Þjóðviljinn - 28.03.1976, Page 5

Þjóðviljinn - 28.03.1976, Page 5
Sunnudagur 28. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Svo bregð- ast kross- tré íGuyana í athyglisverðri kvikmynd sem sjónvarpið sýndi i vetur um starf- semi bandarisku leyniþjónust- unnar CIA kom allmikið við sögu litið land á norðurströnd Suður- Ameriku, Guyana. Land þetta var bresk nýlenda, ibúarnir af- komendur svertingja og indverja sem fluttir höfðu verið þangað sem þrælar eða ódýrt vinnuafl á plantekrum. Meðan landið enn hafði ekki hlotið fullt sjálfstæði, en bjó þegar við nokkra sjálfs- Forbes Burnham; kanar skildu Götumynd frá höfuðborginni Georgetown; alið var á ófriði milli þeldökkra og indverja. ekki að i raun var ég marx-leninsk- ur samvinnusósialisti! Skjólstæðingur CIA boðar nú sósíalisma! stjórn, fór þar með stjórn á árun- um 1961—1964 Framfaraflokkur alþýðu, PPP, undir forystu marx- istans dr. Cheddi Jagans, sem hafði hlotið meirihluta i kosning- um. Arið 1964 kom til mikilla ó- eirða og verkfalla i landinu, sem enduðu á þvi að stjórn Jagans var hrakin frá völdum og við tók Forbes Burnham, formaður flokks sem nefndist bjóðþings- flokkur (PNC). Skrýtinn valdaferill t ofangreindri sjónvarpsmynd var það rakið ýtarlega,-sem lengi hefur verið á vitorði allra sem með atburðum fylgdust, að verk- föllin og óeirðirnar (sem snerust fljótlega upp i kynþáttaóeirðir vegna þess að flokkur Burnhams byggði á stuðningi blökkumanna fyrst og fremst) hefðu verið skipulögð af erindrekum banda- risku leyniþjónustunnar CIA. CIA lék i þessu landi þann leik sem fyrr og siðar hefur verið iðkaður i Rómönsku Ameriku, að koma sér fyrir með aðstoð hægrisinnaöra bandariskra verklýðssamtaka innan vissra þýðingarmikilla stéttarsamtaka. Þessum itökum var siðan beint til að losna við stjórn sem hafði sett sér sósialisk stefnumið — rétt eins og samtök- um vörubilstjóra var siðar haldið uppi i löngu verkfalli i Chile i sama tilgangi. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Við lásum það nýlega i grein úr Washington Post, að Forbes Burnham, maðurinn sem breskir og bandariskir hagsmun- ir völdu til þess að „bjarga Guy- ana frá marxisma”, sé nú með hægðinni að koma á fót „marx- leninsku riki, hinu eina á megin- landi Suður-Ameriku” eins og blaðið segir. Kosningabrall Málið er nú varla svo einfalt, og vinstrisinnarnir i PPP, Fram- faraflokki alþýðu, eru sjálfsagt ekki reiðubúnir til að skrifa undir slikar fullyrðingar. En allavega er ljóst að nokkuð hefur gengið saman með PPP og Forbes Burn- ham — svo mikiö að farið er að tala um „gagnrýninn stuðning” af hálfu Jagans. Kort af Guyana; báxit, sykur, hrisgrjón og 800 þúsund íbúar. Chcddi Jagan Eitt dæmi skal nefnt i þessa veru: Siðast var kosið i Guyana árið 1973. Þjóðþingsflokkur Burn- hams fékk þá 37 þingsæti (hafði 30), PPP fékk 14 (hafði 19) og hægrisinnaður Frelsisflokkur fékk tvö þingsæti. Báðir minni flokkarnir lýstu þvi yfir, að Burn- ham hefði viðhaft meiriháttar kosningasvindl og neituðu að taka sæti á þingi. En nú er talið liklegt að flokksmenn Jagans brjóti odd af oflæti sinu og setjist á þing i mai, þegar haldið verður upp á tiu ára afmæli sjálfstæðis i land- inu. Kanar héldu ég væri góður.strákur Burnham heldur þvi fram nú, að hann hafi alltaf sósialisti verið. Upphaflega var hann samstarfs- maður Jagans og stofnaöi meö honum PPP. Hann klauf sig út úr honum árið 1955. Allar götur siö- an hafa átökin milli Þjóðþings- flokks hans og PPP snúist i reynd meira um sambúð kynþáttanna i landinu en mismunandi túlkun á sósialisma. Hinir þeldökku af- komendur afriskra þræla, sem nú hafa lagt undir sig að mestu stjórnkerfið, styðja Burnham, en Jagan hefur jafnan átt mestan stuðning hjá indverskum afkom- endum plantekruverkafólks. Breskir og bandariskir aðilar tóku svo höndum saman um að styðja Burnham ti) valda gegn réttkjörinni stjórn Jagans, vegna þess að þeir töldu Jagan alltof rauðan fyrir þennan hluta heims, þótti nógu illt, að Castro var þá kominn til valda á Kúbu. En nú segir utanrik isráðherra Burnhams, Frederick Wills i nýlegu viðtali að Bandarikin skildu ekki að þessi flokkur (Þjóðþingsflokkurinn), var i reynd marx-leninskur flokkur, sem ætlaði sér ekki að lúta fyrir- skipunum frá einum eða neinum. Bandarikjamenn héldu að komm- únistarnir væru á flótta og væru góðu strákarnir komnir til valda”. Og Burnham segir sjálfur: „Ef bandariska utanrikisráðuneytinu finnst nú að það hafi verið blekkt, þá hefur það blátt áfram misskil- ið