Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVIUINN
Miðvikudagur 14. janúar 1976—41. árg. —10. tbl.
*
Ibúarnir fluttir brott — Þorpið er
vatnslaust og rafmagnslaust að
mestu — Bryggjan stórskemmd —
Brúarskemmdir i Axarfirði
Mörg hús á Kópaskeri
stórskemmd
t gær kl. 13.30 kom harðasti
jarðskjálftakippurinn sem enn
hefur komið i þeirri hrinu sem
hrjáð hefur ibúa á n-austurlandi
siðan fyrir jól. Þessi kippur átti
upptök sin rétt við Kópasker, 12
90 af 130 voru
fluttir í burtu
Arni Sigurðsson bóndi á
Hjarðarási á Kópaskeri var að
vinna úti á Rönd eins og það er
kallað eða i syðsta húsinu aí
þremur sunnan við frystihúsið
— sjá loftmyndina. Þjóðviljinn
náði tali af Árna á nlunda tim-
anum i gærkvöld. Hann sagðist
hafa verið að vinna við innrétt-
ingu i þessu húsi þar sem á að
verða rækjuvinnsla. Allt laus-
legt féll um og skemmdist sumt-
hvað. Húsið er stálgrindahús og
hrikti talsvert i þvi, en gólfið
sprakk. Hið sama er að segja
um nærliggjandi hús. Árni
meiddist ekkert þegar hrinan
gekk yfir og varð honum og fé-
lögum hans það fyrst fyrir er
þeir áttuðu sig á ósköpunum, að
fara út i frystihús. Þar voru
menn að ströfum vegna útskip-
unar á kjöti. Stóðu mennirnir
uppi á kjötstæðunni og hrundi
stæðan.en engin teljandi meiðsli
urðu á mönnunum. Þessu næst
fór Arni heim til sin að Hjarðar-
ási. Þar hrundi allt lauslegt á
veggjum niður á gólf, leir,
myndir, sjónvarp og útvarp og
ekki var ein einasta bók eftir i
bókahillunni. Enginn meiddist á
heimili Arna. Þvi næst leit hann
i gripahús sin og þar voru tals-
Rætt við Arna
Siguðsson,
bónda,
Hjarðarási við
Kópasker
verðar sprungur i húsinu. Kind-
urnar voru rólegar, en hestarnir
spenntir eftir jarðhræringarn-
ar.
4 hús eru nær ónýt að sjá, en
Arni tók fram, að skemmdir
væru að talsverðu leyti ókann-
aðar á húsum. Enda einbeitti
fólk sér strax að brottflutning-
unum sem sagt er frá ofar á sið-
unni. Voru 80-90 manns fluttir i
burtu, en alls búa 130-140 manns
á staðnum. Taldi Arni að i
mesta lagi 50 manns væru á
staðnum i gærkvöld er við töluð-
um við hann. Þá voru húseig-
endur að kanna skemmdir húsa
sinna og einnig skemmdir á
helstu mannvirkjum. Kvaöst
Árni óttast að miklar skemmdir
væru á frystihúsinu og slátur-
húsinu og bryggjan skemmdist
mjög tilfinnanlega, en Ljósafoss
lá við bryggjuna að lesta kjöt
þegar jarðskjálftinn var snarp-
astur.
Við jarðskjálftann fór allt raf-
magn af, en það var komið aftur
undir kvöldið. Simasamband
var nokkurn veginn milli húsa á
Kópaskeri i gærkvöld.
„Ég hugsa að húsmæðurnar
hafi mest orðið varar við þessi
ósköp,” sagði Arni. „Þær sem
voru heima sáu alla lauslega
innanstokksmuni hrynja niður á
gólf. Karlarnir urðu ekki eins
mikið varir við fyrstu afleiðing-
ar jarðsjálftans.
Við höfum búið við svona
jarðhræringar i margar vikur
en snarpasti kippurinn fram að
þessu var á jóladagskvöld. Við
erum þvi orðnir þreyttir á þess-
um fyrirgangi sem hámarki
náði i dag og var hreint yfirnátt-
úrulegt að ekki skyldu verða
slys á mönnum,” sagði Arni
ennfremur.
