Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJOÐVILJINN Mi&vikudagur 14. janiiar 1976. 46 miljónir vantar til að endar nái saman eftir breytingar á tekjuskiptingu ríkis og Reykjavikurborgar t framhaldi af frétt sem birt- ist hér i blaðinu á laugardaginn um vandræðaástand i dag- vistunarmálum reykvikinga datt okkur i hug að kanna það hvernig lagabreyting sú sem gerð var á tekjuskiptingu rikis og sveitarfélaga við afgreiðslu fjárlaga fyrir jól kemur niður á borginni. Samkvæmt lagabreytingunni eiga sveitarfélögin að taka á sig ýmsan kostnað sem rikið tók áður þátt i og ber þar helst að nefna viðhald grunnskóla og rekstur dagheimila. Jón G. Tómasson skrifstofu- stjóri borgarinnar skýrði blað- inu svo frá að samkvæmt frum- varpi aö fjárhagsáætlun borg- arinnar sem fram var lagt fyrir áramót eru þeir liöir sem borgin tekur á sig nú en rikið greiddi áður áætlaðir 225 miljónir króna. Þrir stærstu liðirnir eru heimilishjálp 26 miljónir, rekstur dagvistunarstofnana 87.4 miljónir og viðhald og endurnýjun mannvirkja og búnaðar grunnskóla 104.8 milljónir. Aðrir liðir eru mun minni, en af þeim má nefna rekstur bókasafna, vinnu- miðlunar og kostnað við hús- mæðraorlof. A móti þessu kemur að borgin fær greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga samkvæmt höfða- tölureglunni. Aður en úthlutað er Ur honum er hann skertur um 12% eins og það er kallað. En samkvæmt áætlun Þjóðhags- stofnunar um tekjustofna sjóðs- ins á borgin aö fá 179 miljónir króna úr sjóðnum. Tekjustofnar sjóðsins eru eitt söluskattsstig og hluti innflutningsgjalda. Þarna vantar þvi 46 miljónir upp á að endar nái saman. Við spurðum Jón hvernig það bil yrði brúað. Hann sagði að af- greiðslu fjárhagsáætlunar borg- arinnar hefði verið frestað ma. vegna breytinganna á tekju- skiptingunni en vanalega er hún afgreidd fyrir áramót. Áætlunin er nú i endurskoðun og kvaðst Jón búast við þvi að hún yrði tekin fyrir i borgarstjórn i febrúar. Jón sagði að þótt gömlu lögin hefðu kveðið á um að rikið greiddi allt að 30% rekstrar- kostnaðar við dagheimili og allt að 20% þegar leikskólar eiga i hlut hefði reyndin verið sú að hlutföllin hefðu 25% og 17% og væru áætlunartölurnar miðaðar við það hlutfall. Jón benti einnig á að rikið endurgreiddi sinn hluta við uppgjör sem vanalega færi fram i febrúar eöa mars sem þýddi að hefði rikið haldið áfram þátttöku i áðurnefndum kostnaðarliðum fengi borgin það fé ekki fyrr en eftirá. —ÞH LOKA vegna v angreiddöluska,, -eglustjórinn í t stjórinn í Reykjs. Innsigli yfirvalda og tilkynning um lokun skemmtistaðarins Sesars. (Ljósm. A.K.) Lokað vegna... Stjórnunarfélagið efnir til ráðstefnu umverkmenntun „Hvers vegna er hún vanmetin?” 1200% hœkkun á einu ári! Páll Helgason i Hafnarfirði vill að athygli sé vakin á frammi- stöðu tveggja Matthiasa, annar er fjármálaráðherra, hinn heilbrigðis- og tryggingaráð- herra. Hefur þeim með samstilltu átaki tekist að hækka gjald fyrir myndatöku á göngudeildum úr 50 krónum I 600 á einu ári eða um 1200%. Páll sagði að i janúar 1975 hefði slik myndataka kostað 50 krónur, skömmu siöar hefði hún hækkað i 150 krónur siöan i 300 krónur og nú kostaði siik myndataka 600 krónur. Sagði Páll að margir þeir sem þyrftu að nota þessa myndatöku væru skyldaðir til þess að fara oft, td. þyrfti hann að fara 6 sinnum á ári. Þá sagði Páll og, að margir þeir sem þyrftu i slika myndatöku væru eftirlaunamenn og konur. úþ. Sovétmenn hafa áhuga á að taka sjónvarps- mynd hér á landi Sovétmenn hafa á undanförn- um misserum sýnt nokkurn á- huga á að gera kvikmynd I sam- vinnu við islenska sjónvarpið. Að sögn sjónvarpsmanna hefur þó enn ekkert verið ákveðið i þeim efnum. Sovétmennirnir höfðu fyrir hálfu öðru ári tal af Haraldi Frið- rikssyni sem mun vera eini rúss- neskumælandi starfsmaður sjón- varpsins. Hafa þeir siðan átt nokkur bréfaskipti viö hann. Það sem fyrir sovétmönnum vakir mun vera gerð tónlistarmyndar sem að hluta gerðist hér á landi. Jón Þórarinsson yfirmaður lista- og skemmtideildar sjón- varpsins sagði að ekki hefði mikiö gerst i þessu máli, þaö hefði að mestu leyti farið fram i bréfa- skiptum Haralds og sovéska leik- stjórans. Haraldur hefði að visu nýlega sýnt honum bréf frá sovét- manninum en það væri nú i þýð- ingu. — En þaö hefur ekkert veriö ákveðið enn i þessum efnum, hvorki hvort af þessu verður né hvaö veröur gert, sagði Jón. —ÞH Þaðeru um 10% af fyrir- tækjum, sem þurfa mjög strangrar gæslu við hvað varðar skil á söluskatti, að því er tollstjóri, Björn Hermannsson, telur. Fyrirtæki eiga að skila sölu- skatti mánaðarlega. 