Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 10
10. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. janúar 1976. / Bandarísk kjarnorkuvopn byltingum, er ekki vist að „tak- tisk” kjarnorkuvopn okkar séu örugg fyrir bandamönnum okkar. Einhver aðili gæti talið það hag- kvæmt, eða jafnvel nauðsynlegt, að taka á sitt vald „taktisk” kjarnorkuvopn i eigu Bandarikj- anna til að ná yfirhendinni i bar- áttu innan lands. Ekki getum við heldur lokað augunum fyrir þeim möguleika að einhverjir banda- menn okkar, til dæmis Lýðveldið Kórea, tækju bandarisk vopn traustataki til að verjast hugsan- legri árás grannrikja, til dæmis Norður-Kóreu. 3. Heimildarlaus beiting vopna Hættan á misnotkun banda- riskra kjarnorkuvopna eykst iskyggilega i hlutfalli við fjölda þeirra manna, sem starfa að framleiðslu þeirra, flutningi, geymslu, gæslu og notkun þeirra á striðstimum. Engu að siður eru hin 30.000 kjarnorkuvopn i eigu Bandarikjanna meðhöndluð af mörgum þúsundum fólks, þar á meðal bandariskum hermönnum, bandamönnum okkar i Nató, öryggisvörðum, visindamönnum, rannsóknamönnum og verka- mönnum við hafnir og vopnabúr. 1 allt er talið að um 120.000 manns hafi aðgang aö bandariskum kjarnorkuvopnum og efni þeim viökomandi. Komist hefur verið að þeirri niðurstöðu að þrir af hverjum þúsund mönnum i herjum Banda- rikjanna þjáist af nógu alvarlegri sálsýki til þess að þurfa á læknis- hjáip að halda. í þinginu hefur komið fram að 3,647 menn, sem aðgang höfðu að kjarnorkuvopn- um, hafi verið látnir hætta þeim störfum á aðeins einu ári vegna geðveiki, drykkjusýki, eiturlyfja- neyslu og agaleysis. 4. Slys í meöferö kjarnorkuvopna Dreifing 30.000 bandariskra kjarnorkuvopna um heimshöfin, tugi hafna, mörg lönd i Evrópu og Asiu og Bandarikin sjálf skapar slika slysahættu, að ekki eru dæmi til annarrar eins. Varnarmálaráðuneytið hefur viðurkennt að minnsta kosti ellefu „brotnar örvar” (Broken ArrowsVþað er að segja meiri- háttar slys i meðferð kjarnorku- vopna. Kjarnorkunefndin hefur tilkynnt að minnsta kosti fjögur slik slys i viðbót. Sannanir eru fyrir þvi að mörg önnur slik slys hafa átt sér stað siðan annarri heimsstyrjöld lauk, þótt þau hafi ekki verið tilkynnt. Þeir, sem kannað hafa þetta mál af alvöru, telja að eitt slíkt slys i meðferð bandariskra kjarnorkuvopna hafi átt sér stað að meðaltali að minnsta kosti árlega siðan 1945. Mestan hluta þeirra „taktisku” kjarnorkuvopna, sem Bandarikin hafa erlendis, má flytja heim án þess að öryggi Bandarikjanna minnki nokkuð við það. Þvert á móti myndi öryggi þjóðarinnar aukast, þar eð við flutninginn heim myndi draga úr hættunni vegna slysa, þjófnaðar eða heimildarlausrar notkunar. • (Hér er sleppt siðasta hlutanum af grein Schneiders, en i þeim hluta hennar ieggur hann til meðal annars að dregið sé að miklum mun úr kjarnorkuvig- búnaði Bandarikjanna erlendis og tekur til dæmis fram að hann telji að Bandarikin skuli fækka kjarnorkuvopnum sinum i Evrópu. 