Þjóðviljinn - 07.12.1975, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. desember 1975.
ARNI BERGMANN
SKRIFAR
DÖDDQ
Til hvers er ætlast í
þessum djöfuls heimi?
Vésteinn Lúðviksson.
Eftirþankar Jóhönnu.
Iðunn R. 1975. 206 bls.
Það er skemmtileg tilviljun að
ný skáldsaga Vésteins Lúðviks-
sonar er opnuð einmitt á sama
degi og Skirnir berst inn um dyrn-
ar með ádrepu Helgu Kress um
„kvenlýsingar og raunsæi”.
Helga tekur Vésteini þar tak fyrir
meðferð — eða meðferðarleysi —
á konum i hinni stóru skáldsögu
hans Gunnar og Kjartan. Þetta
er, segir Helga Kress, karlabók
þar sem raunsæisleg heildar-
mynd af samfélaginu brenglast
öll vegna þess að i henni eru kon-
ur rignegldar i hefðbundin
kvennahlutverk og vegna þess að
höfundur beygir sig i reynd undir
þá hlutverkaskipan, kann ekki að
afhjúpa hana með gagnrýni. Nú
er engu likara en Vésteinn hafi
séð þessa hryðju fyrir. Eftir-
þankar Jóhönnu er sjálfslýsing
konu sem á i mörgum vanda — og
einmitt ekki hvað sist vegna þess
að ættingjar og annað fólk hafa
allar götur verið að troða henni
inn i hlutverk, hegðunarmynstur,
sem eru henni litt að skapi.
Efni í eldhúsróman?
Jóhanna er kona um fertugt,
tviskilin og fimm barna móöir.
Þar hefur söguna að hún kemur
heim frá jarðarför Harðar, sem
hún hefur þekkt i hálft annað ár.
Hún rifjar upp fyrir sér alein um
nótt sögu ástarævintýris þeirra,
og ýmislegt annað úr eigin ævi og
hans sem bregður ljósi á það sem
gerðist. Á flókin fjölskyldumál, á
togstreitu um hann við aðra konu.
Hún veit að hún er grunuð um að
hafa „hjálpað honum yfir mörk-
in” — sagan er m.a. svar hennar
við þeim grun og ásökunum sem
honum fylgja.
Upplýsingar um efni þessarar
sögu gætu bent til eldhúsrómans:
Kona með tvö misheppnuð hjóna-
bönd að baki gerir úrslitatilraun
til að sigla einkamálum sinum i
heila höfn, vanka aftur til lifsins
eftir basl og barneignir — og
biður ósigur fyrir ýmsum fyrir-
bærum af þvi tagi sem gjarna eru
kölluð „skuggar fortiðarinnar”.
Hvað getur verið meira rómó?
Vésteinn Lúðviksson hefur
reyndar gert skylda hluti i
Gunnar og Kjartan, þótt þessar
bækur tvær séu mjög ólikar.
.Hann heldur sig i námunda við
sögur, sem menn eiga að vanda
til að afgreiða snarlega með af-
þreyingarstimplinum, eins og
hann vilji nota nokkur ytri ein-
kenni þeirra til að segja annað og
meira eni þeim er gert. t þessari
sögu koma fyrir manndráp og
nauðgun og örlagarik skyndi-
hrifning og forspár og iskyggileg-
ir draumar og ýmislegt fleira
sem þykir gott að brúka i
skemmtisögum. En menn muna
ekki alltaf eftir þvi, að meistarar
raunsæisskáldsögunnar hafa um
langan aldur notað allt þetta in-
ventar óspart til sinna þarfa i
anda þeirrar álitsgerðar Dosoév-
skis, að skáldsagnahöfundur hafi
engan rétt á þvi að vera leiðinleg-
ur.
Málfar kynslóöanna
Eitt af þvi sem lesandinn gefur
fljótlega gaum er það, hve lagleg-
um tökum Vésteinn Lúðviksson
hefur náð á sögutækni. Upprifj-
unaraðferðin nýtist honum ágæt-
lega i þvi tvöfalda hlutverki að
fóðra lesandann á hæfilega stór-
um skömmtum af upplýsingum
um Jóhönnu sjálfa, sögukonuna,
um leið og hún sjálf rekur það
Vésteinn Lúðviksson, teikning
hvernig hún þurfi að spionera og
hlera sig áfram til þess að fá
vitneskju um Hörð Agnarsson og
annað fólk. Það spillir heldur ekki
áhuganum, hve kunnáttusamlega
höfundur fer að þvi að tengja
saman, brúa þátið og þáliðna tið,
flétta með þeim sennileika sem
hæfir svo raunsæislegri sögu. í
Gunnari og Kjartan notaði Vé-
steinn reyfaralegri brögð sem
annariegur keimur gat verið af —
það var sem saumað væri með
hvitum þræði. Þessi bók er miklu
þéttari i sér.
