Þjóðviljinn - 07.12.1975, Side 10

Þjóðviljinn - 07.12.1975, Side 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN'Sunnudagur 7. desember 1975. NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST LIST OG ÁHRIF Þegar ný myndlistargildi lita dagsins ljós veltur mikið á þvi að meðtakendur þeirra skoði þau hleypidómalaust og dæmi þau ekki ómerk i fljótfærni og þröng- sýni, en jafnvist er að skilninginn má ekki vanta. Ef nýstárleg myndhugsun, svokölluð framúr- stefna, hafnar i vanabundnum umræðum þjarks og leiðinda verður hún teygð og toguð þar til ferskleikur hennar er allur. Þess vegna eru ný gildi vandmeðfarin, hættan er sú að áhrifin verði önn- ur en ætlast er til, þau eru oft fjarri góðu gamni hins hefð- bundna, bylting og árás gegn sjálfumglöðu samfélagi. Skilningstregða og andóf og af- stöðuleysi myndlistarnjótenda skiptir hér ekki meginmáli, ekki heldur andúð myndlistarfólks hinna gömlu og grónu skóla, held- ur er það afstaða jákvæðra myndlistarmanna sem orkar stundum neikvæð á nýgildi listar- innar, þeir hrifast af nýbreytninni og gleypa hana hráa án þess að gera sér ljósa grein fyrir eðli hennar. Framkvæmdin á mynd- hugsuninni verður þá skopstæl- mg, kannski óafvitandi niðurrifs- starfsemi. En nú getur það gerst að listamaður, sem fagnar nýjung og meðtekur áhrif hennar, vinni út frá þeim á þann hátt að nei- kvæður skilningur hans á gildi nýjungarinnar verði jákvæð niðurstaða, útfærsian verði í öll- um atriðum önnur en nýjungin bauð upp á i byrjun! Misskilning- SEINNI HLUTI ur listamannsins hefur þá leitt hann inn á persónulega tjáning- arbraut. Misskilningur af öðru plani er einnig til, og tengist fortið , oft eru það þjóöfélagslegar forsend- ur sem bjóða heim slikum mis- skilningi, stöðnun i framvindunni leiðir til endurvakningar á göml- um listgildum og vinnuaðferðum. Á 18. öld (timum byltingarinnar i Frakklandi) sóttu menn aftur i aldir, allt til forn-grikkja, tisku- drósir og figúrur gengu um i sið- um skikkjum og sandölum, báru kransa á höfði og þuldu upp úr fræðiritum, listamenn útfærðu verk sin i anda klassiska timans, sumir þeirra tákngerðu myndir sinar með efni úr þjóðtrú og sögu (með og á móti byltingunni). Þótt einstök verk væru mikilsvert framlag til. myndlistarinnar, unn- in af innblásnum snillingum, þá var meginframleiðslan samt merkt lifsleiða og flótta frá raun- veruleikanum, i þeim birtist fjör- brot hnignandi stéttar. Af listamönnum nýklassiska stilsins er Bertel Thorvaldsen vafalaustþekktastur á íslandi, en hann er nú almennt talinn vera ein mesta timaskekkjan i lista- sögunni (likt og Hallgrims- kirkja!) Heiðrikja og fegurð i verkum gömlu myndhöggvar- anna (500—400 f. Krist) afskræm- ist i náttúrulausum búkum Thor- valdsens, þeir standa utan við iðandi lif samtimans og eru bragðlausar eftirlikingar, væmn- ir og meðaumkunarverðir i senn. Útilokun áhrifa Einhvern tima á starfsferli myndlistarmannsins gerist það að hann festist i túlkunarvinnu sinni og ánetjast þeirri þæginda- kennd sem hið þekkjanlega veitir og býður upp á, æfðar hreyfingar handarinnar slæva átökin i myndsköpuninni, smáfrávik i út- færslu milli mynda eru merki minnsta aðhalds, — áhrif sem uppvöktu stilinn forðum eru að gufa upp, listamaðurinn hefur fullunnið sig frá þeim og um leið yfir i þröngan persónulegan út- færslumáta. Endurtekin athöfn getur veitt ánægju um tima, en að þvi kemur þó brátt að lista- maðurinn eirir ekki lengi við verk sitt nema þá af gömlum vana. Myndlistarmaðurinn verður með stuttu millibili að lita út um gluggann og skoða sig um, ef hann vill ekki koðna niður i and- lega eymd og hugmyndafátækt sem er samfara skorti á sjálfs- gagnrýni, hann verður að aðiag- ÚTBOÐ Kröflunefnd óskar eftir tilboðum 1 mál- virki (handrið, stigar, ristar) i stöðvarhús Kröfluvirkjunar S-Þingeyjarsýslu. Útboðsgögn verða afhent i