Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. april 1976. ÞJÓÐVILJINN — StDA 3 Aö saumaskap er llka unniö I Bjarkarási, vinnuheimili Styrktarfélags lamaðra og fatlaöra! Sameiginlegt átak Lionsmanna til styrktar vangefnum Rauða Lionshreyfingin á tslandi er 25 ára á þessu ári og á síðasta um- dæmisþingi var ákveöið aö minn- ast þessara timamóta meö sam- eiginlegu átakiallra Lionsklúbba, og meö þvi aö selja ,,Rauöu f jöör- ina” til styrktar vangefnum. Vangefnir eru mjög útundan i þjóöfélaginu og margt skortir á aðbúnað þeirra. Menntun og að- stöðu þeim til handa er mjög áfátt og eins má nefna að þeir njóta nær engrar tannlæknaþjónustu. Söfnunarfénu á að verja til tækja- og áhaldakaupa i öllum lands- hlutum. Nú hefur verið ákveðið að sala á „Rauðu fjöðrinni” fari fram dagana 9. 10. og 11. april. Lionshreyfingin hefur áður gengist fyrir landssöfnun en þá var „Rauða fjöðrin” seld I þágu sjónverndar. Var fénu, sem nam um 5 milj. króna einkum variö til þess að byggja upp fullkomna að- stöðu fyrir augnsjúklinga á Landakotsspitalanum og einnig Hjöleifur Sigurðsson formaður myndlistar- manna Aöalfundur Félags isl. mynd- listarmanna var haldinn I Norræna húsinu 29. mars sl. Istjórn voru kjörin: Hjörleifur Sigurðsson, formaður, Björg Þor- steinsdóttir, ritari, Ragnheiður Jónsdóttir, gjaldkeri, Snorri Sveinn Friðriksson og Sigriður Björnsdóttir meðstjórnendur. 1 sýningarnefnd voru kjörin: Ás- gerður Búadóttir, Hallsteinn fjöðrin voru keypt tæki til sjónprófunar sem dreift var um allt land til að leita að gláku á frumstigi, en gláka var þá langtum útbreiddari hér en i nágrannalöndum okkar. Sölu á „Rauðu fjöðrinni” er þannig háttað að Lionsklúbbarnir skipuleggja sjálfir söluna hver i sinu byggðarlagi og nágrenni þess. Á Islandi eru nú starfandi 72 Lionsklúbbar og i þeim um 2600 félagar. Gert er ráð fyrir að geng- ið verði i flest hús á landinu. Margvisleg verkefni bíða nú úr- lausnar fyrir vangefna en þeir eru nú um 1500 i landinu og aðeins er rúm fyrir 400 þeirra á stofnun- um. Nauðsynlegt er að byggja skóla handa þessu fólki enda hægt að þjálfa það ótrúlega mikið ef byrjað er á unga aldri. A Vestur- og Austurlandi eru engin heimili fyrir vangefna en viðkomandi að- ilar á þessum stöðum hafa ákveð- ið að beita sér fyrir byggingu heimila fyrir þetta fólk. Iljörleifur Sigurðsson Sigurðsson, Hafsteinn Austmann, Hringur Jóhannesson, Hrólfur Sigurðsson, Leifur Breiðfjörð, Sigrún Guðmundsdóttir og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Á fundinum voru þrír nýir menn teknir I félagið. Hljómsveitin Haukar SKEMMTIR í BENIDORM á vegum Ferðamiðstöðvarinnar Ferðam iöstöðin hefur á stuttum starfsferli einbeitt sér að ferðum til spænska smábæjarins Benidorm. Þar er hiti sagður meiri, verðlag lægra og sandurinn hvitari en viðast hvar annars staðar á sólarströndum þcss lands. Fyrirtækið hefur nú ákveðið að gera meira en að senda ferða- langa þangað. 1 ferð sem farin verður 25. þessa mánaðar verður hljómsveitin Haukar með á vegum fyrirtækisins til skemmtunar löndum og öðrum sem þar kunna að vera. Þessi vinsæla hljómsveit mun dveljast ytra i 18 daga og skemmta á hinum ýmsu stöðum sem Benidorm og Ferðamið- stöðin hafa upp á að bjóða þar syðra, flest eða öll kvöld, meðan á dvölinni stendur.—hm. Sálumessa Yerdis á Sinfóníutóiileikimmn t dag fimmtudaginn 8. april, kl. 20:30, veröa 14. áskriftartón- leikar Sinfóniuhljómsveitar ts- lands haldnir I Háskólabiói, en Sinfónluhljómsveitin og Fílharmoniukórinn standa sam- an að þessum tónleikum. A efnisskrá að þessu sinni verður Sálumessa Verdis. Verdi samdi Sálumessuna I minningu þjóðarskálds itala, Alessandro Manzoni. Stjórnandi þessara tónleika er Karsten Andersen. Einsöngvarar eru Fröydis Klausberger, Rut Magnússon, Magnús Jónsson og Guðmundur Jónsson. Söngstjóri Filharmoniukórsins er Jón Ás- geirsson. Tónleikarnir verða endur- teknir laugardaginn 10. april kl. 14:00. Aðgöngumiðar að báðum tón- leikunum eru seldir hjá Bóka- verzlun Lárusar Blöndal og Sig- fúsar Eymundssonar. Frá æfingu I gærmorgun Leigan fyrir Ver á mánuði hverjum er 3 miljónir kr. Togarinn Ver, sem land- helgisgæslan tók á leigu á dögunurn, er leigður henni fyrir 3 rniljónir króna á rnánuði, að sögn Baldurs Möller, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Sagði Baldur að þessu til við- bótar greiddi rikissjóður að sjálf- sögðu tryggingar af skipinu svo og allan annan reksturskostnað. Af hálfu leigusala var sett það skilyrði, að leigutiminn yrði i það minnsta 6 mánuðir. Kammersveit í heimsókn i boði Kammcrsveitar Reykja- víkur kemur hingað á laugar- daginn Mtfnchner Akademie Kammerorchester I konsertför. Vcstur-þýska sendiráöið, Gisli Sigurbjörnsson, Wolfgang Stross og Flugleiðir greiddu götu sveitarinnar hingað. Þetta er fyrsta tónleikahald hennar utan Þýskalands. Kammersveit þessa stofnaði stjórnandinn, A. Ginthör, fyrir einu og hálfu ári. Megin þorri hljómsveitarmanna er enn við nám i Staatliche Hochschule f-iii r Musik og Richard Strauss Konservatorium i Munchen. Ásamt nokkrum félögum, sem þegar hafa lokið burtfararprófi, og nú starfa hjá Sinfóniuhljóm- sveit bayerska Rikisútvarpsins og Filharmóniusveit Munchenar, myndar flokkur þessi átján manna Kammersveit, sem hefur getið sér gott orð fyrir tónleika i heimalandi sinu. Fyrstu tónleikarnir hér verða i Háteigskirkju á sunnudaginn kl. 17. Tólfta april verður leikið á Dalvik, 13. á Akureyri. 14. á Húsavik. en páskana verður leikið i Kristskirkju kaþólskra. Eftir páska verður leikið i Hvera- gerði og tónleikahaldinu lýkur á konsert i Félagsheimili Sel- tjarnarness þann 24.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.