Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 5
Miövikudagur 14. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 GOTT ÁR HJÁ FLU GLEIÐUM Ariö 1975 var hagnaöur af öllum þáttum i rekstri Flugleiða nema innanlandsfluginu. Taliö er aö tapið eftir afskriftir á innanlands- fluginu veröi um 40 miljónir, en I heiid veröi lltilsháttar hagnaöur af rekstrinum. Þetta er annaö heila árið sem reynsla fæst af sameiningu flugfélaganna og var þaö mál forráðamanna Flugleiöa á fundi með fréttamönnum i gær, að hún heföi reynst vel og ákvörö- unin um samruna tvlmælalaust verið rétt. Raunar væri ástæöan til þess aö hagnaður er á rekstrin- um ’75 sú, aö meö sameiningunni heföi veriö hægt aö beita ýmiss konar hagkvæmni og sparnaði I rekstrinum, auk þess sem vel heföi gengiö aö laga rekstrarpóli- tik fyrirtækisins að samdrættin- um, sem á flugferðum varö i kjöl- far oiiuhækkananna. Fundurinn með stjórn Flug- leiða snerist að öðru leyti um klassisk mál: Einokunartilhneig- ingar,rikisábyrgðirogfleira. örn Johnsen, stjórnarformaður, varði stórum hluta inngangserindis sins i aðsvara ýmsum ásökunum, sem fram hafa komið i fjölmiðl- um um að fargjöld Flugleiða væru of há og fyrirtækið seildist til þess að einoka flugrekstur og ýmsan skyldan rekstur hér inn- anlands. Taldi h'ann að Flugleiðir væri sist of stórt fyrirtæki i sam- anburði við önnur flugfélög, og sanna mætti með samanburði við fargjöld annarra flugfélaga að Flugleiðir væru lægri en þau flest. Um ríkisábyrgöir örn Johnsen sagði á fundinum m.a. þetta um rikisábyrgðir Flugleiða: Haustið 1974 sóttu Flugleiðir um rikisábyrgð fyrir tveimur erlendum lánum. Hið fyrra, að upphæð $13.500.000, var til kaupa á tveimur þotum af gerðinni DB- 8-63, sem Loftleiðir höfðu starf- rækt um nokkurt árabil á leigu- kaupsamningi við Seaboard World Airlines, en upphaflegt kaupferð þessara flugvéla, og nú- verandi markaðsverð, er um 22 millj. dollara. Um $8.500.000 af leiguverði höfðu áður gengið upp i kaupverð flugvélanna. Siðara lán ið, að upphæð $5.000.000, var ætl- að til að bæta rekstrarfjárstöðu félagsins. Rikisstjórnin fól sérstakri nefnd að kanna fjár- Skipting tekna i flugrekstri 1975 PðSTUR LEIGUFLUG FARPEGAR FRAGT hagsstöðu félagsins ásamt rekstrar- og fjárstreymisáætlun- um. Að fengnu jákvæðu áliti hennar, lagði rikisstjórnin frum- varp fyrir Alþingi til að afla heimildar fyrir veitingu ábyrgðanna og var frumvarpið, svo.sem kunnugt er, samþykkt eftir nokkrar umræður. Að rikisábyrgö fenginni voru tekin tvö lán I Bandarikjunum, alls að upphæð 13,5 millj. dollara, og gengið frá kaupum DC-8 flug- vélanna. Hefur rúm 1 millj. doll- ara af þessum lánum nú þegar verið endurgreidd, i samræmi við gerða lánasamninga. Fyrirhugað rekstrarlán að upphæð 5 millj. dollara hefur hinsvegar ekki enn verið tekið og gæti svo fariö að ekki yrði þörf á að taka það fyrst um sinn. Við teljum hinsvegar mikið öryggi i þvi fólgið fyrir Flugleiðir aö eiga kost á rikis- ábyrgð fyrir sliku láni, ef nauð- synlegt reynist að bæta f járhags- stöðu fyrirtækisins, enda er rekstursfé