Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.01.1976, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. janiiar 1976. DJÚÐVIUINN MÁLGAGN SfiSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS ’útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri; Einar Karl Haraidsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Biaöaprent h.f. TIL JÓSEPS LUNS í dag er væntanlegur hingað til lands Jósep Luns aðalritari Atlantshafsbanda- lagsins. Islendingar hefðu áreiðanlega eitt og annað að segja i eyruþessa manns sem er einskonar yfirkafteinn bresku herskip- anna á íslandsmiðum. Þvi miður er ekki liklegt að þeir sem varpa á hann orði færi aðalritaranum þann boðskap sem þjóðinni liggur þyngst á hjarta, en i tilefni komu hans vill Þjóðviljinn ávarpa aðalritarann nokkrum orðum: Bresk NATO-herskip hafa haldið uppi ofbeldisverkum á íslandsmiðum um margra vikna skeið. Þauhafa gert tugi til- rauna til þess að sigla á varðskip islend- inga og hvað eftir annað hafa þessar til- raunir valdið stórskemmdum á islensku varðskipunum, þegar skipshöfnum þeirra tókst ekki að sigla undan bryndrekum At- lantshafsbandalagsins. Með háttalagi sinu hafa skipstjórar þinir, herra Luns, sett is- lenska sjómenn, lif þeirra og verðmæti, i stórháska og Þjóðviljinn vill i þessu sam- bandi minna á þá hræðilegu atburði sem urðu hér á miðunum i fyrra þorskastriði, 1973. Ákeyrslurnar og ofbeldisverkin eru yðar sök, herra Luns, og yfirstjórnar At- lantshafsbandalagsins. Þau eru sök NATO vegna þess að yfirstjórn bandalagsins hef- ur neitað að fyrirskipa bretum að hverfa með herskipin af íslandsmiðum. Nú siðast leitaði islenska rikisstjórnin til Atlantshafsbandalagsins sérstaklega og fór fram á fund i fastaráði þess og fund- urinn var haldinn sl. mánudag. Það eina sem kom út úr þessum fundi var það að fastaráðsmenn sögðust hafa áhyggjur af ástandinu á íslandsmiðum. Ekkert ann- að! x Þessi dæmalausi aumingjaskapur NATO-ráðsins stafar af þvi að yfirstjórn þess er gjörsamlega sama um islendinga og hagi þeirra. Yfirstjórn NATO lætur sig engu skipta þegar islendingar eru að reyna að vernda lifsafkomu sina. Yfir- stjórn NATO sýnir islendingum fyrirlitn- ingu, herra Luns, og islendingar eru ekki svo geðlausir að þeir taki þvi með þökkum þegar sjóræningjaskip hernaðarbanda- lagsins eru að ræna litla þjóð lifsbjörginni. Þess vegna er það sem þér eigið það erindi eitt til íslands að fyrirskipa yfirmönnum herskipanna að hypja sig á brott úr is- lensku landhelginni á stundinni. Annað hafiðþér ekki hingað að gera, Jósep Luns. Ef þér hins vegar gerið ekkert i þá veru og látið eins og fyrri daginn sitja við orða- gjálfrið eitt mun þeirri kröfu enn vaxa ás- megin á íslandi að ísland slíti öllum samskiptum við Atlantshafsbandalagið. íslendingar eru andvigir þvi að yfir- gnæfandi meirihluta til, að semja við breta um veiðar innan landhelginnar. ís- lendingar vilja ekki þakka fyrir ofbeldis- verkin með þeim hætti. Það kemur ekki til greina. Islendingar vara yður við að taka mark á þvi ef einhver kynni að hvisla þvi i veisluglaumi ráðherranna fleðulega að ef til vill fái bretar að veiða hér fisk hypji þeir sig með herskipin. Slikt er fráleitt. Þjófurinn fær ekki þýfið að launum fyrir afbrot sitt. Þjóðviljinn vill leggja á það áherslu að landhelgismálið er islenskt innanrikis- mál. Það mál kemur yður ekki við, herra aðalritari, og islendingar vilja helst, af slæmri reynslu, að þér haldið yður sem allra lengst frá þvi. íslendingar eru ein- færir um að verja landhelgi sina og þeir munu þvi ekki, sem fyrr segir, semja um veiðar innan landhelginnar, við bresku sjóræningjana. En herskipin eru yðar mál, herra Jósep Luns: skipið þeim að fara út fyrir mörkin strax. íslendingar eru staðráðnir i þvi að vinna sigur i landhelgisdeilunni. Timinn og heimurinn allur fyrir utan nokkur afdönk- uð stórveldi vinna með okkur. —s. Milliganga Luns veröur örugg- lega háö skilyröum. Strið og friður Eftir skúr kemur skin, og eftir striðiö friður. Þetta eru ekki ný sannindi, en mega heita nokk- urnveginn algild. Hvað strið og friö varðar er málið þó ekki eins einfalt og i veðurfræðinni. Það skiptir nefnilega verulegu máli hvernig friðurinn er sem á kemst eftir striðið. Arðránsfrið- ur, kúgunarfriður og vopnaður friður er svo sem enginn friður. Nú þegar landhelgisstriðið er að ná hámarki er gott að