Þjóðviljinn - 07.12.1975, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 07.12.1975, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. desember 1975. SIGURJÓN PÉTURSSON, borgarráðsmaður LEIKUR AÐ MILJÓNUM Sú skoðun viröist eiga vaxandi fylgi aö fagna meðal almennings að stjórnmálamenn séu allir upp til hópa einskonar trúðar. Alþingi er jafnvel stundum kallað manna á meðal stærsta leikhús þjóðarinnar, og ef það væri réttnefni þá mætti liklega kalla borgarstjórn: „Litla svið- ið”. Ástæður þess að almenningur er i vaxandi mæli að glata trausti sinu á stjórnmálamönnum eru vafalaust margar og sumar kannske vandfundnar. Ein er þó mjög greinileg, þ.e. sú ástæöan, sem hefur komið leikhúsnafngiftinni á samkomur stjórnmálamanna, en það er hve sumir stjórnmálamenn geta af mikilli alvöru og sannfæringar- krafti rætt um málefni, sem eru raunverulega marklaus aukaatr- iöi. Þaulrædd aukaatriði Sem dæmi um þetta eru um- ræður. sem fram fóru hér i borgarstjórn um kaup á upp- þvottavél fyrir eldhús Borgar- spitalans. Vélin kostar rúmar 4. miljónir króna. sem er um 0,3 prósent af heildarkostnaði viö spitalann, en hann er áætlaöur á næsta ári samtals 1.509 miljónir króna, og hún er til endurnýjunar á niu ára gamalli og úr sér geng- inni uppþvottavél. Málið var ekki aöeins rætt hér i borgarstjórn i mörgum og mein- ingarlitlum ræðum, heldur hafði það áður verið rætt tvisvar i stjórn Innkaupastofnunarinnar, tvisvar i stjórn sjúkrastofnana og tvisvar i borgarráði, og hér i borgarstjórn var lagt til aö mál- inu yröi frestað og það kannaö og rætt miklu betur. Leikaraskapur af þessu tagi er vel tii þess fallinn að styrkja framangreint álit almennings. Fjárhagsáætlun 1975 Fyrir réttu ári siðan ræddum við hér i borgarstjórn um fjár- hagsáætlun ársins ’75. Sú áætlun var afgreidd eftir tvær umræður I borgarstjórn, en áöur hafði verið fjallaö um hana á fjölmörgum og löngum fundum i borgarráði, auk þess sem ótalinn fjöldi embættis- manna hafði lagt nótt við dag til þess að undirbúa áætlunina sem best. Viö afgreiðslu þeirrar áætlunar leyfði ég mér að segja að hún væri marklaust plagg, sambland af óskhyggju og óraunsæi. Það kom einnig á daginn að sú fjárhags- áætlun, sem samþykkt var i borgarstjórn fyrir réttu ári, stóð ekki óbreytt nema fjóra mánuöi. Þá var hún tekin til gagngerör- ar endurskoðunar og umtalsverð- ur niðurskuröur gerður á ýmsum, áður áætluðum framkvæmdum. Það mætti ætla að fjárhags- áætlun, sem gerð er þegar þriöji hluti ársins er liöinn myndi fá staðist hvað varðar þá tvo þriöju sem eftir eru — en þvi fór fjarri. A siðasta fundi borgarráös gaf borgarstjóri skýrslu um hvað hefði komist i verk af þvi sem átti aö framkvæma og hvað ekki. I þessari skýrslu er fjölmargt, sem ástæða væri til að gera að umræöuefni, eins og t.d. hvað, hvernig niðurskurður bygg- ingaframkvæmda beinist fyrst og fremst að barnaheimilum og hvernig niöurskuröur gatna- framkvæmda beinist m.a. að frestun gatnagerðar eins og teng- ingu Breiðholtshverfa, sem er mikið hagsmunamál þúsunda Reykvikinga. En umfjöllun um þaö veröur að biða betra tóms. Hver stjórnar? Alvarlegasta atriöið, sem fram kom i skýrslu borgarstjóra er staðfestingin á þvi áliti almenn- ings aö hér eigi sér aðeins stað sýndarmennska. 