Þjóðviljinn - 28.03.1976, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. mars 1976
Umsjón: Vilborg Harðardóttir.
I.
Nú þegar kvennaárið er liðið,
leiða margir hugann að þvi, hvað
hafi unnist og hvert framhaldið
verði. Þótt engar stórvægilegar
eða áþreifanlegar breytingar hafi
átt sér stað, hefur þó verið stigiö
mikilvægt skref i átt til jafnréttis,
meö alþjóölegri viðurkenningu á
þeirri staðreynd að hlutur kynj-
anna er ekki jafn i heiminum.
Islenskar konur sýndu með
þátttöku sinni i aðgerðunum 24.
Vart þarf að kynna áhugafólki um jafnréttismál
höfund eftirfarandi greinar, Gerði óskarsdóttur,
skólastjóra í Neskaupstað, sem verið hefur virk í
baráttu rauðsokka allt frá upphafi og oft túlkað
málefni hinnar nýju kvenfrelsishreyfingar bæði
hér á síðum Þjóðviljans og á öðrum vettvangi.
I eftirfarandi grein opnar Gerður umræðu um at-
riði, sem dálítið hefur verið að brjótast um í hluta
hreyf ingarinnar að undanförnu og áreiðanlega á
eftir að valda talsverðum deilum, þ.e. hvort jafn-
rétti sé nægilegt, einsog málum er komið, eða hvort
tímabundin forréttindi kvenna séu nauðsynleg til að
jafna metin.
Gerður G. Óskarsdóttir:
Áaö
berjast
fyri r for-
komi jafnt fram sem karla, svo
viðfangsefni verksins og boð-
skapur varði jafnt stúlkur sem
drengi og bæði kyn þekki þar
sjálfan sig og sin vandamál.
Kennslubókahöfundar og kenn-
arar þurfa að vera sér vel með-
vitaðir um misréttið, hvar það
leynist og hvernig má berjast
gegn þvi. Á meðal þeirra endur-
hæfinganámskeiða kennara, sem
haldin eru af Kennaraháskóla ís-
lands á hverju sumri, þurfa að
vera námskeið i meðferð jafn-
réttismála, þar sem kennarar
verða bæði þjálfaðir i breyttum
viðhorfum til nemenda út frá
þessu sjónarmiði og búnir undir
að fara i jafnréttisnámsefni með
nemendum, sem tengt væri öðr-
um samfélagsíræðum.
Mismunandi einkunna-
takmörk?
t sambandi við framhaldsnám
réttindum kvenna um sinn?
okt. sl., að þær gera sér grein fyr-
ir þvi, að þær eru misrétti beittar.
Nú þarf ekki lengur að eyða orku i
að opna augu þeirra fyrir stað-
reyndunum, — þær eru vaknað-
ar!
Verkefnin framundan eru að
draga misréttið fram i dagsljósið
hvar sem það leynist og siðan að
neyta allra bragða til þess að út-
rýma þvi. Jafnframt þarf að upp-
örva og þjálfa konur markvisst til
átaka og fá þær til þess að trúa á
sjálfar sig. t þeirri baráttu verður
hlutur karla ekki siður mikilvæg-
ur.
Ekki uppörvandi
Á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna var gerð samþykkt á sl. ári
um að næstu 10 ár skyldu notuð til
útrýmingar misréttisins alls
staðar þar sem þvi verður við
komið. Hvað gerum við islending-
ar i þessum efnum á árunum
1976—1985? Við skulum ekki láta
okkur dreyma um, að þatta gerist
sjálfkrafa frekar en aðrar úrbæt-
ur. Hindranirnar i veginum eru
erfiðari en það.
Konur hafa misréttið stöðugt
fyrir augunum, þær sjá kynsystur
sinar fyrir sér lægra settar en
karla. Finna að störf þeirra eru
lægra metin til launa og störfum
þvi skipt i karla- og kvennastörf.
bær heyra að fram hjá þeim er
gengið um stöðuveitingar. Þær
eru alltaf i minnihluta á fundum
og i nefndum og ekki er tekið tillit
til skoðana þeirra, þegar mikil-
vægar ákvarðanir eru teknar.
