Þjóðviljinn - 28.03.1976, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. mars 197G
MÚÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgcfandi: titgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón mcð sunnudagsblaði:
Arni Bcrgmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
RÉTT OG RANGT í SÖGU VERKALÝÐSFLOKKA
1 nafnlausri grein (Eftir Gylfa Þ.
Gislason?) i Alþýðublaðinu sl. miðviku-
dag er vikið að skrifum Þjóðviljans um
þróun mála hjá ýmsum evrópskum
kommúnistaflokkum, sem hafa i vaxandi
mæli lagt áherslu á sjálfstæða stefnu-
mótun og hafnað kenningunni um „alræði
öreiga” (sem hefur i reynd komið fram i
alræði rikjandi kommúnistaflokka um
austanverða álfuna). Greinarhöfundur
segir það sé ekki nema eðlilegt að Alþýðu-
bandalagið fylgist vel með þessari þróun
þvi það sé ,,á sömu þróunarbraut og t.d.
franskir kommúnistar og italskir”.
Það er ekki nema rétt, að Þjóðviljinn
hefur reynt að fylgjast sem best með
tiðindum á vinstri armi evrópskra stjórn-
mála, einkum þeim sem segja frá auknu
samstarfi milli þeirra flokka sem hafa
kennt sig við kommúnisma, sósialdemó-
krati eða blátt áfram sósialisma. Það er
hinsvegar hæpnara að segja, að Alþýðu-
bandalagið sé á ,,sömu braut” og t.d.
franskir kommúnistar. Við teljum þvert á
móti, að Sósialistaflokkurinn og þá enn
fremur Alþýðubandalag sé niðurstaða af
vissri þróun, sem hefur i raun byrjað all-
miklu fyrr hér á íslandi en i mörgum
löndum öðrum. Þróun sem hefur verið að
sverfa niður hefðbundna skiptingu i
sósialdemókrata og kommúnista. í
islenskri sóasialiskri hreyfingu hefur
þetta komið fram i þvi, að nógu margir
hafa tekið með fyrirvara og gagnrýni
annarsvegar kommúniska kreddufestu og
sovéskar fyrirmyndir, hinsvegar hafnað
litilþægni og ihaldsvináttu sem hefur sett
svip sinn á Alþýðuflokkinn. Nógu margir
til að mynda hreyfingu, flokk, sem hefur
um margt markað sér sérstöðu á pólitisku
korti evrópskrar vinstrihreyfingar.
Það er rétt sem bent er á i Alþýðublaðs-
greininni, að afstaða til hinnar sovésku til-
raunar var mönnum mikið hitamál einnig
hér á landi, fyrir 30-40 árum. Ekki aðeins
margir sósialistar heldur og frjálslyndir
af ýmsu tagi, voru helst til bláeygir á
möguleika hins nýja og hálfreynda, og
bjartsýni þeirra var og tengd við kreppu-
ástand i auðvaldsheimi og von um góða
bandamenn i baráttu við fasisma sem þá
lagðist yfir álfuna hálfa.
Kannski má segja sem svo, að þeir sem
létu þetta mál miklu varða hafi að nokkru
haft „rangt fyrir sér” — og skulum við þó
ekki gleyma aðstæðum þeirra tima. En
hitt er svo fráleitt, sem hinn nafnlausi
greinarhöfundur reynir, að gera þetta
atriði að einhverskonar allsherjarmæli-
kvarða sem dugi til að gera sögu islenskra
sósialista mestalla að „óttalegum mis-
skilningi”. Það eru ár og dagar siðan
islenskum sósialistum tókst að byrja opna
og fordómalausa umræðu um reynslu
þeirra rikja sem kennd eru við sósialisma,
og sú umræða hefur styrkst með ári
hverju með aukinni þekkingu. Og það eru
margir hlutir aðrir en þessir sem skera úr
um framgöngu og örlög sósialisks flokks.
Hér er að sjálfsögðu átt við framgöngu
sósialista i þeim málum sem varða hag
islenskrar alþýðu i bráð og lengd. I
baráttu verkafólks fyrir bættum launa-
kjörum og auknum lýðréttindum, i við-
leitni til að styrkja efnahagslegt sjálfstæði
íslands i heimi alþjóðlegra auðhringa, i
baráttu fyrir viðgangi þjóðlegrar menn-
ingar i landi sem hefur sætt erlendri her-
setu i meira én 30 ár. Það er þetta sem
hefur ráðið úrslitum um viðgang hreyf-
ingar islenskra sósialista. Það vita
jafnvel bandariskir sérfræðingar i
„auðnarkommúnisma” en svo kalla þeir
vinstrihreyfingar á Norðurlöndum. Og
það er þetta sem þeir Alþýðublaðsmenn
eiga svo erfitt að játa fyrir sjálfum sér og
öðrum. Enda hafa þeir á baki allt aðra
framgöngu i þeim stærstu málum sem að
ofan voru talin. Framgöngu litilþægrar,
feimnislegrar stefnu, sem hefur neglt
Alþýðuflokkinn svo rækilega upp að hlið
hins stóra hægriflokks Sjálfstæðismanna,
að alþýða manna fékk ekki lengur séð
mun á þeim. Það er fyrst og fremst upp-
gjör við hægristefnu alþýðuflokksfor-
ystunnar sem svarar spurningum um
„rétt” og „rangt” i sögu islenskra verk-
lýðsflokka.
—áb
Hagfræði með nýjum formerkjum:
Sitthvaö er
gæfa og
hagvöxtur
Schumacher og bók hans; hóf er best.