1 skýrslunni kemur sem sé greinilega i ljós, að þaö erum ekki við 15 kjörnir borgarfulltr., sem tökum ákvarðanir um það i hvað skattpeningum borgaranna er varið — þær ákvaröanir taka embættismenn, i blóra við veik- lundaöan meirihluta, sem þeir geta ætiö treyst aö staðfesti gjöröir þeirra. Þótt borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins telji sig við hátið- leg tækifæri vera hina ábyrgu stjórnendur borgarinnar verður það æ ljósara frá ári til árs, að hin raunverulega stjórn hvilir i hönd- um embættismannakerfisins, enda hefur svonefndur borgar- stjórnarmeirihluti hvorki nennu né getu til að taka á sig raunveru- lega stjórn, þótt ábyrgðin sé öll hans. Hvar hefur það t.d. verið samþykkt af kjörnum fulltrúum aö framkvæma fyrir 5. 1. miljón króna minna i Æskulýðs- mannvirkjum en fjárhagsáætlun yfirstandandi árs gerði ráð fyrir? Hvar var breytt þessari samþykkt borgarstjórnar að verja 54 miljónum úr borgarsjóði til byggingar barnaheimila I það að byggja aöeins fyrir 27.3 miljónir. Þessar ákvarðanir voru ekki teknar af til þess kjörnum fulltrú- um. Þær voru teknar af embættismannakerfinu, þótt það hafi engan rétt til þess að brjóta þannig i bága viö löglega tekna ákvörðun kjörinna borgarfull- trúa. Á meðan framkvæmd fjárhags- áætlunar er með þessum hætti þá ber ákvaröanatekt borgar- stjórnarfulltrúa óneitanlega nokkurn keim af leikaraskap. Hverra er sökin? Ef einhver heldur að ég sé meö þessum orðum aö ásaka einstaka embættismenn eöa embættis- mannakerfið sem slikt, þá er það misskilningur. Auövitað liggur sökin hjá þeim sem bregðast þvi hlutverki, sem þeir eru kjörnir til, það er að stjórna borginni og embættismönnunum. Væri til staðar sterkur og stjórnsamur meirihluti, sem bæði vildi og þyröi, aö taka erfiöar og vandasamar ákvarðanir, þá myndi hann ekki liöa embættis- mannakerfinu að breyta samþykktum án samráös viö réttkjörnar stjórnarnefndir borgarinnar. En þar sem þessu er ekki til aö dreifa, þá er ekki hægt aö ásaka embættismennina fyrir að taka ákvaröanir og stjórna. Gerviáætlun Það eru ekki miklar likur á þvi að sú fjárhagsáætlun sem fyrir liggur veröi nokkurntima nothæft stjórntæki. Enn er leikaraskapnum haldið áfram og lagt fram plagg, sem allir vita — jafnt fulltrúar meirihluta sem minnihluta — aö ekki mun standast nema aö mesta lagi i nokkrar vikur, og getur þvi aldrei orðiö marktækt stjórntæki. Astæður þess aö fjárhagsáætl- unin stenst ekki eru aö minum dómi aöallega tvennskonar aö uppruna. Annars vegar vegna fyrirsjá- anlegra breytinga á ytri aðstæð- ur, s.s. vegna væntanlegra kjara- samninga og boðaðra breytinga á verkaskiptingu rikis og sveitar- félaga, og hins vegar vegna þess að tillagan er sett fram eins og búiö sé að yfirstiga verðbólguna og þvi stenst hún hvorki hvaö varðar rekstur né framkvæmdir. Kjarasamningar Við gerö fjárhagsáætlana und- anfarin ár hefur verið áætlaö undir liönum — óviss útgjöld — nokkur upphæð til þess að mæta boðuðum eða nokkuð fyrirsjáan- legum launahækkunum. 