Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 6
6 SlÖA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 8. april 1976. Takmarkaður sigur róttœkari arms kommúninsta- flokksins PEKING 7/4 — Tilkynnt var i Peking i dag aö Teng Hsiaó-ping varaforsætisráðherra heföi veriö vikið úr öilum þeim embættum, sem hann haföi á hendi. Jafn- framt var Húa Kúó-feng, settur forsætisráðherra, skipaöur i þaö embætti til frambúðar og einnig varaformaður Kommúnista- flokks Kina. Teng, sem er 73 ára að aldri, er sagður fremur hægfara i stjórn- málum og hefur undanfarið veriö sakaðurum kapitaliskar tilhneig- ingar. Erlendis hafði almennt verið gert ráö fyrir þvi að hann Teng = kom, sá og sigraöi ekki Húa: næstur Maó formanni. TENG vikið úr öllum embættum yrði eftirmaður Sjú En-lai i em- bætti forsætisráðherra, en af þvi mun ekki hafa oröið vegna and- stöðu róttækari afla i kinverska kommúnistaflokknum. Frétta- stofan Nýja-Kina skýrði svo frá i dag að Maó Tse-túng, formaður flokksins, hefði lagt það til að Húa yrði forsætisráðherra en Teng vikið úr embættum. Þessi umskipti i æðstu stjórn Kina þýða að mati vestrænna fréttaskýrenda sigur fyrir rót- tækari öflin i kommúnistaflokkn- um, en talið er að þau hafi engu að siður orðið að slá af kröfum sinum. Húa, sem talinn er um hálfsextugt, kvað vera miðju- maður i flokknum og hefur orð á sér sem snjall stjórnandi. Skipun hans i stöðu varaformanns er sögð þýða hnekki fyrir Húa Húng-ven, sem einnig er varafor- maður flokksins, ungur maður og einn helsti fyrirliöi róttækari armsins. Tekið var fram i til- kynningunni, sem gefin var út af miðnefnd flokksins, að Teng yrði ekki vikið úr flokknum. Auk þess sem hann var fyrsti varaforsætis- ráðherra var hann einn varafor- manna flokksins og yfirmaður herráðsins. t tilkynningunni frá miönefnd- inni er Teng kennt um óeirðirnar á Tien An Men (Torgi himnesks friðar), sem urðu þær alvarleg- ustu sem um getur i landinu frá þvi i menningarbyltingunni á sið- astliðnum áratug. Vestrænir kfnafræðingar telja að tilfærslur þessar i æöstu stjórn, sem einnig munu vera þær mestu siðan i menningarbyltingunni, muni að likindum jafna þær deilur, sem undanfarið hafa staðið yfir milli róttækra og nægfara manna i kommúnistaflokknum. Þegar tilkynningin um breyt- ingarnar á stjórninni var lesin i útvarpið i Peking, söfnuðust námsmenn saman til að fagna þeim, öku um götur á vörubilum, slógu á sembala og börðu trumb- ur. Mikið lið er til öryggisgæslu í borginni, bæði úr hernum og al- þýðuvarðliðinu. Tien An Men-torgið er i bráðina lokað af. Reuter. Bandarísku forhosningarnar: Carter og Jackson eru sigurvænlegastir NEW YORK 7/4—Eftír forkosn- ingarnar i New York og Wiscons- in eru þeir Jackson öidunga- deiidarþingmaöur og Carter fyrr- verandi rikisstjóri taldir hafa mesta möguleika til aö komast i framboð fyrir demókrata i næstu forsetakosningum i Bandarikjun- um, einkum sá siöarnefndi. Carter vann með naumum 'meirihluta i Wisconsin og þykir þar hafa sýnt hæfni til að afla sér stuönings jafnt meðal norður- rikjademókrata, sem eru heldur frjálslyndir, og ihaldssamra suð- urrikjademókrata. Udall öld- ungadeildarþingmaður, sá eini úr frjálslyndari armi flokksins sem ennþá tekurþátt i keppninni,hafðj' talið sér sigur visan i Wisconsin áður en hann fór að sofa i gær- kvöldi, en við nánari talningu reyndist Carter hafa hlotiö örlitið meiri stuðning. Portúgal og Spinola: Azevedo er óhræddur við valdaránstilraunir VIN 7/4 — Jose Pinheiro de Aze- vedo, forsætisráðherra Portúgals, sem staddur er i Aust- urriki i opinberri heimsókn, sagð- ist I dag ekki vera frá þvi að það væri rétt, sem kom I fréttum i gær, að Spinola fyrrum forseti hefði komið til Vestur-Þýska- lands þeirra erinda að afla vopna og fjármagns til valdaráns I Portúgal. En Azevedo fullyrti að allar valdaránstilraunir af hálfu aðila i portúgalska hernum væru dæmdar til að mistakast. Svissneska lögreglan tók Spin- ola til yfirheyrslu i dag, en hann hefur dvalist i Sviss siðan snemma i febrúar. Dómsmála- ráðuneytið þar i landi hefur lýst þvi yfir að Spinola verði visað úr landi, ef fréttirnar um leiðangur hans til Þýskalands reynast sann- ar. Azevedo: hvergi smeykur I New York varð Jackson hlut- skarpastur demókrata, þó með minni yfirburðum en spáð hafði verið. Sigur sinn þar mun hann einkum eiga að þakka stuðningi gyðinga, sem eru fjölmennari i New York en á nokkrum öðrum stað i heiminum, en hann erákaf- ur vinur Israels. Udall varð einn- ig annar i röðinni i New York. Ford keppti ekki af hálfu