Málfar sögunnar er eitt af þvi
semkallar ‘á viðurkenningu á
kunnáttu höfundar. Raunsæi
verksins er mjög drjúgur styrkur
i þvi, hve eðlilega Jóhanna kemur
orði að hlutum. Frásögnin er
sannarlega á máli hennar aldurs,
hennar umhverfis, hennar kyn-
slóðar, hvergi vandræðalega bók-
leg og ekki heldur ofhlaðin duttl-
ungum talmáls. Hvorki forskrúf-
un né flatneskja. Stundum finnst
manni að Vésteinn Lúðviksson
hafi lært hæfilega mikið af (eöa sé
hæfilega skyldur) manni eins og
Salinger („Catcher in the Rye”).
Vegna þess hvernig orðfærið
sjálft lætur uppi hina frægu sam-
gönguöröugleika manna i miili,
fjarlægðirnar, óttann við að
ganga of langt, segja of mikið —
frekar en að einhverskonar
beinar vangaveltur séu fram
bornar um þau efni. Með þessu
móti gætir höfundur öryggis i
meðferð stórtiðinda — hvort sem
þau eru ömurleg (Jóhönnu
nauðgað á Sigló, fyrsta ást Harð-
ar auðmýkir hann herfilega með
þrem smábófum), eða þau teljast
til sjaldgæfra gleðistunda. „En
svo færði hann sig nær og lagði
þetta stóra höfuð sitt undir hök-
eftir Tryggva ólafsson.
una á mér, ég þarf ekki að taka
það fram.”
Margföld nauögun
í bókarkynningu segir á þessa
leið um Jóhönnu: „Og hana
grunar að ástarævintýrið og endir
þess hafi aðeins verið hlutar af
öðru og meiru”. Það er ekki úr
vegi að skoða hvað átt er við með
þessari staðhæfingu.
Sem fyrr segir eru Eftirþankar
Jóhönnu fljótt á litið einkamála-
saga: ástir, afbrýði, fjölskyldu-
mál. Það er lítið sem ekki talað
um stéttaskiptingu, alls ekki um
pólitiska flokkadrætti. En varla
myndum við sýna sérstakt kapp i
að kenna hana við raunsæi ef ekki
væri ljóst af skáldsögunni, að per-
sónur hennar lifa i samfélagi; ef
einkamálavandi þeirra væri ekki
með einum eða öðrum hætti sett-
ur i stærra samhengi.
Jóhanna hefur að eigin sögn
fremur snemma komist að þvi að
„það er ekki ætlast til að maður
sé manneskja i þessum djöfuls
heimi”. Þetta er kannski kjarni
málsins. Þótt það sé kannski ekki
alltof ljóst hvað Jóhanna á við
með þvi að „vera manneskja” þá
er ljóst að það er sýknt og heilagt
verið að ætlast til einhvers annars
af henni. Verið að þröngva henni
inn i hlutverk, sem hún vill ekki
taka að sér. Dæmigerður vandi
manneskju i samfélagi, og þá
einkum og sér i lagi konu.
Strax i bernsku er lifi hennar
spillt með tilætlunarsemi móður
hennar, sem með yfirþyrmandi
umhyggju stefnir að þvi að gera
úr henni fina dömu sem giftist
rikum manni og menntuðum og
reynir að spilla vinfengi hennar
við föðurinn sem var ekki nógu
hátt skrifaður i samfélaginu. Þá
þegar er lagður grundvöllur að
vitahring: upp frá þessu er hún að
hefna sin á móður sinni, m.a. með
hjásofelsi sinu og eiginmönnum.
Þegar Jóhanna gerist sem ung-
lingur einum of góð við stráka af
þvi hún er greiðvikin og vorkenn-
ir þeim, þá hafa þeir strax úr-
skurðað að hún sé mella sem
sjálfsagt sé að ganga i skrokk á.
