Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. janúar 1976. Alþýðubandalagið: Sósialistar Hafnarfirði Hver er leið Islands til sósialismans? Hvernig náum við markmiðinu? Hvað ber að varast? Einar Olgeirsson fjallar um leið íslands til sósialisma, i Gúttó, uppi, miðvikudaginn 14. janúar kl. 20.30. Mætið stundvislega. Alþýðubandalagið i Hafnarfirði. Alþýðubandalagið i Neskaupstað Alþýðubandalagið i Neskaupstað heldur félags- fund f Egilsbúð, fundarsal, miðvikudagskvöld 14. janúar kl. 20:30. Dagskrá: 1. Lúðvik Jósepsson ræöir stjórnmáiaviðhorfið. Umræður. 2. önnur mál. — Stjórn Ab. Viðtalstimi borgarfulltrúa Milli klukkan 17:00 og 18:00 verður Adda Bára Sigfúsdóttir til viðtals á Grettisgötu 3. Siminn á Grettisgötunni er 2 86 55. Aðsend vísa Ort í orðastað ónefnds höfðingja: Ég vil selja mitt land, ég vil leigja mitt land, ég vil landhelgin okkar sé Bretanum frjáls. Ég vil erlendan her hafa að eilifu hér, það er endanleg laúsn okkar sjálfstæðismáls. Kolskeggur. Idi Amin og Eþiópia sitja hjá ADDIS ABABA 12/1 — Svo er að sjá aö Einingarsamtök Afríku (OAU) ætli aö kiofna i tvo jafn- stóra parta út af afstööunni tii Angólu. 22 riki, þar á meðal Sambia, standa að tillögu þess efnis að all- ir erlendir herir skuli kallaðir frá Angólu og mynduð rikisstjórn, sem allar stjórnmálahreyfing- arnar þrjár, sem nú berjast um völdin, eigi aðild að. önnur 22 riki, með Nigeriu i broddi fylking- ar, standa hinsvegar að tillögu um stjórn MPLA i Angólu sé við- urkennd sem hin eina löglega rikisstjórn Angólu. Tvö riki, Eþiópia og Úganda, hafa enn ekki tekið ákveðna afstöðu. Fulltrúar MPLA á ráðstefnunni um Angólumál i Addis Ababa höfðu þangað með sér þrjá suður- afrikumenn og tvo portúgala, sem þeirra menn handtóku i bar- dögum i Angólu. Voru þeir sýndir fréttamönnum til sönnunar fyrir þátttöku Suður-Afriku og portú- galskra málaliða i bardögunum með FNLA og UNITA. ® ÚTBOÐ Tilboð óskast frá innlendum framleiðend- um i smiði á 825 stk. af götuljósastólpum fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 5.000,- kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðju- daginn 10. febrúar 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 < , r BLAÐ- BURÐUR Þjóövili'mn óskar eftir blaöberum i eftirtalin hverfi Sogamýri Safamýri Langagerði Fossvog Sólheima Höfðahverfi Kaplaskjól Mela Tómasarhaga Alftamýri Seltjarnarnes Vinsamlega hafið sam- band við afgreiðsluna simi 17500. Öryggisráði S. Þ. hótað hörðu New York 13/1 reuter — öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna hélt i dag áfram umræðum um málefni landanna fyrir botni Miðjarðar- hafs þrátt fyrir tvær sprengjutil- raunir og þrjár tilkynningar um sprengjur sem reyndust vera gabb. Þrjár sprengjur fundust i gær- dag áður en þær sprungu og i gær- kvöldi var tilkynnt um sprengju við aðsetur sendinefndar Irak. Voru allar sprengjurnar gerðar óvirkar. öryggiseftirlit var allt aukið um allan helming i dag, ströng leit er gerð i öllum pósti að bréfasprengjum og húsakynni Sþ verða lokuð almenningi meðan á viðræðunum stendur en búist er við að þær standi i 10—14 daga. Samtök sem nefna sig Vopnaða andspyrnusveit gyðinga lýstu sig ábyrg fyrir sprengjutilræðunum. I gær samþykkti öryggisráðið að veita samtökum palestinu- araba, PLO, aðild að viðræðunum eins og um venjulegt aðildarriki Sþ væri að ræða. Þetta var sam- þykkt með 11 atkvæðum gegn at- kvæði Bandarikjanna en bretar, frakkar og italir sátu hjá. Moyni- han fulltrúi Bandarikjanna mót- mælti tillögunni harðlega og kvað hana draga mjög úr völdum og á- hrifum ráðsins. Hann gat þó ekki beitt neitunarvaldi þvi aðeins var um dagskrártillögu