Þjóðviljinn - 07.12.1975, Page 9
Sunnudagur 7. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Flagöiö fríöa á Tanganum
Guömundur G. Hagalln. Seg-
ir nú amen.séra Pétur. Al-
menna bókafélagið 1975. 203
bls.
Guðmundur G. Hagalln er i
þessari skáldsögu enn kominn
vestur á firði, en þar hefur honum
lengst af orðið drýgst til fanga
eins og menn vita. Sögusviðið er
Isafjörður. Timinn er uppvaxtar-
ár Guðmundar sjálfs. Byggingin
erreyndar óvenjuleg: skrásetjari
textans kemur á æskuslóðir eftir
alllanga fjarveru og hittir gamla
konu sem komið er rutl á, en var
áður mesta valkyrja. Hann tekur
móður sina tali um konu þessa,
sem Herborg heitir, og þykist
skrifa upp eftir henni upplýsingar
— sem að hálfu leyti eða meir eru
komnar frá ömmu skrásetjarans,
Guðnýju. Lokakaflinn gerist svo
eftir að gagnasöfnun þessari er
lokið.
Þessi frásagnarmáti býður upp
á vissa erfiðleika. Að visu eru
mæðgur þær, sem helst eru bom-
ar fyrir sögunni, i nánum
kunningskap og nábýli við Her-
borgu þá sem er eiginlegt við-
fangsefni verksins, en þær geta
samt ekki alltaf verið mættar þar
sem tiðindi gerast. Þvi þarf
höfundur oft að standa I brösum
við að útvega vitni að samræðum
og atvikum og neyðist til að
nauðga einum um of þvi gamal-
kunna bragði að láta vinnukonur
ogannaðaukafólkstanda áhleri.
Hitt er svo annað mál, að þessi
aðferð er ekki valin út i bláinn.
Hún heldur uppi vissri óvissu og
getsakaspennu sem gerir það
m.a. auðveldara að gera aðal-
persónuna og karl hennar, Simon
beyki, dularfyllri og stærri i snið-
um, — höfundur er bersýnilega
mjög áfram um að það fari ekki á
milli mála, að hér sé ekki um
neinar hversdagspersónur að
ræða.
Herborg þessi er herská
einstaklingshyggja eins og hún er
löng og breið til; frá upphafi vega
hefur hún einsett sér að snúa á
veröldina með ýmislegri bragð-
visi (fyrsta afrek hennar er að
kúga sóknarprestinn til að ferma
sig). Og þegar leikurinn harðnar
biður hún hvorki drottinn né aðra
aðila um miskunn — né heldur
kemur henni til hugar að sýna
öðrum linkind. Með stuttum og
útspekúleruðum hjúskap við
danskan faktor kemur hún undir
sig fótum og gengur siðan að eiga
ágætan ungan skipstjóra, Jóna-
tan, sem hún hafði reyndar ætlað
sér fyrr. Þegar hún missir
hann frá barnahópi gerir hún sina
uppreisn gegn forsjóninni og
sættist ekki við hana siðan. Hún
heyr: sitt ekkjustrið með vafa-
sömum vertshúsrekstri, enn
hæpnari viðskiptum við útlenda
skipstjóra og öðru bralli. Fjármál
þessi ganga henni vel, hvað sem
öðru liður, en verulegur skriður
kemstþá fyrst á þau þegar Her-
borg bindur trúss sitt við Simon
nokkurn, heldur ósjálegan beyki
og nurlara. Þau sameinast með
miklum tilþrifum bæði i firnaleg-
um umsvifum i uppáferðum og á-
girnd til fjár. Þau skötuhjúin ná
miklum árangri bæði I rúminu og
með okri og braski — en smám
saman færist lýsingin á þessum
tveim miklu ástriðum þeirra af
sviði skrýtlunnar yfir á iskyggi-
legra plan einhverskonar for-
dæðuskapar. Það er einkum
amman Guðný, æskuvinkona
Herborgar, sem heldur uppi
viðvörun við svoddan ofstopa —
hefur þetta fólk ekki selt and-
skotanum sál sina?
Sem fyrr segir er lýsing Her-
borgar burðarás sögunnar.
Simon, karl hennar, er að visu
fyrirferðarmikill, en hann verður
að mestu að sætta sig við að koma
fram i söguburði, varla að hann
fær að taka til máls sjálfur. Her-
borg er ekki raunsæisleg
persóna I neinum skilningi. Það
er auðséð, að Guðmundur vill
magna hana og stækka svo að hún
geti orðið að einskonar samnefn-
ara þeirra kvenna sem eru partur
af goðsögn þjóðarinnar um sjálfa
sig. A einum stað er talað um
hana sem „náttúrufyrirbæri”, á
öðrum er hún sönnun þess að
„stálið frá vikingaöldinni” hafi
ekki dignað." Þegar Simon er
dauður visar Herborg með fyrir-
litningu á brott þvi huggunartil-
boði að hún eigi eftir að hitta
hann hinumegin — búklaus anda-
sambúð er henni enginn vonar-
peningur. En þegar hún veltir
fyrir sér valkostum sinum þá fer
hún þessum orðum um
minninguna um ögurstundir með
Simoni: „Heldur skugginn af þvi
besta heldur en það næstbesta,
sem kannski er fyrir mér engu
skárra en það versta”. Svona
tilsvör eru bersýnilega smiðuð
með hliðsjón af fornkonum og svo
Snæfriði íslandssól.