þess vissulega i lág- marki. Allmiklar umræður hafa orðið um þessa rikisábyrgð og aðrar sem Flugfélag Islands og Loft- leiðir höfðu áður fengið. Virðist svo sem sumir vilji likja þeim við beinan rikisstyrk, sem er auðvit- að hin mesta f jarstæða. Skemmst er frá að segja að hvorugt flugfé- laganna hefir nokkru sinni notið rikisstyrkja og er liklegt að eins- dæmi sé að tekist hafi aö byggja upp flugsamgöngur þjóöar, inn- anlands og við umheiminn, al- gjörlega án rikisstyrkja, svo sem hér hefur verið gert. 1 þessu sambandi skal þess og getið að lán þau til kaupa á Fokk- er-flugvélum og þotunni ,,GULL- FAXA”, sem Flugfélagi íslands var veitt rikisábyrgð fyrir á sin- um tima, eru nú að fullu endur- greidd og staðið hefir verið að fullu við alla lánasamninga Loft- leiða og Flugleiða. Ásakanir í garö Flugleiða örn Johnsen gerði einnig að umtalsefni ásakanir þær sem komið hafa fram á starfsemi Flugleiða á opinberum vettvangi: A nýliðnu ári, þá sérstaklega i siðasta mánuði þess, hefur margvislegum áróðri verið uppi haldið gegn Flugleiðum. Kennir þar margra grasa, en að ýmsum dylgjum slepptum, sem ekki geta talist svaraverðar, má greina eft- irfarandi tvö meginatriði áróð- ursins: í fyrsta lagi: Að fargjöld á áætlunarleiðum innanlands og millilanda séu óeðlilega há og hið sama gildi um verð Kanarieyja- ferða. í öðru lagi: að með sameiningu flugfélaganna hafi þau náð einok- unaraðstöðu, sem hættuleg sé og leiða muni til hærri fargjalda til tjóns fyrir almenning. Þvi beri aö heimila samkeppni á áætlunar- leiðum af hálfu innlendra aðila. — 0 — Ég tel ekki rétt að ljúka svo máli minu að ekki sé fullyrðing- um þessum gerð nokkur skil, með lýsingu staðreynda eða með rök- færslum, eftir þvi sem við á. Fargjöld: Vikjum fyrst að fargjöldum á áætlunarleiöum. Gerður hefur verið samanburður á innanlands- fargjöldum okkar og flugfar- gjöldum innan hvers hinna þriggja skandinavisku landa, Danmerkur, Noregs og Svi- þjóðar, á hliðstæðum vegalengd- um. Miðað er við þrjár flugleiðir okkar, þ.e. stystu flugleiðina, sem er milli Reykjavikur og Vest- mannaeyja, milli vegalengd sbr. Reykjavik—Akureyri og hlut- fallslega langa flugleið eins og Reykjavik—Hornafjörður. Þessi samanburður sýnir, að i þessum nágrannalöndum okkar eru inn- anlandsfargjöld mun hærri en hér, eða, sé tekið meðaltal far- gjaldanna á Norðurlöndum, eru þau 95% hærri á stystu vega- Hallgrimur Jónasson: Kveðia til Grindvíkinga (Lag: Suðurnesjamenn) Þegar okkur ógnar erlent málalið, garparnir i Grindavik ganga fram á svið Fast þeir sækja sjóinn á Suðurnesjum enn. Þeir eru lika i landi liðtækustu menn. Farþegatekjur 1975 bandaríkjadaur A þessari mynd sést hvenær ársins tekjumyndun Flugleiða er mest og hvernig hún skiptist milli áætiunarleiða. Þessi tafla sýnir að flugfargjöld innanlands sem utan með Flugleiðum hafa ekki hækkað til jafns við Dagsbrúnarkaup siðastliðin 15 ár. Sams- konar viðmiðun fæst ef borið er saman við þróun almenns neysluvöru- verðs. Arið 1960 þurfti Dagsbrúnarverkamaður að vinna I 17 tima fyrir flugfarinu frá Reykjavik til Akureyrar en nú í 10 tima. lengdinni, 83% hærri á millivega- lengd og 86% hærri á lengstu leiðinni, eða m.