verkfræðistofu vorri, Ármúla 4, Reykjavik, gegn 3 þúsund kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 14. janúar 1976 kl. 11 f.h. mjMmm verkfræðistofa sigurðar thoroddsen sf ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 UPPÞVOTTAVÉUN M 188 hefur tvær hurðir og tvo spaða. Mikill kraft- ur í neðra hólfi/ minni i efra hólfi — Rúmgóð — Hljóðeinangruð — Notar kalt vatn — Allt sem kemur í snertingu við vatn er úr ryðfríu stáli. Berið þessa vél saman við aðrar — Góðir greiðsluskilmálar. ast breytilegum aðstæðum, en ekki sist verður hann að vera i lágmarksuppreisn gegn samtim- anum og eiga sér mót við skoðan- ir andstæðar sinum. Vani, stöönun og endurtekning Vaninn leiðir til þess að við fremjum athafnirnar næstum fyrirhafnarlaust, þess vegna verður endurtekning hins vana- bundna verknaðar þægileg. Inn- tak venjunnar er þó oftast ófull- nægjandi, hugur mannsins vill breytingu. Afleiðingar sumra venjubundinna athafna eru ó- þægilegar og niðurdrepandi, en samt er venjunni haldið i ótta við að ekkert jafngott geti komið i stað hennar. Myndlistarmaður sem vinnur verk sin af gömlum vana og gerir sér jafnframt grein fyrir þvi, hann á auðvitað að leggja frá sér verkefnið og snúa sér að öðru, hann gæti oröið liðtækur við færi- band eða önnur vanabundin störf. En hinn sem áttar sig færist sjálf- krafa til og þroskast áfram. t smáum samfélögum þar sem upplýsingamiðlun aðfenginna áhrifa er ónóg verður ætið ein- hver kyrkingur i listum, áhrif innan samfélagsins eru næring listamannanna, og hvatir þeirra óhreinkast af sjónarmiðum sem i eðli sinu eru andlistarleg og mót- stæð frjálsri hugsun. Mönnum er skipaðá bása eftir geðþótta kaup- mennsku og tækifærum sem þeir nýta sér til framdráttar, hið ofur- máttuga veldi auglýsingarinnar er það sem knýr menn áfram. 1 þessu ástandi býr hættan á fjölda- framleiðslu miðlungsverka, áhrifin ganga hring eftir hring innan þröngs hóps og skoðana- bræðra, úrvinnsla þeirra er merktpersónulegum drætti hvers eins listamannns, en heildarsvip- urinn er i höfuðatriðum likur upp- haflegri myndhugsun — þ.e.a.s. upphaflegt gildi áhrifanna hefur ekki náð að hrófla við afgerandi þróunarmöguleikum þolendanna, þeir hafa staðnað i þroska sinum. Þegar þetta stig er i hámarki hef- ur ekkert áhrif lengur, — til þess að splundra þvi þarf annars- heimskraft! Gott ef ekki guðlega opinberun Einangrun Hið hættulegasta af öllu hættulegu er þó sjálfkjörin ein- angrun eins manns, hann hafnar algerlega utanaðkomandi áhrif- um og telur sig ekki þurfa þeirra við. Þróunin er þá öfughyggja og nýjungarnar vitleysa. Og mynd- listarmaðurinn lokar sig af frá umheiminum. Eins og bent hefur verið á getur myndlistarmaður búið að sinu um takmarkaðan tima og notið um- hverfis- og samfélagsáhrifa i verkum sinum, en jafnvist er að sú stund kemur, að myndmálið þrengist og þornar upp eins og eyðimerkurgróður. Listamaður- inn velur þá oft huglæga stefnu, hafnar frumgildum og grundvall- aratriðum myndmálsins en hleður verk sin óskyldum hlutum, táknum þjóðsögu og trúar. Lista- maðurinn finnur samkennd með guðlegum öflum, telur sig kann- ski útvalinn þjón drottins á jörð- unni, yfirskilvitlegan snilling hins eina rétta. Þetta mikilfenglega fyrirbrigði þekkja islendingar i lifi og starfi Einars Jónssonar myndhöggvara. Úrkynjun t allri list birtast þau einkenni sem leiða til úrkynjunar, þau eru misjafnlega ljós og geta horfiö al- gerlega, en i einangrun eflast þau og ná að lokum yfirhendinni. Þessi einkenni birtast t.d. i verð- launabikurum iþróttafólksins, jólakortunum og rammagerðar- myndlist eins og „Særður hund- ur”, „Grátandi drengur”, „Þreytt þvottakona”, og eru helst: ógrynni smáatriða, stór- kostleg svipbrigði og miklar þjáningar, nákvæm og nostruð útfærsla á húð, vöðvum, hárum og klæðisfellingum. Verkin eru ofhlaðin, allt ér tint til, ekkert má