1 stað þess leggur hann til að Bandarikin auki öryggis- ráðstafanir kringum kjarnorku- stöðvar sinar heimafyrir.) Þorsteinn Jónsson, Hólmavík: Enginn drepinn og engu stolið „Þetta er fyrsti dagur- inn í dag hjá þeim á rækj- unni," sagöi Þorsteinn Jónsson á Hólmavík er við höfðum samband við hann á föstudaginn var, „og þeir láta heldur líflega af þessu." — Átta bátar frá Hólmavik eru á rækju og 5 bátar frá Drangs- nesi. Hver bátur hefur leyfi til að fiska tæp fjögur tonn á viku. byk- ir sjómönnum skammturinn heldur litill. Sumarið hér vestra var gott, jörðin var mátulega rök, enda kom fé mjög vænt af fjalli. Meðal- fallþungi dilka i sláturhúsinu hér var 17,5 kiló, sem mun vera með þvi besta, sem gerist á landinu. 80-90% fjárins var tvilembt. Heyskapur gekk vel hér I sumar. Hér verka menn i vothey og hafa gert lengi, og eru þvi ekki háðir veðráttunni hvað varðar heyöflun. Atvinnan hér byggist að mestu á rækjunni. Þessa stundina er ekki hægt að tala um atvinnu- leysi, en frá þvi um miðjan desember fram undir þetta hefur atvinna verið sáralitil, helst eitt- hvert skrap i kring um frystihús- ið. Það siðasta af sumarfiskinum var að fara, en handfæraveiöar gengu vel hér i sumar, og fékkst frekar góður fiskur. Hlutur mun hafa verið 7-800 þúsund á bát, þó mun það hafa verið misjafnt. Hásetahluturinn á rækjunni fyrir jólin i 36 úthaldsdaga mun hafa verið um 200 þúsund krónur. Menningin? Ja, hún mætti vera meiri, en engu hefur verið stolið og enginn drepinn. Þorsteinn Jónsson. Annars eru haldin hér böll og þorrablót ef við viljum kalla það menningu. Nú, svo fylltum við kirkjuna hér á aðfangadagskvöld hjá okkar ágæta presti, Andrési Olafssyni. — úþ. Leggjast tékkaviðskipti niður? Ríkið gengur á undan með að neita ávísunum sem gjaldmiðli Eftir alla þá vinnu og allan þann áróður, sem rekinn hefur veriðá liðnum árum fyrir því að fólk noti ávisanir við greiðslur i stað peningaseðla, þar sem rfk- ið sjálft gekk á undan með þvi að greiða starfsfólki sínu laun með ávisunum, blasir sú stað- reynd nú viö að rikið gengur á undan i því að koma i veg fyrir notkun þeirra, með þvi að gefa útsölustjórum ÁTVR leyfi til að neita að taka við ávisunum sem greiösiu fyrir áfengi. Hætt er svo við að fleiri aðilar taki þetta upp, þannig að allt eins gæti far- ið að tékkaviðskipti drægjust svo saman að við lægi að þau Ieggðust niður. Við inntum Björn Tryggva- son, aðstoðarseðlabankastjóra, formann samstarfsnefndar banka og sparisjóða álits á þessu máli, en samstarfsnefnd- in hefur unnið mjög mikið starf á liðnum árum i þvi að fá fólk til að nota ávisanir. . Björn sagði að vissolega væru það ill tiðindi ef sú yrði þróunin að fólk hætti að nota tékka vegna þess að verslanir eöa aðr- ar stofnanir neituðu að taka við þeim. Það hefði verið stefna bankanna að auka tékkanotkun og fyrir þvi hefði verið barist og það hefði tekist að fá fólk til þess. Hinsvegar fyndist sér sem tékkanotkun væri orðin of mikil i landinu og að bankarnir væru að kafna i tékkaflóði. Astæðuna fyrir þvi að ATVR og eflaust fleiri neita að taka við ávisunum sagði Björn auðvitað vera þá hve gáleysislega menn færu með tékka og hve oft væru gefnir út innistæðulausir tékk- ar. En með þvi að nú er upptek- inn sá háttur að