Þær fáu sem sitja fundi með körl-
um þora ekki að tjá sig af ótta við -
að hafa ekki vit á málunum. Aftur •
á móti tala konur á kvennafund-
um eða þar sem konur eru i
meirihluta. Kynin hafa nefnilega
ekki vanist þvi að vinna saman.
Konum er ljóst, að til þess er
ætlast að þær vinni þjónustuhlut-
verkin á heimili og i f jölskyldu, og
að aðrar vonir eru bundnar við
stúlkur heldur en drengi. Siðast
en ekki sist horfa þær upp á það,
að kona þarf aö vera meðalkarl-
manni langtum fremri, eigi hún
að vera metin til jafns við karl-
menn i starfi.
Þetta er ekki uppörvandi. bað
þarf sterkan einstakling til þess
að standast þessa raun og hafa i
sér þor og kjark til þess að berjast
gegn henni. Við getum ekki ætlast
til sliks af öllum konum.
Forréttindi til að
ná jatnrétti?
Hér þurfa markvissar aðgerðir
að koma til eigi einhverjar veru-
legar breytingar að verða.
Hin svonefnda nýja kvennabar-
átta hefur hingað til verið alger-
lega á móti öllum forréttindum
kvenna. Baráttan hefur beinst að
jöfnum réttindum karla og
kvenna. En að undanförnu hefur
sú hugmynd stöðugt gerst áleitn-
ari á huga minn, að þetta sé ekki
raunhæft. Konum verði að búa
viss timabundin forréttindi svo
jafnrétti veröi náð. Karlmenn
hafa hingað til notið forréttinda
fram yfir kvenfólk, hvernig væri
nú að snúa þessu við á nokkrum
sviðum næstu 10 árin og veita
konum ýmis forréttindi fram yfir
karla i þeim tilgangi að jafna
muninn og uppfylla þannig okkar
skerf i 10 ára baráttu Sameinuðu
þjóðanna til jafnréttis kynjanna?
Margur hneykslast sjálfsagt á
hugmyndum um forréttindi
kvenna, en mér er spurn, hvað er
þá hægt að gera, sé á annað borð
vilji fyrir jafnrétti?
1 sambandi við atvinnulifið
gætu opinberir aðilar, riki og
sveitarfélög, hætt að kyngreina
starfsheiti og lagt niður þann ósið
að auglýsa sérstaklega eftir karli
eða konu i starf. Jafnvel mætti
banna með lögum slikar auglýs-
ingar.
Utan við almenna kjarasamn-
inga gæti a.m.k. hið opinbera
hækkað öll hefðbundin kvenna-
störf um launaflokk eða launa-
flokka (t.d. fóstrur, hjúkrunar-
fræðinga, ljósmæður, hreingern-
ingarfólk, ritara og simaverði),
bæði til þess að sýna i verki að
þessi störf eru metin til jafns við
önnur störf og til þess aö fá karla
til þess að vinna þau (öllum ætti
að vera ljóst hve mikils virði væri
t.d. að fá karla i fóstrustétt).
Hver er vilji verka-
lýðshreyf ingarinnar?
öðru máli gegnir um einkaaðil-
ana. Þeir framkvæma sjálfsagt
seint kauphækkanir i þessum dúr.
bað er þeim i hag að nýta konur
sem ódýrt vinnuafl og varavinnu-
afl. En hér reynir á verkalýðs-
hreyfinguna, hversu hörð hún
yrði i baráttunni fyrir hækkun
tekna þeirra lægst launuðu og
hvort hún vill fórna einhverju fyr-
ir konurnar. Þær þurfa að sjálf-
sögðu að berjast sjálfar, en þær
eiga ekki að þurfa að standa einar
i þeirri baráttu.
