Þjóðviljinn - 21.01.1976, Page 14

Þjóðviljinn - 21.01.1976, Page 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. janúar 1976. Iþróttir Framhald af 12 siðu laun á vetrarolympiuleikun- um i Sapporo 1972. Irina er 26 ára fædd 12. september 1949. Faðir hennar erforingi i sovéska hernum og móðir hennar hjúkrunarliði. Var hún sett til náms i skóla sovéska hersins IMoskvu i list- hlaupi á skautum. Flest sovésk fþróttaféiög starfrækja slika skóla i borgum þar sem skautabrautir eru. 42.290 manns leggja stund á iisthlaup á skautum í Sovétrikjunum. Það var þekktur þjálfari, Stanislav Zjuk, sem gerði Irinu að frábærri skautakonu. Irna Rodnina og Alexei Ulanov mynduðu glæsilegt par, sem tók sæti hins fræga Leningradpars Ljudmilu Beiousovu og Oleg Protopopov á alþjóðavettvangi. 1972 kvæntist Ulanov hins vegar og flutti frá Moskvu til Lenin- grad. Zjuk iagði til, að Irna skyldi þjálfa með Alexande Zaitsev, sem keppt hafði i ein- menningskeppni karla án þess að vinna mikla sigra. Það tók Zjuk, Rodinu og Zaitsev tíu mánuði að mynda fullkomið par. 1973 unnu Irina og Alex- ander öll stórmót og hafa ver- ið ósigruð siðan. Parið Rodnina-Zaitsev sam- eina karlmannlegan styrk og kvenlegan yndisþokka. Alex- ander, sem er 23. ára gamall, er hár og grannur en Irina fremur lágvaxin, en í hreyf- ingum þeirra er fullkomið samræmi, mikil listræn tján- ing og glæsiieiki. Rodnina og Zaitsev giftust ekki alls fyrir löngu. Núver- andi þjálfari þeirra, Tatjana Tarasova, telur að þau hafi góðan möguieika á að vinna olympíutitilinn i Innsbruck. Skattamat Framhald af 13. siðu. hafið i að hausti og skiptir þvi eigi máli hvort um er að ræða upphaf eða framhald náms við hlutaðeigandi skóla. Prentarar — Prentarar Fundur í Hinu islenzka prentarafélagi verður i Lindarbæ á morgun fimmtudag og hefst kl. 5:15. Dagskrá: Samningamál. Hið íslenzka prentarafélag Útsala Hjá H. Toft byrjar á morgun, 22. jan., og verður margt selt á lágu verði. ATH. Útsalan verður i gömlu búðinni á Baldurs- götu 39. (Lokað i hádeginu frá kl. 11.30—13). Staða skóla- yfirtannlæknis við skólatannlækningar Reykjavikurborg- ar er laus til umsóknar. Launakjör fara eftir samningum við Starfsmannafélag Reykjavikurborgar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 15. febrúar n.k. Heilsuverndarstöð Reykjavikur Söngfólk Kór Háteigskirkju óskar eftir áhugasömu söngfólki (söngkennsla). Upplýsingar hjá organleikara kirkjunnar, Martin Hunger, (eftir messu) eða i sima 25621 og 32112. Sveinn Halldórsson, fyrrverandi skóiastjóri, lést i Landspitalanum 19. janúar. Börn og tengdabörn. begar um er að ræða nám sem stundað er samfellt i 2 vet- ur eða lengur við þá skóla, sem taldir eru undir töluliðum 1, 2, 3, 4 og 7, er auk þess heimilt að draga frá allt að helmingi frá- dráttar fyrir viðkomandi skóla það ár sem námi lauk enda hafi námstimi á þvi ári verið lengri en 3 mánuðir. Ef námstimi var skemmri má draga frá 1/8 af heilsársfrádrætti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem nám stóð yfir á þvi ári sem námi lauk. Ef um er að ræða námskeið, sem standa yfir 6 mánuði eða lengur, er heimilt að skipta frá- drættiþeirra vegna til helminga á þau ár sem nám stóð yfir enda sé námstimi slðara árið a.m.k. 3 mánuðir. b. Skólagjald: Við námsfrádrátt skv. töluliðum 1—5 bætist skólagjald eftir þvi sem við á. c. Álag á námsfrádrátt: Búi námsmaður utan heimilis- sveitar sinnar meðan á námi stendur má hækka námsfrá- drátt skv. töluliðum 1—5 og 6 a. og b. (þó ekki skólagjald eða námskeiðsgjald) um: 1. 