Þjóðviljinn - 14.01.1976, Síða 16

Þjóðviljinn - 14.01.1976, Síða 16
E 'JOÐVIUINN Miðvikudagur 14. janúar 1976. Allt sem NATO hefur að segja Fréttatilkynning frá NATO: „Fastaráð Atlantshafs- bandalagsins kom saman til fundar kl. 4 e.h. i dag (mánu- dag), að ósk islensku rikis- stjórnarinnar og heyrði yfir- lýsingar islenska fastafulltrú- ans, Tómasar A. Tómassonar, sendiherra og fastafulltrúa Bretlands, Sir John Killick. A eftir þessum yfirlýsingum fylgdu umfangsmiklar um- ræður. Ráðið lýsti almennt áhyggjum sinum (!) af deilu þessari, sem ekki aðeins skað- ar samband tveggja banda- lagsþjóða, heldur einnig bandalagið i heild (!) Deiluaðilar voru hvattir til að sýna ýtrustu stillingu! Framkvæmdastjóri banda- lagsins, dr. J.A.M.H. Luns sagði ráðinu, að hann hefði þegið boð islensku rikisstjórn- arinnar um að koma til Reykjavikur til viðræðna við rikisstjórnina og vonaðist til að fara siðan einnig til Lond- on. Hann mun fara til Islands i nánustu framtið. Ráðið lýsti þeirri von að þessar heim- sóknir leiddu til lausnar, sem mjög brýn þörf er á.” Fundur OAU árangurslaus Addis Ababa 13/1 reuter — Sér- stakur leiðtogafundur Einingar- samtaka Afrikurikja (OAU) þar sem fjallað var um striðið i Angólu fór út um þúfur. Lauk honum snemma i morgun án þess samkomulag næðist um yf- irlýsingu um málið. Leiðtogar 46 Afrikurikja sem aðild eiga að OAU sátu fundinn i fjóra sólarhringa. Var tekist hart á um tvær tillögur. önnur gerði ráð fyrir viðurkenningu á stjórn MPLA i Luanda en hin kvað á um að vopnahlé skyldi taka gildi þegar i stað, þjóð- stjórn mynduð með aðild hreyf- inganna þriggja, MPLA, FNLA og Unita, og að endir skyldi bundinn á alla erlenda ihlutun i striðið. Þeir sem fundinn sóttu skipt- ust i tvær jafnstórar fylkingar. 22 riki fylgdu hvorri ályktun en Uganda og Eþiópia sátu hjá af diplómatiskum ástæðum. Opinberlega var tilkynnt að fundinum hefði verið frestað og engin ákvörðun tekin, fram- kvæmdastjórn samtakanna skyldi kanna málið áfram fram að næsta leiðtogafundi sem haldinn verður á eynni Máritius i júni nk. Að vonum greindi menn mjög á um árangur fundarins. Idi Amin forseti OAU kvaðst vera ánægður með fundinn og hrós- aði mjög pólitiskum hæfileikum þeirra Nyerere forseta Tansaniu og Kaunda forseta Sambiu,en þeir voru i forystu fyrir örmunum tveim. Tals- maður OAU, Peter Onu, var hins vegar þeirrar skoðunar að fundurinn hefði verið mikil hneisa fyrir þátttakendur en vonaðist til þess að OAU fyndu lausn á málinu i nánustu fram- tið. Reuter hefur eftir „frétta- mönnum” að þeir telji fundinn vera ósigur fyrir MPLA sem hafi lagt mikla áherslu á að hljóta viðurkenningu samtak- anna. Talsmaður MPLA, Luis d’Almeida, sagði hins vegar að fundurinn væri sigur fyrir MPLA. Kvaðst hann þess full- viss að á næsta leiðtogafundi OAU yrði MPLA orðin aðili að samtökunum og að þá hefðu miklu fleiri en 22 Afrikuriki við- urkennt Alþýðulýðveldið Angólu. Jonas Savimbi leiðtogi Unita kvaðst einnig álita fund- inn sigur fyrir sina menn. Franskt blað Birtir nöfn 32 CIA-agenta Paris, Washington 13/1 reuter Franska blaðið Liberation birti i dag lista með nöfnum 32 manna sem það segir vera starfsmenn bandarisku leyniþjónustunnar CIA i Frakktandi. Með átta nöfnum fyigja heimil- isföng og simanúmer og segir blaðið að þessir menn séu mikil- vægustu starfsmenn CIA i Frakk- landi. Tveir mannanna eru skráð- ir hjá franska utanrikisráðuneyt- inu sem sendiráðsritarar Banda- rikjanna. Þeir heita Eugen Burg- staller og John Berg og að sögn blaðsins er sá fyrrnefndi yfir- maður CIA i landinu. Blaðið segist hafa tekið saman listann eftir ýmsum starfs- mannaskrám bandariska utan- rikisráðuneytisins, þám. innan- hússsimaskrá sendiráðsins i Paris. Segir blaðið að þess hafi verið gætt til hins itrasta að upp- lýsingarnar væru réttar. Ástæð- una fyrir nafnabirtingunni sagði blaðið vera þá að vara fólk sem ætti erindi i bandariska sendiráð- ið við þessum mönnum. Einnig vonaðist það til að geta með þessu móti truflað starfsemi CIA i land- inu um tima. Að sögn Liberation er CIA-miðstöðin i Paris ein sú stærsta sinnar tegundari heimin- um. Viðbrögð CIA við þessum upp- ljóstrunum blaðsin voru svipuð og venjulega: engin staðfesting á réttmæti þeirra. Bandar. utan- rikisráðuneytið réðst hins vegar i dag á Liberation og ásakaði blað- ið um vitavert ábyrgðarleysi. Framhald á 14. siðu Ástandið á götum Reykjavikur var ekki björgulegt