mig... Þeim finnst þá að Guy- ana hafi ekki rétt til að reka sjálf- stæða pólitik.” Samvinnulýðveldið Arið 1970 lýsti Burnham þvi yf- ir, að Guyana væri „samvinnu- lýðveldi” og kom þá á fót fyrstu samvinnufélögunum, en þau eru nú alls 1.300, flest litil. Hann boð- aði og áætlanir sem hann kallaði „hjálpaðu þér sjálfur” og fólu i sér efnahagsaðstoð við atvinnu- uppbyggingu á hinum ýmsu stöð- um — og kæmi nokkur sjálfboða- vinna á móti frá þeim, sem áttu að njóta góðs af. Árin 1971 og 1972 þjóðnýtti stjórnin báxitnámurnar sem áður hefðu verið i eigu auðhringanna ALCOA og Reynolds. En báxit til álframleiðslu ris nú undir 80% af útflutningstekjum landsins; af- gangurinn er sykur og hrisgrjón. Herlið frá Kúbu? Engin virk andstaða frá hægri hefur mætt þjóðnýtingarstefnu Burnhams. En nýlega kom upp kyndugt mál sem hefur vakið i Guyana grunsemdir um að Bandarikin hefðu einhver ný á- form um að skapa a.m.k. „ó- kyrrð” i landinu. Stofnun ein sem nefnist „Amrisk stofnun um þró- un frjálsra verklýðsfélaga” (AIFLD) hefur dreift skýrslum sem eiga að sanna að þúsundir kúbanskra hermanna séu nú i landinu við að þjálfa her landsins og svo einhver slatti af kinversk- um hemaðarráðgjöfum. Nokkurt veður hefur verið gert út af þess- um fregnum i bandariskum blöð- um. Stjórnvöld i Guyana buðu þessvegna fréttamönnum (m.a. frá Washington Post) til að leita að hinu kúbanska liði — bæði með ferðalögum um landið, svo og við- tölum við erlenda stjórnarerind- reka og stuðningsmenn jafnt sem andstæðinga Burnhams. Það virðist ótviræð niðurstaða, að fréttir þessar um kúbulið og kin- verja i landinu séu falskar. Það er og á það minnt um leið, að AIFLD hafi þann orðstir að vera i mörg- um tilvikum útibú frá CIA. Það er þvi eðlilegt — og um leið spaugi- legt — að embættismenn Burn- hams, sem tók við völdum úr hendi CIA, skuli nú keppast við að lýsa fregnirnar um kúbuherliðið hluta af „alþjóðlegri herferð sem farin er i þvi skyni að stofna til ó- kyrrðar i iandinu”. Einokunaraðstaða Sagt er aö fregnir þessar hafi i reynd aðeins orðið til að styðja Burnham enn i sessi meðal hinna 800 þúsunda ibúa landsins. Hann hefur reyndar óspart neytt afls- munar til þessa til að styrkja flokk sinn i sessi. Hann hefur tök á helsta blaði landsins og tveim útvarpsstöðvum. En einna drýgst verður það honum til að draga úr mætti pólitiskra andstæðinga, að flokkur hans situr að öllum opin- berum störfum — en um fjórð- ungur vinnandi manna vinna með einhverjum hætti á vegum rikis- ins. Auk þess situr flokkurinn og stuðningsmenn hans að öllum innflutningsleyfum. Þessar staðreyndir og ýmislegt annað gera það að verkum, að ó- fáir vinstrisinnar efast mjög um einlægni hinna sósialisku yfirlýs- inga Burnhams. „Hann er ekki annað en tækifærissinni. Hann hefur sett sinn eigin litla yfir- ráðahóp i staðinn fyrir nýlendu- klikuna, það er allt og sumf', segir Janet Jagan. eiginkona dr. Cheddis, en hún er kommúnisti, bandariskrar ættar, sem talin er eiga mikinn þátt i þeim árangri sem flokkur manns hennar hefur náð við erfiðar aðstæður. Janet Jagan er nú ritstjóri helsta stjórnarandstöðublaðsins. The Mirror. Eignarréttur En hvaö sem gagnrýni vinstri- sinna liður, þá er Burnham nógu róttækur til að valda Bandarikj- unum áhyggjum. Hann lýsti þvi yfir i árslok 1974. að þáð væri stefna flokks hans og stjórnar að náttúruauðæfi landsins skvldu vera þjóðareign. Hinar miklu eig- ur Booker-McConnell sykur- hringsins verða þjóðnýttar’á af- mælisdegi sjálfstæðisins i mai. Erlenda banka á að þjóðnýta i á- föngum. Burnham segist gera mun á einkaeign og persónulegri eign i „samvinnusósialisma” sinum. Hann segir að tryggður verði réttur hverrar fjölskyldu til per- sónulegra eigna. til þeirra hluta sem hún þarfnast. En einkaeign sem hægt er að nota til að raka saman auði er ekki friðhelg. segir hann. Á hinn bóginn varar Burnham verklýðsfélögin við þvi, að til- veruréttur þeirra sé i hættu ef þau ekki hætti „andstöðupólitik” sinni. Hann segir að verklýðs- sambandið (sem i eru 60 þúsund meðlimir) eigi að „hafa sömu markmið og rikisfyrirtæki og samvinnufyrirtæki''. Hér er m.ö.o. rétt einu sinni að þvi vikið. hve mikils sjálfstæðis verklýðsfé- lög fái notið i samfélögum, sem telja sig vera að byggja sig upp i einhverskonar sósialisma. Um leið eru orð Burnhams við- vörun til sykurekruverkamann- anna indversku sem stvðja nú sem fyrr Cheddi Jagan og flokk hans. ( AB tók saman. Heimild Washington l’ost)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.