Við stöðuveitingar ætti hið op-
inbera að gera sér það að reglu
um sinn að láta konu ganga fyrir
um starf, sæki karl og kona um,
sem talin eru hafa sömu hæfileika
til að gegna þvi. Hér er i raun að-
eins um umsnúning að ræða.
Karlar hafa haft þessi forréttindi
hingað til.
Aukin félagsleg þjón-
usta er skilyrði
Koma verður upp dagheimilum
fyrir öll börn frá vissum aldri,
sem þess þurfa. Þar þarf að
koma til rikisframtak og menn
verða að venja sig af barlómi um
kostnað við slik heimili og sifellt
nag um að „með þeim sé borg-
að”. (Það er lika dýrt að malbika
götur og þar er „borgað með”
einkabilnum. Þaðer eins „borgað
með” ibúum einbýlishúsa, þar
sem i slikum hverfum þarf að
leggja og halda við mun lengri
leiðslum og lengri götum að með-
altali á ibúa. Að ekki sé talað um
meðgjöf með skólum og sjúkra-
húsum).
Lita þarf á dagheimili sem
hverja aðra skóla (sbr. að i sum-
um löndum er skólaskylda mun
fyrr en hér t.d. i Bretlandi við 5
ára aldur) og búa vel að þeim og
starfsfólki þeirra svo þau geti
unnið það uppeldisstarf, sem ætl-
ast er til af þeim.
Aðra félagslega þjónustu þarf
einnig að efla eins og t.d. heimil-
ishjálp við aldraða, mötuneyti I
skólum og á vinnustöðum o.s.frv.
Jaf nréttisnefndir
Koma þarf upp jafnréttisnefnd-
um i öllum sveitafélögum og veita
þeim fé til starfa. Við skulum
vona að þær megi svo leggja nið-
ur að 10 árum liðnum. Sama gild-
ir um jafnréttisnefnd á vegum
rikisins. Hlutverk þeirra er að
gera úttekt á stöðunni, gefa út
fræðsluefni, kanna vilja kvenna
til opinberra framkvæmda og
margt fleira en ekki slst er hlut-
verk þeirra að vera vakandi og
stöðugt á verði fyrir öllu misrétti
(t.d. um launamismunun eöa
stöðuveitingu).
Sjálfstæöir skatt-
greiðendur
Leiðrétta verður það óþolandi
ástand sem nú rikir i skattamál-
um og leita leiða til að konur verði
sjálfstæðir skattgreiðendur. Þær
leiðir fyndust eflaust ef vilji væri
fyrir hendi, en mega þó ekki vera
þannig aö þær verði til að snúa
þróuninni við og draga úr vilja
kvenna til atvinnuþátttöku. Mér
dettur i hug t.d. prósentuskattur
einsog útsvarið samfara hækkuð-
um barnalifeyri sem kæmi i stað
50% frádráttarins nú.
Þáttur f jölmiðla
Gera þarf rikisfjölmiðlum út-
varpi og sjónvarpi skylt að huga
sérstaklega að jafnri þátttöku
karla og kvenna I fréttaflutningi,
umræðum og skemmtiefni næstu
10 árin, til þess að vekja athygli
kvenna og karla og einkum barna
og unglinga, á að kynin eru jafn-
miklum hæfileikum búin og skoð-
anir og viðhorf beggja jafnverð-
mæt. Otvarpiö þarf að leita að
kvenfréttamönnum, það þarf að
setja sér það mark að hafa jafn-
margar konur og karla i umræðu-
þáttum, fréttamenn þurfa að leita
jafnt eftir skoðunum kvenna og
karla, þegar þeir fara með hljóð-
nema á vettvang, reyna þarf að
hafa hlut kvenlistamanna sama
og karllistamanna og lengur
mætti telja.
Banna á auglýsingar i sjón-
varpi, sem sýna misrétti eða
halda við hefðbundinni hlut-
verkaskiptingu kynjanna. Agætt
væri að jafnréttisnefnd rikisins
dæmdi um hæfni auglýsinga (ath.
auglýsendur ' vilja auglýsa og
mundu þvi beygja sig undir slikar
hömlur).
