Þjóðviljinn - 28.03.1976, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 28.03.1976, Qupperneq 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. mars 1976 Atvinnu- konur í hnefaleik Bandarikjastjórn kvað taka jafnréttisbylgjuna svo alvarlega að hún neitar öiium þeim iþrótta- félögum um ríkisstyrk sem ekki koma upp aðstöðu fyrir konur til jafns þeirri aðstöðu scm karlar njóta innan þeirra, og er þá sama hvaða íþróttagrein um er að ræða. Þannig hefur það gerst að huefaleikar kvenna eru að forminu til orðið viðurkennt at- hæfi i Bandaríkjunum. Á siðastliðnu ári fékk fyrsta konan atvinnumannsréttindi i hnefaleikum vestur i Banda- rikjunum, Caroline Svendson, 34ra ára amma, sennilega af sænsku kyni fram i ætt. Skömmu siðar fékk Nadine Gamboa sams konar réttindi, en hún er hálf- fertug og 3ja barna móðir, indiáni ihúð oghár.fædd i Chippewa-ætt- bálknum. Þessar konur áttu keppni með sér i vetur i smábæ i fylkinu Oregon, dg var það i fyrsta sinn sem atvinnukonur þessarar iþróttar reyndu með sér frammi fyrir áhorfendum sem greiddu aðgangseyri. t annarri lotu keppninnar tók að siga á ógæfuhlið fyrir indiána- konunhi, og þeirri ljóshærðu tókst að koma á hana rothöggi á bringuna á 102. minútu. Nadine leið út af og Caroline hörfaði inn i hom á hringnum. Þegar Nadine komst á fætur aftur hrópaði hún upp yfir sig af hrifningu: „Hingað til hefur enginn lamið mig eins fast og Sweet Caroline”. Nadine og Caroline ganga til leiks, lægri en ljóskan. „Sæta Karólina” er sögð hafa fundið leiðina til hnefaleikanna þannig að hún hafði þurft að berjast gegnum lifið með hnef- unum. 13 ára varð hún ólétt og „þurfti” að giftast, tveir eigin- menn hlupust á brott frá henni, hún vann fyrir sér við byggingar- vinnu i bandariska vestrinu. Það stælti vöðvana og breikkaði bakið, og öðru hvoru gaf hún mönnum á hann sem komu of ná- lægt henni eða stóðu vel til höggs- ins. Úr nauðvörn varð nautn, úr indiánakonan er 20 sentimetrum nautn varð iþrótt. Þó ekki fyrr en hún tók saman við þjálfara i hnefaleikum. Ollum stundum var hún með honum og danglaði i gúmmisekki og raunar allt sem fyrir varð. „Hún sækist eftir blóði, hún á heima i hringnum”, sagði unnustinn. Svipaða sögu á frú Gamboa, indiáni á undir högg að sækja i Bandarikjunum. Hún kynntist fljótlega reglunni: annaðhvort slæ ég eða ég er slegin. Þeiin til huggunar sem hafa áhyggjur af viðkvæmum lif- færum kvenna i þessum miskunnarlausa leik skal sagt frá verjum kvenboxara: Þær eru spenntar nokkurskonar skirlifis- belti um mjaðmir og hafa plast- skálar á bringu. Það skal tekið fram að á þessa frásögn af sönnum viðburðum ber ekki að lita sem neinskonar áróður fyrir þvi að hnefaleikar verði leyfðir aftur á Islandi, hvorki meðal karla né kvenna. Súslof er reiður vestrænum kommún- istum Það hefur vakið athygli, að einn hclsti hugm yndaf ræðingu r sovéska kommúnistaflokksins, Súslof, hefur i ræðu ráðist aII harkalega og litt dulbúið á „þjóð- ernishyggju” og „tækifæris- stefnu” vesturevrópskra kommúnista. Á ný afstöðnu flokksþingi var ljóst, að leitast var við að halda i lágmarki þeim skoðanamun sem er á stefnu sovéska kommúnista- flokksins og t.d. stefnu þess italska og þess franska. Til dæmis sagði Súslof um „al- þjóðahyggju öreiganna” sem franski flokkurinn hefur tekið af dagskrá hjá sér: „Alþjóðahyggja öreiganna er verðmætasta eign alþjóðlegrar kommúnista- hreyfingar...Það er einmitt þess vegna að andstæðingar kommúnismans „vinstri” og „hægri” endurskoðunarmenn, maóistar og þjóðernissinnar af ýmsum litarhætti hafa valið al- þjóðahyggjuna sem höfuðskot- mark sitt” (1 munni Súslofs táknar alþjóðahyggja fyrst og fremst samstöðu með sovét- rikjunum) Orðið „hægriendurskoðunar- sinnar” á við um vesturevrópska kommúnista almennt. En notkun orðanna „þjóðernissinnar i ýmsum litum” á beinlinis við um franska kommúnistaflokkinn þar eð fulltrúi hans á flokksþinginu f Moskvu, Plisonnier, lýsti yfir trú flokks sins á „sósíalisma i frönskum litum”. Súslof hvatti i ræðu sinni, sem flutt var i Visindaakademiunni, sovéska áróðursmenn til að snúast öndvert gegn þessum straumum „áður en þessir hug- myndafræðingar andkommúnista og tækifærisstefnu skapa ný vandamál”. Ekki er vitað hvort ræða Súslofs er upphaf meiri tiðinda, en hún minnir á sumt sem hann lét sér um munn fara þegar deilurnar við kinverja voru á frumstigi. En hvort sem Suslof likar betur eða verr þá er liklegt að árásir og bannsöngur frá Moskvu geri ekki annað en styrkja þá flokka sem fyrir sliku verða: slikar árásir styrkja trú almennings i viðkomandi löndum á það að vestrænum kommúnistaflokkum sé i raun alvara að fara eigin leiðir. J j»ott» hoíum víí 90t búí& tí| ÚV 3<>idh>limi Ký ndtfSs,ooj heií- mdtyft fyi-íi- Pðbt,9 °3 h^SAinuir MeRR/sa híwiíi þESSÍ FUNlDUR Efc HftLDÍMN, VE&NA /TÐnaða* KKtPPi;. VOKAAR \j ■w . , »______!3---------—4-----u y,í ðhs«cfvj/n ekKi' mei>3 i- !■ ..•£ '■-■■ - en v,;d seaiT] vébp j | —1 UUi y í nBnf fi Víé getum kats i ojeH: Citt: bbiö ■Lil hlu-ti’ , Ph plas-u'.Pg jsáó 9ítum vid bavs Jheðf(eiK véium. _ Eo 3f þvi’ vi^ 6Kki graGðurn hóTum, P70 e K Ki Vío á jpyi- J»vi viS veríuyrw^ sjá um ád sumii' vevKamenn miSsi Sivi’hnunw; X geturrj, Vi^ KJPpioy J»v'f senp fa vevda litlp fe g n/h J ■ f egni v yfir aS h.jlJa v/nrv f~ Sifmi, Jpott Kaup, Fai þeiHitfS. J tó| rwa wjfý et-u ptvinn /'ái/s/'i' 'bfi'r, r fa þdrd /ðgt /saup vet-fd fá/P tU dð k?upd ,/öhi/t- oKKdh.Of msbQip bó3m Pl/S]\ íseífY fwvKWAvmga ,VV .1' )'%

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.