repúblikana i New York, enda ó- vinsæll þar eftir andóf sitt gegn þvi að borgin fengi fjárstuðning frá rikihu i efnahagsvandræðum sinum, en i Wisconsin sigraði hann Reagan auðveldlega og virðist nú litill vafi leika á þvi að hann veröi i framboði fyrir repú- blikana i forsetakosningunum. Auk fyrmefridra þriggja demó- krata er Hubert Humphrey, fyrr- verandi varaforseti, talinn koma til greina sem frambjóðandi af hálfu þess flokks. Hann tekur ekki þátt i forkosningunum, en segist ætla að þiggja útnefningu sé hon- um boðin hún. Sex fanganna lausir enn MADRID 7/4 — Sex pólitisku fanganna 29, sem brutust út úr fangelsi i Segovia á Spáni á mánudaginn, hafa enn ekki náðst. Spænsk blöð endurtóku i dag kröfuna um þjóðaratkvæða- greiðslu um tillögurnar til breytinga á stjórnarskránni. evlendum vettvangí Verkfall hjá Nató BRUSSEL 7/4 — 1200 borgaralegir starfsmenn höfuðstöðva Nató i Brussel hófu i dag tveggja daga verkfall til þess að reka á eftir kröfum um hærri laun. Er þetta i annað skiptið að svona nokkuð kemur fyrir i 26 ára sögu bandalagsins, en fyrsta verkfall sitt gerðu Nató-starfsmenn 18. mars sl. Enda þótt starfsmennirnir geri ekki handtak þessa tvo daga, fylgir það þó með fréttinni, natóvinum væntanlega til mikils hugarléttis, að þeir hyggist snar- hætta verkfallinu ef svo skyldi fara að allt i einu kastaðist illilega i kekki milli austurs og vesturs. Fíknilyfjahringur afhjúpaður í Svíþjóð STOKKHÓLMI 7/4 — Sænska lögreglan hefur afhjúpað einn stærsta eitur- og fiknilyfjahringinn, sem hingað til hefur komist upp um I Sviþjóð. Um hundrað manns kváðu vera flæktir i máliö og aðminnsta kosti fimmtiu munu hafa verið handteknir eða vera undir grun vegna innflutnings og sölu á 800kilóum af hassi siðustu tvö árin. A markaðnum er þetta hassmagn virði 15 miljóna sænskra króna. Fíknilyfjunum var smyglað inn i landið flugleiöis frá Pakistan og meö járnbrautarlest frá Kaupmannahöfn. Hringurinn starfaði einnig I Finnlandi. Þingkosningar á Ítalíu í júlí? RÓM 7/4 — Stjórnarkreppa er nú sögð yfirvofandi á Italíu eftir að Sósialistaflokkurinn hætti stuðningi viö minnihlutastjórn kristi- legra demókrata vegna deilna um frumvarp um fóstureyðingar. Taldar eru miklar likur á þvi að stjórnin neyðist til að ákveða nýjar þingkosningar i júni. Aöalritarar Kommúnistaflokksins og Sósialistaflokksins, þeir Enrico Berlinguer og Francesco de Martino, héldu fundi meö helstu ráðamönnum flokka sinna i dag. La Republica, vinstrisinnað Rómarblað, segir I dag að nýjar kosningar séu óhjákvæmilegar. Breska stjórnin missir þingmeirihlutann LUNDÚNUM 7/4 — Verkamannaflokkurinn breski komst I minni- hluta i breska þinginu i dag, er John Stonehouse, umdeildur stjórnmálamaður sem laug sig dauðan og strauk siðan til Astraliu fyrir tæplega hálfu öðru ári, sagði sig úr flokknum. Hafa stjórnar- andstöðuflokkarnir þá sameiginlega eins atkvæðis meirihluta i þinginu. Ekki er þó vist að þetta leiði bráðlega til falls rikis- stjórnarinnar, þar eð vegna stuðnings ýmsra hópa úr stjórnarand- stöðunni hefur hún að meðaltali haft um 40 atkvæða meirihluta I atkvæðagreiðslum. Reuter. Börnin eru viðkvæmust fyrir augnsjúkdómunum. 30.000 indversk börn missa sjónina árlega BÖMBAY 7/4 — Rajendra Vyas, svðisstjóri Alþjóðastofnunar- innar til baráttu gegn blindu i Suöaustur-Asiu, sagði i dag að undir lok þessarar aldar yrðu 20 miljónir manna blindir I Indlandi, ef viðhlitandi ráðstafanir yröu ekki gferöar til að berjast gegn augn- sjúkdómum. Hann sagði einnig að á hverju ári misstu um 30.000 indversk börn sjónina. Reuter. Sýrlenskt hafnbann á Líbanon BEIRtJT 7/4 — Kalt er orðiö á milli vinstrisinna I Libanon og Sýr- landsstjórnar vegna þess að stjórnin vill láta vinstrisinna undir forustu Kamals Junblatt slá meira af kröfum sinum en þeim likar. Hefur sýrlenski herflotinn sett hafnbann á Libanon til aö hindra flutninga á vopnum og öðru til liðs Junblatts. Hafnbannið hefur þegar valdiö brauðskorti i borgarhiutum múhameðstrúarmanna i Beirút. Til minniháttar átaka hefur komiö milli vinstrisinnaöra libana og liðsmanna úr Saika, paiestinskum skæruliðasamtökum sem eru höll undir sýrlendinga. Sauðfjáreign nýsjálendinga WELLINGTON 7/4 — Heldur dró úr sauðfjáreign nýsjálendinga á siðastliðnu ári, en þó eru sauðkindur ennþá meira en átján sinnum fleiri þar i landi en mannfólkið. Fækkaöi sauðfé i landinu um meira en hálfa miljón árið 1974, og 1975 voru sauðkindur á Nýja- Sjálandi færri en nokkru sinni siöan 1965. Reuter.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.