Þjóðviljinn - 08.04.1976, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Qupperneq 13
Fimmtudagur 8. april 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Sighvatur9 Jónas og Karvel vilja láta Hraða rannsókn sakamála Jónas Karvel Sighvatur Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til þess, að öll þau dómaraembætti, sem hafa með höndum rannsókn umfangs- mikiila sakamála, geti ráðið til starfa nauðsynlegan fjölda lög- fræðinga, rannsóknarlögreglu- manna og bókhaldsfróðra manna i þvi skyni að hraða rannsókn þessara mála svo þeim verði lokið sem allra fyrst. Svo hljóðar tillaga til þings- ályktunar sem þeir flytja Sig- hvatur B jörgvinsson, Jónas Árnason og Karvel Pálmason. Tillögu sina rökstyðja þeir á þessa lund: Timafrekar bókha Idsrannsóknir 1 þeim miklu umræðum, sem fram hafa farið um dómsmál nú að undanförnu, hefur m.a. komið i ljós, að þau opinberu embætti, sem fást við rannsóknur saka- mála, eru mjög vanbúin að starfsliði og starfsaðstöðu. Þetta hefur gert það að verkum, að rannsókn mála hefur dregist mjög — stundum langt úr hömlu. Einkum og sér i lagi virðist ganga mjög seint að rannsaka afbrota- mál, þar sem meiri háttar fjár- svik hafa átt sér stað. Slik mál krefjast þess, að umfangsmiklar bókhaldsrannsóknir eigi sér stað, en i þeim efnum eru dómstólar mjög vanbúnir og má þar t.d. nefna, að embætti rfkissak- sóknara hefur ekki einn einasta endurskoðanda starfandi á sinum snærum, heldur verður embættið jafnan að leita til endurskoðenda, sem stunda sjálfstæða endur- skoðunarstarfsemi, til þess að vinna slik bókhaldsrannsóknar- störf. Þessar endurskoðunar- skrifstofur eru oftast störfum hlaðnar, rannsóknarstörfin verða þæar að taka að sér i aukavinnu sé þá á annað borð unnt að fá þær til þess að taka þau störf að sér, og þvi liður oft mjög langur timi, jafnvel mörg ár, áður en bók- haldsrannsókn er lokið. Þá hefur það einnig gerst, aö þegar rannsókn er komin vel á veg tengist málinu einhver viðskipta- vinur endurskoðunarskrif- stofunnar þannig að ekki sé talið rétt, að sú endurskoðunarskrif- stofa haldi bókhaldsrannsókninni áfram. Verður þá að leita til annarrar og hefja rannsókn málsins að nýju. Klúbbur, Jörgensen Vátryggingarfélagið Allt verður þetta til þess að tefja rannsóknina, stundum úr hófi fram, en i málum, sem þess- um erhætta á, að afbrot fyrnist ef rannsókn liggur niðri um langan tima. Þá verður hinn mikli drátt- ur á bókhaldsrannsókninni einnig til þess, að aðrir þættir i rann- sókn sakamáls geta dregist eða liggi jafnvel alveg niðri. Oft er hér um að ræða mjög umfangs- mikil afbrotamál þar sem mjög stórar f járhæðir koma við sögu og þarf auðvitað ekki að lýsa þvi hvaða áhrif það getur haft á við- horf almennings til réttarfarsins i landinu ef rannsóknirá mjög um- fangsmiklum fjársvika- og af- brotamálum dragast mjög óhóf- lega á langinn, eins og dæmi eru til um. Af málum af þessu tagi má t.d. nefna svonefnt „Klúbbmál”, en rannsókn á þvi, þ.á.m. um- fangsmikil bókhaldsrannsókn, hófst haustið 1972 og lauk ekki fyrr en með birtingu ákæru nú ný- verið. I öðru lagi má nefna mjög umfangsmikið mál Friðriks Jörgensens, sem tekið var til rannsóknar árið 1966 og er enn ekki lokið. 