Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. janiíar 1976. Nauöungaruppboð sem auglýst var i 65., 66. og 68. tbl. Lög- birtingablaðs 1974 á verksmiðjuhúsi við Sæmundargötu á Sauðárkróki með til- heyrandi lóðarréttindum og með vélum og tækjum tilheyrandi sokka- og prjónaverk- smiðju i húsinu, töldu eign Samverks h/f, fer fram að kröfu Framkvæmdasjóðs ís- lands, Iðnaðarbanka íslands h/f, og fl. á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 20. janúar 1976 kl. 14. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki. Okkar árlega vetrarútsala hefst á morgun. Komið og gerið góð kaup. lymp! Laugavegi 26 r-- i ' w • RAFAFL I I I L Vinnufélag rafiðnaðar- manna Barmahilð 4 SÍMI 28022. HUSEIGENDUR, HÚSBYGGJENDUR # Hverskonar rafverktakaþjónusta. . Nýlagnir # Viðgerðir á gömlum iögnum — setjum upp lekarofavörn i eldri hús. # Dyrasfmauppsetning. Kynniöykkur afsláttarkjör Rafafls svf.- sérstakur slmatimi milii kl. 1-3 daglega. Móðir okkar Unnur Eiríksdóttir rithöfundur verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16 janúar kl. 13.30. Þórunn Halla Guðlaugsdóttir Hlin Gunnarsdóttir Alda Gunnarsdóttir. Eiginmaður minn og faöir okkar Brynjúlfur Eiríksson, Brúarlandi Hraunhreppi, lést 12 þm. Halldóra Guðbrandsdóttir og börn. Heilsugæslustöðin I Borgarnesi Heilsugœslustöð opnuð í Borgarnesi Sl. laugardag, 10. janúar 1976 tók formlega til starfa Heilsu- gæslustöð i Borgarnesi. Athöfn fór fram Ihúsakynnum stöðvar- innar og hófst kl. 14 og komu þar fram Snorri Þorsteinsson, séra Leó Júliusson, Matthias Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Friðjón Sveinbjörnsson, sparisjóðs- stjóri, formaður byggingar- nefndar, Guðmundur Ingi- mundarson, oddviti, formaður stjórnar Ileilsugæslustöðvar- innar og Valgarð Björnsson, læknir. Avörp fluttu Ásgeir Pét- ursson, sýslumaður og Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðar- og samgönguráðherra. Frú Soffia Agústsdóttir, Hvanneyri, for- maður kvenfélagsins 19. júni i Andakils- og Skorradalshrepp- um, færði stöðinni peningagjöf frá félaginu til kaupa á lækn- ingatækjum. Að athöfn lokinni skoðuðu gestir húsakynni og þágu veit- ingar i boði byggingarnefndar og stjórnar stöövarinnar. Upphaf þessa máls má rekja til fundar, sem haldinn var 24. okt. 1970 með oddvitum hinna fimmtán hreppa, sem mynduðu Kleppjárnsreykja- og Borgar- læknishéruð. A þeim fundi var samþykkt tillaga þar sem á- kveðið var að óska eftir að reist yrði læknamiðstöð i Borgarnesi fyrir bæði héruðin og kjósa nefnd til að vinna að framgangi málsins. Innkaupastofnun rikis- ins bauð byggingu hússins út um áramótin 1971—1972 og var tekið tilboði Reynis Ásberg rafverk- taka, Borgarnesi. Fyrsta skóflustunga var tekin 3. mai 1972. Húsið var uppsteypt i árs- lok 1972 og frágengið undir inn- réttingar siðari hluta árs 1974. Innréttingateikningar voru til- búnar I mai 1974 og voru innrétt- ingar settar upp á árinu 1975 og þvi lokið i ágúst þ.á. Enn er þó ókomin lyfta og eftir er að ganga frá lóð. Húsgögn og lækn- ingatæki komu siðari hluta árs 1975. Þó vantar enn röntgen- tæki, svæfingatæki og ýmis fyrirhuguð tæki til endurhæfing- ar. Læknamóttaka hófst i húsinu 15. október sl. Arkitekt hússins er Ragnar Emilsson, Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen s/f sá um verkfræðiteikningar. Hús Heilsugæslustöðvarinnar er tvær hæðir og frágenginn kjallari undir hluta, alls 2973 rúmmetrar. Hvor hæð er 403 ferm og kjallari 214 ferm, gólf- flötur alls 1020 ferm. A neðri hæö eru þrjár eining- ar, þ.e. viðtals- og skoðunarher- bergi fyrir lækna stöðvarinnar og ein slik fyrir aðkomandi sér- fræðinga, aðgerðastofa, röntgenaðstaða, sýnitökuher- bergi og rannsóknastofa, litil kaffistofa og auk þess rúmgóð móttaka og herbergi fyrir ritara oghjúkrunarfræðing. Á efrihæð er bóka- og fundastofa, aðstaða fyrir tannlækni, heilsuverndar- og hópskoðanaaðstaða, skrif- stofa, fæðingastofa, einangrun- arstofa, tvöherbergi fyrirsjúkl- inga i bráðatilfellum, bað og herbergi fyrir ljósmóður eða hjúkrunarkonu. í kjallara eru geymslur, böð fyrir starfsfólk, kyndistöð, þvottahús og her- bergi fyrir vararafstöð, raf- magns- og