Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐV ILJINN Fimmtudagur 8. april 1976. Útvarpsleikritið í kvöld hlœr” „Júpíter eftir A.J. Cronin I kvöld kl. 20.10 verður flutt leikritið „Júpiter hlær" eftir A.J.Cronin, í þýðingu Ævars R. Kvaran. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir, en leik- arar frá Hveragerði og Selfossi standa að flutningi verksins. Með helstu hlut- verk fara: Valgarð Run- ólfsson, Guðjón H. Björns- son, Sigríður Karlsdóttir, Þóra Grétarsdóttir, Sigur- geir Hilmar Friðþjófsson og Aðalbjörg M. Jóhanns- dóttir. „Júpiter hlær” fjallar um lækna og starfslið á hjúkrunar- hælinu Hopewell Towers. A slik- um stofnunum skapast óhjá- kvæmilega sérstætt andrúmsloft, sem Cronin lýsir af kunnáttu og skilningi. Innri spenna leiksins nær hámarki með óhugnanlegum atburði, sem breytir ýmsum við- horfum. Átök gamla og nýja tim- ans eru einnig fléttuð inn i at- burðarásina. Archibald Joseph Cronin fædd- ist i Cardross i Skotlandi árið 1896. Hann var af fátæku fólki kominn, en lauk þó prófi i læknis- fræði i Glasgow 1925. Hann var m.a. læknir á taugahæli og i námuhéraði i Wales. Siðar tisku- læknir i London. En eftir að „Höll hattarans” gerði hann heims- frægan 1931, sneri hann sér að rit- störfum fyrir alvöru. Aðrar þekktar sögur hans hér eru „Borgarvirki” og „Lyklar himnarikis”. Allar hafa þessar sögur verið kvikmyndaðar. Eftir Cronin hafa áður verið flutt i útvarpi „Júpiter hlær” 1945 og 1955 og „Höll hattarans” sem framhaldsleikrit 1963. ,Ekki nema’ 1/3 engilsaxneskur af sjónvarpsdagskrá vikunnar bað vekur nokkra athygli hve litið af sjónvarpsefni þessarar viku er komið frá hinum engil- saxneska heimi. bað er kannski ekki rétt að nota orðið litið eitt sér, heldur fremur Iitið sé borið saman við það sem algengast hefur verið til þessa. Ekki er hægt að ráða af þessari einu viku hvort um stefnubreytingu er að ræða hjá sjónvarpsmönn- um, en óneitanlega væri gleði- legt ef svo væri. Til marks um þessa vitneskju er rétt að nefna tölur. Ekki er annað ameriskt efni á dag- skránni en tvær biómyndir (að visu báðar myndir vikunnar, en hvað um það). Samtals eru þær 3 klst. á lengd. Breskt efni er erfiðara að ákvarða, þar sem ekki er sér- staklega greint frá efni sumra þátta. (Nýjasta tækni og visindi o.fl.) bó mun láta nærri að breskt efni sé um 4 1/2 klst eða rúmlega það i útsendingu. Sam- tals er lengd dagskrár i vikunni áætluð 24 klst., þannig að engil- saxneskt efni nær vart þriðjungi hennar. Á þessu mætti verða framhald á. bó ber að taka það skýrt fram, að það er ekki nóg að aukaefni frá öðrum löndum, heldur verður lika að vanda til þess, þannig að það sé ekki lakara en hið engilsaxneska sem út er fellt i staðinn. Að öðru leyti er ekki nema gott eitt um það að segja, að sjónvarps- áhorfendur fái að komast i kynni við aðra framleiðslu en enska eða bandariska. —erl Um spurningakeppni sjónvarpsins .....- ............... ....... ...— Valslanga — slöngyivél? A sjónvarpslausum degi er ekki úr vegi að minnast stutt- lega sjónvarpsins. Miklar deilur eða öllu heldur ádeilur, hafa komið upp vegna vafasamra dóma, eða óljósra spurninga, aö menn telja. Er svo að sjá, að þær geti fyllt siður blaðanna fram eftir sumri, ef marka má pennagleði islendinga þegar hægt er að rifast um eitthvað. Undir þá skoðun skal tekið hér, að nauðsyn hefði borið til að sá dæmdi, er spurningar semdi. Jafnvel þótt svör séu afdráttar- laus á blaði, sem dómara er fengið i hendur, er þess alltaf að vænta að við einhverjum spurn- ingum fáist ónákvæm svör sem gangi i rétta átt, eða jafnvel önnur jafnrétt. Sá er spurningar semur getur aldrei fulltryggt það að öll rétt svör komi á blaðið hjá sér, og þvi verður hann að mæta sjálfur til að úrskurða vafaatriði. Með þessu er ekki verið að ef- Jón og Ingibjörg að starfi ast um hæfni Ingibjargar sem dómara, en hún hefði þá þurft að eiga hlutdeild að samningu spurninganna. Ekki skal orðlengt um þessar deilur hér, en þær hafa til þessa allar orðið út af fyrsta þætt- inum. I þættinum um siðustu helgi kom hins vegar fram vafa atriði er spurt var um myndina af vigvélinni. Rétt svar á papp- irnum hjá Ingibjörgu var