Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 16
VOÐVIUINN Fimmtudagur 8. apríl 1976. Áburðar verð hækkar um 40 prósent og mjólkin og kjötið og„. Lokadagur og Kópa- messa í MK. 1 gær var lokadagur, siðasti kennsludagur, hjá fyrstu stúd- entsefnunum 54 i Menntaskól- anum i Kópavogi. Um morgun- inn efndi skólameistari, Ingólf- ur A. Þorkelsson, til kópamessu á sal skólans. Þar var messað yfir kópum (stúdentsefnunum) og kennurum. Stúdentsefni kvöddu hvern kennara 4 bekkj- ar með ávarpi og námsmeyjar færðu þeim gjafir. Þá messaði skólameistari i kveðjuskyni og flutti viðstöddum Kópamessu- sálm, sem sunginn var undir laginu við Integer Vitae. Þá voru sungnir stúdentasöngvar og ættjarðarlög. Ingólfur A. Þorkelsson sagði i viðtali við Þjóðviljann að þeir i Kópavoginum hefðu ekki viljað apa eftir „dimmissionshefðirn- ar” úr gömlu menntaskólunum og þessi lokadagur hefði tekist mjög vel, og menn skemmt sér vel á Kópamessunni. Aburðarverksmiðjunni hefur verið heimilað að hækka verð á áburði um 40% frá heildsöluverði sl. árs. Um leið falla niður niður- greiðslur á áburðarverði, en hækkun á áburði, sem ákveðin var i fyrra, hefur til þessa verið greidd niður að hálfu. Þetta þýðir i reynd að Kjarni, sem áður kostaði 23.660 kr. lestin hækkar i 33.120 kr. Græði II hækkar úr 227.380 kr. i 38.340 og Græði I hækkar úr 29.440 kr. i 41.220. Samkvæmt upplýsingum frá formanni Stéttarsambands bænsa þýðir þessi hækkun á áburði um 150 þúsund króna hækkun á útgjöldum meðalbús, sem tekið er mið af i sambandi við visitölureikninga. Þetta er um 150 þúsund króna hækkun á gjaldalið sliks bús. Má þá búast við þvi að i júnibyrjun hafi þessi áburðarhækkun þau áhrif á mat- vælaverð, að mjólkurlitrinn hækki um 2.80 kr. og kg. af kinda- kjöti um ca. 21 kr. Tónleikar á Ranfarhöfn Fréttaritari vor á Raufarhöfn, Angantýr Einarsson, hringdi og kvaðst vilja koma á framfæri einni góðri frétt til mótvægis við .allar þær hinar slæmu, sem nóg hefði verið af að undanförnu. Ilann sagði að s.I. laugardag, 3. april hefðu komið til Raufarhafn- ar góðir gestir, barytonsöngvar- inn John Speight og kona lians Sveinbjörg Vilhjálm sdóttir. Héldu þau tónleika i félagsheimili staðarins, og voru þeir allvel sótt- ir og gestunum vel fagnaö. Til að greiða fyrir heimsókninni bauð sveitarstjórnin fjárhagsað- stoð, en slik baktrygging er mik- ils virði á meðan ekki starfar tón- listarfélag á staðnum. Umræður eru nú hafnar um stofnun sliks fé- lags, og fyrirhugað er að koma á fót tónlistarskóla á Raufarhöfn næsta vetur. Var nýlega gerð frumkönnun á þvi hve margir vildu njóta slikrar kennslu, og reyndust þeir samkvæmt henni vera 42, bæöi börn og fullorðnir. ,,-Kóparnir” úr MK ganga fylktu liði til kópamessu. Ýmisleg vigorð voru á lofti Byggrng geðdeildar að stöðvast Undanfarið hefur verið unnið af f ullurn krafti við að reisa geðdeild við Landsspítalann. Nú eru allar líkur á að þær frarnkvæmdir stöðvist rneð vorinu að því er Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðu- neytinu sagði í viðtali við blaðið. — Það hefur ekki verið samið um annað en að steypa húsið upp og loka þvi. Því verki á að verða lokið fyrir mailok nk. og þá liggur ekkert fyrir um frek- ari framkvæmdir. Frekari fjár- veiting er ekki fyrir hendi á fjárlögum, þetta var eitt af þvi sem skorið var niður i meðferð alþingis á fjárlagafrumvarpinu. Hvortný fjárveiting fæst veit ég ekki. En verkinu hefur miðað samkvæmt timaáætlun sem gerð var haustið 1974, sagði Páll. — ÞH Myndasamkeppni 9 ára barna um umferðarmál 769 myndir bárust I gær voru afhent verðlaun í myndasamkeppni sem mcnnta- málaráðuneytið og umferðarráð efndu til meðal níu ára skóla- barna. Verkefnin sem börnin áttu að glima við voru 1. Leiðin i skól- ann. 2. Hjálpsemi við aldraða, og 3. Sendiferð. Mikil þátttaka var i keppninni og bárust alls 769 myndir úr 56 skólum á landinu. t'dómnefnd áttu sæti Þórir Sigurðsson náms- stjóri, Borghildur óskarsdóttir myndlistarkennari og Árni Þór Eymundsson upplýsingafulltrúi. Guðmundur Þorsteinsson um- sjónarkennari i umferðarmálum við ráðuneytið afhenti verðlaunin en þau fengu eftirtalin börn: 1. verðlaun sem voru reiðhjól frá Fálkanum hlaut Aðalheiður Piego Hjálmarsdóttir úr Foss- vogsskóla, 2. verðlaun, iþrótta- búning frá Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar, hlaut Vil- hjálmur Kári Heiðdal úr Breið- holtsskóla, 3.-12. verðlaun voru bækur frá Erni og örlygi en þau hlutu Birgitta Guðmundsdóttir Kópavogi, Guðný Hafdis Hill, Sandgerði, Jens Reynir, Breiða- gerðisskóla, Jón Garðar, Æfinga- deild KHI, Petra B. Árnadóttir, Vogaskóla, Ragna Sigurlaug Ragnarsdóttir, Akureyri, Rik- harður Reynisson, Breiðholts- skóla, Sigurður Guðmundsson, Sandgerði, Sólveig Rósa Ólafs- dóttir, Æfingadeild KH, og Una Margrét Jónsdóttir, Vesturbæj- arskóla. —ÞH Enn titrar jarð- skorpan Jarðhræringa hefur aftur orðið vart á Kópaskeri, en þær eru enn sem komið er mjög vægar. Var þeirra vart bæði aðfaranótt þriðjudags og síðdegis sama dag. Höfundur „Fimm kvenna” viðstaddur frum- sýninguna Björg Vik, höfundur leikritsins FIMM KONUR sein frumsýnt veröur i þjóðleikhúsinu i kvöld, kom til landsins i gær i boði Norræna hússins. Hún flytur erindi uni verk sitt Fimm konur kl. 14.15 i dag i Norræna húsinu. Hún er fyrst og fremst smásagna- höfundur og á sunnudaginn kl. 17 les liún úr verkum sinum á sama stað og einkum úr siðasta smá- sagnasafninu Fortellingar om fri- het. Sagt hefur verið um Björg Vik að hún sé ein af fáum norskum rithöfundum sem njóti almennra vinsælda. Málefni kvenna hafa verið henni mjög ofarlega i huga og i verkum sinum fjallar hún um samband karls og konu og vanda- mál kynjanna. Björg Vik er blaðamaður aö mennt og vann mörg ár við blaðamennsku. Meðal annars stóð hún að útgáfu nýs kvennablaðs i Noregi, „Sirene”, sem kom fyrst út 1973. I kvöld verður Björg Vik við- stödd frumsýninguna á verki sinu i Þjóðleikhúsinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.