að ræða. Enginn fundur var i ráðinu i morgun en fulltrúar ræddu eins- lega tillögur að ályktunum sem ganga til móts við kröfur PLO um viðurkenningu á réttmætum þjóðarréttindum palestinuaraba. Fundur átti að hefjast aftur með kvöldinu. Búist er við að Banda- rikin beiti neitunarvaldi sinu til að fella allar tillögur sem breytt gætu þeim forsendum sem verið hafa fyrir umræðum um Palestinumálið innan vébanda Sþ til þessa. Sjómenn í úti- stöðum við lög reglu á Spáni í byrjun dcsembcr sl. ientu tveir islenskir sjómenn I úti- stöðuin við spánska lög- regluþjóna á eyjunni Gran Kanari, en þar kom skip þeirra, óskar Iialldórsson, við á heimleið frá brislingsveiðum við Afriku. Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir útgerðaraðiia bátsins fengust mennirnir ekki látnir^ lausir og voru þó spánskir lög- fræðingar fengnir til að ganga i rnálið. Aðdragandi þessa máls var sá, að þessir ungu sjómenn, 17 ára og 25 ára, fóru i land á eyj- unni að skemmta sér. Lögregl- an fékk kæru á þá fyrir að hnupla buxum einhversstaðar, en þegar lögreglan ætlaði að rannsaka málið snérust land- arnir hinir verstu við og börðu niður tvo lögregluþjóna. bá var auðvitað ekki að sökum að spyrja, þeim var umsvifalaust varpað i fangelsi. bar i landi er þaö alvarlegra mál að berja niður lögregluþjón en hér, þótt nóg þyki. Nú er þar til að taka að útgerðaraðilar bátsins fengu i lið með sér spánskan lögfræðing og aðra mektarmenn þar syðra að reyna að losa piltana úr prisundinni. Gekk hvorki né rak Mörg hús Framhald af bls. 1 húsum og var unnið að því i gær að negla fyrir þá glugga sem brotnað höfðu, enda fór veður versnandi. Rafmagn var enn á kaupfélags- húsinu og þar ætluðu menn að hafast við, meðan unnið er að bráðabyrgðaviðgerð á þeim hús- um sem skemmdust. bá fór raf- magn heldur ekki af frystihúsinu en þar eru geymd miljónatuga verðmæti i frystiklefum. bað gef- ur hinsvegar augaleið að ekki er hægt að búa i þeim húsum sem litið eða ekkert skemmdust hafi rafmagn farið af þeim. Simasambandslaust var við Kópasker fyrst eftir hörmung- arnar og var þá fyrirhugað að skuttogarinn Baldur, sem er i umsjá landhelgisgæslunnar fari til Kópaskers og verði með neyð- artalstöðvarsamband fyrir þorp- ið, þar til simasamband er komið á aftur. Suðuraf Kópaskeri eru tvær brýr sem skemmdust allnokkuð i jarðskjálftanum. bær eru þó fær- ar, en taldar varasamar. bær eru við bæina Snartarstaði og ós. bess má að lokum geta aö ibúar á Kópaskeri eru um 130 og hús á staðnum munu vera á milli 30 og 40 að öllu meðtöldu. lengi vel, en þó kom þar að yfir- völd linuðust og horfði vel i mál- inu. En þá tóku kauðarsig til og geröu tilraun til að strjúka úr fangelsinu og máttu þakka sin- um sæla fyrir að vera ekki skotnir á þaki fangelsisins við flóttatilraun sina. Eftir þessa flóttatilraun hljóp allt i baklás aftur og ekki við það komandi að sleppa þeim. Nú er málið komið i hendur islensks lögfræðings og hefur hann snúið sér til utanrikisráðu- neytisins með beiðni um aðstoð sem auðvitað verður veitt. En hvernig það gengur að fá pilta Iausa er önnur saga. Spánn er fasistariki og það þykir ekki til- tökumái að menn sitji misseri eða tvö i fangelsi án þess að mál þeirra sé tekið fyrir. —S.dór. Byrlega blœs fyrir Isl. aðal- verktökum Islenskir Aðalverktakar, hermangsfyrirtæki framsóknar og ihalds, hafa i hyggju að reisa stórhýsi við Höfðabakka á Ártúnshöföa fyrir hvorki meira né minna en hálfan miljarð króna, eða fimm hundruð miljón- ir. Ekki munu þeir hermangs- menn hafa ákveöið til hvers þeir ætla að nota húsið! Aðalverktakar hafa þegar eignast húsakynni hér i borginni, húsnæði það, sem Tækniskólinn nú er i. Hið nýja húsnæði, enn óbyggða, á að vera upp á 7 hæðir, og hver hæð 885 fermetrar. Gunn- ur hússins hefur þegar verið steyptur, en framkvæmdir hafa stöðvast i bili, vegna einhverrar tregðu á svörum við einu eða öðru, sem verktakarnir vænta frá Reykjavikurborg. 