20% hjá þeim nemendum sem veittur er dvalarstyrkur skv. lögum nr. 69/1972 um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði eða hliðstæðar greiðslur á vegum sveitarfé- laga. Dvalar- og ferðastyrkir, veittir skv. þessum ákvæðum, teljast ekki til tekna né til skerðingar á námsfrádrætti. 2. 50% hjá þeim nemendum sem ekki áttu rétt á og ekki nutu styrkja eða greiðslna þeirra sem um ræðir i 1. tl. þessa stafliðar. d. Skerðing námsfrádráttar: Hafi nemandi fengið náms- styrk úr rikissjóði eða öðrum innlendum ellegar erlendum opinberum sjóðum skal námsfrádráttur, þ.m.t. skóla- gjald, lækkaður sem styrkn- um nemur. Dvalar- og ferða- styrkir, svo og hliðstæðar greiðslur sveitarfélaga, skv. 1. tl. stafliðar c. teljast ekki námsstyrkir I þessu sam- bandi. Enn um stærð Framhald af bls. 6. fiskvinnslufólk”, „grundvallar- skilyrði ..er að rannsaka gerð og ástand hans (flotans) við nú- orðnar rekstraraðstæður”. „fiskiskipaflotinn er enn gamall og lítt hæfur til rekstrar við nú- verandi aðstæður”. Svona má lengi telja. Þessar glefsur eru teknar út úr mjög svipuðu samhengi yfirleitt og köflum, sem hafa það að markmiði að sýna fram á, að flot- inn sé ekki of stór og halda verði áfraim „endurnýjun”. Vitanlega er þetta allt meira eða minna rétt nema niðurstaðan, og Lúðvik telur sig væntanlega ná til eyrna sjómanna með svona sönnum orðum. Þar sem hann er fyrst og fremst að gagnrýna skýrslu starfshópsins, má lesa út úr greinum hans, að starfshópurinn sé á öðru máli um allan sannleik- ann, sem öllum við sjávarsiðuna er ljós. — Hér snýr Lúðvik stað- reyndum alveg við. Megnið af upptöidum vandkvæðum á rætur sinar að rekja beint til lélegs ástands fiskstofna. Til þess að mæta rekstrarerfið- leikum vegna minnkandi afla fyrst og fremst á að kaupa meiri ogöflugri skip! — Staðreyndin er þvert á móti sú, að minnkuð sókn og aukin stjórnun veiði nú mun-, þegar til lengdar lætur (nokkur ár) auka afla en ekki minnka hann. Ef sóknargeta er aukin um of og skipin látin veiða að vild, minnkar það heildarafla en eykur hann ekki. Lúðvik þarf að breyta um formerki á erindum sfnum og innihaldi. Hvernig stendur ann- ars á þvi, að heildarbotnfiskafli á íslandsmiðum var töluvert meiri á árunum 1953—1958 en hann er nú þrátt fyrir stórkostlega aukna sókn á seinni árum og fullkomn- ari skip? Vitanlega eru allir sammála um það, að losna verði við útlend- inga af Islandsmiðum og rekstr- arerfiðleikar islenskrar útgerðar minnki þá. Hinsvegar er fiski- skipaflotinn nú það stór, að hann er nægilegur til að veiða há- marksafla eftir að fiskstofnarnir komast (vonandi) i besta afrakst- ursástand að nýju, en það tekur mörg ár. Ef flotinn fær aftur á móti nú að veiða óhindraður, komast stofnarnir ekki I það ástand jafnvel þótt útlendingar hverfi af miðunum inn- an skamms. Lúðvik reynir að telja mönnum trú um, að óþarfi sé að tala um niðurskurð þorsk- afla Islendinga nú miðað við árin 1972—1974 (230—240 þ. tonn) og ráðleggingar Hafrannsóknastofn- unar, og þessvegna sé ekki nauð- synlegt að minnka sókn islend- inga, ef