Skólarnir mikilvægir
bá er komið að skólunum. 1
reglugerð með grunnskólalögun-
um þarf aö semja ýtarlega áætlun
um það, hvernig þvi jafnrétti
verður náð, sem i lögunum segir
að rikja eigi i skólum. Það þarf að
útrýma kynskiptingu, sem enn
viðgengst i ákveðnum náms-
greinum (handavinnu, iþróttum
og heimilisfræðum).
Allar námsbækur þarf að
endurskoða með tilliti til jafnrétt-
is og hefðbundinnar hlutverka-
skiptingar kynjanna. 1 sögu-
kennslubókum þarf að draga
fram hlut kvenna i framvindu
sögunnar og þróun þjóðfélagsins,
i lestrarbókum og málakennslu-
bókum þarf að breyta útliti og
stöðu kvenna, sem eilift er stillt
upp með svuntu og eru eingöngu i
heimilisstörfum, þrátt fyrir þá
staðreynd að meira en helmingur
kvenna vinnur utan heimilis, i
bókmenntakennslubókum þarf að
velja sögur og ljóð jafnteftir kon-
ur sem karla (þar er af nógu að
taka). Einnig þarf aö gæta þess
að aðalpersónur séu jafnt konur
sem karlar og að viöhorf kvenna
þarf að útiloka kynskiptingu i
fjölbraut, hafa t.d. ekki sérstaka
braut, sem beinist að hefðbundn-
um kvennasförfum eins og ritara-
og afgreiðslustörfum eða snyrt-
ingu.
Hvetja þarf konur til þess að
fara út i undirbúningsnám undir
störf, sem nú eru hefðbundin
karlastörf. Einnig að beina strák-
um i kvennastörf.
1 sambandi við háskólanám vil
ég benda á fordæmi frá D.D.R.,
þar sem aðsókn er mjög mikil i
alls kyns tækninám. Þar sem ein-
kunnatakmörk eru notuð til þess
að tempra aðgang að slíku námi
komast stúlkur inn með lægri
einkunn en strákar. Þarna eru
viðurkenndir uppeldislegir for-
dómar umhverfisins, sem leiða til
mismunandi undirbúnings kynj-
anna. (Hvað skyldu karl læknar
og læknastúdentar hér segja, ef
konur þyrftu lægri einkunn á
prófum i læknadeild til þess að fá
að halda áfram? Er ekki hætt við
að þeir myndu óttast um kjörin:
— þvi fleiri konur, þvi lægra
kaup! Er hér kannski ráð til þess
að mjókka bilið milla lækna og
annarra stétta!)
Hvað gerir sósíaliskur
stjórnmálaf lokkur?
Gaman væri að lokum að velta
þvi fyrir sér, hvernig 10 ára jafn-
réttisáætlun sósialisks stjórn-
málaflokks liti út. A öllum fram-
boðslistum til alþingis og sveita-
stjórna ætti að reyna eftir megni
að stilla konum og körlum upp til
skiptis. En það er ekki hægt að
kippa fólki óundirbúnu til slfkra
starfa. Þaö þarf að ala konurnar
upp, fela þeim áður alls kyns störf
og hvetja þær til þátttöku og ekki
sist til þess að sýna hinum ýmsu
málum áhuga og setja sig inn i
þau.l öllum nefndum á vegum
flokksins eiga að sitja jafnmarg-
ar konur og karlar (jafnvel fleiri
konur). Pólitiskt uppeldi fer ekki
sist fram þar. Þetta mætti ge^a i
stað þess að hrúga slikum störf-
um alltaf á sömu mennina, sem
oft eru hlaðnir öðrum störfum
fyrir. En með þessu sitja þeir i
vegi hinna, sem þyrfti að þjálfa.
A fundum á að fá konur til að hafa
framsögu jafnt og karla og fela
þeim sem oftast íundarstjórn.
, Framhald á bls. 22