Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 8. april 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. april 1976. Fyrirlestur um „markaös- samskipti” íboði Viðskiptadeildar Háskóla islands er staddur hér á landi prófessor frá Vcrslunarháskólan- um i Kaupmannahöfn, dr. merc. Otto Ottesen. Það svið, sem Otte- sen hefur helgað krafta sina, nefnist á dönsku „markeds- kom munikation” og ensku „marketing communication”. Á islensku hefur þessi grein verið nefnd markaðsboðmiðiun. Eins og nafnið gefur til kynna, fjallar hún um þann þátt mannlegrar starfsemi að koma boðum frá sendanda til móttakanda i þvi skyni að örva sölu. Auk fræðilegrar þekkingar hef- ur Ottesen aflað sér viðtækrar reynslu i atvinnulifinu vegna ráðgjafarstarfsemi sinnar bæði i Noregi og Danmörku. Kenningar hans um notkun auglýsinga hafa vakið mikla athygli i áðurnefnd- um löndum, og stöðugt fjölgar þeim, sem aðhyllast kenningar hans. Ottesen heldur tiu fyrir- lesb'a um markaðsboðmiðlun við Viðskiptadeild Háskólans, og næstkomandi fimmtudag 8. april mun hann flytja fyrirlestur að Hótel Sögu kl. 15:30 á vegum Stjómunarfélags Islands, en þar mun hann ræða um áhrif endur- tekinna auglýsinga og söluáhrif þeirra við mismunandi aðstæður. Ollum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum, sem á erindi til allra, sem nota auglýsingar i starfsemi sinni. Ný mat- reiðslubók Við matreiðum heitir ný mat- reiðslubók, sem ísafoldar- prentsmiðja sendir frá sér þessa dagana. Höfundar eru hús- mæðrakennararnir frú Anna Gisladóttir og frk. Bryndís Stein- þórsdóttir, báðar vel þekktar i stétt húsmæðrakennara. Viö matreiðum er i allstóru broti, um 300 blaðsiður að stærð, með 750 uppskriftum auk al- mennra leiðbeininga um fæðuval, mál og vog, næringarefnatöflu, orðaskrár, orðaskýringar o.fl., sett upp á aðgengilegan hátt með greinilegu letri. I bókinni er höfuðáhersla lögð á islenskar aðstæður hvað hráefni til matargerðar snertir, þ.e. hráefni, sem fáanlegt er hér á landi, s.s. kjötvörur, fisktegundir. grænmeti, krydd o.fl. Stöðug þróun i matvælaiðnaði og breyttir fjölskylduhættir stuðla að einfaldari matargerð á heimilum en áður var. Þess- vegna hefur verið reynt að velja i bókina fremur fljótlegar og ein- faldar uppskriftir, sem gera má enn einfaldari með notkun hálftil- búinnar matvöru. t bókinni eru ýmsir réttir, einkum sildarréttir og smáréttir, sem má útbúa og framreiða við frumstæðustu eldunarskilyrði. Nútima lifnaðarhættir krefjast nokkurrar þekkingar á hollu mataræði og að hægt sé að mat- reiða einfaldar máltiðir með hjálp uppskrifta og leiðarvisa. Orkuþörf manna hefur minnkað vegna minni likamlegrar áreynslu. en þörf fyrir næringar- rikan mat og reglubundnar mál- tiðir er ekki minni en áður var. Góð máltið verður ekki til af sjálfu sér, en hafi einhver á heimilinu þekkingu á hollu matarræði, innkaupum og mat- reiðslu, geta margar hendur unnið létt verk við að framreiða máltiðina. Mislitar töflusiður eru i bókinni, þar sem er að finna margvislegar upplýsingar og leiðbeiningar um áætlað magn handa hverjum manni, suðutima, steikingartima, i ofni.á pönnu og við ofnglóð, um geymsluþol, hraðfrystingu og sitthvað fleira, sem að gagni má koma. Bók- merki með gagnlegum upp- lýsingum fylgir bókinni. til húsa i aðalsafninu og þannig verður það þegar nýja safnið kemur til sögunnar. Aðalsafnið á að vera kjarni með þræði út til fólksins og útibúanna. 