Þjóðviljinn - 28.03.1976, Side 11
Sunnudagur 28. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
SVERRIR HÓLMARSSON SKRIFAR
LEIKHÚSPISTIL
Valgeröur Pan, Steindór Hjörleifsson, Margrét Guðmundsdóttir, Helgi Skúlason, Jón
Hjartarson og Pétur Einarsson.
Fjörefni blekkingarinnar
Leikfélag Reykjavikur sýnir
VILLIÖNDINA
eftir Henrik Ibsen
Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson
Leikmynd: Jón Þórisson
Þýðing: Halldór Laxness
Villiöndin er timamótaverk i
þróun Ibsens, stendur mitt á milli
hinna þjóðfélagslegu verka hans
og seinni leikritanna, sem eru
innhverf og táknþrungin. Verkið
stendur að visu að mestu leyti
föstum fótum i veruleikanum og
má jafnvel greina i þvi
þjóðfélagslega þætti, en megin-
áherslan er lögð á sálarlif ein-
staklinganna og þar er ofinn i
mjög sterkur skáldlegur þáttur,
sem einkum birtist i megintákni
verksins, öndinni villtu.
A sama hátt og Vilhöndin er
samofin af veruleik og skáldskap
er verkið einnig margslungin
blanda harmleiks og gamansemi.
Hinn gamansami tónn er að visu
mjög rikjandi en engu að siður
má hinn harmræni þáttur ekki
hverfa i skuggann. Þessi marg-
háttaða samsetning verksins
gerir það að túlkunarmöguleikar
verða fjölbreytilegir — það er
hægt að leggja megináherslu á
einhvern einn þessara þátta, eða
þá reyna að ná einhvers konar
jafnvægi milli þeirra. Þorsteinn
Gunnarsson hefur tekið þann kost
að leggja aðaláherslu á sálfræði-
legan veruleika verksins, þræða
nokkuö eindregna raunsæisleið i
túlkun sinni. Þessari túlkunar-
aðferð hefur honum tekist að
Rætt um
abstrakt-
myndir
Finns á
Listasafni
A mánudagskvöld (annað
kvöld) kl. 20.30 verður haldinn
fyrirlesl,ur i Listasafni Islands.
Júliana Gottskálksdóttir talar um
abstraktmyndir þær sem Finnur
Jónsson málaði á árunum
1922—25.
Hér er um að ræða nýjung i
starfsemi safnsins, sem hefur
þann metnað að geta efnt til fyrir-
lestrahalds svo sem einu sinni i
mánuði. Fyrirlestrarnir eru öll-
um opnir.
Margrét Guðmundsdóttir og
Steindór lljörlcifsson.
framfylgja þannig að sýningin
hefur fasta stefnu og heildarsvip.
Þetta er út af fyrir sig mjög
ánægjulegt, en hitt er svo annað
mál að ég erekki viss um að þessi
aðferð gefist vel. Hún leiðir fram
skýrar persónur studdar ljósum
sálfræðilegum rökum, en það sem
tapast er hin skáldlega reisn
verksins. Árangurinn verður
fyrir minn smekk of flatur, til-
þrifalitill og hversdagslegur.
Mér er raunar varla unnt að
dæma eftir þessari sýningu hvort
aðferðin fellur mér i geð, þar eð
tvær af aðalpersónunum verkuðu
aldrei nægilega sannfærandi á
mig og þannig myndaðist innri
veikleiki i sýningunni sem dró
mjög úr áhrifum hennar. Steindór
Hjörleifsson tekur skynsamlega á
hlutverki Hjálmars Ekdal og
leggur sig allan fram, en að minu
viti fellur hann engan veginn að
þessu hlutverki. Hjálmar á þægi-
lega hóglifisævi, hann hefur yfir-
borðstöfra til að bera, hann er
lifsglaður og sæll. Allt þetta þarf
leikarinn að sýna til þess að hlut-
verk Hjálmars komist til skila, og
Steindór hefur einfaldlega ekki þá
likamsburði sem til þarf. '
Hlutverk Heiðveigar er ákaf-
lega vandmeðfarið, það er
erfiðara en svo að óharðnaður
unglingur geti valdið þvi, en hins
vegar oftast heldur vandræðalegt
að sjá fulltiða leikkonu reyna að
yngja sig um helming. Valgerður
Dan gerir sitt besta til að sann-
færa okkur, reynir kannski
stundum einum of mikið, en
endanlega fannst mér likami
hennar bera hana ofurliði i þeirri
raun. Hér er auðvitað um
smekksatriði að ræða, en mér
þótti þessi Heiðveig einfaldlega of
stór og klunnaleg.
Það liggur i hlutarins eðli að
takist leikurunum i þessum
tveimurhlutverkumekki að ná til
manns, þá er um leið dottinn
botninn úr harmleiknum, sem
skapast fyrst og fremst kringum
þau Hjálmar og Heiðveigu .
Enda fór svo að hin ógnþrungnu
endalok leiksins létu mig nær
ósnortinn.
Það sem hins vegar kemst
mjög vel til skila i þessari
sýningu er hin sálfræðilega fram-
vinda verksins og vitsmunaleg
bygging þess. Átökin milli hins
afvegaleidda sannleikspostula,
Gregers Werle, og hins kýniska
mannþekkjara, Rellings læknis,
eru skýrasti þráður verksins i
þessari sýningu, enda traustast
túlkuð. Pétur Einarsson dregur
skýrt fram hina sjúklegu þætti í
sálarlifi Gregers og gerir
fullkomlega skýrt hvernig sjálfs-
fyrirlitning hans rekur hann út i
blinda leit að fullkomnun i fari
annarra. Helgi Skúlason flytur
hlutverk Rellings af festu án þess
þó að breiða yfir veikleika og
uppgjöf læknisins.
Af öðrum leikurum er fyrst og
fremst vert að geta Jóns Sigur-
björnssonar, sem gefur sann-
færandi mynd af gamla Werle,
hinum harðlynda upphafsmanni
ógæfunnar. Margrét ólafsdóttir
og Sigrraur Hagalin eru traustar
og réttar i hlutverkum kvennanna
tveggja, sem einar virðast færar
um að skapa einhverja kjölfestu
og hamingju i lifi karlmannanna i
þessu verki.
Þó að ég geti ekki að öllu leyti
fellt mig við þessa sýningu er hún
unnin af vandvirkni og skilningi.
Eitt atriöi á óblandað lof skilið:
það er langt siðan ég hef heyrt
eins vandaða framsögn á sviði.
Svcrrir Hólmarsson