Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Fimmtudagur 8. aprii 1976 — 41. árg. — 79. tbl. Teng Hsíaó Ping beið ósigur í Kína. Sviptur öllum embættum. Húa Feng tekur við Sjá frétt á síðu 6 B AND ARÍK J AM ARK AÐURINN: • Erfiðleikar íslendinga stafa ekki af verðlagi í USA \ BLOKKIN í > 70 SENTUM FLÖKIN í 110 SENTUM Aldrei hærra fiskverð segir Þorsteinn Gíslason forstjóri Coldvater I tvö ár hefur okkur ís- lendingum verið talin trú um að verðhrun á fisk- mörkuðum okkar erlendis sé orsök allrar okkar ó- gæfu á fjármálasviðinu. Lækkandi lífskjör almenn- ings séu þessu að kenna, tómir gjaldeyrissjóðir séu þessu að kenna o.s.frv. Það hrukku þvi eflaust margir við þegar þeir lásu frétt þess efnis ieinu dagblaðanna i fyrradag, að sölufy rirtæki Söluiniðstöðvar hraðfrystihúsanna i Bandarikj- unum, Coldwater, væri nú að hefja byggingu nýrrar fiskvcrk- smiðju þar, fyrirtækið sýndist ckki illa stætt þrátt fyrir lágt fiskvcrð, scm okkur hefur verið sagt að væri á mörkuðum þar vestra. — Fiskverð á Bandarikjamark- aði er alls ekki lágt, það hefur raunar aldrei verið hærra en nú, sagði Þorsteinn Gislason forstjóri Coldwater, er við ræddum við hann i gær og spurðum hann m.a. hvernig Coldwater gæti ráðist i byggingu svona stórrar verk- smiðju, þar sem fiskverð væri svona lágt eins og sagt hefur ver- ið. — Þeir sem hafa sagt að erfið- leikar islendinga stöfuðu af lágu fiskverði i Bandarikjunum hafa sagt ósatt, sagði Þorsteinn. Hann sagði að verð á þorsk- blokk væri nú, eins og raunar áð- ur hefur komið fram, 70 sent fyrir pundið en verð á þorskflökum væri hinsvegar l,10dollari pundið og hjáSHfengum við þær upplýs- ingar, að 30% af útflutningi SH til Bandarikjanna væri fiskblokk en 70% væri flök. Og þess má geta að verðið á þorskflökum var fyrir Framhald á bls. 14. Skreiðarframleiðendur komnir i gullnámu Verð á skreið til Nigeríu hækkar ört Nemur mörg hundruð miljónum króna á ári Ljóst er að sú mikla verðhækk- un, sem orðið hefur á skreið á Nigcriumarkaði kemur til mcð að færa skreiðarfrainleiðendum og þar með þjóðarbúinu, skulum við ætla, mörg hundruð miljónir króna á þcssu ári. t fyrra voru flutt út um 1500 tonn af skreið frá tslandi og nam verðið þá um 500 kr. fyrir livcrt kiló. Nú fæst hins- vegar 050 til 700 kr. fyrir hvert kiló og ef jafn mikið magn myndi verða flutt út i ár, næmi bara þessi hækkun scm orðið hefur á skreiðinni, 250 miljónum króna. En það er ljóst að miklu meira verður flutt út af skreið i ár en i fyrra — enda hengja allir upp sem geta nú, sagði Bragi Eiriks- son hjá Samlagi skreiðarfram- leiðenda, en hann vildi þó ekki giska á hve mikil skreiðarfram- leiðslan yrði i ár — enda varla hægt þar sem vertið stendur sem hæst, sagði hann. Fróðir menn telja ekki óliklegt að skreiðarframleiöslan i ár verði á milii 3 og 4 þúsund tonn og þá sjá menn hver hagnaðurinn verð- ur, miðað við það verð sem nú er greitt fyrir skreiðina i Nigeriu, en þess ber að geta, að verðið þar hefur hækkað með hverri send- ingu undanfarið og allt eins getur verið að það eigi eftir að hækka enn meira en þegar er orðið. Það er þvi ljóst að verð á skreið nú er hærra en það hefur nokkru sinni verið fyrr og hagnaður skreiðarframleiðenda þvi ævin- týralegur á þessu ári ef fer sem horfir. —S.dór Aðalheiður Piego Hjálmars- dóttir úr Fossvogsskóla varð hlutskörpust i myndasam- keppni !) ára barna um börn og umferð og hlaut veglegt reiðhjól að launum fyrir þennan ágæta skúlptúr sem hún stendur hér við. Sjá baksíðu Afli er að glæðast hjá horn (i rðingiini Að sögn kaupfélagsstjórans á Höfn i Hornafirði er afli llorna- fjarðarbáta heidurað glæðast. Til að mynda var afli netabátanna i fyrradag 10—38 lestir cftir að net höfðu legið i sjó i einn til tvo sól- arhringa. Kaupfélagið þar eystra er að býggja nýtt frystihús, og er bygg- ing þess að komast á lokastig. Fjármagnsskortur hefur tafið bygginguna nokkuð. Notkun hússins er þó á næsta leyti. Að verulegum hluta verður það væntanlega tekið i notkun i haust. Til dæmis er að verða tilbúin til notkunar hreinlætisaðstaða fyrir starfsfólk og frystiklefi var tekinn i notkun árið 1972 og er þar hægt að frysta allt að 1000 tonn. Vinnslusalur fyrir sild og loðnu var tekinn i notkun i fyrra en hinn almenni salur til fiskifrystingar hefurenn ekki verið tekinn i notk- un. Nú er verið að vinna að þvi að koma upp frystisalnum og þeim búnaði sem þar á að vera. —úþ Kissinger Einar Yanga- veltur úti í heimi? Ég hef ekki hugmynd um þctta mál, sagði Einar Agústsson utan- rikisráðherra þegar Þjóöviljinn spurði liann i gær um fréttir þær sem birst liafa um að Kissinger utanrikisráðherra bandarikja- nianna hvgðist hlanda sér i land- helgisdeiluna. Þjóðviljinn ræddi við Einar Agústsson um þetta mál i gær og hann kvaöst ekkert vita um það. Engin beiðni hefur verið send frá okkur, sagði hann. Eru þetta ekki bara einhverjar vangaveltur úti i hcimi? Líst illa á að fá bretana — Mér list illa á að fá bret- ana hingaö og þaö hlýtur ólijá- kvæmilega að hafa slæm áhrif á alla útgerð héðan, sagði Jón PáU llalldórsson. fram- kvæmdastjóri Norðurtangans á Isafirði er biaðið hafði sam- band viö hann i f — Annars eru .ir sjómenn ekki ókunnir bretum. sagði Jón ennfremur, — þvi þeir hafa undanfarin ár stund- að veiðar hér i 10—11 mánuði á ári. Meðalafli vestfirskra báta var þetta árið 7.33 lestir. en i fyrra var meðalaflinn þrjá fyrstu mánuðina 7 lestir. svo heldur hefur gengið betur hjá þeim i ár en i fvrra. Afli linubáta fyrstu 3 mán- uðina var nú 2.900 lestir á móti á að giska 2.000 lestum i fyrra. Afli togaranna er mjög svip- aður nú og hann var i fvrra. Linubátarnir fóru i marsmán- uði i ár yfirleitt 24 róðra á móti 17—18 róðrum i fyrra. Heildarafli vestfirðinga þrjá fvrstu mánuði ársins nú hefur orðið 18.555 lestirá móti 17.955 lestum i fyrra. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.