Þjóðviljinn - 20.01.1976, Side 1
Þriðjudagur 20. janúar 1976 —41. árg. —15. tbi.
Formleg tilkynning ríkisstjórnarinnar í gœrmorgun
MORGUN-
STUND
MEÐ
BLAÐ-
BERA
OPNA
STJORNMALASLIT
á miðnœtti
aðfaranótt
sunnu-
dagsins
Að loknum ríkisstjórnar-
fundi i gær var breska
sendiherranum i Reykja-
vík afhent eftirfarandi
orðsending:
Nr. 1.
Samkvæmt samþykkt,
sem gerð var á f undi rikis-
stjórnar islands í dag lítur
rikisstjórnin svo á, að ef
bresk herskip og Nimrod
þoturnar eru ennþá innan
200 mílna fiskveiðilögsögu
islands kl. 12 á miðnætti
samkvæmt Greenwich
meðaltíma hinn 24. janúar
1976, sé stjórnmálasam-
bandi milli islands og
Bretlands slitið og að loka
verði sendiráði breta í
Reykjavík og dipiómatísk-
irstarfsmenn þess kvaddir
heim.
Allar fiskitegund■
ir eru ofveiddar.
— Sjá viðtal við
Jakob Jakobsson
á baksíðu
Bandaríski sendiherrann um kjarnorkuvopnin
Vill ekkert segja
Minnt á kjarnorkuslys og reynslu
dana af bandarískum loforðum
„Það hefur verið viðtekin
regla allra þjóða, sem hafa
kjarnorkuvopn undir höndum,
að staðfcsta hvorki nc afneita
tilvist þeirra, óg við fylgjum
einnig þeirri reglu.”
Skýrari svör fær Dagblaðið
ekki á laugardaginn er það spyr
Frederik Irving, sendiherra
Bandarikjanna á íslandi, að þvi
hvort hér séu kjarnorkuvopn.
Svar hans er hvorki játandi né
neitandi likt og, svör Rich, að-
miráls i Keflavik, við sömu
spurningu. bessi svör eru að
sjálfsögðu algjörlega ófullnægj-
andi og islensk stjórnvöld hljóta
að krefjast þess að fullnægjandi
tryggingar séu lagðar fram af
hálfu Bandarikjastjórnar um að
vopn af þessu tagi séu ekki
geymd hér, eða höfð i flugvél-
um, sem hafa viðkomu á Kefla-
vikurflugvelli.
Þjóðviljinn minnir i þessu
sambandi á að Bandarikjaher
fór um margra ára skeið á bak
við dönsku stjórnina þegar
um var að ræða flug með kjarn-
mrkuvopn i danskri lofthelgi. I
samningi milli dana og banda-
rikjamanna um herstöð i Thule
á Grænlandi, sem gerður var
árið 1951, er slikt flug afdráttar-
laust bannað. Þrátt fyrir þetta
kom i ljós, er B-52 þota fórst ná-
lægt Thule 22. janúar 1968, að
hún bar kjarnorkuvopn. Enn
mælist geislavirkni frá þeim
stað, þar sem vélin fórst.
Danska stjórnin fór þess þá á
leit að bandarikjamenn legðu
fram tryggingar fyrir þvi, að
þetta endurtæki sig ekki.
Þjóðviljinn minnir einnig á
hættuna af kjarnorkuslysum. A
hana voru spánverjar minntir
þegar B-52 þota, hlaðin kjarn-
orkuvopnum, hrapaði eftir á-
Irving, sendiherra, ...hvorki já
né nei...
rekstur skammt frá Palomares.
Fjórar sprengjur voru i vélinni,
ein þeirra lenti i þurrum árfar-
vegi, tvær lentu i þéttri byggð og
stafaði stórkostleg hætta af
geislavirkni þeirra, og sú fjórða
fannst eftir margra vikna leit á
hafi úti, og var um tima óttast
að hún kynni að valda stjórtjóni
á sjávarlifi.
Enn varð
allt ófœrt
í Rvík
Ástandið á götum í út-
hverfum Reykjavíkur og á
aðal-leiðunum upp i Ár-
bæjar- og Breiðholtshverfi
er nú orðið þannig að ef
hreyfir vind verða þessar
götur ófærar með það
sama. Mjög háir skaflar
eru beggja vegna gatnanna
og aka bifreiðar eftir snjó-
göngumviða. i gærmorgun
gerði allnokkurt hret og
lokuðust götur með það
sama.
Ástandið var mjög slæmt, bæði
i Árbæjar- og Breiðholtshverfum
að sögn lögreglunnar. Þrátt fyrir
ástand gatna og hvert hretið á
fætur öðru að undanförnu eru
fjölmargar bifreiðar svó illa bún-
ar til vetraraksturs að þær stoppa
með það sama og snjó hreyfir.
Siðan sitja þær fastar og allt lend-
ir i einni bendu.
Þannig var það á Bæjarhálsin-
um i gær og á leiðinni upp i Breið-
holt að sögn lögreglunnar. Veðrið
gekk svo niður upp úr hádeginu
og var þá strax hafist handa með
að ryðja snjó af götum og hjálpa
þeim sem sátu fastir i bifreiðum
sinum og um miðjan dag var færð
orðin sæmileg aftur.
Þótt ástandið sé skárra i mið-
bænum er þó viða afar þungfært
og umferð gengur seint og stirð-
lega. Við þessu er aö sjálfsögðu
ekkert að gera fyrst götur eru
ekki hreinsaðar, en i það hefur
ekki verið lagt, enda hafa hretin
komið hvert á fætur öðru dag eftir
dag i nærri hálfan mánuð og
munu ár og dagar siðan svo lang-
ur ófærðarkafli hefur komið i
Reykjavik og nágrenni. —S.dór
Ræða
samnings-
réttarmálin
Undirnefndir BSRB og rikisins
fjölluðu i gær um samningsrétt-
armál opinberra starfsmanna.
Ilafa fundir veriö i gangi um þau
mál siðustu dagana. en ekkert
fréttnæmt af niðurstöðum. Er
gert ráð fyrir frekari fundarhöld-
um áfrain á næstunni.
BAKKAÐ A ÆGI
Varöskipiö Ægir
skemmdist litillega í gær-
morgun, er breska togar-
anum Lord Jellicoe tókst
að bakka á það. Skemmd-
irnar voru smávægilegar
beyglur á tiumetra kafla á
bátadekki. Auk þess lyftist
dekkið litillega í miðjunni.
Gat kom á skut Lord Jellicoe og
sótti skipstjórinn um það til út-
gerðarinnar eftir ásiglinguna að
mega halda heim af miðunum þvi
næðingssamt væri orðið á salern-
um skipsins, sem eru i skutnum.
Ægir kom 17 breskum togurum
að óvörum um 50 sjómilur út af
Glettinganesi i gærmorgun, nálg-
aðist varðskipið togarana úr
austurátt. Togurunum hafði ekki
tekist að hifa er Ægir var kominn
inn i miðjan hópinn. Þegar varð-
skipið reyndi að klippa á togvira
Lord Jellicoe tókst skipstjóra tog-
arans að bakka á varðskipið. Þótt
þeir á Lord Jellicoe verði nú að
nota gamlar aðferðir við hrein-
lætið, sluppu þeir með heila tog-
vira.
Skipherra á Ægi er Þröstur Sig
tryggsson