I gær, þegar snjó fór að kyngja niður og skafrenningur fyllti allar götur. Sigurdór tók þessa mynd á Egilsgöt- unni i gær þegar verið var aö koma bil einum áleiðis með handafli. — Sjá fleiri myndir á 13. slöu. NORÐ UR -ÍRLAND: Fjórir biðu bana í sprengingu Belfast 13/1 reuter — öflug sprengja varðfjórum mönnum að bana er hún sprakk á þriðju hæð verslunarhúss i miðborg Belfast i dag. 20 voru fluttir á sjúkrahús en enginn þeirra reyndist alvarlega slasaður. Sprengingin varð i járnvöru- verslun sem er ofan við verslun- arundirgöng sem tengja tvær aðalgötur Belfast. Stór hluti þaksins yfir göngunum hrundi og fjöldi viðskiptavina og afgreiðslu- fólks lokaðist inni um tima vegna þess. Sprengjan sprakk á sama tima og Merlyn Rees írlandsmálaráð- herra bresku stjórnarinnar hélt blaðamannafund I nokkurra kiló- metra fjarlægð. Þar greindi hann frá þvi að hann hafi hafnað tillög- um stjórnarskrárþings Norður- Irlands þar sem mótmælendur eru i meirihluta um að aftur yrði komið á meirihlutastjórn mót- mælenda i landinu. Kvað hann bresku stjórnina enn ætla að reyna að koma á einhvers konar skiptingu valda milli kaþólikka og mótmælenda. Engin samtök lýstu i dag yfir ábyrgð á sprengingunni og er ekki vitað hver að henni stóð. Bent er á að mótmælendur séu i versta skapi vegna ósveigjan- legrar stefnu breta og til alls lik- legir. Aðrir segja að óliklegt sé að öfgasamtök mótmælenda eigi sök á sprengingunni og benda á að einmitt þessi undirgöng hafi verið vinsæll ásteytingarsteinn IRA fyrr á árum. Verslunin sem sprengjan sprakk i er i eigu kaþólikka og lést hann við sprenginguna. Sex ær drápust Sex kindur drápust er f járhúsveggur féll niður á Katastöðum sunnan við Kópasker. Fleiri kindur voru meiddar og var jafnvel búist við að einhverjum þeirra þyrfti að lóga. NIÐURSTAÐA NATO-FUNDARINS: Ekki eitt orð gegn Bretum Á mánudaginn fjallaði fasta- ráð NATO, að beiðni islensku rikisstjórnarinnar um herskipa- innrás breska NATO-flotans inn i islenska fiskveiðilandhelgi, og árásir flotans á islensk varðskip jafnvel uppi i landsteinunum á óumdeildu yfirráðasvæði okkar. Niðurstaðan af þessum fundi var nákvæmlega engin. (Sjá samþykktina frá NATO her á siðunni) Engar refsiaðgerðir gegn bretum, engar vitur á breta, engin vinsamleg tilmæli til breta um að draga innrásar- flotann út úr islenskri landhelgi, alls enginn stuðningur við okkar málstað, ekki eitt orð okkur til styrktar, hvað þá verk. Hernaðarbandalagið NATO stendur ekkimeð islendingum i landhelgisdeilunni. — Meðan þetta „varnarbandalag” treyst- ir sér ekki einu sinni til að gera hógværa athugasemd við her- skipainnrás breta og mælast til þess, að við íslendingar verðum látnir i friði af bresku hervaldi, — þá hljóta islendingar, allir scm einn,að lita svoá, að NATO standi með bretum, — gegn is- lendingum. Það eina, sem kom frá „vina- fundinum” i NATO var að höfð- ingjarnir þar „hefðu áhyggjur” af deilu islendinga og breta, vegna þess að deilan gæti valdið hernaðarbandalaginu sjálfu tjóni!! En hvort áhyggjurnar stöfuðu af þvi, að islensk varðskip skyldu leyfa sér að „áreita” breska togara, eða af hinu, að annað valdamesta riki banda- lagsins fer með herskipaflota á hendur fámennasta aðildarrik- isins, sem er vopnlaust, — um það reyndist NATO hafa akkú- NATO-Luns, hann kemur I dag og segist ætla að fá Geir til að hætta við stjórnmálaslit við breta! rat ekki neitt að segja. Ekki eitt styggðaryrði i garð breska inn- rásaraðilans! Það er von að Morgunblaðið haldi áfram að flytja islensku þjóðinni þann boðskap, að NATO sé okkar eina vörn og hlif, að NATO eitt geti bjargað okkur i landhelgisdeilunni! Aldrei hefur fjarstæða þess- ara margtuggnu áróðurslyga blasað ljósar við en nú, eftir fundinn i höfuðstöðvunum i Brussel á mánudaginn. Spyrjum herra Luns, fram- kvæmdastjóra NATO, sem hingað kemur I dag, hvort hann og hans menn, séu sammála þeirri afstöðu islensku þjóðar- innar, að rikisstjórn fslands megi undir alls engum kring- umstæðum endurnýja fyrra til- boð sitt til breta um 65.000 tonna ársafla? Samþykktin eins og pöntuð frá London Sá einn er vinur, er i raun reynist. Við höfum ekkert með hræsn- ara að gera, sem segjast skilja bæði islendinga og breta. Hér er ekki nóg að skilja, heldur verður lika að vilja. Sá erlendur valdsmaður, sem ekki er með okkur i landhelgis- deilunni, hann er á móti okkur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.