Fyrri maður hennar, Gummi, gat
ekki þolað að Jóhanna væri skóla-
gengnari en hann og gæti haft
með sér heim meira kaup — hann
vildi jafna metin með þvi að hlaða
á hana krökkum. Sambúðin við
seinni eiginmanninn, Stjána, lýsir
vonlausri tilraun til að bjarga
pabbadreng og alkóhólista með
fórnfýsi sem á sér varla takmörk
— vel má lita á þann kafla sem af-
hjúpun hlutverks hins miskunn-
sama samverja, sem er einmitt
svo mjög haldið að konum. Jó-
hanna er til fyrst og fremst i við-
brögðum við þessari tilætlunar-
semi umhverfisins. 1 vinnunni er
hún að „gefast upp á þvi að vera
eitthvað annað framani kunnána
'en ég er i raun og veru”. Henni
var meira að segja illa við jólin af
þvi að þá „áttu allir að vera svo
góðir. En svo var enginn
góður...”
Meinleysi
Hörður er að ýmsu leyti i svip-
aðri stöðu. Hann hefur fullan hug
á að vera öðrum hjálplegur, gera
öllum til hæfis, „standa sig” eins
og það heitir. Hann vill taka
ábyrgð á velfarnaði barna bróður
sins, sem er drepinn fyrir augun-
um á honum, og unnustu bróður-
ins, Hrafnhildi, sem hann stendur
i undarlegu sambandi við. Hann
vill vera duglegur eiginmaður,
púlsklár og húsbyggjandi og
fylgjast með i speglasjónum hins
slóttuga mágs sins. En honum er
þetta ofviða. Hann erof meinlaus.
Hann kann ekki að bita frá sér,
eins og hvað eftir annað er ætlast
til, allt frá þvi að fyrsta ástin er
lamin úr honum. Athafnir hans
verða æ ráðleysislegri og óskilj-
anlegri sjálfum honum ogöðrum.
úrræði hans er sjálfsmorð, sem
verður, eins og stundum áður i
bókmenntum, einskonar frelsis-
yfirlýsing af hans hálfu.
Afhjúpun einkalífs
Vel má segja að þetta sé saga
af tveim persónum sem eru sam-
einaðar i vanmætti: þau risa
hvorugt undan kröfugerð samfé-
lagsins. Er þá sögunni kannski
ætlað að vera fyrst og fremst
ákæra á hendur þjóðfélagi sem
gerir ómennskar kröfur? Ekki
eru áherslur beinlinis þannig
lagðar. Mörgum gæti fundist að
samfélagsþátturinn i persónum
þessum væri i mjórra lagi og þá
má vel spyrja: eru þau Jóhanna
ekki fyrst og fremst fórnarlömb
ógæfulegrar samhnýtingar ætt-
ernis, kynna og atvika, sem eng-
inn er tryggður fyrir? En liklegra
er vænlegra til árangurs að
spyrja eftir þvi sem kynni að
leynast að baki samfléttan einka-
mála og samfélagslegra verkana
i þessari sögu.
Má vera að höfuðhneigð bókar-
innar sé einmitt að afhjúpa einka-
lifið? Sýna fram á veika eða von-
lausa stöðu þeirra, sem engin úr-
ræði eiga utan þess, engan annan
grundvöll til að standa á? Það
getur meira en verið. Jóhanna
vaknar af grámósku hversdags-
legrar lifsbaráttu, af tilfinninga-
svefni til góðra stunda með Herði
Agnarssyni. Til þeirrar ástar,
sem köluð er egoisme a deux,
sjálfshygð tveggja. „Draumurinn
var að fá að vera ein i friði, helst
tvö alein einhversstaðar langt
langt frá öllu öðru fólki” segir Jó-
hanna. Þennan frið fyrir þau tvö
gat hún ekki eignast. Einar ráðið
til að halda ástmanninum fyrir
sig, sigrast á tilkalli annarra til
hans, var fólgið i þeim ósigri að
hjálpa honum til að deyja. a.B.
Rafmagnsveitur
ríkisins
auglýsa laust til umsóknar starf bókhalds
og skrifstofufulltrúa að svæðisskrifstofu
Rafmagnsveitnanna á Egilsstöðum.
Umsóknir með upplýsingum um menntun,
aldur og fyrri störf sendist starfsmanna-
stjóra.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 116
Reykjavik.
^MELTAWAY ■—AKATHERN —*
snjóbræðslukerfi frárennsliskerfi
úr PEX plaströrum úr PEH plaströrum.
Nýlagnir Viðgerðir
Hitaveitutengingar Stilling hitakerfa
Pípulagnir sf.
Auðbrekku 59 — Kópavogi S. 43840 & 40506.