Þjóðviljinn - 07.12.1975, Side 17
Sunnudagur 7. desember 1975. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 17
NÝJAR BÆKUR
Ár gullna apans
Frá Bókaútgáfunni Örn og
örlygur er komin út fimmta bók
breska metsöluhöfundarins Colin
Forbes. Bókin, sem hefur heitið
Ar gullna apans, fjallar um rán
Túlkanir hennar og sálfræðilegar
útskýringar á lestrum Cayce eru
til þess að öðlast fagra lifsstefnu
og taka styrkum höndum um
stjórnvöl eigin lifs, sjálfum sér og
öðrum til aukinnar gæfu... Að áliti
undirritaðs er þessi bók, sem á
frummálinu heitir Many
mansions, mikilvægasta, besta og
þarfasta bókin, sem skrifuð hefur
verið um Edgar Cayce og kenn-
ingar hans.”
Bókin er 207 bls., sett i Prent-
stofu G. Benediktssonar, prentuð
i Prentsmiðjunni Viðey og bundin
i Arnarfelli. Hilmar Helgason
gerði káputeikningu.
Matreiðslu-
bókin þín
Bókaútgáfan Örn og örlygur
hefur gefið út matreiðslubók, sem
byggð er upp með þeim sérstaka
Matrei0slu-
bókín jYW
'I tlHlli t*l iilltlttllltlt
hætti að auk uppskr. af réttun-
um sýnir hún einnig hvernig þeir
skuli frambornir, þvi að i henni
eru litmyndir af þeim öllum, 535
að tölu. Bókinni er skipt i þessa
kafla: Hádegisverðir og aðrir
smáréttir, Súpur, Fiskréttir,
Kjötréttir, Villibráð og fuglakjöt,
Ýmsir bakaðir réttir, Sósur,
Ostaréttir, Ábætisréttir, Hátiðar-
matseðlar, Drykkir, Brauð og
kökur. Þá er i bókinni sérstakur
kafli yfir krydd og kryddjurtir,
sem þýðandinn, Ib Wessmann,
hefur sérstaklega tekið saman
fyrir bókina.
Titill bókarinnar er Matreiðslu-
bókin þín i máli og myndum. Ib
Wessmann þýddi úr dönsku og
staðfærði, yfirlestur handrits
annaðist Guðrún Stefánsdóttir og
prófarkir las Sigrún Árnadóttir.
Ritstjórar bókarinnar eru
Birgitta Frantzén og Yvonne
Sensoli og eru flestar uppskrift-
irnar samdar af þeirri siðar-
nefndu. Hönnun bókarinnar önn-
uðust Lenart Frantzén og
Zbigniew Geppert. Fiestar ljós-
myndanna eru teknar af Kerstin
Bernhard. Bókin er prentuð hjá
Artia, Prag, setning og umbrot
unnið i Prentstofu G. Benedikts-
sonar, en myndun texta hjá
Korpus hf.
Lostafulli
lyst-
ræninginn
Lostalulli lystræninginn heitir
timarit sem blaðinu hefur borist,
bersýnilega rautt rit og glæfra-
legtog skrifað af ungu fólki. í for-
mála er ritinu lýst með svo óhá-
tiðlegum hætti: „Blaðsiður með
lýsingum á veruleika okkar og
draumum okkar og veruleika-
draumum okkar og draumaveru-
leika okkar. Og þegar kominn er
slatti af blaðsiðum eru þær fjöl-
ritaðar og heftar saman og reynt
að selja upp i kostnað og helst
eitthvað meira.”
Meðal textahöfunda (mest eru
það ljóð) eru Einar Ólafsson,
Geirlaugur Magnússon, Sigurður
Pálsson, Valdis óskarsdóttir,
Pjetur Hafstein og Dagur.
arabiskra skæruliða á bandarisku
risaoliuflutningaskipi, sem þeir
stefna til San Fransiskó og hyggj-
ast sprengja í loft upp höfnina
þar. 1 fréttatilk. um bókina
stendur: „Atburðasvið sögunnar
um borð i oliuskipinu er við hæfi
óskeikullar frásagnargáfu höf-
undarins. Þessi nýjasta bók hans
er ekki einungis fyrsta flokks
skemmtilestur, heldur er hún
einnig kærkomið tilefni til að
leiða hugann að þeirri veröld,
sem við lifum i,”
Bókin er sett i Prentstofu G.
Benediktssonar, prentuð i Prent-
smiðjunni Viðey og bundin i
Arnarfelli. Káputeikningu gerði
Hilmar Helgason. Bókin er 236
bls.
Svo sem
maðurinn sáir
Bókaútgáfan Orn og örlygur
hefur sent frá sér fimmtu bókina,
sem byggð er á dálestrum Edgars
Cayce. Þessi bók, Svo sem mað-
urinn sáir, svo mun hann og upp-
skera fjallar um lögmál orsaka
og afleiðinga, hið karmiska
sJTmoðornn
sair
svo mun horm og uppskera
EDGAR
CAYCE
umöSínaoisoko
BgoMSnsa
íunstur. Ævar R. Kvaran þýddi
ókina og ritar ýtarlegan formála
m Edgar Cayce, lif hans og
tarf, og þó alveg sérstaklega
ndurholdungarlögmálið.
1 formálanum segir meðal ann-
rs: „Höfundur þessarar bókar,
lina Cerminara, sem er doktor i
álfræði, hefur unnið hið þarfasta
erk með samningu hennar.
Fullt farcfjald
fyrir eirin,
hálft fyrir hina
1. nóvember til 31. mars er í gildi fjölskyldu-
afsláttur af fargjöldum okkar til Norðurland-
anna.Luxembourg og Bretlands.
Þegar fjölskyldan ferðast saman, þá greiðir
einn fullt gjald, en allir hinir í fjölskyldunni
aðeins hálft.
Þannig geta þeir sem fara utan í viðskipta-
erindum tekið með, ef ekki alla fjölskylduna,
þá að minnsta kosti maka sinn.
Þetta er rétt að hafa í huga.
FWGFELAG LOFTLEIDIR
ISLANDS
Félög sem greiðagötu yðar erlendis