loftræstikerfi. Við stöðina starfa þrir heilsu- gæslulæknar, tannlæknir, þrjár hjúkrunarkonur, ljósmóðir, meinatæknir, læknaritari, mót- töku- og slmastúlka og sjúkra- bilstjóri, sem jafnframt er hús- vörður, en stöðin sér um fram- kvæmd allra sjúkraflutninga i umdæminu. Stjórn stöðvarinnar skipa: Guðmundur Ingimundarson, oddviti, Borgarnesi, formaöur, Haukur Sveinbjarnarson, odd- viti, Snorrastöðum, Björn Jóns- son, Deildartungu, Valgarð Björnsson, læknir og Erla Inga- dóttir, hjúkrunarkona. Til heilsugæsluumdæmis Borgarness teljast fimmtán hreppar með samtals um 3400 ibúum. Rússar kaupa SIS-peysur Siðari hluta desembermánað- ar fóru fram samningaviðræður i Moskvu um sölu á ullar- og skinnavörum. Undirritaður var samningur við Raznoexport um sölu á 175000 Heklupeysum fyrir tæpar 280 miljónir króna. Ennfremur voru undirritaðir samningar við sovéska sam- vinnusambandið um gagnkvæm viðskipti á árinu 1976. Þegar hefur verið gengið frá kaupum á gasoliu, mjöli og matvörum fyrirum þaðbil 374 milj. kr. Til jafnvirðis þessum kaupum selur Sambandið ullarteppi og peysur frá verksmiðjunum á Akureyri. Ennfremur prjónavörur fram- leiddar i ýmsum prjónastofum, sem starfræktar eru viðs vegar á landinu. Nú i fyrsta skipti hefur verið samiö um sölu á 2000 mokka- kápum. Þetta magn má svo auka I allt að 10000 stk. á árinu, ef samningar nást um verð. Ekki tókst að ná samkomu- lagi um verð fyrir værðarvoðir^ frá Ullarverksmiðjunni Gefjun, en samningatilraunum verður haldiö áfram hér i Reykjavik. 1 samninganefnd Sambands- ins voru Hjörtur Eiriksson, framkvæmdastjóri, Andrés Þorvaröarson, viðskiptafulltrúi og Asgrimur Stefánsson, verk- smiöjustjóri. Fœrri ferðamenn 303 færri ferðamenn komu til landsins I fyrra en I hitteðfyrra. í fyrra komu til landsins 123.114 manneskjur. Otlendingar voru þar af 71.676 en islendingar 51.438. 1 hitteðfyrra komu hingað samtals 123.417 menn. Islend- ingar voru þá 54.941, en útlend- ingar voru 68.476 talsins. Greinilegt er þvi að fækkun ferðalanga er einvörðungu bundin við islendinga og þykir það ekki furðu sæta. Sinfónian 8. reglulegu tónleikar Sinfóniuhljómsveitar Islands verða haldnir i Háskólabiói fimmtudaginn 15. janúar kl. 20.30. Stjórnandi er KARSTEN ANDERSEN aðalhljómsveitar- stjóri, og einleikari ástralski fiðluleikarinn Charmian Gadd, sem mun leika fiðlukonsert Mendelssohns. Tónleikar þessir hefjast með frumflutningi nýs verks eftir Þorkel Sigurbjörns- son, sem ber heitið „Albumblatt”, og einnig verður flutt Sinfónia nr. 5 eftir Beethoven. Með þessum tónleikum lýkur fyrra misseri starfsársins 1975/76, en siðara misserið hefst • með tónleikum 29. janúar. Sala áskriftarskirteina og endurnýj- un er þegar hafin, og vill Sin- fóniuhljómsveitin vekja athygli á þvi, að skrifstofan er flutt að Laugavegi 120 (Austurbæjarúti- bú Búnaöarbankans) 2. hæö. Simi 22260. Sökunautar Annað kvöld kl. 20.15 verður flutt i útvarpinu leikritið „Söku- nautar” (Les Complices) eftir Georges Simenon. Þýðinguna gerði Torfey Steinsdóttir, en leikstjóri er Gisli Alfreðsson. Leikritið fjallar um mann, sem verður valdur að hörmu- legu bilslysi, eða telur sér a.m.k. trú um það. Samviskan nagar hann sifellt, hann spyr sjálfan sig ótal spurninga, en gengur erfiðlega að fá svör við þeim. Atvikum er skotið inn I jafnóðum og aðalpersónan segir söguna. Georges Simenon er fæddur i Liege i Belgiu árið 1903. Hann var fyrst blaðamaður i heima- borg sinni, en fluttist til Parisar 1922. Nú mun hann búsettur i Sviss. Simenon hefur verið af- kastamikill, skrifað yfir 200 sög- ur. Frægastur er hann fyrir sakamálasögur sinar, þar sem Inspecteur Maigret er aðalper- sónan, en hann hefur einnig skrifað sögur með sálfræöilegu Ivafi. Útvarpið hefur áður flutt tvö leikrit gerð eftir sögum Simenons: „Gleðileg jól, Monsieur Maigret” (1966) og „Bláa herbergið” (1970). Skilnaðir Hjá embætti yfirborgardóm- ara I Rvik hefur skilnuðum fjölgað um þriðjung á árinu 1975 miðað við ári^ 1974. Arið 1974 voru afgreidd 550 hjónaskilnað- armál en 724 árið 1975. Alls afgreiddi embættiö 5.886 mál á árinu 1975 en 5.137 mál ár- ið á undan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.