E.F. Schumacher heitir
breskur hagfræðingur sem
hef ur náó miklum vinsæld-
um fyrir hugmyndir sem
ganga mjög þvert á
ríkjandi viðhorf í þá veru,
að sívaxandi þjóðartekjur,
mikill hagvöxtur, sé höf uð-
mælikvarði á framfarir.
Schumacher segir aö þessi
kenning leiði til þess að hagvis-
indin séu tekin i þrælkun hjá
heimspeki græðgi og öfundar,
vegna þess að þau dýrki með
ógagnrýnum hætti takmarka-
lausan og endalausan hagvöxt.
Hann boðar i staðinn, að hagfræð-
ingar þurfi nýtt siðgæðismat til að
miða við. Þetta nýja siðgæði
tengirSchumacher við búddisma,
en liklegt má þykja að fleiri en
búddistar geri tilkall til þess.
Að takmarka þarfir
Schumacher segir sem svo i
inngangi að hinni vinsælu bók
sinni „Small is beauiful” (Smátt
er fagurt), að venjulegur nútima
hagfræðingur gangi út frá þvi
sem visu, að maður sem hefur
meira til neyslu sé sjálfkrafa
betur settur en sá sem er lægra
skráður á neysluskalann. En
„búddískur” hagfræðingur segir
Schumacher, mundi telja þetta
viðhorf fáránlegt. „Úr þvi að
neysla er aðeins leið til að tryggja
velferð manna, þá ætti mark-
miðið að vera það að ná sem
mestri velliðan með sem minnstri
neyslu”. Með öðrum orðum:
maðurinn getur betur fullnægt
þörfum sinum með þvi að skera
niður óskir sinar. Samkvæmt
þessu sjónarmiði er smátt ekki
aðeins fagurt heldur og ódýrara
og fullnægir betur mannlegum
þörfum.
Schumacher, sem er fæddur
þjóðverji og hefur um 20 ára skeið
starfað sem ráðgjafi breska kola-
ráðsins, er ekki andvigur vélum
eða stórfyrirtækjum sem slikum.
Hann vill beita sér fyrir jjeirri
tækni, sem fellur vel að þörfum
viðkomandi samfélags og felur i
sér aö tekið sé tillit til fegurðar og
heilbrigðis umhverfisins.
Tækni og aðstæður.
Schumacher hefur sjálfur reynt
að gera kenningar sinar að veru-
leika með þvi að stofna svonefnd-
an hóp til tæknimiðlunar (ITDC).
Stofnun þessi fæst við rannsóknir
gefur út timarit og hannar tæki og
mannvirki. A síðastliðnum ára-
tug hefur þetta fyrirtæki hjálpað
tugum þróunarlanda til að koma
á fót framleiðslu sem fellur að að-
stæðum þar sem nóg er vinnuafl
en litið um fé til fjárfestingar.
Fyrirtæki Schumachers býður
t.d. upp á tæki sem haft er til að
sveigja málma og kostar aðeins
sem svarar 4000 krónum. Þetta
tæki getur sveitafólk i Nigeriu
notað til að búa sjálft til nokkur
helstu jarðyrkjutæki sin, en ódýr-
ustu vélar til sömu hluta ganga
fyrir rafmagni og kosta um 250
þúsund krónur. Hópurinn hefur
einnig hannað verksmiðjur, sem
geta unnið úr litlu magni af not-
uðum pappir — en flestar vélar
sem smiðaðar eru til að endur-
vinna pappir eru miðaðar við 100
smálesta afköst á dag, en það er
mikiu meira magn en til feliur i
samfélögum þriðja heimsins.
Meöal annarra hugmynda hóps-
ins má nefna uxakerrur sem nota
gömul bildekk og griðarmikinn
vatnstank til að safna regnvatni,
sem kostar aðeins um 8000 krónur
að setja saman i þvi þurra landi
Botswana.
Sundrið fyrirtækjum!
Hugmyndir Schumachers eru
þegar farnar að hafa nokkur áhrif
á þá stefnu sem tekin er á sviði
þróunaraðstoðar. M.a. hefur
bandariska þingið veitti nokkurt
fé til styrktar uppbyggingu ýmis-
konar smáiðnaðar i þorpum
þriðja heimsins. Mönnum hefur
skilist, að það kann að vera tvi-
bent að senda mikla traktora
skyndilega inn i fálæk þorp þar
sem skófla hefur verið mest verk-
færi til þess tima. Meðal annars
hefur það i för með sér atvinnu-
leysi til sveita, sem hrekur fólk i
örbirgð ört vaxandi borga þriðja
heimsins.
Hitt er svo miklu vandasam-
ara, að hugmyndir Schumachers
nái áhrifum innan t.d. bandarisks
þjóðfélags. Enda þótt hugmyndir
af sama tagi og hans kunni að
vera á kreiki þegar veitt er all-
mikið fé til að vinna að gerð
ódýrra sólarhitunartækja, sem
eiga að hamla þó ekki nema i litlu
væri gegn hinni miklu orkueyðslu
landsins.
Schumacher telur sjálfur að
fjárfrek og flókin tækni eigi fullan
rétt á sér i þróuðum iðnrikjum. En
hann telur það mjög til skaða hve
risavaxin og þung i vöfum fyrir-
tækin eru orðin. Hann telur það
skynsamlegt að bandarisk risa-
fyrirtæki t.d. séu hlutuð sundur i
einingar, sem auðveldara er að
hafa yfirsýn yfir og stjórna. En i
þeim efnum kann „búddistinn”
að eiga við enn rammari reip að
draga en þegar hann reynir að út-
breiða ódýra tækni i þriðja heim-
inum.
(Byggt á Newswcek)
3§*Blómabúðin MÍRA
Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430
Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590
Blóm og gjafavörur i úrvali