Við spurðum hann hvort þeir
sem eftir væru á staðnum væru
að tygja sig til brottferðar.
„Nei, við förum ekki,” sagði
hann að lokum.
Loftmynd af KópaskerL Lengst
til hægri Snartarstaðir.
km s-vestur af þorpinu með þeim
afleiðingum að fjölmörg hús á
Kópaskeri eyðilögðust eða stór-
skemmdust. Mörg þeirra eru alls
óibúðarhæf eftir. Rafmagn fór af
flestum húsum, heimtaugar
munu hafa slitnað, þorpið er
vatnslaust og fimm sprungur
komu i hafnargarðinn, auk þess
sem miklar jarðsprungur mynd-
uðust i þorpinu. tbúar, einkum
konur og börn, hafa verið flutt til
nærliggjandi staða, Leirhafnar,
Raufarhafnar og Húsavíkur.
Þessi jarðskjálftakippur mæld-
ist 5,5 til 6 stig á richterkvarða og
er hann lang snarpasti kippurinn
sem enn hefur komið i jarð-
skjálftahrinunni fyrir norðan.
Það gat vart farið hjá þvi að
skemmdir yrðu á Kópaskeri, þar
sem upptök skjálftans voru að-
eins 12 km. frá þorpinu. Hinsveg-
ar var hann ekki svo mjög snarp-
ur i Kelduhverfinu og þar er ekki
vitað um neinar skemmdir.
Allt vatn fór af þorpinu og hafa
vatnspipur kubbast i sundur i
jörðu. Eins fór rafmagn af mörg-
um húsum og þar hafa heimtaug-
ar gefið sig, þar sem rafmagn er
enn á nokkrum húsum, en Kópa-
sker fær rafmagn frá háspennu-
linu. Jörð er mjög sprungin og eru
nokkrar breiðar sprungur eftir
skjálftann.
Þá urðu verulegar skemmdir á
hafnargarðinum, þar sem komu i
ljós fimm sprungur.
Fólk var að vinna að þvi siödeg-
is i gær að kanna skemmdir á
húsum á Kópaskeri, þannig að
ekki lá fyrir hve mörg hús eru
óibúðarhæf, en þau eru all mörg
að sögn almannavarna. Þá brotn-
uðu rúður i mörgum eða flestum
Framhald á 14. siðu
Ekki eitt orð gegn
bretum
— Luns kemur í dag
- SJÁ BAKSÍÐU
Kj arnorkuv opn
i Keflavík
Lesið um hætturnar af bandariska kjarnorku-
vopnanetinu, sem samkvæmt upplýsingum al-
þjóðlegs timarits kjarneðlisfræðinga nær einnig
til íslands.
Fyrir jöl var þess getið i Þjóöviljanum að samkvæmt upplýsing-
um í alþjóölegu riti kjarneðlisfræöinga væru bandarlsk kjarnorku-
vopn staðsett á tslandi. Þessum upplýsingum hefur veriö tekið með
þegjandi þögninni af stjórnvölduin. Þær eru þó hinar alvarlegustu
þvi aö aldrei hefur verið viðurkennt að kjarna vopn væru geymd hér.
í dag birtír Þjóðviljinn þýðingu á áöurnefndri grein og krefst þess
um leið að stjórnvöld svari þvi hvort þau hafi vitneskju um geymslu
kjarnavopna hér, og ef svo er ekki, að kannaö verði hvort Banda-
rikjaher geymir hér slik vopn I óleyfi.
Greinin sem birtist i blaðinu i dag er injög áreiðanlcg og engin ber
brigður á það aö kjarnavopn séu geymd i þeim löndum sem þar eru
nefnd. Þessvegna er ástæða til þess að taka hana alvarlega. 1 grein-
inni er einnig fjallað itarlega um þær hættur sem eru samfara
geymslu og notkun kjarnavopna.
SJÁ OPNU