gefa i skyn, lausnin verður að vera klár, skoðandann má ekkert gruna, hann má heldur ekki geta upp á neinu. Áhrif úrkynjunar Þótt undarlegt sé höfðar úr- kynjuð myndlist mjög til almenn- ings, og má sjálfsagt skýra það á margan hátt, en eðlilegast er að hugsa sér að áhuginn stafi af vit- skertum uppeldisháttum, sé af- leiðing vanhugsaðs skólakerfis, sem miðast mest við itroðslu i stað þess að virkja huga og hönd nemandans i eðlilegri tjáningu og sköpun. Almenningur dáir mjög verk- legan frágang; eftir þvi sem hlut- urinn er „erfiðari” i útfærslu verður aðdáunin meiri — þegar verklagnin er orðin aðalatriðið i myndinni stendur fólkið á öndinni af hrifningu og segir: þetta getur ekki hver sem er gert! En einnig eru það ýmsar tæknibrellur sem orka sterkt á skoðendur, tækni- brellur sem i sjálfu sér eru nauða ómerkilegar og einfaldar en krefjast þolinmæði og ástundunar (og oft eru brellurnar yfirvarp á listrænt getuleysi myndsmiðsins, hugsun hans er ófrjó og stein- runnin). En það er i hæsta máta órökrétt að áfellast myndlistarnjótendur fyrir afstöðu sina; nær væri að opna augu stjórnvalda og fyrir- svarsmanna skólakerfisins fyrir þvi andlega vanmati sem við- gengst, þeir eru ábyrgir fyrir miklum niðurskurði á sálargáf- um fólksins i landinu. Hitt er svo annar handleggur að fullþroska myndlistarmaður með viða yfirsýn, kunnugur heimslist og þróun, hann er niðurlægður um leið og úrkynjuð list er upphafin og lofsungin, myndlist hans er þá ekki samboðin þjóðfélaginu og þeim tima sem hún endurspeglar. Áhrif gagnrýni Það hefir löngum verið deilt um gagnrýni, og sýnist sitt hverjum, sumir myndlistarmenn telja hana einskisvirði og áhrifalitla, jafnvel svo tilgangslausa að hún komi ekki myndlistinni við, — þó svo þeir sömu menn hafi orðið góðir af hennar völdum! og skrifast þessi ummæli þeirra á kostnað kimnigáfunnar. Ahrif gagnrýni hljóta ætið að vera einhver, mismunandi mikil að visu, og stundum erfitt að meta hvort hún er til góðs eða ills Setja má fram margvislegar for- múlur um hegðun og vinnubrögð gagnrýnanda, hvernig gagnrýni skal byggð upp og hvernig þol- andi gagnrýninnar og listnjótand- inn fær best notið hennar, en flestar formúlur og kennisetning- ar eru best geymdar hjá þeim sem býr þær til, þvi persónulegt mat eins manns á list annars hlýtur að lokum að hafa úrslita- áhrifin, þekking hans og viðmið- un, tiltækar heimildir o.s.frv. Á vissum timum eru myndlist- armenn mjög svo ánægðir i starfi, sérstaklega að loknu verki, ánægja þeirra er þó oftast bland- in öðrum þáttum, þreytu o.fl., en hitt er ekki siður staðreynd að stundum eru þeir sjúklega hrifnir af eigin framleiðslu og lita hana ekki gagnrýnisaugum, þeir skoða hana i vanabundnu ljósi. Til þess aö myndlistarmaðurinn átti sig og leggi eðlilegt mat á verk sin veröur stundum utanaðkomandi aðili að banka á dyrnar, þ.e. gagnrýnandinn. Þeir myndlistar- menn sem setja glæný verk á sýn- ingu hljóta þvi að vera viðkvæm- ari gagnvartskoðunum annarra á verkunum heldur en myndlistar- menn sem hafa jafnað sig eftir á- tökin. Harkaleg gagnrýni, jafnvel ó- rökstuddar fullyrðingar sem jaðra við atvinnuróg geta valdið jákvæðum straumhvörfum i lifi og list þolandans, hann neyðist þá til þess að ihuga framsettar full- yrðingar, hvort þær séu réttmæt- ar eða ekki, hvernig á þvi stendur eða hvort hann hefur afvegaleiðst i tjáningu sinni, hann verður að brjóta hefðbundið viðhorf. Helst má deila um þessa aðferð gagn- rýnandans út frá sjónarmiði list- njótandans og kaupandans, við vægðarlausa gagnrýni getur orð- ið verðfall á myndunum. En er þá ekki freistandi að etja kappi við timann og berjast til sigurs, end- urnýjaður og margefldur, — það erað segja ef viðkomandi þolandi gagnrýninnar lokast ekki af vegna meðferðarinnar, eða stytt- ir sér aldur!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.