ö.o. næstum helmingi hærri á öllum leiðum, en fargjöld eru hér á landi. Sé fargjaldið frá Reykjavik til Kaupmannahafnar borið saman við fargjöld frá öllum fjórum höfuðborgum hinna Norðurland- anna til staða i svipaðri fjarlægð, kemur i ljós að þau eru öll hærri, þetta frá 18 upp I 42% eða að meðaltali 34% hærri. Við þetta má svo bæta þvi, að Flugfélag Islands, hefur um langt árabil verið aðili að sambandi þeirra Evrópuflugfélaga, sem eru meðlimir IATA, en samband þetta safnar árlega upplýsingum um tekjur og gjöld þeirra félaga, sem eru innan vébanda þess. Meðal þeirra upplýsinga, sem þar koma fram eru rauntekjur félag- anna eða nyt eins og það hefur verið kallað, miðað við hvern far- þegakilóm. Tekjur Flugfélags Is lands hafa ætið verið langlægstar allra félaganna fyrir hverja slika einingu og voru t.d. fyrir árið 1974 rúmlega 40% lægri en meðal nyt meðlima sambandsins. Kanarieyjaferðir: Þá hefur þvi verið haldið fram, að tilkoma samkeppnisaðila i Kanarieyjaflugi hafi leitt til lækkunar á verði þeirra ferða. Staðreyndin er hinsvegar sú, að þegar Flugfélag lslands h.f. hóf brautryðjandastárf sitt i vetrar- orlofsferöum með flugi til Kanarieyja fyrir 5 árum siðan var verði á þeim ferðum haldið i algjöru lágmarki og tekið fullt til- lit til hinnar auknu nýtingar flug- véla og áhafna, sem gerði kleift að bjóða hið lága verð. Hefur verið stefnt að þvi að halda verði sem lægstu i þessum ferðum æ siðan og hafa hækkanir á þeim ekki fylgt verðlags- og kauphækkunum. Þegar hinn nýi aðili kom til skjalanna fyrir ári siðan var þvi ekki um lægri verð að ræða af hans hálfu, a.m.k. ekki svo þýðingu hefði. Rétt er að það komi fram hér, að Flugleiðir munu framvegis sem hingað til stefna að þvi að halda uppi ferðum til sólarlanda i lægstu gjöldum sem við verður komið, án tillits til þess hvort þar verður um samkeppni að ræða eða ekki. Að lokum ræddi örn um það sem hann nefndi einokunargrýl- una og komst að þeirri niðurstöðu að islendingar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af stærð Flugleiða heldur miklu fremur smæð fé- lagsins miðað við erlenda sam- keppnisaðila. Þá taldi hann hættulegan munað að leyfa sam- keppni viö Flugleiðir á föstum á- ætlunarleiðum, en kvaö hana frekar koma til greina i sólar- landaflugi. Hann benti einnig á að það hefði verið stefna margra rikisstjórna að sameina flugfé- lögin og það hefði tekist I fjórðu tilraun i tið vinstri stjórnarinnar. Þvi gætu það alls ekki talist ein- okunartilhneigingar Flugleiða þegar flugfélögin tvö Loftleiöir og Flugfélag tslands samþykktu að hætta samkeppni á millilanda- leiðum, sem enginn grundvöllur var fyrir. —ekh. 75 ára í dag 75 ára er i dag Gisli Guömunds- son, fyrrum skipstjóri, fréttarit- ari og umboðsmaður Þjóðviljans á Súgandafirði. Þjóðviljinn þakkar Gisla störf hans fyrir blaðið undanfarin ár og við árnum honum allra heilla i til- efni afmælisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.