1 þriðja lagi má svo nefna rannsókn á gjaldþrotamál- um Vátryggingafélagsins hf., en sú rannsókn hófst fyrir alllöngu og er ekki lokið enn. Þá er það einnig talsvert áberandi hversu langan tima það virðist taka frá þvi embætti skattrannsóknar- stjóra lýkur rannsókn og meðferð á skattsvikamálum og þangað til þeim lýkur með ákæru og dómi. Er hægt að nefna mörg dæmi þar um, bæði nýleg og eldri, Beiðnum ekki sinnt Skortur á bókhaldsfróðum mönnum til starfa hjá dómara- embættum er ekki eina orsök þess, að rannsókn mála tekur óhæfilega langan tima. Þessi em- bætti skortir yfirleitt flest, sem til þarf, bæði i aðstöðu og starfsliði. I þvi sambandi visast t.d. til viðtals við Þórð Björnsson rikissaksókn- ara, sem birtist i Þjóðviljanum 6. febr., s.l., svo og til fjölmargra blaðaviðtala við bæði hann og aðra yfirmenn rannsóknar- og dómsmála þar sem m.jög er und- an þvi kvartað, að beiðnum þeirra um aukið starfslið og bætta starfsaðstööu sé litill skilningur sýndur. Verður gerð nánari grein fyrir þessum atriðum og fleiru i framsögu. Réttarfarið gagnrýnt A undanförnum árum hefur al- menningur ekki sýnt dómsmálun- um mikinn áhuga. Þetta hefur breyst mjög á undanförnum mánuðum og mun nú um fá mál meira rætt. 1 ljós hefur komið að margt i þeim málum þarfnast mikilla úrbóta og ýmislegt er þar hægt að leysa með auknum fjár- veitingum og meiri skilningi Al- þingis og rikisstjórnar. Þegar svo er komið, að svo illa er búið að dómstólum og þeim embættum, sem fást viö rannsókn afbrota- mála, að slik mál af alvarlegasta tagi dragast á langinn von úr viti með þeim afleiðingum að sjálft réttarfarið i landinu verður fyrir harðri og ákafri gagnrýni og menn velta þvi fyrir sér i alvöru hvort verið geti, að allir is- lendingar séu ekki jafnir fyrir lögunum, þá má ekki við svo búið standa. Alþingi islendinga verður þá að sjá til þess, að dómstólun- um verði sköpuð sú aðstaða, sem geri þá hæfar til þess að verða við eðlilegum og sjálfsögðum kröfum um röska og rétta úrlausn mála. t þeim tilgangi að þetta geti orðið með sem skjótustum hætti er þessi þingsályktunartillaga flutt. Hertar reglur um skotvopn Lagt hefur verið fram á alþingi stjórnarfrumvarp um skotvopn, sprengiefni og skotelda, og eiga lögin að taka við af gildandi lög- um frá 1936 um skotvopn og sprengiefni. Þótti nauðsynlcgt að setja skýrari og fyllri reglur um þessi efni en veriö hafa. 1 frumvarpinu eru bráða- birgðaákvæði sem fela það i sér að öll skotvopnaleyfi falli úr gildi 1. júni á næsta ári og þarf að endurnýja leyfin samkvæmt þessum nýju lögum sem gert er ráð fyrir að öðlist gildi 15. júni i ár. Samskonar endurnýjun leyfa þarf að fara fram vegna verslun- ar með skotvopn, skotfæriogskot- elda, svo og vegna framleiðslu á slikum tækjum, og ennfremur leyfi manna til að mega annast sprengingar. Helstu ákvæði frumvarpsins Gert er ráð fyrir að endurnýja þurfi byssuleyfi og öll önnur gögn varðandi byssur og skotvopn og sprengiefni um meðferð skotvopna og skot- *færa eru þessi: Skotvopnaleyfi fást hjá lög- reglustjóra og skal i þeim greina nafn, nafnnúmer, stöðu