Þjóðviljinn - 14.01.1976, Page 3

Þjóðviljinn - 14.01.1976, Page 3
Miövikudagur 14. janúar 1976. ÞJóÐVILJlNN — SIÐA 3 JARÐSKJÁLFTINN Fannst vel á Húsavík „Kippurinn var mjög sterkur hér á Húsavik,” sagði Asdis Sigurðardóttir á skrifstofu sýslu- manns þingeyinga. Tjón varð ekki af völdum jarð- skjálftans á Húsavik. Asdis sagði að um kvöldmatar- leytið, þegar við hringdum norð- ur, væru bilar væntanlegir með um 40 manns frá Kópaskeri, en þangað austur hefði björgunar- sveit haldið fyrr um daginn til þess að aðstoða við flutninga á fólki þaðan. Færðin var mjög að þyngjast þegar við töluðum við Asdisi þvi skollin var á stórhrið. Ferð bilanna með fólkið frá Kópaskeri var ekki talin hættu- laus þvi þrjár brýr á milli Húsa- vikur og Kópaskers eru lélegar orðnar vegna jarðskjálftanna og ekki ljóst hver styrkur þeirra er. —úþ Austan stórviðri „Þetta var austan stórviðri hér við suðvesturströndina," sagði Páll Bergþórsson um veðrið i gær. „Vindhraðinn mældist 10 vindstig á skipum suður af Reykjanesi. Til marks um vind- hraðann má geta þess, að 12 vindstig eru 64 hnútar, en á Stórhöfða komst vindhraðinn upp i 80 hnúta,” sagð Páll ennfremur. Páll sagði að i gær hefði snjóað um allt land nema á norðaustur- landi. Frost var um allt land. Um 6 leytið i gær sagði Páll að hitinn væri að komast upp undir Framhald á 14. siðu Raufarhöfn: — Þetta var geysi harður kippur, það lék hér allt á reiði skjálfi, myndir skekktust á veggjum og lausamunir féllu úr hillum, borð og stólar færðust til, en samt held ég að við höfum algerlega sloppið við skemmdir á húsum, sagði Heimir Ingi- marsson sveitarstjóri á Raufar- höfn er við ræddum við hann i gær, eftir hinn mikla jarð- skjálftakipp sem stór skemmdi hús á Kópaskeri. — Hér á Raufarhöfn er ekki Heimir Ingimarsson Raufarhafnar- búar bjuggu sig undir að taka við fólki frá Kópaskeri þess verður óskað. Veghefill fór héöan fyrir stundu til að opna leiðina milli Raufarhafnar og Kópaskers og hann er sennilega að ljúka þvi núna. Veður hér er gott en spáð er versnandi veðri Allt á reiðiskjálfi sagði Heimir Ingimarsson sveitarstjóri starfandi neitt almannavarnar- ráð, en ég hef, ásamt héraðs- hjúkrunarkonunni og lögregl- unni, haft forgöngu um það að undirbúa móttöku þess fólks frá Kópaskeri sem ekki getur dval- ið áfram i húsum sinum. Við skipuðum nefnd strax til að sjá um móttökurnar sem saman- stendur af konum úr kvenfélag- inu og slysavarnardeildinni hér. Við höfum mjög góða aðstöðu til að taka móti fólki og sem dæmi get ég nefnt að á hótelinu einu má koma fyrir 70 manns, þann- ig að ég tel að við getum tekið á móti öllum sem hingað þurfa að koma frá Kópaskeri án þess að þrengja nokkuð að okkur. — Við höfum ekki enn sent neina björgunarsveit til Kópa- skers, en erum tilbúnir að leggja fram alla þá hjálp sem i okkar valdi stendur hvenær sem og þá höfum við jarðýtu til taks ef fer að snjóa eða skafa. Við ætlum að halda fólksbilafæri á veginum. — Mér er ekki kunnugt um hvort skemmdir hafa orðið á húsum hér útá sléttunni, enda hefur simasamband