Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 12
Þjóðviljinn mun á næstu dögum leitast við að kynna lesendum sin- um nokkra af helstu þátttakendum á vetrar- olympiuleikunum i Inns- bruch, sem hef jast þann 4. febrúar. Ai-N hefur sent iþróttasíðunni upplýs- ingar um helstu þátt- takendur sovétmanna á þessum Ol-leikum og víst er að þeir munu verða framarlega i flokki þegar keppnin i Innsbruch hefst. Við byrjum á því að kynna „Snjódrottning- una" frá Udmurtia: A árunum lí)(i9—1975 hefur Galina Kulakova tuttugu sinn- um unniö sovétmeistaratitil i ýmsum skiðagreinum og fimm sinnum orðið heims- meistari. Eftir vctrar- olvmpiuleikana I Sappiro var fariö að kalla hana „snjó- drottninguna” cða „skiða- drottninguna”. Skíðaiþróttin er mjög vinsæl i Sovétrikjunum; þar eru um 4 miljónir skiðamanna. sem hafa til umráða 9088 skiðamið- stöðvar. Gaiina Kulakova er fædd i þorpinu Stepanovo i Udmurt-sjálfstjórnarlýðveld- inu 29. april 1942, þar sem aðstæður til skiðaiðkana voru mjög góöar. Sömu sögu var að segja um höfuðborg Udmurtiu, Izjevsk, sem hún flutti til að loknu miðskóla- námi. Ung að árum fór hún meö liði rikisbúsins, þar sem hún starfaöi i keppnisferð til Sverdlovsk. Pjotr Nai- musjin, frægur iþrótta- maður og þjálfari.sá hana og bauð henni aðstoð. Ráðlagði hann henni síðar aö leita til enn reyndari sérfræðings, Viktor Ivanov, þjálfara sovéska landsliðsin. Er hann enn þjálfari hcnnar. Kulakova hefur mjög örugg- an og sterkan stil, þrátt fyrir mjög venjulega likamsbygg- ingu. Hún þjálfar tvisvar á dag, snemma á morgnana og á kvöldin að lokinni vinnu. Dag- leg þjálfun felst i viðavangs- hlaupi og göngu og að sjálf- sögöu skfðaiðkun yfir vetur- inn. Er Galina iþróttakennari og býr I útborg Izjevsk rétt við furuskóginn. Eyðir hún mest- um fritima sfnum á skíöum. Varöandi möguleika hennar i Innsbruck segja sérfræöing- ar aö þessir þriðju ólympiu- leikar, sem hún tekur þátt f, muni verða hátindur á keppnisferli hennar. Er hún fremst á sinu sviði f sovéska landsliöinu. „Snjódrottningin” frá Udmurtia, Galina Kulakova, er nú að fara á Ol- leika I þriðja sinn. Fróðir menn segja keppnina framundan verða hátind ferils hennar. Þriðju Olympíuleikar „Sn jód rottni nga r i n na r ” verða hennar hápunktur FRÍ hefur ráðið fram- kvæmda- stjóra Frjálsíþróttasamband islands hefur ráðið Sigvalda Ingimundar- son sem framkvæmdastjóra sam- bandsins frá áramótum. Sigvaldi verður á skrifstofu FRÍ i iþrótta- miðstöðinni i Laugardal á eftir- töldum dögum. þriðjudaga kl. 13,30 til 15,30, miðvikudaga kl. 13,30 til 17,00 og föstudaga kl. 13,30 til 15,30. Mánuðina júni, júli og ágúst verður Sigvaldi á skrifstofu FRly á venjulegum skrifstofutima kl. 9- 12 og 13-17. Ahugafólk um frjálsar iþróttir, bæði leiðtogar og iþróttafólk er hvatt til að hafa samband við .skrifstofuna. Ármann með námskeið í frjálsum Frjálsiþróttadeild Ármanns heldur námskeið i frjálsiþróttum fyrir byrjendur i vetur. Einnig eru þeir unglingar sem æft hafa hjá félaginu undanfarið hvattir til að mæta. Námskeiðið verður i salnum undir stúku Laugardals- vallar (Baldurshagi) á mánudög- um og fimmtudögum kl. 17.30. Þjálfari verður Stefán Jóhanns- son. Þekktir iþróttamenn félags- ins munu og leiðbeina. Æfingar fullorðinna: Barna- skóli Austurbæjar: mánudaga kl. 21.30. Baldurshagi: þriðjudaga kl. 19.30. miðvikudaga kl. 20.00 fimmtudaga kl. 18.20. Garðar og Gfsli sigruðu í júdói GIsli Þorsteinsson var eini keppandinn i Tvimenningskeppni JSl, sem lagði alla keppinauta sina að velli, og sigraði hann ásamt félaga sinum, Garðari Skaftasyni, i þessari skemmti- legu keppni, sem bauð upp á margar geysiharðar og tvisýnar viðureignir. Tvimenningskeppnin var hald- in i Njarðvikum sl. sunnudag og kepptu menn tveirog tveir saman með svipuðu fvrirkomulagi og i sveitakeppni. Eina skilyrðið i tvi- menningskeppni er að a.m.k. annar tvimenninganna sé undir 80 kg. að þyngd. Urslit i Njarðvikum urðu þessi: 1. Gisli Þorsteinsson og Garðar Skaftason. 