1 hverfa- söfnunum þurfa að vera deildir fyrir börn og unglinga og aðstaða fyrir sögustundir og bókmennta- kynningar. Börnin þurfa að finna öryggi i safninu. Bókasafn er ekki geymslustaöur *— Hvernig er starfsfólkið, er ekki skortur á sérmenntuðu bóka- safnsfólki? — Jú, það þarf sérmenntað fólk. En við höfum margt ágætt ófag- lært fólk sem býr yfir dýrmætri reynsiu. Erlendis er bókasafns- fræði kennd við sérskóla en hér er þetta deild i Háskólanum og það er allt of algengt að menn fari i deildina til að fylla upp i nám i öðrum fögum. Það þarf að lita á bókasafnsfræði sem fag og stuðla að þvi að fólk fari i þetta nám með starf i huga. Erlendis er til gömul hefð fyrir þessu. Það þarf Hka að skylda fólk til að fara erlendis að náminu hér loknu og leita sér reynslu og nýrra hugmynda sem siðan er hægt að vinna úr hér. Stéttin þarf að kynna sig betur. Lengi vel var litið á bókasöfn sem geymslustaði en það þarf að koma lif inn i þau. Með breyttu þjóðfélagi eykst menntunin og nær einnig til fullorðinna. Þar geta söfnin komið inni myndina þvi það getur reynst fullorðnu fólki erfitt að hefja nám. Þar þarf að vera sérmenntað fólk sem getur liðsinnt þvi. Almennings- bókasafn þarf að vera fjölbreytt. Þar á fólki að geta liðið vel, staður þar sem það getur hlustað á tónlist og lesið i friði en i útláns- sölunum á ekki að rikja þögn. En almenningssöfn eiga ekki að vera i skólum eða kirkjukjöllur- um. Skólabókasöfnin eiga að vera til þess að kenna börnum að nota söfn þegar þau eldast. Sýna þeim hvernig á að notfæra sér það. Eitt vil ég að komi fram. Þótt við eigum að fá nýtt safn i nýjum miðbæ þarf að vera safn áfram hér i gamla miðbænum þvi nýr miðbær getur aldrei kofnið að öllu leyti i stað gamals. Vonandi verður áfram safn hér þvi þótt þetta hús sé ófullnægjandi fyrir alla þá starfsemi sem hér fer fram er það ágættsem hverfis- safn með minni starfsemi. Þá væri jafnvel hægt að koma hér upp barnadeild. Er engin þörf að skila bókum? — En svo við vikjum að öðru, hefur verðbólgan ekki leikið safnið grátt? — Jú, hún gerir bókakaupin mjög erfið. Við búum ekki við skylduskil eins og Landsbóka- safnið og verðum þvi að treysta á fjárveitingar eingöngu. Bækur eru orðnar dýrar og fjárframlög- in verða að aukast i takt við bóka- verðið. Það er slæmt að geta ekki keypt nóg og svo er ýmislegt sem gerirokkur erfitt fyrir. Það koma oft fram tiskubækur sem eru mik- ið lesnar um tima en hreyfast svo ekki. Þá má safnið ekki sitja uppi með fleiri bindi af bókum sem ekkert gagn er að. Við megum ekki bruðla með það fé sem okk- ur er treyst fyrir. En það þarf lika að stuðla að þvi að fólk fari vel með bækur. Það er skömm að þvi að fara illa með þær. Viðgerðir á bókum eru stórþáttur i starfi safnsins og fjárfrekur. Eins þarf fólk að temja sér meiri skilvisi hvað bækur snertir. Það virðist vera rikjandi viðhorf að það sé ekkert nauðsynlegt að skila þeim bókum sem menn fá lánaðar, allavega ekki eins nauðsynlegt og þegar peningar eða húsgögn eiga i hlut. Það er dýrt að rukka inn bækur og ef fólk þarf að nota bækur lengur en lánstimann getur það hringt til okkar og fengið hann framlengd- an. Á þessu sviði þurfa safnið og notendur þess að hjálpast að. Þvi ef hægt er að minnka viðgerðar- og innheimtukostnaðinn