og heimilisfang leyfishafa. Einnig skal tilgreina hvaða skotvopn eru leyfð, þar á meðal tegund , hlaupvidd og númer þess. Lög- reglustjóri heldur skrá yfir veitt skotvopnaleyfi. Hver sá sem ber á sér eða notar skotvopn skal hafa leyfið meðferðis og sýna það er löggæslumaður krefst þess. Að- eins má afhenda þeim skotfæri sem hafa skotvopnaleyfi. Ef skot- vopn eyðileggst, týnist eða þvi er stolið, skal eigandi þess (leyfis- hafi) tilkynna lögreglu um það. Aðeins má veita þeim einstak- lingi leyfi til þess að eignast skot- vopn, er sýnir fram á, að honum sé það gagnlegt eða nauðsynlegt. Aðeins sá einstaklingur getur fengið leyfi til þess að eiga skot- vopn sem uppfyllir eftirgreind skilyrði: 1. Hefur náð 20 ára aldri og hefur ekki verið sviptur sjálfræði. 2. Hefur ekki gerst brotlegur við ákvæði almennra hegingar- laga, áfengislaga eða laga, er varða meðferð skotvopna. 3. Hefur nægilega kunnáttu til þess að fara með skotvopn, er andlega heilbrigður, og er að öðru leyti hæfur til þess að fara með skotvopn. 15—16 þúsund skotvopn til Skráning skotvopna hófst hér á landi á árinu 1936. Þá voru sett Framhald á bls. 14. HORN í SÍÐU Eru mannaskipti framundan i ríkisstjórn Menn velta þvi nú fyrir sér hvort það séu hin ógnarlegu á- tök i Sjálfstæðisflokknum eða ó- stjórnin i landinu, sem valdið hafa þeim furðulega feluleik, sem forsætisráðherra landsins, Geir Hallgrimsson, nú er i. Þeir sem trú hafa á Geir Hallgrims- syni (þrir menn á Morgun- blaðinu og tveir á Visi) telja, að hér sé aöeins um að ræða vinnu- lag ráðherrans: honum sé tamt að vinna i kyrrþei að velferðar- málum eins og sannkristnum manni sæmir! Aörir telja, að hræðsla hans við þjóðina og þau verkefni, sem rikistjórnin þyrfti að glima við valdi þeim ein- kennilega leik, sem ráðherrann leikur, og enn aðrir telja, að hann hafi svo mikiö að gera við að bera klæði á vopn samflokks- bræðra sinna, að hann hafi ekki tima aflögu til þess að sinna stjórnarstörfum og láta af sér heyra á almennum vettvangi. Svo eru til þeir, sem telja að hvorutveggja það siðast nefnda valdi feluleik hans. Staða ráðherrans sjálfs er mjög tæp talin. Þannig verður hann að sætta sig við háðs- glósur fljótamannsins I dóms málaráðherrastólnum án þess að hræra legg né lið, hann verður að sætta sig við sifelldar aðfinnslur flokksbræðra sinna ogsamþingsmannafyrir linkind i öllum málum, og hann verður að sætta sig við það, að þjóðin hefur hann að háði og spotti, og við öllu þessu verða alvarleg augu hans að taka án þess að skapgerð hans leyfi honum að bera hönd yfir höfuð sér. Innanflokksvandi ráðherrans er honum hve erfiðastur. Sterkar raddir og háværar vinna að þvi leynt og ljóst, að losa tvo ráðherra út úr rikis- stjórninni, en ráðherrann berst á móti þvi, þar sem hann telur að slikt muni hafa mjög alvar- legar afleiðingar i för með sér fyrir álit rikisstjórnarinnar auk þess sem hann litur málið i þetta skipti réttum augum: þeim, að næst komi röðin að honum og hann verði látinn vikja úr ráðherrástóli, takist að vikja þeim tveimur ráðherrum burt, sem nú er að unnið. Þessir tveir ráðherrar eru iðnaðarráðherrann Gunnar Thoroddsen