verið mjög vont og allt beinist að þvi að bjarga nauðstöddu fólki á Kópa- skeri, sagði Heimir að lokum. —S.dór. Nordli tekur við í dag Mikil mannaskipti í norsku stjórninni koma á óvart Verkalýðsfélagið Jökull á Höfn: STYÐUR SJÓMENN Osló 13/1 — ntb — A morgun, mið- vikudag, kl. 11 að norskum tima hefst siðasti rikisráðsfundur stjórnar Trygve Bratteli en kiukkustund siðar hefst fyrsti fundur hinnar nýju stjórnar undir forsæti Odvars Nordli. Nordii lagði I gær fram ráð- herralista sinn. Hann leiddi I ljós niu breytingar á stjórninni. Auk Brattelis hverfa sex aðrir ráð- hcrrar úr stjórninni og tveir skipta um ráðuneyti. Meðal þeirra sem hverfa úr stjórninni eru Alv Jakob Fostervoll land- varnaráðherra og Ingvald Ulve- seth iðnaðarráðherra. 1 stað Fostervolls kemur Rolf Hansen en Bjartmar Gjerde sem gegndi embætti kirkju- og menntamála- ráðherra tekur við af Ulveseth. Sjö ráðherrar verða áfram i stjórninni, þ.á m. Knut Fryden- lund utanrikisráðherra, Jens Evensen hafréttarráðherra, Per Kleppe fjármálaráðherra og Ej- vind Bolle sjávarútvegsráðherra. Af fimmtán ráðherrum eru fjórar konur og hafa þær aldrei verið eins margar i norsku stjórninni. Nordli lagði áherslu á að þetta væri stjórn er hann hefði sjálfur útnéfnt en bætti þvi við að ráð- herralistinn hefði verið sam- þykktur einróma i þingflokki og landsstjórn Verkamannaflokks- ins. Hann vildi litið segja um hvort valdataka hans markaði stefnubreytingu stjórnarinnar en kvaðst myndu halda stefnuræðu stjórnar sinnar i næstu viku. Svo var að heyra á leiðtogum annarra stjórnmálaflokka lands- ins að þessi miklu mannaskipti hafi komið þeim á óvart. Kváðust bæði borgaraflokkarnir og Sósial- iski vinstriflokkurinn ætla að biða átekta og sjá hvernig nýja stjórn- in reyndist i starfi. Formaður Höyre, Erling Nor- vik, kvaðst þó ekki búast við miklum frávikum frá stefnu Brattelis. — En þeirri stefnu er Odvvar Nordli ég jafnandvigur eftir sem áður, bætti hann við. Formaður Mið- flokksins, Dagfinn Varvik, sagði að mannaskiptin væru gerð i þvi augnamiði að breyta um andlit á stjórninni og þar með fegra hana i augum kjósenda. — Ég tel þó ekki að nýja stjórn- in verði til þess að fækka m jög at- kvæðum borgaraflokkanna, sagði hann. Berit As, formaður Sósialiska vinstriflokksins, sagði að yfir- bragð stjórnarinnar hefði litið breyst við mannaskiptin. — Ráð- herrarnir verða að fá að reyna sig áður en hægt er að leggja mat á störf þeirra, sagði hún og bætti þvi við að hún teldi litlar likur vera á þvi að afstaða SV til Verkamannaflokksins á þingi myndi breytast við stjórnarskipt- in. Fundur haldinn i stjórn og trúnaðarráði Verkalýðsfélags- ins Jökuls Höfn i Hornafirði haldinn 12. janúar 1975 lýsir yfir fyllsta stuðningi við aðgeröir sjómanna og útgerðarmanna á Hornafirði og Suðurnesjum, er þeir lokuðu hliðum fjarskipta- og radarstöðva NATO. Þar sem ljóst er að þær aðgerðir hafa vakið verðskuldaða athygli út Viðast var blindbylur i gær, og að sögn starfsmanna Vegagerö- arinnar var færð misjöfn á vegum landsins vegna