sparast fé sem nota má til að auka bóka- kostinn. —ÞH TEXTI: ÞH MYNDIR: GSP Rætt við Elfu Björk Gunnars- dóttur borgarbókavörð um starfsemi Borgarbókasafnsins Leiguhúsnæðið sem safnið er að fá verður á neðstu hæð I þessu húsi, Þingholtsstræti 27, en þar var MIR lengi til húsa. Þó lítíð svigrúm sé fyrir börnin i aðalsafninu sækja þau það engu að síður. Elfa Björk Gunnarsdóttir borgarbókavörður. ■ 'J- ■ Anddyri Bústaðasafns eins og fiskarnir sjá það. Nýlega barst okkur á Þjóðviljanum ársskýrsla Borgarbókasafns Reykja- víkur fyrir árið 1975. Þar kemur ma. fram að safnið lánaði reykvíkingum alls 1.140.344 bækur á árinu en það samsvarar 13.5 útlán- um á hvern borgarbúa að meðaltali. í árslok átti safnið 255.230 bindi þannig að hvert þeirra var að meðaltali lánað 4.7 sinnum út úr safninu. Þessi skýrsla gaf okkur þá hugmynd að ræða við Elfu Björk Gunnarsdóttur borgarbókarvörð sem ný- lega tók við því starfi af Eiriki Hreini Finnboga- syni. Það var auðsótt. Fyrst var spurt um feril Elfu Bjarkar. — Ég vann við borgarbókasafn Stokkhólms þar til vorið 1974. Þá kom ég heim til þess að koma upp þjónustu fyrir blinda og fatlaða, þe. talbækur fyrir blinda og heim- sendingu bóka fyrir þá sem ekki geta sótt þær á safnið. Við þetta vann ég fram i desember sl. er ég tók við starfi borgarbókavarðar. — Er ekki mikill munur á þessu safni og þvi sænska? — Jú, það sænska mun vera stærsta almenningsbókasafn á Norðurlöndum og er mjög full- komið. En safnið hér hefur þó eitt fram yfir það sænska. Hér eru út- lán svo mikíl að það er sennilega heimsmet. Við lánum 13.5 bækur á hvern borgarbúa en á Norður- iöndum verða menn kátir ef þessi tala kemst upp i 7—8. En við erum eftir á mörgum sviðum og að- búnaður er ekki góður. Vantar ný hverfasöfn — Hvar kreppir skórinn helst? — I húsnæðismálunum, við bú- um við mikil þrengsli. Af þeim húsum sem safnið hefur til um- ráða er aðeins eitt byggt sem bókasafn. Það er Sólheimasafnið sem er rúmlega 200 fermetrar að þarf að vera lifandi stof n u n stærð og lánar út 170—80 þúsund bækur á ári. Fyrir utan lestrar- og útlánssali er þar eitt herbergi, 10.5 fermetrar að stærð, sem hýs- ir fatageymslu fyrir starfsfólk, kaffistofu, bókageymslu og vinnuherbergi fyrir fimm starfs- menn sem að visu vinna þar ekki allir i einu. Þarna er lika til húsa Bókin heim, þe. heimsendingar- þjónustan. Hún á aðréttu lagi aö vera i aðalsafninu og verður það i nýja safnhúsinu sem risa á i nýja miðbænum og er nú fullteiknað. Hér i aðalsafninu er aðstaðan lika slæm. Við getum ekki komið fyrir hljómflutningstækjum og hér er engin barnadeild sem stendur undir nafni. Auk þess er ekkert pláss til að skrá safnið upp. Aðstaðan fyrir bókabilana sem er i Bústaðakirkju er heldur ekki góð. Það er oft ansi vinda- samt fyrir framan safnið og erfitt að athafna sjg i vondum veðrum. Þá er þörfin á nýjum hverfa- söfnum orðin aðkallandi. Safnið i Vesturbænum er allt of litið og ný söfn vantar i Arbæjar- og Breið- holtshverfi. Að þessu er nú unnið og er safnið i Breiðholti III komið lengst á veg. Einnig er gert ráð fyrir safni i Mjóddinni vestan við Breiðholt I. Þar eiga að risa ýms- ar menningar- og félagsmið- stöðvar og þar er bókasafn sjálf- sagt enda er gert ráð fyrir þvi á teikningum. Núna er þessum hverfum þjónað með bókabilum en þeir geta ekki þjónað svona mörgum