Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 8. april 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 3 landsleikir í körfuknattleik viö portúgali Fyrsti leikur- inn í kvöld Portúgalska landsliðið i körfu- knattleik leikur þrjá landsieiki nú i vikunni. Sá fyrsti er i kvöid, en hinir á föstudag og laugardag. Portúgalska iiðið er skipað 16 leikmönnum, úr 5 félagsliðum, en auk þeirra komu 5 þjálfarar og fararstjórar. Leikmennirnir eru heldur lágvaxnir, meðalhæðin um 188 sm, en hinsvegar segjast þeir vera harðir i horn að taka. Aðal- þjálfari liðsins er Hermino Barr- eto, frá Mosambique. Hann sagði, að eftir byltinguna hefði verið hafin skipuleg starfsemi iþrótta- sambanda i landinu, þvi fyrir byltinguna hefði skipuiag iþrótta- mála veriö nánast ekki neitt. Þetta lið sem hingað er komið, er hluti af mun stærri hóp sem hefur vcriö við stansiausar æfingar undanfarin tvö ár, en litið hefur verið gert að þvi að leika lands- leiki, fyrr en á seinni hluta siðasta árs og portúgalir hafa ekki tckið þátt I neinu alþjóðamóti i körfu- bolta. Ahuga á körfubolta kvað Barreto ekki vera eins mikinn nú og fyrir tveimur árum, þvi sú stefna hafi verið tekin að fækka til muna þeim útlendingum sem léku með liðum i landinu og um þessar mundir er aðeins einn út- lendingur sem leikur með liði i portúgölskum körfubolta. Barreto þjálfari lagði mikla á- hcrslu á það, að stefnan hjá þeim væri, að þjálfa upp unga menn i landsliðið og væri það ástæðan fyrir þvi hversu fáa slika liðið hefur að baki. Samanlagður landsleikjafjöldi leikmannanna er um 100 leikir, en um 250 hjá is- lenska liðinu. Leikurinn i kvöld fer fram i Laugardalshöllinni og hefst hann kl. 20.30, en hinir leikirnir fara fram suður i Njarðvikum, sá fyrri á föstudagskvöld kl. 20.00, en hinn siðari á laugardag kl. 14.00. G.Jóh. íslenski landsliðs- hópurinn Þeir 12 leikmenn sem skipa islcnska landsliðshópinn sem æfir fyrir landsleikina við portúgali I körfuknattleik hafa samtals 224 landsleiki að baki, cn þeir eru: Kolbeinn Pálsson KR 42 fyrirliði Agnar Friðriksson !R 38 Jón Sigurösson, Arm. 32 Þórir Magnússon Val 29 Birgir Jakobss'on !R 17 Kári Marlsson IJMFN 16 Kolbeinn Kristinsson !R 14 Gunnar Þorvarðarson 14 Bjarni Gunnar 1S 12 Jón Jörundsson IR 7 Jónas Jóhannsson 2 Guðsteinn Ingimarsson 1 tslenska landsliðið i körfuknattleik sem mætir portúgölum I kvöld. Tók bars i 5tír na að ákveða í sland Isferð hjá einu sterkasta handknattleiksliði heims, Partizan Bjelovar sem kemur í boði Vals og leikur 3 leiki Fyrirliði júgósla vneska landsliðsins i handknattleik, Horvat, sagði i viðtali við bjóð- viljann, þegar júgóslavneska landsliðið var hér á ferð i vetur, að ferðir til Islands væru alltaf vinsælustu ferðir sem júgóslav- neskir handknattleiksmenn kæmust i, hingað væri sérlega gott að koma og gaman að leika hér á landi. bað er alveg greini- legt að Horvat meinti það sem hann sagöi, það tók félag hans Partizan Bjelovar ekki nema 5 tima að ákveða Islandsferð aö þessu sinni. Valur, sem á vor- heimsóknina aö þessu sinni, átti von á Sjálandsúrvali, en það sveik gefin loforð á siðustu stundu og þá voru góð ráð dýr. Til að reyna eitthvað sneru Valsmenn