snjóa og hvass- viðris. Greiðfært var um Suðurnesja- vegi og aðalveginn austur yfir Hellisheiði og alla leið austur undir Eyjafjöll. Þar fyrir austan var ekki ferðafært vegna veðurs. Hliðarvegir á þessu svæði höfðu teppst seinni hlutann i gær og færð þyngst á öðrum. um heim og sýna svo ekki verð- ur um villst samstöðu þjóðar- innar i baráttunni við ofbeldis- aðgerðir breta i fiskveiðiland- helgi okkar. Jafnframt vill fundurinn þakka starfsmönnum land- helgisgæslunnar hugprúða bar- áttu i ójöfnum leik og óskar þeim alls velfarnaðar i störfum. Fært var um Hvalfjörð og Borgarfjörð og allt norður i land, en hvasst var og hált og erfitt að ferðast. Fært var vestur Gils- fjörð og um allt Snæfellsnes, en þó ekki greiðfært. Blindbylur var á Vestfjörðum. Fænt var um Norðurland á stórum 'oilum i gær. Þar var verið að ryðja veginn fyrir Tjörnes vegna jarðsjálftanna þar nyrðra. Sæmileg færð var um mest allt Austurland, og var td. fært um Oddsskarð og Fjaröarheiði. —úþ U tan ri kismálan efn d Fundur í dag Utanrikismálanefnd aíþingis kemur saman árdegis i dag til þess að fjalla um niðurstööur sjó- prófanna frá atburðunum á föstu- dag, þegar breskt sjóræningja- skip sigldi á varðskipið Þór. Sjó- prófum er lokið og eru gögnin nú hjá ráðuneytum. SENDIBÍLASTÖÐfN Hf Hvar er forsœtis- ráðherrann? Meðan islensk þjóð á i striði við breta um lifsbjörgina situr forsætisráöherra tslands i fel- um i afkimum og lætur ekkert frá sér fara um ástand mála nema þá það, að hann „liti mál- in alvarlegum augum”. Slika umsögn hefur og Wilson hinn breski gefið vegna landhelgis- málsins. Allan föstudaginn siðasta reyndi undirritaður að ná tali af forsætisráðherranum til þess að fá hans umsögn um ásiglingu bresks herskips á varðskipið Þór. Ráðherrann var ekki til viötals allan þann dag. Klukkan að verða sjö gaf bréfritari hans út þá tilkynningu að ráðherrann „liti ásiglinguna alvarlegum augum.” í dagblöðum og öðrum fjöl- miðlum hafa verið hent á lofti ummæli ýmissa embættis- manna og annarra ráðherra en forsætisráðherrans.Þvi var það að undirrituðum þótti ástæða til þess i gær, að heyra hvað fyrir- liði þjóðarinnar hefði um málin aö segja á þriðjudegi, fimm dögum eftir ásiglingu herskips- ins á Þór og eitt og annað hafði gerst á láði og legi, hérlendis og erlendis á þeim tima. En ráðherrann var ekki við. Forsætisráðherrann var að lita eitthvað annað svo alvar- legum augum, að hann hafði ekki minútu eða svo aflögu til þess að svara þvi hvað hann teldi til ráða, eða hvernig hann liti á málin. Velta menn þvi nú fyrir sér hvar ráðherrann sé i raun og veru, ef ekki týndur, þá hvers vegna hann svari ekki i sima þegar alvarleg mál eru á döfinni með þjóðinni, heldur sifeldlega minni spámenn úr rikisstjórn- inni, hvort hér ráði hræðsla viö að segja hug sinn, eða vanmátt- ur til þess, eða hvort Mbl. hafi rétt fyrir sér er það sagði á dög- unum, og átti við lyndiseink- Geir Ilallgrimsson unn forsætisráðherrans: „ein- stök hógværö”? —úþ Misjöfn færð

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.