Þjóðviljinn - 28.03.1976, Side 8

Þjóðviljinn - 28.03.1976, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. mars 1976 Eins og aö llkum lætur spyrja sósíalistar sjálfa sig aö þvl, hvernig verklýöshreyfing geti stækkaö verksviö' sitt út fyrir heföbundin kjaramál. baö er ekki nema von: hin „ópólitiska” ein- | hliða kjarahyggja, sem hægri sinnar ýmiskonar vilja halda aö hreyfingunni, sýnist hvergi enda nema í sjálfheldu. Hun leiðir til þess aö verklýöshreyfing gengur inn I sundurvirka samkeppni um þau gæði sem mæld veröa I peningum. Jafnréttishug- myndirnar gufa upp: viö höfum skýrslur um það, að á sl. 25 árum hafi tekjumunur alls ekki minnkað i þróuöum vestrænum iönrikjum — nema i Svíþjóö. Viö þessi vonbrigöi úr næsta um- hverfi bætast siðan litt upp- örfandi tiðindi af þvi hve ómyndug verklýössamtök eru um lustanveröa álfuna. Leiðindi og þroski Bæöi i vestri og austri okkar álfu hafa efnaleg kjör almennings batnaö á sl. aldarfjóröungi — mishratt þó, og allmargir hafa veriö eftir skildir. En þessi aukna velmegun hefur blátt áfram ekki verið fullnægjandi. Menn spyrja ekki aöeins um neyslustig, um franka, pund, zloty, menn spyrja um liöan fólks á vinnustaö, sjálfs- traust þess, aöild að ákvöröunum. Æ fleira fólki hefur skilist aö vandamál og vanliöan, sem tengd V Maöurinn á vinnustað eru vinnustaö, veröa ekki leyst meö þvi aö visa mönnum á fri- stundir. Sá sem bölvar næsta vinnudegi tekur lifsleiðann meö sér hvert sem hann fer. Nýleg rannsókn á frístundum sænskra verkamanna sýnir, að þeim mun meir sem þeim leiöist starf sitt, þvi minna nota þeir fristundir sinar. Ahugavert starf þroskar menn, en einhliða starf dregur menn niöur. Og þess vegna heyrum viö alltaf ööru hvoru vangaveltur um lýöræöi aö neðan, um lifrænt skipulag starfsins, um atvinnu- lýöræöi, bæöi fræöilegar vanga- veltur og tilvitnanir I reynslu manna hér og þar. Allt þetta eru hlutir sem aldreieru of oft á dag- skrá i blaöi sem vill kenna sig viö sósialisma. Þaö væri e.t.v. ekki úr vegi aö rifja upp ýmislegt af þvi, sem boriö hefúr á góma, rétt til aö minna á fjölbreytni tilraunanna. m.a. að „startstaöa” þeirra var misjöfn og svo starfsskilyröi, ábatalikur osfrv.) Aðundanförnu hefur veriö reynt aö spoma viö þessu meö þvi aö fá sjálfstjórnar- fyrirtækin til að leggja meira i sameiginlega sjóöi.sem tryggi þá bæöi hærri lágmarkslaun og sér- staka aöstoö viö vanþróuð svæði landsins. Þetta er framvinda sem mjög er vert aö hafa hugann vib. í framhaldi af þessu skal minnt Evrópu t.d.) til nokkurs aftur- kipps — fyrri starfshættir skóla og stöðuhyggja (status sekking) sóttu aftur á. Fyrirtæki tekin En þar meðskyldi enginn gera lltið Ur þessari uppreisn æsku- fólks.Viöhanamá m.a. tengja þá staðreynd, aö upp frá þessu mátt- Sameign sunnudags pÍGÖDQ Um tima vom margir vinstri- sinnar mjög áhugasamir um hina israelsku tilraun kibbútsin , en það er sameignarbú ekki aðeins um framleiöslu heldur og um margt I daglegu lifi — Matseld, barnauppeldi, fristundir ofl. En mörgum hefur þótt sem kibbuts- hugmyndin geröi of sterkar kröfurtil meölima um aö þeir séu allt öðruvisi en „gengur og ger- ist”, þaö reyni blátt áfram of mikiö á samheldni þeirra og jafn- an þroska (I kibbúts eru peninga- greiöslur