Valslanga, eða valslöngva. Vestlendingar fengu hins vegar bágt fyrir sina slöngvivéL Nú fannst mér sem ég kannaðist við slöngvivél einhvers staðar úr bókum þótt valslanga væri tam- ara. 1 orðabók Menningarsjóðs voru bæði orðin sem Ingibjörg hafði upp gefin, en ekki önnur. í orðabók Blöndals hins vegar finnst ekki orðið valslanga, en aftur á móti valslöngva og valslengja. (Á dönsku þýtt m.a. með valslynge) . f orðabók Blöndals er hins vegar að finna slöngvivél (d. kastemaskine). bá höfum við það. I orðabók Menningarsjóðs er gefin sú ' skýring á valslöngu að hún sé áhald til að kasta steini með”. Ætli „kastemaskine” sé það ekki lika? Sem sagt: Valslanga — valslöngva — slöngvivél, og eitt viðbótarstig til Vesturlands. Fleiri atriði úr þessum þætti mætti gagnrýna, en þvi verður sleppt, a.m.k. að sinni. —erl. útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. - 8.45: eftir Mary Norton (15). 9.05. Unglingapróf í ensku Tilkynningar kl. 9.30. bing fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atr. Viðsjóinnkl. 10.25: Ing- ólfur Stefánsson sér um þáttinn. Tónleikar. Morgun- tónleikar kl. 11.00: 12.25 Fréttir og veðurfregnir, Tilkynningar. Á frfvaktinni. 14.30 Póstur frá útlöndum. Sendandi: Sigmar B. Hauksson. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynnmgar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatlmi: Gunnar Valdimarsson stjórnar. Samfelld dagskrá úr verk- um Jónasar Arnasonar. 17.30 Framburðarkennsla I ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfrégnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tii- kynningar. 19.35 Lesiö I vikunni. Harald- ur Olafsson talar um bækur og viðburði liðandi stundar. 19.50 Gestur I útvarpssal: Simon Vaughan syngur lög eftir Vaughan Williams, Maurice Ravel og Henri Duparc. Jónas Ingimundar- son leikur á pianó. 20.10 Leikrit: „Júpiter hlær” eftir Archibald Joseph Cronin. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (44). 22.25 Kvöldsagan: „Sá svarti senuþjófur”, ævisaga Har- alds Björnssonar. Höfund- urinn, Njöröur P. Njarðvik, les (6). 22.45 Létt músik á síðkvöidi. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. varps brjú á palli hafa haft Jónas Árnason sem sinn einkatextahöfund. I barnatimanum i dag syngja þau eitthvað af textum hans. Kynning á verkum Jónasar Arnasonar Klukkan tuttugu minútur fyrir fimm I dag stjórnar Gunnar Valdimarsson barna- tima. Gunnar hefur I vetur kynnt skáld okkar, eitt i hverj- um tima, og er þetta siðasti þátturinn af þvi tagi, en Gunnar mun þó halda áfram að sjá um fjórða hvern barnatima, a.m.k. til háustsins eins og hann sagði sjálfur. 1 dag er það Jónas Arnason, sem Gunnar kynnir i þættinum. Skáldið mun sjálfur lesa sögu sina ER Hó? ásamt Svanhildi óskarsdóttur. önnur saga hans verður lesin i timanum. bað er Marsilie, sem borsteinn Gunnarsson leikari les. Marsilie er skúta, og á sagan um hana og leiki barna á henni vel við i dag á timum landhelgisstriðs. En Jónas Árnason drengirnir á Norðfirði fara i strið á skútunni og skjóta m.a. sveskjusteinum. Báðar þessar sögur mun Jónas hafa skrifað á þeim tima, er hann var kennari á Neskaupstað. 1 barnatimanum verður lika frumflutt lag, sem Skúli Hall- dórsson hefur samið við ljóð Jónasar, sem hann fór með i sjónvarpinu i vetur og haföi ort eftir vin sinn, Jóngeir D. Eyr- bekk. Skáldið sjálft mun lesa ljóðið við undirleik Skúia. —erl Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna E þættinum „A frivaktinni” aö loknum lestri frétta og tilkynninga i hádegisútvarpi i dag. Alltaf er nóg af kveðjum og ekki hægt að sinna þeim öllum. Sjómannalögin eru snar þáttur I nútimamenningu þjóðarinnar, og ekki grunlaust um að þau hafi fært ýmsum björg i bú. Hljómplötuút- gefendur og flytjendur gera a.m.k. margir út á mið frivaktarinnar, og þar eru engar líkur á aflaþurrö I bili. Róðrar þangað eru þvi arö- vænlegirog útgerðin sennilega hin hagstæðasta nú þegar allir tapa. En hvað um það — sjómannavalsarnir hljóma mörgum til yndis- auka upp úr hádeginu, og töluvert af annars konar tónlist ætti að vera i þættinum lika ef að likum lætur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.