sér til Partizan Bje- lovar og spurðust fyrir um hvort liðiö vildi koma til tslands i boði Vals. Menn áttu tæplega von á þvi aö liðiö gæti komið með svo litl- um fyrirvara, en aðeins 5 klst. eftir að valsmenn höföu haft samband við þá kom jákvætt svar, Partizan ætlaði að koma og liöið kemur til tslands á morgun og leikur 3 loiki hér á landi. Fyrsti leikurinn verður gegn tslandsmeisturum FH i Laugar- dalshöll á laugardag og hefst hann kl. 15. A sunnudag leikur Partizan siöan við s-vestur- landsúrval, sem valsmenn velja sjálfir og siðasti leikurinn verð- ur svo við gestgjafana sjálfa, Val, og fer hann fram uppá Akranesi á mánudaginn og hefst kl. 20.30. Nánar verður sagt frá þessari heimsókn i Þjóöviljanum á morgun. —S.dór 4:0 og 0:0 í Rvíkur- mótinu Tveir leikir hafa farið fram i þessari viku í Reykjavikur- mótinu i knattspyrnu. A mánudaginn sigraði Fram Þrótt 4:0 og hlýtur fyrir það 3 stig og á þriöjudaginn skildu KR og Víkingur jöfn, 0:0 og hljóta þvi sitt stigiö hvort félag. Lést eftir hnefaleika keppni Tropicanakeppnin í júdó: Halldór sigraöi meö yfirburöum Bandariki hnefaleikarinn Chuck Wilburn lést á sjúkrahúsi I Sidney i Astraliu i fyrradag. Hann hafði legið meðvitundarlaus nokkra daga eftir keppni við ástralska hnefaleikarann Victor Thompsson I léttvigt. Þetta er I annað sinn sem andstæðingur Thompsons deyr eftir viðureign I hringnum, í hinu tilfellinu var það 1970 að spánskur hnefaleikari lést eftir rothögg frá Thompson. Mánudaginn 5. april 1976 var I fyrsta sinn háð hér á landi judo- keppni i opnum flokki þar sem einungis kepptu judomenn léttari en 70 kg. Framleiðandi Tropicana á tslandi gaf verðlaunin á þetta mót, sem verður framvegis ár- legt mót. Keppnin var geysihörð og mikiö um tvisýnar viðureignir eins og jafnan þegar hinir léttari judo- menn eigast við. Margir ungir og efnilegir judomenn komu fram i þessari keppni og vöktu verð- skuldaða athygli Þó fór svo að lokum þegar lokið var keppni i riðlum að hinir reyndustu komust i fjögurra manna úrslitin. Til úr- slita kepptu þeir Halldór Guð- björnsson og Sigurður Pálsson, og sigraði Halldór -örugglega eftir mjög snarpa og góða viðureign. Gunnar Guðmundsson, núverandi islandsmeistari i léttmillivigt, gat ekki keppt aö þessu sinni vegna meiðsla. Fjórir efstu menn í keppninni urðu þessir: 1. Halldór Guðbjörnsson JFR 2. Sigurður Pálsson JFR 3. Jóhannes Haraldsson UMFG Eysteinn Sigurðsson A. Halldór varð þvi fyrstur manna til að vinna hinn glæsilega Tropi- cana-bikar sem keppt er um á þessu móti. Landsliðinu í körfu boðið til Portúgaj lslenska landsliðinu i körfuknattleik hefur verið boöið til Portú- gal. Kom þetta fram á blaöamannafundi hjá KKÍ vegna komu portúgalska körfuboltalandsliðsins. Það var aðalþjáifari liðsins Hermino Berreto sem bauð isl. liðinu fyrir hönd portúgalska körfu- boltasambandsins. Ekki er enn búiö aö ákveða hvenær liðið fer ut- an, en stefnt er aö þvi að isl. liðið verði I Portúgal á sama tiina og það pólska, en það veröur I Portúgal annaö-vort i júli eða septem- ber. Að öilum likindum fer þá fram þriggjaliða keppni. KKl hcfur þegar þegið boðið. G.Jóh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.