til einstaklinga t.d. mjög af skornum skammti) Engu að siður er reynsla afkibbútsum sem lengi hafa starfaö afar verö- mæt þeim sem bryddu upp á nýj- um sambýlisháttum fólks Sjálfsstjórn Eftir að sósialistar hættu i auknum mæli aö láta sér nægja einar saman tölur um framleiöni og hagvöxt frá sósiallskum rikj- um, beindist áhugi margra meira aö hinni sérstæöu viðleitni júgóslava meö verkamannaráð og sjálfstjórn fyrirtækja. Það er ljóst aö sú þróun hefur veriö erfiö: einmitt sjálfstæöi hinna júgöslavnesku fyrirtækja leiddi til mjög mismunandi lifskjara eftir verksmiöjum (vegna þess á þaö, aö sósialistar hafa mjög vánrækt aö kynna sér þá reynslu sem fengist hefur á svonefndum „rauöum beltum” I Frakklandi og á ttaliu. Þar er átt við borgir og héruö sem kommúnistar hafa stjórnaö um árabil, einir eöa með sósialistum. Viö höfum af þvf al- jmennar fréttir, að þessi stjórn- sýsla hafi á sér go'tt orö, en vitum litiö um éinstök atriöi — eins og t.d. þaöhvort hún veldur ein- hverjum umtalsveröum breytingum á vinnustööum, i fyrirtækjum bæjarfélaga og I öðrum. Uppreisn æskufólks Viö fengum áriö 1968 sem ein- kenndist af uppreisn æskufólks, og hún heimtaði einmitt eitthvað allt annað en heföbundna kjara- hyggju. I skólunum braust þessi krafa fram i þvi, aö námsmenn fengju stóraukin áhrif á bæði námsefni og kennsluhætti. Marg- ir urðu til þess að skjóta yfir markið, bæði I einlægu kappi og svo vegna þess lýjandi þrefs sem einkennir kreddufasta smáhópa meöal námsfólks. Þetta ofurkapp leiddi viöa (i mörgum háskólum um við úr ýmsum löndum heyra fregnir af þvi, að verkafólk hefði tekið fyrirtæki, starfsvettvang sinn á sitt vald — eins og stúdentar höfðu „sest inn” I há- skóladeildirnar. Þarna var ekki um beina kjarabaráttu aö ræöa heldur það sem kalla mætti atvinnulýðræði út úr neyð. Hér i blaðinu voru á sinum tima rak in dæmi t.d. af glerverksmiðju i vestur-þýskum bæ og úraverk- smiðjunni LIP i Frakklandi. I þessum tilvikum höfðu eigendur fyrirtækjanna gefíst upp á rekstri og ætluðu að leggja þau niður, en .verkafólkiö tók sig þá saman um aö reka þau áfram — bæöi til að tr.yggja sér vinnu áfram og svo til þess aö skapa manneskjulegra andrúmsloft á vinnustað: einn fyrir alla og allir fyrir einn. Andóf auðvalds Þaö er ljóst, að auðvaldið og aörir þeir aöilar sem ekki treysta sér ti! aö hafa annan mælikvarða á fyrirtæki en hagvöxtinn einan, hafa reynt aö spilla eftir mætti fyrir viöleitni sem þeirri er nú var nefnd. Ekki alls fyrir löngu settu eig- endur annarra franskra úraverk- smiöja tlmabundiö verkbann á eigin fyrirtæki til að mótmælaþv! aö LIP fengi lánafyrirgreiðslu til að halda áfram á þeirri braut sem verkafólk hafði markað. Og fjár- magnseigendur beittu þvingun- um til að koma úr forstjórastarfi hjá LIP sósialistanum Neusch- wander, sem haföi fullan hug á að fylgja eftir þeirri lýðræðis þróun sem byrjuð var i fyrirtækinu. 