkingu. Ég imynda mér þvertámóti, að ætlunin sé að undirstrika að starfið sé ætlað konum jafnt sem körlum, en það sé svo klaufaskapur eða fljótfærni auglýsanda að hugsa ekki úti, að þótt allir menn séu ekki konur, þá eru allar konur menn. —vh Starf fyrri hiuta dags Verölagsstjóri óskar að ráða nú þegar nokkra menn eða konur til verðlagseftir- lits fyrri hluta dags, i einn til tvo mánuði. Æskilegt er, að umsækjendur hafi verslunarpróf eða sambærilega þekkingu. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri. Verðla gsst jóriim, Borgartúni 7, Reykjavflc. ORÐ í BELG Hvar voru konurnar? — Hvar voru islenskar kon- ur? spurði Gunna eftir úti- fundinn á Lækjartorgi á fimmtudaginn, fundinn sem haldinn var til aö mótmæla smánarsamningum við vest- ur-þjóðverja og herskipainn- rás breta. Henni taldist til að þar hefði verið ein kona af hverjum tiu fundarmör.num. Og vissulega hlýtur það að vekja upp spurningar hve til- tölulega fáar konur virtust telja sér landheligsmálið við- komandi. Reyndar hafa vist fleiri hugsað eins, þvi enginn ræðumanna var heldur kona, enda þótt sú atvinnugrein, fyr- ir utan sjósóknina sjálfa, sem mest er ógnað af afleiðingum aukinna veiða útlendinga á is- lenskum fiskimiðum, fisk- vinnslan, sé i raun borin upp af vinnuafli kvenna. Enn um kyngreindar auglýsingar Ég var um daginn að hvetja til þess að fólk hætti að taka mark á kyngreiningu i at- vinnuauglýsingum og sækti um þau störf sem það hefði á- huga á, án tillits til þess, hvort óskað væri eftir karli eða konu, og gat þess þá, að gam- an væri að frétta af viðbrögð- um auglýsenda við sliku. Nú hefur mér verið sagt frá nýlegu dæmi, stúlku, sem sótti um vinnu i kjötiðnaðarstöð hér i bæ, þótt auglýst væri eftir „mönnum” og hún vissi full- vel, að þar væri átt við karl- menn. En þarsem hún hafði unnið hjá sláturhúsi sama fyr- irtækis úti á landi samskonar vinnu og karlmenn, og skilað sinu verki vel þar eftir þvi sem hún best vissi, hélt hún að það ætti að mæla með henni. En nei: Henni var bent á, að ekki hefði verið auglýst el'tir kven- fólki og það vantaði ekki. Eftir nokkurt þref var þó lofað að

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.