reikningsst. bankanna fer yfir alla tékka daglega, sagðist Björn vonast til að meira aðhald kæmi i tékka- útgáfu, en áður gerði seðla- bankinn aðeins skyndikannanir. Nú myndi það kerfi að svipta menn tékkareikningum við þriðja brot verða fljótara og virkara en áður, og þvi væri ástæða til að ætla að tékkar yrðu áreiðanlegri gjaldmiðill en áður. — S.dór Styrkir Vísinda- sjóðs Styrkir Vlsindasjóðs árið 1976 hafa veriö auglýstir lausir til um- sóknar, og er umsóknarfrestur til 1. marz. Sjóðurinn skiptist i tvær deildir: Raunvisindadeild og Hugvisindadeild. Raunvisindadeild annast styrkveitingar á sviði náttúruvis- inda, þar með taldar eðlisfræði og kjarnorkuvisindi, efnafræði, stærðfræði, læknisfræði, liffræði, lifeðlisfræði, jarðfræði, jarðeðlis- fræði, dýrafræði, grasafræði, erfðafræði, búvisindi, fiskifræði, verkfræði og tæknifræði. Hugvisindadeild annars .tyrk- veitingar á sviði sagnfræði, bók- menntafræði, málvísinda, félags- fræði, lögfræði, hagfræði, helm- speki, guðfræði, málfræði og upp- eldisfræði. Hlutverk Visindasjóðs er að efla islenskar visindarannsóknir, og i þeim tilgangi styrkir hann: 1. Eintaklinga og visindastofn- anir vegna tiltekinna rann- sóknarverkefna. 2. Kandidata til visindalegs sér- náms og þjálfunar. Kandidat verður að vinna að tilteknum sér- fræðilegum rannsóknum til þess að koma til greina við styrk- veitingu. 3. Rannsóknarstofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði i sambandi við starfsemi, er sjóðurinn styrkir. Umsóknareyðublöð, ásamt upp- lýsingum, fást hjá deildarritur- um, i skrifstofu Háskóla íslands og hjá sendiráðum tslands er- lendis. Athygli skal vakin á þvi, að ný gerð eyðublaða hefur verið tekin i notkun. Umsóknir skal senda deildar- riturum, eða i pósthólf Visinda- sjóðs nr. 609. Deildarritarar eru Guömundur Arnlaugsson rektor, fyrir Raun- visindadeild og Bjarni Vilhjálms- son þjóðskjalavörður fyrir Hug- visindadeild.________ Verkfalls- þátttakan eykst í Madrid MADRID 12/1 — Verkföll- in á Spáni færast stöðugt i aukana og er talið að um 100.000 manns þar hafi nú lagt nður vinnu. i Madrid hefur stöðvast vinna við fyrirtæki, þar sem 30.000 verkamenn vinna. Þúsund- ir vörubílstjóra, verka- manna i flugvélaiðnaðin- um og bankastarfsmanna hófu verkfall í dag, og byggingaverkamenn hóta verkfalii. Ein járnbrautarlinan i neðan- jarðarbrautum Madridar var rof- in með sprengingu i dag, og lög- regla dreifði mótmælafólki i miðborginni þar og i Barcelona með táragasi. Verkfallsmenn og mótmælafólk krefjast bæði hærra kaupgjalds, frelsis til að stofna verkalýðsfélög og þess að allir pólitiskir fangar séu látnir lausir. Norskir fiskimenn hóta lokun Stafangurshafnar ÞRANDHEIMI 12/1 — Samn- ingaumleitanir standa nú yfir við togarasjómenn i Suður-Noregi, sem hafa hótað að loka höfninni i Stafangri, helstu oliuhöfn Noregs, með þvi að leggja togurum fyrir hafnarmynniö, ef þeir fái ekki bætur fyrir tjón, sem þeir hafa orðið fyrir á veiöarfærum vegna skrans frá oliuverunum i Norður- sjó. Ennfremur krefjast sjómenn hærra fiskverðs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.