1 Bretlandi gerði Ihaldið harða hrið aö Anthony Wedgwood Benn, vinstrisinnuðum iönaöarráðherra Verkamannaflokksins, sem veitti fjárhagslegan stuðning verka- mannakommúnum sem höföu fullan hug á að reka fyrirtæki sjálfir, sem kapltalistar höföu gefist upp á. Meö tilstilli hægri- arms Verkamannaflokksins tókst svo aö tefla Wedgwood Benn i annaö embætti þar sem hann þótti ekki eins hættulegur lögmál- um „frjálsrar samkeppni”. Meðákvörðunar- réttur Margskonar viöleitni, margs- konar erfiðleikar. Hin sósialdemókratiska Sviþjóð varö einna fyrst til að fitja upp á „meðákvörðunarrétti” fulltrúa verkafólks istjórnum fyrirtækja. Margir úr hinum róttækari armi verkalýðshreyfingarinnar töldu að hér væri um hættulega þróun að ræða. Fulltrúar verkafólks yröu aldrei annað en vanmáttugir gislar I stjórnum fyrirtækjanna, samábyrgir án þess að ráöa neinu sem máli skipti og heföu þar meö truflandi áhrif á stéttarvitund verkafólks. Þessir fyrirvarar eru sjálfsagt enn á dagskrá. En full- trúar sænska alþýðusambandsins halda þvi hinsvegar fram, aö þessi tilraun hafi aö þvi leyti gefiö jákvæöan árangur, aö fulltrúar verkafólks hafi lært á rekstur og stjómsýslu, og séu nú betur undir þaö búnir að halda áfram á þess- ari braut með auknum áhrifum verkafólks á alla þætti lifs á vinnustað. 1 nýlegri sænskri grein er þess getið, að I fyrirtæki þar sem starfa 3.900 menn hafi 750 tekið þátt I athugun á starfsum- hverfi, 600 fjallað um tillögur um ákvaröanarétt veikafólks i fyrir- tækinu og 300 um hugmyndir sósialdemókrata um að verka- lýöshreyfingin „kaupi upp” að hálfu ýmis stórfyrirtæki. Þetta hafi verið óhugsandi fyrir nokkr- um árum. Sjá Ifstra ustið Þarna er komið að merkum hlut: það er ekki einfalt mál að fá verkafólk til aö nota þau réttindi sem þaðhefur, a.m.k. formlega. I sömu grein var vitnað i formann járniðnaðarmanna I Gautaborg, Inge Carlsson sem segir sem svo: „Nú eru geröar kröfur til hins óbreytta liösmanns verkalýös- félags sem hann gat ekki gert sér i hugarlund áður. Áður spuröi enginn um álit hans. Má vera hann sé nú fimmtugur eða sextugur og hann hefur langa reynslu af ýmiskonar misrétti, en tók aldrei til máls. Og nú er hann allt f einu spuröur álits. Þaö er lýöræðislegt að greiða atkvæði, en atkvæðagreið- sla er ekki lýðræðið sjálft. Ef aö lýðræðiö á að hafa raunverulegt inntak þá verða þeir menn sem spurðir eru álits að vita, um hvað er aö ræöa. Flestir okkar hafa litla skólagöngu að baki, og það kemur fljótt i ljós. Hvaöa við- miöun hefur t.d. plötusmiður, þegar hann er beðinn um að taka afstöðu til skynsamlegrar stæröar og umsvifa skipaiönaöar, nýrrar fjárfestingar osfrv.?” Svar Carlssons er fræösla og meiri fræösla, efling sjálfstrausts og yfirsýnar. Ellegar nokkuð á leið Þessi samantekt er ekki til annars ætluö en að minna á margbreytilega viðleitni til að svara einni helstu spurningu nú- timans. Og á það, að þaö veröur aldrei auðvelt að koma á þvi at- vinnulýðræði sem ris undir nafni. Það er mikil nauðsyn aö sósial- istar fylgist sem best og án for- dóma með þvi sem gerist: hvort það eru júgóslavneskir kommún- istar, israelskir kommúnumenn, óþolinmóðir stúdentar, ung- verskir umbótahyggjumenn, italskir kommúnistar, franskir úrsmiðir, breskir reiðhjóla- smiðir, sænskir kratar sem sýna I verki vilja til að staðna ekki i þvi ástandi sem er á hverjum stað. 011 viðleitni verður fyrir skakka- föllum — en þaö sem máli skiptir er, að fyrir hvert eitt skref sem stigið er aftur á bak séu tvö stigin áfram, á næsta ári eöa næsta staö. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.