Þjóðviljinn - 28.03.1976, Side 3
Sunnudagur 28. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
ViSTTVSKUND
Liechtenstein er smáblettur á
milli Sviss og Austurrfkis, undir
sérstökum þjóöhöföingja. Höf-
uöborg: Vaduz.
I hjarta Evrópu eru
tvær „skattaparadísir"
hvor við hliðina á ann-
arri, smárikið Sviss og
dvergríkið Liechtenstein.
Þangað safnast f jármun-
ir hvaðanæfa að úr
Evrópu frá fólki sem f lýr
skattalög sinna eigin
landa. I því skyni eru
ÞESSA GREIN ÆTTU HEILDSALAR AÐ LESA!
Ábatasöm viðskipti
við Liechtenstein
• Hér greinir frá
aðferðum sænskra
kaupsýslumanna við
að fela peninga
fyrir skattayfirvöldum
liggja nefnilega suður i Liecht-
enstein.
Er þá nokkuð annað að gera
en snúa sér til yfirvalda i þessu
dvergvaxna furstadæmi og
biðja þau ásjár? Þvi miður,
„lok-lok og læs, og allt úr stáli”.
Þarlendir embættismenn
mundu yppta öxlum og tala um
löglega viðskiptahætti og eðlileg
trúnaðarmál i viðskiptalifinu.
Ibúar Liechtensteins eru um
24 þúsund, en erlendu fyrirtækin
sem eiga þar útibú eru uppundir
30 þúsund að tölu. Fæst þeirra
reka nokkra starfsemi i landinu,
enginn skattur lagður á tekjur
fyrirtækja i landinu. Tekjurnar
mega skipta hundruðum mil-
jóna, engin álagning!
Að visu er greiddur 1 prómill
fjármagnsskattur sem leggst á
upphaflegt hlutafé og saman-
safnaðan hagnað, en á úthlutað-
an ágóða er lagður 4% skattur.
Allir sjá að þetta eru smámunir.
Tekjur Liechtenstein-búa af
öllum þessum sæg erlendra
pappirsfyrirtækja i landinu eru
þvi i reynd sáralitlar. Þau
greiða ekki nema einn tiunda
Frá höfuöborginni Vaduz. Landiö er 154 ferkm.
Þetta er höll furstans, sem heitir Franz Josef annar, hvorki meira né minna.
opnaðir leynilegir banka-
reikningar og stofnuð
pappírsfyrirtæki. Hér er
eftir sænskri heimild
greint frá aðferðum
skatt-f lóttamannanna, en
oft heyrist rætt um svip-
aðar aðferðir meðal ís-
lendinga.
Nýlega birti sænska stórblað-
ið Dagens Nyheterá viðskipta-
siðu sinni nokkra frásögn af
skattasvindli auðugra svia i
gegnum Liechtenstein. Fullyrt
var að svipuðum árangri væri
hægt að ná i Sviss, og slikum að-
ferðum beittu samviskulausir
kaupahéðnar allra landa.
Tvær faktúrur
Tekið var dæmi af viðskipta-
háttum sænsks heildsala hr.
Svenssons. Við útflutning á vör-
um frá Sviþjóð fer hann svona
að:
Hann selur fyrir 5 miljónir
króna til Italiu. Italski við-
skiptavinurinn fær tvo vöru-
reikninga eöa faktúrur, annan
frá Sviþjóð sem hljóöar uppá 4
miljónir, hinn frá pappirsfyrir-
tæki Svenssons i Liechtenstein
uppá eina miljón króna. Siðan
greiðir italinn svo sem upp er
sett. Miljónin sem fer til Liecht-
enstein kemur aldrei fram i
bókhaldi hr. Svenssons heima i
Sviþjóð og þannig „snuðar”
hann sænsk skattayfirvöid.
Tekjur sænska fyrirtækisins
sýnast fimmtungi minni en þær
eru i reynd, og það er ef til vill
einmitt þetta sem sker úr um
það hvort hr. Svensson á að
greiða verulegan tekjuskatt ell-
egar litinn sem engan skatt.
10% of há faktúra
Nú þarf hr. Svensson að
kaupa vörur frá útlöndum og þá
má segja að aðferðin snúist við.
Hr. Svensson semur við
franskan aðila um kaup á vör-
um fyrir eina miljón króna.
Jafnframt er samið um það að á
vörureikningnum eða faktúr-
unni sem send er til Sviþjóðar
standi upphæðin 1 miljón og eitt
hundrað þúsund krónur. Sá
franski fær siðaii sendar 1,1 mil-
jón kr. frá Sviþjóð, en hann
kemur 100 þúsund krónum inn á
reikning Svenssons i Liechten-
stein.