Þessi stækkunarviðleitni og
goðsagnarsmið er ekki gallalaus.
Það kemur öðru hvoru fyrir að
lesandanum finnst skotið yfir
mark að rembingur hlaupi i
lýsinguna og forskrúfun — til
The Debt Trap
The IMF and the Third World.
Cheryl Payer. Penguin Books
1974.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er
einhver valdamesta stofnun ver-
aldar. Fjármagn sjóðsins er not-
að til lána, einkum til vanþróuðu
rikjanna og jafnframt er þess
gætt að ná tangarhaldi á lántök-
um og komið i veg fyrir með
nokkurskonar fárkúgun að þessi
riki geti aflað sér fjárhagslegs
sjálfstæðis. Höfundurinn rekur
sögu þessarar stofnunar og við-
skipta hennar við ýms riki Suður
Ameriku, Asiu og Afriku. Tengsl
stofnunarinnar við ýmsa fjöl-
þjóðahringi eru rakin og lýst er
hlutverkaskiptingu Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins og Alþjóðabankans.
Þetta er þörf bók, staðreyndir
þær sem höfundur rekur votta
hvers eðlis þessar stofnanir eru
og hverjum þær þjóna.
Ancient History
Atlas
Michael Grant. Cartography by
Arthur Banks. Revised Edtition.
Weidenfcld and Nicolson 1974.
Höfundurinn leggur minni á-
herslu á pólitiska sögu en tiðkast
venjulega i söguatlösum. Hann
rekur söguna frá öðru árþúsundi
f.Kr. fram á sjöttu öld e.Kr.
Svæðið sem atlasinn spannar er
Evrópa, Asia og Afrika og fjallað
er um hagsögu, menningar og
trúarbragða sögu og pólitiska
sögu. Hér má finna helstu fram-
leiðslusvæði þýðingarmestu land-
búnaðarafurða, námusvæði,
kornflutningaleiðirnar og þá
landshluta, þaðan sem merkustu
höfundar grikja og rómverja
voru ættaðir frá. Höfundurinn er
vel þekktur sagnfræðingur, hefur
sett saman rit um sögu rómverja
og ritað ævisögur Cæsars, Kleo-
pötru og Nerós.
dæmis má nefna lýsingu Her-
borgar á fyrstu viðureign þeirra
Simonar. En hitt er meira um
vert, að af Herborgu og þvi fólki
er raunverulegur þefur og keimur
af salti og svita og blóði, að
lýsingin krækir sér i staðfestu
bæði i sérkennilegu og um leið
hóflega nptuðu málfari tima og
staðar og svo i skrýtlusafni sem
tengist ágætlega við persónurnar
og það sem gerst hefur i plássum
kringum landið. 1 annan stað er
ýmsilegt laglega gert i þvi að
tefla saman málsvörn Herborgar
sjálfrar og árásum á hana (ein-
vigi þeirrar Guðnýjar i miðri
sögu). 1 þvi að setja fram tvi-
benta afstöðu vina og vanda-
lausra til aðalpersónunnar —
annarsvegar fer virðing fyrir
áræðni hennar, hinsvegar andúð
á ágrind hennar og öðrum
skepnuskap.
Undir lokin langar höfund
bersýnilega að beygja kné Her-
borgar gömlu fyrir lambsins
stóli, láta hana iðrast á elleftu
stund. Sem betur fer vikur Guð-
mundur Hagalin ekki ýkja langt
undan þeirri freistni, enda hefði
hann þá spillt illa mynd sinni af
þessari fornkonu vestan af fjörð-
um. A.B.
Guðmundur G
Hagalin.
Bókin sem ailir biða eftir
Oldin
okkar
Mimiisvei*ð tíðindi
1951 1960
Öldin okkar
nýtt bindi
Mú birtist þriðji hluti hins vinsæla ritverks ÖLDIN OKKAR
og tekur yfir árin 1951—1960. Eru ,,Aldirnar“ þá orðnar
átta talsins og gera skil sögu þjóðarinnar í samfleytt 360
ár í hinu lífræna formi nútíma fréttablaðs. Myndir í bók-
unum eru á þriðja þúsund talsins og er í engu öðru ritverki
að finna slíkan fjölda íslenzkra mynda. — „Aldirnar“ eru
þannig lifandi saga liðinna atburða í máii og myndum, sem
geyma mikinn fróðleik og eru jafnframt svo skemmtilegar
til lestrar, að naumast hafa komið út á íslenzku jafnvin-
sælar bækur. Látið ekki undir höfuð leggjast að bæta
þessu nýja bindi við þau, sem fyrir eru.
Öldin er skemmtileg, fróðlegog frábær
Tryggið ykkur eintak meðan til er
Iðunn