Þjóðviljinn - 07.12.1975, Qupperneq 21
Sunnudagur 7. desember 1975. ÞJÓDVILJINN — StÐA 21
Sköpun 4*
stjarnanna
— Þegar hann vill eitthvaö, setur hann himin og jörö á
annan enda.
Aö snúast eftir braut sinni
,,Þaö er fegursti ástarvalsinn”.
Noröurlandadeild
Leníngradháskóla
Siðasta laugardag i október
komu um 150 manns saman i fyr-
irlestrasal i Leningradháskóla i
tilefni þess, aö 40 ár voru liðin frá
þvi tekin var upp kennsla i nor-
rænum fræðum við háskólann.
Forseti deildarinnar, prófessor
Mikaii Steblin-Kamenski, hefur
verið kjörinn heiðursdoktor við
háskólana i Stokkhólmi og
Reykjavik. Til þess hafa 244
kandidatar brautskráðst frá
deildinni og 15 manns hafa lokið
licentiatsprófi á sérsviðum deild-
arinnar.
Sérfræðingum i norrænum
fræðum bjóðast margir mögu-
leikar á hinum ýmsu sviðum
sovésks þjóðfélags. Nokkrir
halda áfram visindalegum rann-
sóknarstörfum eða kenna við há-
skóla eða aðrar kennslustofnanir.
Margir vinna að þýðingum á nor-
rænum bókmenntum, aðrir starfa
við stór bókasöfn sem sérhæfa sig
i bókmennt um Noröurlandaþjóð-
irnar, eða við fjölmiðla, frétta-
stofurnar TASS og APN, útvarp
og sjónvarp. Utanrikisráðuneytið
ræður einnig til sin nokkra menn,
sem þekkingu hafa á Norður-
landamálum, og aukinn ferða-
mannastraumur skapar að sjálf-
sögðu þörf fyrir leiðsögumenn
með þekkingu á málum Norður-
landaþjóðanna.
Einn af leiðsögumönnum
Intourist, sem margir ferðamenn
frá Norðurlöndum hafa áreiðan-
lega hitt, er Beatrisa Viner, sem
lauk prófi frá Leningradháskóla,
Norðurlandadeildinni, árið 1948.
Hún segir svo um námsár sin:
,,Ég hóf nám i Norðurlanda-
deild háskólans árið 1940. Við vor-
um aðeins átta i stúdentahópnum,
öll um 17 ára, en við vorum mjög
stolt af þeirri námsgrein, sem við
höfðum valið okkur. Ég held lika,
að við höfum öll alið stóra
drauma um að „verða eitthvað”.
Sjálfa dreymdi mig um að feta i
fótspor Aleksöndru Kollontaj. En-
það fór fyrir okkur eins og miljón-
um annarra. Striðið gerði vonir
okkar að engu. Við höfðum aðeins
lokið bókmenntanámskeiði hjá
prófessor Smirnov, er striðið
braust út. Svo kom 900 daga um-
sátin um Leningrad með hungri
og kulda. Við störfuðum öll sem
hjúkrunarkonur eða húsverðir
meðan stóð á næturloftárásunum.
Loks lauk striðinu og við feng-
um tilkynningu frá háskólanum
um það, að námið væri hafið að
nýju. Af þeim átta. sem hófu nám
1940, voru aðeins 6 sem nú gátu
komiö. Aðstæðurnar árið 1945
voru erfiðar. Það var svo kalt i
kennslustofunum, að blekið fraus
i blekbyttunum, og við sátum i
frökkum og með trefla og skulf-
um. Við gáfumst þó ekki upp og
lukum prófi. Sum okkar sáu jafn-
vel langþráða drauma rætast.”
Þannig hljóðar frásögn
Beatrisu Viner. Hún hefði einnig
getað sagt frá þeim frumstæðu
aðstæðum, sem Norðurlanda-
deildin átti við að búa er hún hóf
starfsemi sina fyrir 40árum. T.d.
var aðeins til eitt eintak af orða-
bók, og uröu allir stúdentarnir að
skiptast á um aðnotaþað. Nú hef-
ur deildin til umráða allar bækur
og tæknileg hjálpargögn, sem
notuð eru viö nútima tungumála-
kennslu. Hún fær reglulega heim-
sóknir gestafyrirlesara frá há-
skólum Norðurlandanna. Það er
engum vafa undirorpið, að Norð-
urlandadeildin við Leningradhá-
skóla hefur á tiltölulega stuttum
starfstima sinum lagt fram mik-
ilverðan skerf til skilnings og
samvinnu á milli Sovétrikjanna
og Norðurlanda.
Stóraukið rafljósaúrval
AMERÍSK
DÖNSK
ENSK
ÍSLENZK
ÍTÖLSK
JAPÖNSK
NORSK
PORTÚGÖLSK
ÞÝSK
Verö kr. 6.190 veggljós
Verð kr. 15.080 loftljós
Verö kr. 19.130 (3 stk.)
Verð kr. 14.710 (3 stk.)
Verö kr. 4.540.
rafljós í miklu úrvali
VIKULEGA NÝJAR SENDINGAR
w I 1 ■ Raftækjadeild
HRINGBRAUT 121 • SÍMI 28-602
!