15. dag hvers mánaöar er gjalddagi þess sölu- skatts, sem fyrirtækið hefur inn- heimt mánuðinn á undan, en ein- dagi 10 dögum slöar. Árinu er skipt niður I fjögur söluskattstimabil, þrjá mánuði hvert timabil. Skili fyrirtæki ekki skýrslum varðandi söluskattinn að loknu þriggja mánaða timabili vofir lokun yfir fyrirtækjum á gjalddaga söluskatts I fyrsta mánuði eftir þriggja mánaöa timabilið. Refsivextir eru 2% á dag fyrstu fimm dagana eftir að greiösla er fallin i gjalddaga. Við þetta bætist svo 1,5% vextir á mánuði eða 18% ársvextir. Tollstjóri kvað ekki bera meira á þvi nú en áður að loka þyrfti fyrirtækjum vegna vangoldins söiuskatts. —úþ. Undanfarið hafa talsverðar umræður átt sér stað um verk- mentun hér á landi. 1 þeim tilgangi að vekja enn meiri áhuga á málefninu, mikilvægi þess og nauðsyn úrbóta.hefur Stjórnunar- félag Islands ákveðið að gangast fyrir ráðstefnu 16.-17. janúar n.k. um efnið: „Hvers vegna er verk- menntun vanmetin?” Ráðstefnan, sem haidin verður að Hótel Loftleiðum hefstkl. 15:00 föstudaginn 16. janúar. Ragnar Halldórsson formaður Stjórnunarfélags Islands setur ráðstefnuna. Stefán Olafur Jóns- son deildarstjóri i menntamála- ráðuneytinu flytur erindi, sem nefnist: Hvað hefur verið gert i verkmenntunarmálum? Þá mun Friðrik Sophusson framkvæmda- stjóri gefa yfirlit yfir helstu nám- skeið, sem samtök atvinnulifsins standa fyrir, en I lok dagskrár fyrri dags ráðstefnunnar munu aðilar úr mismunandi atvinnu- greinum gera grein fyrir viöhorf- um sinum varðandi breytingar i verkmenntunarmálunum. Laugard. 17. janúar hefst dag- skráin kl. 9.30 meö ræðu Steinars Steinssonar um þróun verk- menntunar i grannlöndunum. Öskar Guðmundsson fjallar siðan um aðbúnað hins opinbera að verkmenntun. Hákon Torfason verkfræðingur flytur yfirlit yfir stöðuna i dag, en Guðmundur Einarsson verkfræðingur gerir grein fyrir tillögum iðnfræðslu- laganefndar, sem skilaði áliti stuttu fyrir jól. Þá munu Baldur Guðlaugsson og óskar Hallgrimsson fjalla um mikilvægi verkmenntunar og ábyrgð aðila vinnumarkaðarins. LUNDÚNUM 12/1 — Hinn heims- frægi glæpasagnahöfundur Agatha Christie andaðist I dag, 85 ára að aldri. Hún skrifaði yfir áttatiu glæpasögur, sem alls seld- ust i yfir 350 miljónum eintaka. Fyrsta bók hennar kom út 1920. Belgíski leynilgreglumaöurinn Hercule Poirot var frægasta per- sónan i sögum hennar og lét að sér kveða i þeim mörgum. Varð hann hinn frægasti af slikum bók- menntapersónum að frágengnum Sherlock Holmes. Leikrit Agöthu Christie, Músa- gildran, hefur nú verið sýnt i leik- húsi i Lundúnum i 23 ár'samfleytt og gengur enn fyrir fullu húsi. Heppnir selfyssingar i hófi, sem stjórn Happ- drættis Háskóla Islands hélt heppnustu viðskipta- vinum sínum á síðasta ári, voru m.a. samankomnir self yssingarnir sem hrepptu samtals 9 milljónir á sama númerið. Sá sem hlaut hæsta vinninginn var Kjartan Gislason fisksali en hann átti trompmiða og hlaut 5 milljónir. Kjartan sagðist eiga 8 börn og væru 2 þeirra enn i föður- húsum. Hann yrði þvi ekki I nein- um vandræðum með að koma peningunum i lóg. Til gamans má geta þess að heildarvelta Selfoss- hrepps á siðasta ári var um 150 milljónir, svo að þessar 9 happdrættismilljónir ásamt tveimur aukavinningum á 450 þús. kr. hvor, sem einnig lentu i Selfossumboöinu, eru sem svarar 7—8% af veltu hreppsins. Guðlaugur Þorvaldsson há- skólarektor og Páll H. Pálsson forstjóri gerðu grein fyrir rekstri happdrættisins og þýðingu þess fyrir Háskóla Islands. Á þessu ári verða, þær breytingar á vinning- um að þeir lægstu verða 10.000 kr. i stað 5000 kr, áður og 50.000 kr. vinningum fjölgar um 1143. A siðasta ári var söluverðmæti Framhald á 14. siðu Árlegt boð stjórnar Happdrœttis háskólans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.