og eiga ekki að gera það. Bílarnir eiga einungis að þjóna ibúum afskekktra gatna sem langt eiga i safn. Það er svo litil aðstaða fyrir fólk i bilunum, td. . engin fyrir börn, og það er miklu betra að fá fólk inn i söfnin. Allt að springa — en stendur til bóta. Einn ljós punktur er þó I hús- næðismálunum. Nú er verið að innrétta leiguhúsnæði sem tekið er til bráðabirgða. Það er 480 fer- metrar að stærð i húsinu nr. 27 við Þingholtsstræti. Það er hæð og kjallari. Á hæðinni verður lestrarsalur fyrir 36 manns i sæti og þar getum við i fyrsta sinn komið upp þægilegum krók fyrir blaðalestur. t kjallara verða bókageymslur þar sem við getum komið fyrir bókum sem eru hér i lestrarsalnum og i tveim geymsl- um úti i bæ. Lestraraðstaðan stórbatnar við þetta þvi hér i safninu er aðeins pláss fyrir 20 á lestrarsal. En við erum jafnlaus við barnadeildina. Það stóð til að koma þarna upp barnadeild en svo þótti brýnna að fá geymslu- húsnæði þvi eins og gefur að skilja er erfitt að nota bækur sem ekki eru á staðnum. En það er geysileg þörf á að bæta húsnæðisaðstöðuna þvi starfsemin eykst og eykst svo allt er að springa. Þetta stendur allt til bóta þegar nýja húsið er risið. Það hús er vel hugsað i alla staði. Þá getum við lika flutt úr Bú- staðakirkju en húsnæðið þar er mjög óhentugt sem bókasafn. Það er gluggalaust, loftræsting er slæm, lágt undir loft og litil vinnuaðstaða. Þetta húsnæði hentar hins vegar ágætlega fyrir klúbba eða æskulýðsstarfsemi. Nýja safnið verður svo nálægt þvi hverfi sem Bústaðasafnið þjónar að það getur komið i stað þess og bókabilarnir taka að sér af- skekktustu göturnar. Cr bókabll. TÓnlistardeildin I Bústaöasafni, sú eina sem safnið rekur. öll sérþjónusta á aö vera i aðalsafni — Safnið rekur ýmiss konar þjónustu aðra en bein og almenn bókaútlán. — Já, þar er fyrst til að taka Bókin heim og talbókasafnið. Safnið á nú 90—lOObækur lesnar á segulbandsspólur. Eirikur Hreinn hóf þetta starf og nú höfum við gert samning við Blindrafélagið um samvinnu á þessu sviði. Sam- kvæmt honum sjáum við um alla flokkun og skráningu og fáum að- stöðu i stúdiói sem Biindrafélagið á til að lesa inn bækur. Siðan höf- um við samvinnu um dreifinguna. En það vantar starfskrafta til að lesa inn bækur. Núna er allt efnið að færast yfir á snældur (kassett- ur) enda er það framtiðin. Þetta er mjög þýðingarmikil þjónusta þvi góð rödd á segulbandi getur bjargað! fólki frá einmanaleik. Sumir blindir vilja þó heldur lesa blindraletur þvi þeim finnst það virkari lestur en það lesa ekki all- ir blindraletur, td. ekki eldra fólk sem er nýlega orðið blint. Nú, svo sjáum við 85 skipum fyrir bókakössum, við lánum bækur i Hrafnistu, Hallveigar- staði, Norðurbrún 1, hús öryrkja- bandalagsins, þrjú fangelsi og auk þess til barnaheimila, vinnu- hópa ofl. aðila. Einnig eru bækur frá okkur i skólabókasöfnum i Laugarnes- og Melaskóla og les- stofu i Austurbæjarskóla. Bóka- bilarnir koma við á 24 stöðum i borginni. 1 Bústaðasafni er hljómlistardeild þar sem fólk get- ur komið og hlustað á hljómplöt- ur. Það eru einkum unglingar sem notfæra sér þá þjónustu en fullorðnir geta það engu siður. Sumt af þessari þjónustu er hér i aðalsafninu en mörgu er dreift til útibúanna. Ef vel ætti að vera þyrfti öll þessi þjónusta að vera

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.