2. Hannes Ragnarsson og Halldór Guðnasoson 3. Halldór Guðbjörnsson og Benedikt Pálsson. 4. Sigurjón Ingvarsson og Jónas Jónasson. Ármann sigraöi í Mullersmótinu Óðinsson sem er á förum á Olympiuleikana innan tiðar. Að móti loknu var verðlaunaaf- hending i Skiðaskálanum og sleit mótsstjórinn þar með þessu mjög vel heppnaða fyrsta skiðamóti ársins sunnanlands. Fyrir hádegið sama dag lagði stjórn Skiðafélags Reykjavikur blómsveig á stalla þeirra L.H. MOllers og Kristjáns Ó. Skag- fjörð. Stallar þessir eru rétt fyrir ofan Skiðaskálann i Hveradölum. Páll Guðbjörnsson úr Skiða- félagi Reykjavikur annaðist Trimm - skiðagöngu á svæðinú fyrir framan Skiðaskálann og þar sáust margir skiðagöngumenn á ferð allan eftirmiðdaginn.; Trimmganga þessi mun veröa endurtekin og auglýst innan skamms. MUllersmót 1976 hið ll.i röðinni var haldið við Skiðaskálann i Hveradölum sunnudaginn 11. janúar 1976. Mótsstjóri var Leifur MOller og brautarstjóri Haraldur Pálsson. 3 sveitir mættu til leiks frá I.R., Ármanni og K.R. Veður var hið fegursta, sólskin og frost og skiðafæri mjög gott. Keppt var i fjórða sinn um Mullers-styttuna og fóru leikar þannig að sveit Ár- manns vann. Mót þetta er sex manna sveitarkeppni i svigi þar sem timi er reiknaður af 4 bestu mönnum hverrar sveitar. Port voru 40 og brautarlengd 150 metrar. Timar urðu þessir: Sveit ; Armanns 257.5 sveit K.R. 266,5, j sveit I.R. 292.2. í sveit Armanns ■'voru: Guðjón Ingi Sverrisson, Steinunn Sæmundsdóttir, ■ Kristján Kristjánsson og Tómas Jónsson. Undanfari var Árni félags- heimili tþróttafélagið Fylkir i Ár- bæjarhverfi opnaði um siðustu helgi nýtt og glæsilegt félags- heimili við iþróttavöll sinn i hverfinu. Það var hinn 20. sept. sl. sem fylkismenn byrjuðu á húsinu. Þá var hafist handa við að steypa grunn hússins og var þvi lokið fyrir 12. okt,en þá var hafist handa við að reisa húsið sem er fleka-hús og semsagt nú er það alveg fullbúið og hefur verið tekið i notkun. Húsið er að öllu leyti unnið af fylkismönnum sjálfum og hefur ekki klukkutimi verið keyptur út. t allt hafa 83 menn unnið við 'byggingu hússins og skilað 4300 vinnustundum. Efni i húsið sem er 74 ferm. að grunnfleti kostaði tæpa miljón og lánaði Húsa- smiðjan h.f. Fylki efni til byggingarinnar og hefur fyrir- tækið verið félaginu mjög hjálp- legt. Hjálmar Jónsson formaður Fylkis sagði að þetta hús myndi gerbreyta allri aðstöðu félags- ins sem hefur verið heldur bág- borin til þess. Theódór Óskars- son scm verið hefur lifið og sál- ina i þessu félagi frá stofnun þess tók i sama streng og sagði að fylkismenn væru svo bjart- sýnir um þessar mundir að þeir hefðu ákveðið að stofna nýja dcild I félaginu, fimleikadeild. Þeir Hjálmar og Theódór sögðu að sú mikla sjálfboða- vinna sem unnin hefði verið við húsið hefði skapað mjög mikii félagsleg tengsl milli manna i félaginu og þeir sögðust vissir um að félagsheimilið sem verður opið öil kvöid vikunnar myndi verða ómetanleg lyfti- stöng fyrir félagið i framtíðinni. Fyrirhugaðer að leigja húsið út að deginum til, m.a. er það tilvalið fyrir danskcnnslu og aðra slika kennslu.og geta þeir sem vilja nota húsið snúið sér til stjórnar Fylkis. _s. dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.