1 bókhaldi hr. Svenssons i Svi-
þjóö kemur fram meiri kostnað-
ur við vörukaup erlendis frá en
réttmætt er, ög það þýðir að
nettótekjur af rekstrinum verða
þeim mun minni. Sem sé létt-
bærari skattar.
Þóknun haldið
eftir erlendis
Til eru fleiri vinsælar aðferðir
og verður hér nefnd ein i viöbót
sem ekki er nú liklegt að islend-
ingar eigi greiðan aðgang að.
Hr. Svensson er verksmiðju-
eigandi og hann fær einkaleyfi á
ákveðnum vélbúnaði. Hann sel-
ur nú þetta einkaleyfi og eftir
nokkra milliliði er það komið i
hendur pappirsfyrirtækis hans
sjálfs i Liechtenstein. Þegar nú
Svensson selur vélar sinar úti
um heim, kemur það af sjálfu
sér að þóknun fyrir einkaleyfið
er greidd einkaleyfishafanum,
nefnilega pappirsfyrirtæki
Svenssons i Liechtenstein.
Fyrri tvær aðferðirnar mega
heita óbrigðular og „pottþétt-
ar”, en þessi siðasta er ekki al-
veg hættulaus nema gætt sé
hæfilegrar forsjálni.
Refsivert hér, —
en löglegt þar
Vissulega eru þær aðferðir
sem hr. Svensson, stórkaup-
maöur eða iðjuhöldur, beitir i
viðskiptum sinum við útlönd, ó-
löglegar frá sjónarmiði sænskra
laga, og hann ætti að réttu lagi
að greiða stórfé i skattsektir. En
galdurinn er bara sá að i fæstum
tilvikum er hægt að sanna nokk-
tilvera þeirra er nafnið tómt á
þinglýstum skjölum. Tilgang-
ur:peningayfirfærslur, ekkert
annað.
Ríkisbankinn veit ekkert
Yfirlögfræðingur sænska rik-
isbankans segist ekki hafa hug-
mynd að hve miklu leyti sviar
kunna að háfa ólögleg fjármála-
sambönd við Liechtenstein.
Erfitt væri að hafa eftirlit með
þvi cn starfskraftar eru l'air.
(Bankastarfsmenn henda gam-
an að þvi að i eftirlitsdeildinni
vinni 53, 3 liti eftir en 50 raði
skjölum).
Hitt er staöreynd að i hverjum
mánuði eru afgreiddar yfir-
færslur i beinhörðum peningum
til Liechtenstein.
Lögfræðingurinn: Hvað vitum
við nema það sé eini möguleik-
inn fyrir sænskt stórfyrirtæki til
að ná hagkvæmum viðskiptum,
að það láti ákveönar greiðslur
ganga i gegnum Liechtenstein.
Það eitt er ekki ólöglegt.
0 kr. í tekjuskatt
Hver er þá hagnaðurinn af þvi
að hafa pappirsfyrirtæki i
Licechtenstein og láta fjármuni
renna þangað? Þetta hljóta að
verða nettótekjur þvi að þau
fyrirtæki hafa engan rekstur.
Svarið er þetta: Það er alls
hluta af skatttekjum rikisins og
launagreiðslur eru engar.
Að visu þurfa útlendingarnir
að eiga sér umboðsmann, og
það eru um 20 Jögfræðiskrifstof-
ur sem sjá um „viðskiptin”.
Eigendur þeirra fá eflaust eitt-
hvað fyrir sinn snúð, enda eru
þeir einskonar yfirstétt i land-
inu.
6 miljaröar í
umboðslaun
Það sem hér hefur verið sagt
um „skattaparadisina” Liecht-
enstein gildir að miklu leyti
einnig um Sviss, landið sem
Liechtenstein er i tollasam-
bandi við. Einnig i Sviss blómg-
ast alþjóðleg fjármálastarf-
semi, ekki sist i tengslum við
hina miklu og auðugu banka
landsins.
Nýlega gerði sænski rikis-
bankinn athugun á þeim
greiðslum sem fara út úr Svi-
þjóð til þessara landa. Bráða-
birgðaniðurstaðá var þessi:
A hverju ári eiga sér stað um
tvö þúsund yfirfærslur á „um-
boðslaunum” til Sviss og
Liechtenstein, þar af 150—200
til þess siðarnefnda. Samanlögð
fjárhæð nemur um 150 miljón-
um sænskra króna eða um 6
miljörðum islenskra.
—hj—
uð á hann. Sönnunargögnin