Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 7
Miövikudagur 14. jantíar 1976. ÞJÓDVILJINN — StÐA 7 Hermóður Guðmundsson, bóndi Árnesi, Þingeyjarsýslu skrifar: Nú hefur þú fjö þjóðar þinnar milli handa Krafan er: Alls enga samninga við breta Hermóður Guðmundsson Árnesi, 6/1 1976. Hæstvirtur utanrikisráðherra Einar Agústsson. Oft hefur mér, sem fleirum, orðið hugsað til þin á nýliðnu ári vegna landhelgismálsins, og vegna þeirrar ábyrgðar, sem á þér hefur hvilt — og hvilir enn. Vegna mikilvægis þessa máls, þykir mér rétt að kynna þér við- horf almennings hér nyrðra til landhelgismálsins, sérstaklega meðal bænda, þar sem ég er kunnugastur. Viðhorfið er tvi- mælalaust það, að samningar við breta séu óhugsandi. — Bein móðgun við þjóðarvilj- ann og almenningsálitið i landinu. Þ'að er ekki um neitt að semja Almenningur gerir þá kröfu að islensk stjórnvöld geri bretum það ljóst, að við þá verði ekki samið uro nein fiskveiðiréttindi innan hinnar nýju fiskveiðilög- sögu.bjóðin munaldrei láta kúga sig, hvorki i þessu máli né öðrum, , heldur halda áfram að standa á eigin fótum sem sjálfstæð menn- ingarþjóð. Þessvegna hefur hvorki þú eða ríkisstjómin neitt umboð til þess að efna til samn- ingaviðræðna við breta, þótt her- skip „hennar hátignar...” hverfi af islensku yfirráðasvæði i þeim einum tilgangi að ginna islensk stjómvöld til samningaviðræðna. Hvorki „svarta skýrslan” né hernaðarihlutun breta gefa minnsta tilefni til neinna samn- ingaviðræðna. Það er ekki um neitt að semja, nema ræna is- lenskan sjávarútveg rekstrar- grundvelli sinum og þjóðarheild- ina lifsbjörginni. Það verður að segjast eins og það er, að hvarvetna verður vart tortryggni almennings i garð rikisstjórnarinnar i þessu máli. Fólkið óttast þrýsting Nato-þjóð- anna, til samningagerðar. Þess- vegna krefst Islenska þjóðin frá þér afdráttarlausrar yfirlýsingar þess efnis, að engir samningar verði gerðir um nein fiskveiöi- réttindi bretum til handa, innan hinnar nýju fiskveiðilögsögu ts- iands. Eftir þeirri yfirlýsingu hefur þjóðin beðið alltof lengi. Uanrikisráðherra. Það er skylda þin að gefa slika yfirlýs- ingu nú þegar, og afneita öllum utanstefnum varðandi land- helgisviðræður. Eins og þér er kunnugt, fékk is- lenska þjóðin bitra reynslu af ut- anstefnum höfðingja á söguöld... Burt með hikið og hálfvelgjuna, kjarkleysið og aumingjaháttinn, sem eraðgera islensk stjórnmál að pólitisku sjúkrahúsi, án sam- bands við lifið I landinu og hinn almenna borgara. I mörgum löndum eru skoðana- kannanir notaðar til þess að kynna stjórnvöldum almennings- viljann i mikilsverðum málum. Þá móta viðkomandi stjórnvöld stefnu sina til samræmis við rikj- andi skoðanir fólksins. Þvi miður hefur þessi regla ekki komist á hérlendis. 