1 viðtali við Dagblaðið, segir Thór Ó. Thors, framkv.stj. Aðal- verktaka, að þeir verktakamenn vissu enn ekki „hvernig húsið ætti að lita út, né til hvers það yrði notað.” —úþ CIA Framhald af bls. 16 Talsmaður þess, Robert Funseth, sagði að slikar nafnabirtingar hvettu „öfgamenn og geðsjúkl- inga” til árása á einstaka dipló- mata. Kvað Funseth bandarisku stjórnina hafa haft samband við frönsku stjórnina vegna þessa máls. Ekki varð hins vegar ljóst á máli hans hvort stjórnin hefði reynt að koma i veg fyrir birtingu nafnalistans. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ CARMEN i kvöld kl. 20 föstudag kl. 20 sunnudag kl. 20 SPORVAGNINN GIRND fimmtudag kl. 20 GÓÐA SALIN 1 SESÚAN laugardag kl. 20 Litla sviðið INUK fimmtudag kl. 20.30 Miðasala 13,15-20. Simi 1-1200. ^LEKFÉLM^ pfREYK)AVÍKDló|C SAUMASTOFAN i kvöld kl. 20,30. EQUUS fimmtudag kl. 20,30. 6. sýn. Gul kort gilda. SKJALDHAMRAR föstudag kl. 20,30. EQUUS laugardag kl. 20,30. 7. sýn. Græn kort gilda. SAUMASTOFAN sunnudag kl. 20,30. SKJALDHAMRAR þriðjudag kl. 20,30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-55-20. Opið bréf Framhald af bls. 7. betta fyrirbæri skýrir máske enn beturá hvaða leið stjórnarfar vort er á yfirstandandi timum hins mikla miðstjórnarvalds. Feluleikur islenskra stjórnmála og innilokunarhneigð stjórnmála- manna okkar skapar vaxandi hættuástand varðandi einræðis- tilhneigingar i stjórnarfari þjóðarinnar, einkum á sviði utan- rikismála. betta vegur að rótum lýðræðis- ins i landinu. Hvað heldur þú, utanrikisráð- herra, að þjóðin mundi gefa þér viðtækt umboð til viðræðna og samningagerðar við breta, við al- menna þjóðaratkvæðagreiðslu, yrði til hennar stofnað vegna landhelgismálsins? Fullvist má telja, að þau yrðu fá atkvæðin, sem þú fengir. Ef stjórnmálamennirnir halda áfram að loka sig inni með mikil- vægustumál þjóðarinnar, —leika sér að fjöreggi hennar og framtið — án stuðnings frá fólkinu sjálfu til lausnar aðsteðjandi vanda, þá er mikið hættuástand framundan i sjálfstæðismálum hinnar is- lensku þjóðar. Nú hefur þú fjöregg þjóðar þinnar milli handa. — Gættu þess fjöreggs vand- iega, og glataðu þvi ekki af óvar- kárni. Virðingarfvllst Hermóður Guðmundsson. Happdrætti Framhald af bls. 2. miða um 876 milljónir kró'na og gert er ráð fyrir þvi að heildar- hagnaður happdrættisins hafi verið um 180 milljónir. Hluti hagnaðarins rennur i rikissjóð og er þeim hluta eingöngu varið i þágu byggirigarframkvæmda fyrir rannsóknarstofnanir at- vinnuveganna. Um 80% hagn- aðarins renna til framkvæmda Háskóla tslands, þ.e. til nýbygg- inga, til viðhalds húsa, til lóða- framkvæmda og viðhalds þeirra til tækjakaupa og kaupa alls kyns búnaðar i skólahúsnæðið. í framkvæmdaáætlun há- skólans fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 190 millj. kr. framlagi frá Happdrætti H.I., en 55 millj. kr. framlagi frá rikissj. Af nýbygg- ingafé Háskóla tslands 1976—80 er áætlað að 54% fari til framkvæmda á Landspitalalóð en 46% til framkvæmda á Háskóla- lóðinni. bess má að lokum geta að miðaverð hækkar nú úr 300 i 400 krónur. GFr. Stórviðri Framhald af bls. 3. frostmark og reiknaði hann með þvi að frostleysa yrði hér sunnan- lands i nótt. Vindátt yrði austan norðaustan, en við suðurströnd- ina yrði suðvestanátt með slyddu- éljum og siðan snjóéljum. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.