1 þeim drögum að fjárhagsá- ætlun sem lögð hafa verið fram er hinsvegar alls ekkert áætlað uppi væntanlegar launahækkanir. t frumvarpinu er jafnvel ekki gert ráð fyrir þeim smánarbót- um, sem launþegar fengu nú 1. desember sl. og þegar hafa or- sakað 12 miljón króna skekkju i þvi. Ég hygg að enginn gangi þess dulinn, að ekki verður staðið upp frá næstu kjarasamningum fyrr en launþegar hafa fengið að veru- legu leyti bætta þá kjaraskerð- ingu, sem orðið hefur i tið þessar- ar rikisstjórnar. Sú kjaraskerðing er nú talin nema 22 til 24% reiknaö frá kjara- samningunum 1974. Það var álit nýhaldinnar kjara- málaráöstefnu ASl aö til þess að vega upp þessa kjaraskerðingu þyrftu laun að hækka um 28 til 32%. Þegar til þess er tekið að hvert % sem almennt kaupgjald hækk- ar kostar borgarsjóö um 20 miljónir króna i auknum útgjöld- um gefur það auga leið aö þær kauphækkanir, sem óhjákvæmi- legar eru og verða, munu raska verulega þessari fjárhagsáætlun. Jafnvel þótt verkalýðshreyfingin verði að sætta sig við að vinna ekki upp alla kjaraskerðinguna i einum áfanga, er samt um aö ræða röskun á áætluninni, sem nema mun hundruðum miljóna króna. Verkaskipting Auk þeirra áhrifa, sem vænt - anlegir kjarasamningar hafa á fjárhagsáætlunina, liggur nú fyrir, aö rikisstjórnin ætlar aö gera nokkrar breytingar á verka- skiptingu rikis og sveitarfélaga, sem einnig mun óhjákvæmilega hafa veruleg áhrif á útgjöld borgarinnar. Áð aðalefni til miða tillögúr rikisstjórnarinnar aö þvi að draga úr þeirri hvatningu, sem vinstri stjórnin veitti sveitar- félögum til að koma á fót nauð- synlegum þjónustustofnunum meö þátttöku i byggingar- og rekstrarkostnaöi. Tillögur rikisstjórnarinnar miða viö þaö að rikiö hætti þátt- töku i byggingu og rekstri dag- vistunarstofnana og elliheimila. Einnig ætlar rikið að hætta þátt- töku I viöhaldi skólamannvirkja, auk ýmissa smærri liöa sem ekki veröa taldir hér. A móti þessum kostnaöarauka sveitarfélaganna eiga þau að fá auknar tekjur af söluskatti i gegnum jöfnunarsjóð sveitarfé- laga. Þótt verkaskipting rikis og sveitarfélaga sé ekki á dagskrá i borgarstjórn nú vil ég engu aö siður lýsa yfir fullkominni tor- tryggni minni á réttmæti þessara fyrirhuguðu breytinga. Ég tel aö með þeim sé stigið spor aftur á bak. Sú hvatning, sem sveitarfélögin fengu til byggingar dagvistunar- stofnana og elliheimila, var þegar ERUM FLUTTIR Afgreiösla flugfylgibréfa (áður Sölfhólsg.) Verður nú að Suðurlandsbraut 2. (Hótel Esja) Ath: Nýtt símanúmer 84822 Afgreiðsla á frakt er eins og áður auglýst, að Bíldshöfða 20. Sími 82855 Q 0 X 9 LU 5 co \\ 11 ♦= 3- EltDSHOFÐI —► Wm L — t VESTURLANDSVEGUR ' F H 1 mi tl FLUCFÉLAC LOFTLEIDIfí ífDQflifrakt LSLANDS FKLftti SKM AWASI FHJTiXIMÍ FYIUK YIXJU

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.