1 stað þess eru funda- samþykktir gerðar meðal hvers- konar félaga- og almennings- samtaka, varðandi afstöðu til ýmissa mála. 1 engu máli hafa raddir fólksins komið skyrar fram en einmitt I fiskveiðideil- unni við breta. Engin rödd hefur heyrst biðja um samninga við þá eða vestur-þjóðverja, þótt þessar almannasamþykktir hafi dunið kvöld eftir kvöld i eyrum þjóðar- innar, vikum saman. Þessar fundasamþykktir og áskoranir hafa naumast farið framhjá þér eða flokki þinum, sem gegnir þvi mikilvæga hlutverki nú, að halda vörð um þá þjóðarhagsmuni, sem okkur eru dýrmætastir i dag. Landsmenn óttast þrýsting frá NATO Landsmenn óttast það, að þrýstingurinn frá Nato-þjóðunum og fylgifiskum þeirra veröi yfir- sterkari innlendum sjónarmiðum vegna þess að rikisstjórn Islands hefur aldreifengist til — eða þor- að — að taka afdráttarlausa af- stöðu með þjóð sinni I landhelgis- málinu. Það er eins og rikis- stjórnina skorti bæði sjón og heym varðandi þetta mál — segir almenningur, hvar sem menn mætast á förnum vegi. „Hvað er að gerast bak við tjöldin...?” spyrja menn gjarnan. Hvað hefur rikisstjórnin að ótt- ast? Ætlar hún enn að halda að sér höndum og hundsa almenn- ingsálitið sem heimtar skýlausa yfirlýsingu um það, að ekkiverði samið við breta um neinar fisk- veiöiheimildir á tslandsmiðum, hvað sem I boði er? — Ef rikisstjórnin neitar þjóð sinni um þessa sjálfsögðu nýárs- gjöf, verður varla dregin af þvi önnur ályktun en sú, að hún ætli sér að svikja i þessu máli og vilji engum dyrum loka til samninga- geröar, samkvæmt eigin mati. Tilvera okkar byggist á manngildi og manndómi Neiti rikisstjórnin að verða við þessari kröfu, er hún þá ekki búin að gleyma fortið þjóðar sinnar, arfleifð og sögu? beim dýra arfi, sem borið hefur hróður Islands og islendinga um viða veröld? A islenska þjóðin aðtrúa þvi nú, að mestu snillingasögur vorrar, tungu og bókmennta séu ekki lengur það leiðarljós islenskra stjórnmála og sjálfstæðisbaráttu, sem lýst hefur þjóðinni veginn gegnum harðræði liðinna alda, allt frá landnámstið? Tilvera okkar litlu þjóðar bygg- ist ekki á ibúatölu, auði né völdum, heldur manngildi og manndómi einstaklinganna, sem byggja landið og vilja lifa og starfa i þvi. Okkar eina fram- bærilega svar við striðsofbeldi breta gegn islenskum lögum og rétti er það, að senda heim til föðurhúsanna sendiherra þeirra hérá landi, kalla heim sendiherra okkar frá London, ísland segi sig úr Nato og herverndarsamningi okkar við Bandarikin verði sagt upp án tafar. Hafi utanrikisráðherra ein- hvemtima látið sér til hugar koma að það væri einhver vörn fyrir islendinga að þessum dátum á Miðnesheiöi, þá ætti ráðherrann eftir reynsluna af þorskastriðun- um við breta að vera kominn að annarri niöurstöðu. Ef þú, utanrikisráðherra, bærir fram slikar tillögur og stæðir eöa féllir með þeim, myndi islensk saga geyma nafn þitt skráð með gullnu letri um alla framtið, eins og nafn Jóns Sigurðssonar, for- seta. Það er kominn timi til þess fyrir islensk stjórnvöld að gera sér grein fyrir þvi, að erlendur her er ekki staðsettur á islenskri grund til þess að verja landiö okk- ar. Hann er hér til þess eins að vemda erlenda hagsmuni, sem hafa það á stefnuskrá sinni að lama siöferðisþrek okkar sem þjóðar svo að auðveldara og fljót- legra verði að innlima landið til fullkominnar þjónustu við er- lenda hemaöarstefnu. Við islend- ingar njótum einskis af