hug- leiða svolitið það sem við kann að taka áf striðinu. Þetta er ekki okkar fyrsta þorskastrfð og ef til vill á ótti útgerðarmannsins i Grindavik, sem i blaðinu i gær sagði að þetta yrði heldur ekki siöasta þorskastriðið við breta, eftir að sannast. Sú spurning er áleitin hvort ekki megi lesa út úr þróun sið- asta þorskastriðs frá 1. septem- ber 1972 til 13. nóvember 1973 visst munstur, sem er að endur- taka sig nú og varast ber. Sterkar hótanir Þá eins og nú snerist almenn- ingsálitið gegn bandariska setu- liöinu og NATÓ vegna aðgerð- arleysis þeirra i þorskastriðinu. Þáð var látið viðgangast að bretar sýndu okkur skefjalaus- an vopnaðan yfirgang mánuð- um saman. Þó er manni til efs að andstaðan gegn hernum og NATÓ hafi sprottið upp jafn sjáifkrafa og án flokkspólitisks áróöurs vinstri aflanna þá eins og nú. Nitjánda mai ’73 réðust bresk herskip inn fyrir fimmtiu milur og nú hófust ásiglingar og önnur áreitni. Rikisstjórnin sagði upp „varnarsamningnum” við Bandarikin og strax I júni er Ólafur Jóhannesson farinn að taka mið af almenningsálitinu og hótar endurskoðun á aðild ís- lands að NATÓ, hætti bretar ekki yfirgangi sinum. Hið sama er aö endurtaka sig nú. I júli taka islenskir stjórnmálamenn sérfri að venju, en átökin á mið- unum halda áfram. Siðan stigmagnast átökin og islensk stjórnvöld herða þumal- skrúfuna á NATÓ með hótunum um endurskoðun á aðild og ósk um að bandariski herinn verfti látinn fara. Þá rekur að þvi 3. september að vegna þrýstings frá Alþýðubandalaginu fallast framsóknarmenn á að slita stjórnmálasambandi við breta við næstu ásiglingu. Það var þó ekki gert eftir ásiglingu sem varð 11. sept. Þá var ákveðið I rikisst jórninni að slita við næstu ásiglingu. Það var heldur ekki gert eftir tvær ásiglingar Lin- colns á Ægi 23. september, en 27. september setur stjómin bretum úrslitakosti. Séu þeir ekki farnir með freigátur sinar úr landhelginni 3. nóv. áttu stjórnmálaslitin að koma til framkvæmda. Einleikur Ólafs Og nú hefst skritinn leikur. Luns framkvæmdastjóri NATÓ Ætli þaö eigi fyrir þessum herramönnum aö liggja aö endurskoöa aöild tslands aö NATó? haföi á ýmsan hátt reynt að líðka málin og lagt fast að bret- um aö semja. Þriðjudaginn 25. september kom bréfið frá Heath þar sem hann kveðst reiðubúinn að draga herskipin út fyrir fimmtiu milur ef islensku varð- skipin hætti áreitni við breska togara. A þetta gat rikisstjórnin ekki fallist, en samt sem áöur gáfu bretar sig að morgni 2. október og sigldu út. Upp úr þessu fór Ólafur Jó- hannesson til Lundúna, land- helgisgæslan hætti áreitni við breska landhelgisbrjóta, Ólafur lagði sjálfur fram tillögur við Heath, sem hann svo kom með heim lítið breyttar, sem úrslita- kosti breta og lagði um leið stjórnarsamstarfið að veði til þess að fá þær samþykktar. 1 stuttu máli er ekki hægt að lýsa þessum einleik ólafs hér, en sá grunur læðist að manni, að ein- mitt þegar landhelgisdeilan sið- astvar i hámarki ogþegar bret- ar virtust á yfirborðinu vera á undanhaldi hafi Ólafur Jó- hannesson verið byrjaður á ein- leik sinum bak við tjöldin. Ekki er að efa að NATÓ-öflin á fs- landi hafi stutt hann dyggilega i þessum ráðagerðum. Þess er lika að vænta að milliganga Luns i deilunni þá hafi verið bundin skilyrðum um undan- slátt hjá islendingum, sem aldrei hafi verið látin uppi innan vinstri stjórnarinnar, en verið „einkamál” framsóknar. Samið bak við ? • Það er einmitt svipaður leik- ur, sem menn óttast nú. Að um leið og Luns og NATÓ fari að blanda sér i málið verði samið bak við tjöldin án vitneskju og áhrifa almennings á samnings- gerðina. Að hægt sé að búast við að þorskastriðið magnist nú upp I hástig á næstu vikum, en botn- inn detti siðan skyndilega Ur þvi með skyndisamningum, sem þjóðinni verði stillt frammi fyr- ir sem orðnum hlut. Og munu þá þeir, sem nú af ofur eölilegum ástæðum spyrja til hvers bandarlkjaher sé hér og til hvers við séum I NATÓ, þakka NATÓ-herrunum lausn deilunnar, þegar búið verður að semja um 65þúsund tonnin hans Einars Agústssonar? Og hætta þeir þá þegar I stað að efast um gildi NATÓ-samstarfsins og herstöðvarinnar? Vafalitið gera núverandi stjórnvöld ráð fyrir þvi, en skyldi það vera of mikil bjart- sýni að gera ráð fyrir þvi, að við núverandi aðstæður sé þetta vanmat á háttvirtum kjósend- um? —ekh. ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.