útlendingar fara af mið- unum. Benda má á, að vitanlega verður afli Islendinga miklu meiri en umrædd ár, ef útlendingar hætta veiði við tsland og islend- ingar halda uppi sömu sókn og áður. Það er ekki bara á einum stað I greinunum, sem Lúðvik ruglar saman afla og sókn. Auk þess var þorskafli þessi ár orðinn mjög lélegur á úthaldsdag skipa miðað við það sem áður var. Þessi ár eru þvi óhæf til viðmið- unar. Allt ber að sama brunni. Fiskiskipaflotinn er of stór. bað felst stórkostleg ábyrgð I þvi að reyna að hindra, að fiskstofnar fái aðrétta við og islendingar fái i náinni framtið hámarksarð af fiskimiðum sinum, bæði með há- marksafla og hóflegum útgerðar- kostnaði. Við skulum biða'i nokk- ur ár og sjá hvernig til tekst. Sú staðreynd blasir við, að botnfisk- afli hefur farið þverrandi á ís- landsmiðum þrátt fyrir stórauk- inn flota. Vissulega er það ákveð- in stefna að stunda fiskveiðar að mestu á skuttogurum, sem hafa tæknilega yfirburði einkum i tregfiski, en þá verða að fylgja tillögur um það, hvaða öðrum skipum verður að legggja. Stjórnvöld hafa ekki markað neina heildarstefnu varðandi stærð flotans og samsetningu með hliðsjón af heildarmarkmiðum. Aðgerðir þeirra hafa byggst á skyndilausnum, sem færa má rök fyrir að gangi á snið við raun- verulega hagsmuni útvegsins og þjóðarheildarinnar. Reykjavik 16.1. 1976. Gylfi Þórðarson Jón Ingvarsson Jakob Jakobsson Jónas Bjarnason Jónas Blöndal ÞJÓDLEIKHÚSID GÓÐA SALIN í SESÚAN i kvöld kl. 20. laugardag kl. 20. SPORVAGNINN GIRND fimmtudag kl. 20. CARMEN föstudag kl. 20. sunnudag kl. 20. KARLINN A ÞAKINU Barnaleikrit. Frumsýning laugardag kl. 15. Litla sviðið: INUK fimmtudag kl. 20.30. Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. EQUUS i kvöld kl. 20.30. SAUMASTOFAN fimmtudag kl. 20.30. SKJALDHAMRAR föstudag kl. 20.30. EQUUS laugardag kl. 20.30. SAUMASTOFAN sunnudag kl. 20.30. SKJALPHAMRAR Þriðjudag kl. 20.30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. ____s*___ SKIPAUTGCRÖ RIKI5INS M/s Hekla fer frá Reykjavik miðviku- daginn 28. þ.m. austur um land I hringferð. Vörumóttaka: föstudag og mánudag til Aust- fjarðahafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsavikur og Akureyrar. leikféug: ykjavíkdrt Alþýðubandalagið: Alþýðubandalagið i Reykjavik. Almennur félagsfundur verður haldinn i Lindarbæ fimmtudag- inn 22. janúar kl. 20.30. Fundarefni: Landhelgismálið. Lúðvik Jósepsson hefur fram- sögu og svarar fyrirspurnum. Sósialistar Hafnarfirði. Hver er leið íslands til sósialismans? Hvernig náum við markmiðinu? Hvað ber að varast? Framhaldsfundur miðvikudag 20. jan. kl. 20.30 i Gúttó uppi. Einar Olgeirsson fjallar um leið íslands til sósialisma. Mætið stundvislega. Alþýðubandalagið i Ilaf narfirði. Viðtalstimi borgarfulltrúa Þorbjörn Broddason borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins verður til viðtals á skrif- stofu Alþýðubandalagsins Grettisgötu 3, i dag kl. 17—18. Siminn er 28655. Skattaframtöl Námskeið i skattframtali fyrir almenning hefst fimmtud. 22. jan. kl. 19.30 i Lauga- lækjarskóla. Kennt verður 6 kvöld til 29. jan. Námskeiðsgjald kr. 1800, greiðist við innritun, sem verður sama dag kl. 19—19.30 i Laugalækjarskóla. Námsflokkar Reykjavíkur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.