herset- unni i Keflavik, nema yfirþyrm- andi hættu sem af henni stafar. Einkum fyrir það . fólk, sem byggir þéttbýlasta svæði landsins — næst herstöðinni, að ógleymdri mengun þjóðarsálarinnar, sem er á hraðri leið með það, að tapa trúnni á land sitt, tungu sina og bjargræðisvegi. Svo langt er málum komið að stór hópur menntamanna predik- ar stöðugt nauðsyn þess að út- rýma bændastéttinni úr landinu, leggja landbúnaðinn á höggstokk- inn og flytja i stað þess inn allar landbúnaöarvörur. Ekki vantar gjaldeyrinn til þess — bara ef bannsettum bændunum væri út- rýmt.... Varst það ekki þú, sem œtlaðir að koma hernum burt? Utanrikisráöherra! Þetta er aðeins eitt litið dæmi um áhrif áratuga erlendrar her- setu á Islandi, þrátt fyrir það, að allir Islenskir stjórnmálaflokkar kepptust um að lýsa þvi yfir að herseta yrði hér aðeins um stund- arsakir og aidrei á friðartimum. Varst það ekki þú, sem varst búinnað heita þvi, að koma þess- um erlenda her burt úr landinu okkar svo að islendingar gætu lif- að frjálsir og óháðir i landi sinu og haldið áfram að efla islenska þjóðmenningu og manndáð? Varst það ekki lika þú, sem brást þér vestur um haf i allt öðr- um erindum, vegna undirskrifta „Varins lands”...? Dróst til baka fyrri ætlan, en gerðir i stað þess nýjan hernaðarsamning um her- setu á Miðnesheiði þar sem var- anleg stórborg yrði reist á næstu árum, fyrir hinn erlenda her? Erlend, viggirt stórborg á is- lenskri grund. Hér var hátt til höggs reitt gagnvart islenskri þjóð. Þarna á sem sagt að risa Islandnútimans... Þetta var gjöf- in til okkar þjóðar á sjálfu þjóð- hátíðarárinu. Þessi útlendi her og erlenda ný- lenda á að verða okkar sverð og skjöldur, ekki um stundarsakir, heldur um alla framtið. — Koma i stað hlutleysisyfirlýsingarinnar 1918, þar sem þvi var lýst yfir að tsland skyldi um aldur og ævi vera hlutlaus og vopnlaust riki. Þá voru islendingar ein þjóð, sameinuð, sterk og samhent i þvi að verja sinn rétt, lifsafkomu og sjálfstæði. Nú eT islenska þjóðin klofin I tvennt, tvær andstæðar fylkingar, — vegna hersetunnar i Keflavik. Mun svo verða á meðan sú mikla ógæfa varir, að erlendur her hafi dvalarleyfi á íslandi. Þetta er vilji „Varins lands” segja menn. Aldrei i sögu þjóðar- innar hefur meiri niðurlæging verið sett á opinbert leiksvið en undirskriftasvindl „Varins lands”. Væri ekki full ástæða til að láta rannsaka það mál og hugsanlega þátttöku erlendra að- ila i þvi? Engin raunhæf og ábyrg stjórn- málastefna getur þrifist i landinu meðan þessi herseta varir. Það verður að finna ráð til að sameina okkar litlu þjóð á ný og allir verða að leggja hönd á plóginn. Þar hefur þú, utanrikisráð- herra, lykilhlutverki að gegna. OPIÐ BRÉFTIL UTANRIKÍS- RÁÐHERRA ÍSLANDS Herinn er á vissan hátt hluti af landhelgismálinu. Ef við eigum að verja lögsöguna á hafinu um- hverfis okkur, hvi skyldum við ekki miklu fremur verja landið? Að vkga þrisvar í sarna knérunn Þar sem ég veit að þú ert sann- ur maður, þá skora ég á þig að lita islenskum augum á öll þessi mál og gera allt sem i þinu valdi stendur til þess að tsland megi aftur verða isienskt land. Þaö var sagt til forna, að hver sá maður sem yrði sannur að þvi aö vega tvisvar i hinn sama kné- runn, hefði fyrirgert hamingju sinni, eða jafnvel sjálfum sér. Nú hefur þetta hent þig, — þvi miður — þú hefur vegið tvisvar i hinn sama knérunn gegn hagsmunum þinnar eigin þjóðar. Fyrst með hermangarasamningnum — gegn yfirlýstri stefnu þinni og eigin sannfæringu — siðan með gerð fiskveiðisa mningsins við vestur-þjóðverja i vetur. Standir þú enn að nýjum fisk- veiöisamningi við hina bresku árásarþjóð hefur þú vegið þrisvar sinnum gegn islenskum hags- munum og þjóðarviija. Komi til þess, sem ég vona að ekki verði, hefur þú ekki aðeins persónulega glatað um ókomna tið trausti hins almenna borgara, heldur einnig Framsóknarflokk- urinn heild. Flokkurinn sem stofnaður var og ræktaður upp úr þeim islenska sveitajarðvegi, sem nært hefur og fóstrað þjóð okkar um aldir. Við sveitamennirnir, eigum erfitt með að trúa því að flokkur þinn, sem nú ber ábyrgð á utan- rikismálum Islands, geti tekið á sig þá áhættu að ganga á móti þjóðinni i fiskveiðideilunni við breta, haldið áfram að styðja þátttöku tslands i Atlantshafs- bandalaginu og varanlega her- setu I landinu. Sjálfstæðismál okkar litlu þjóðar eru ekkertgrin, eða leikfang. Fólkið i dreifbýlinu, sem nú á i vaxandi vök að verjast, vegna fá- mennis og útbreiddrar lítilsvirð- ingar á störfum þess i hinu breytta samfélagi, sem islenskir fjölmiðlar hafa mótað á hersetu- timanum, mun gera sér almenn- ari grein fyrir aðsteðjandi hætt- um I utanrikismálum en ýmsir þeirsem telja þjóöinni fyrir bestu að stofna borgríki, þar sem allir eiga að búa i einni borg. Það er þvi ekki óeðlilegt að augu okkar beinist meir og meir að þér og flokki þinum, sem fer með utan- rikismál. Abyrgðin er þung og hún fer vaxandi með hverjum deginum sem liöur. Karlmennskuna má ekki vanta til að geta staðið af sér hina útlendu ásælni og yfirdrottn- un. Gœttu þess fjöreggs vandlega Þvi vil ég skora á þig, utan- rlkisráðherra, aö beita þér fyrir nauðsynlegri endurskoðun á ut- anrikisstefnu tslands, áður en við höfum fallið fyrir fagurgala valdsins, sem i vaxandi mæli vill seilasttil áhrifa meðal okkar Utlu og fámennu þjóðar, þótt margir, og þar á meðal stjómmála- mennirnir, geri sér enn enga grein fyrir þvi — að þvi er virðist. Mér er það að sjáifsögðu ljóst, að það er ekki vel séð af stjórn- málamönnum nútimans, að fá i hendur sendibréf frá óbreyttum borgara. Við það verður aö sitja. Það er ekki óvild i þinn garð, heldur hið gagnstæða, sem þvi ræður, að ég ákvaö að skrifa þér þetta bréf. Það er einungis skyldutilfinning gagnvart landi voru og þjóð, sem knýr mig til að senda þér það. Það vill lfka svo vel til, að mér er kunnugt um, að það heyrir undir einskonar kraftaverk, ef mönnum utan af landi tekst að brjóta sér braut að æðstu embættismönnum islenska st jórnkerfisins á minna en tveggja vikna tima, eða jafnvel með mánaðar þrásetu i Reykja- vik, eins og okkar stjórnkerfi er nú háttað. •Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.