og fjármála- ráðherrann Matthias A. Matthiesen. Það þarf vart lengi að tiunda hver ástæðan er fyrir þvi, að sjálfstæðismenn vilji þessa tvo ráðherra á burt. Frammistaða iðnaðarráðherra hefur verið slik, að lengur geta ekki orða bundist flokksblöð ráðherrans. Helsti kvarnarsteinninn um háls Gunnari er til orðinn vegna framistöðu hans i orkuöflunar- málum, og fær þjóðin væntan- lega að súpa seyðið af henni á næstu misserum þegar rafmagn til heimilanna verður hækkaö um allt að 100% frammistöðu ráðherrans vegna. Ótal margt annað mætti til tina, en verður eftirlátið flokks- blöðum Sjálfstæðisflokksins þegar þeim þykir timi til kominn að slá þennan ráðherra sinn endanlega af. Ekki þykir frammistaða fjár- málaráðherrans glæstari. t hans stjórnartið hefur verið sett Islands- og Evrópumet i verð- bólgu. Fjárlög rikissjóðs hafa aldrei verið fjarri þvi að standast i sögu þjóðarinnar, sem hans fyrstu voru, og vart er talið að örlög þeirra, sem nú gilda, verði þau, aö standast. Erlendar skuldir hafa stór- aukist og þrátt fyrir sifellt tal ráðherra um að nú verði ekki tekin fleirilán erlendis er sifeld- lega verið að taka ný og ný lán þar og frá áramótum mun vera búið að taka erlend lán að upp- hæð 16 miljarðar, en það var einmittaðalboðskapurinn i fjár- málaræðu ráðherrans, að erlendum lántökum yrði hætt með öllu. Enn eina ávirðingu hafa flokksmenn fjármálaráð- herrans á hann borið, þá, að hann selji vitandi vits verðlaus skuldabréf fyrir miljónatugi mánuðhvern. Er svo um talað, að „verðbréf ”, sem ganga undir nafninu „verðleysisbréf” rikis- sjóðs, verði aldrei greidd út i peningum, heldur með öðrum „verðleysisbréfum”. Þykir mönnum að vonum, sem ráð- herrann ætti sjálfur að sjá að hver ju stefnir i þessum málum og hætta sölunni fyrr en svo er komið, sem flokksmenn hans spá. Iðnaðarráðherra hefur haft nokkuð jafnt fylgi við forsætis- ráðherrann i þingflokknum. Mun það nú vera að tinast af honum og i hinar ýmsu áttir, en þó ekki til forsætisráöherrans. Er fátt manna eftir i liði Gunnars af þingmönnum annar en Þorvaldur Garðar Kristjáns- son. Fjármálaráðherrann hefur ekki haft neinn flokk að baki sér innan þingliðsins og hefur enda ekki enn. Náði hann kjöri til embættis sins vegna þess, að margir vildu ná þvi, engir þeírra kusu hver annan, heldur köstuðu þeir atkvæöi sinu á þann mann, sem óliklegastur var til þess að hljóta hnossið, sem hann þó siðan gerði. Sjávarútvegsráðherra, sem hefúr verið afspyrnuóheppinn i ráðherradómi, á einnig á brattan að sækja meö að halda ráðherradómi sinum. Er sá að- stöðumunur með honum og hinum þeim, sem óskað er eftir að hverfi burtu úr rikisstjórn, að hann vill sjálfur gjarnan losna. Það sem að likindum kemur til með að valda þvi, að hann sitji ertn um hrið i embætti er, að margir vilja setjast í stólinn hans, en enginn einn hefur til þess nægilegan stuðning innan þingliðsins. Um eftirmenn ráðherrana er nokkuð rætt. Helst er talað um að fjármálaráðherra veröi sendur i útlegð og fengi undir bossann sendiherraembætti eða bankastjóraembætti i Lands- bankanum, sem mundi losna ef flokksbræðrum hans tækist það ætlunarverk að fá Jónas Haralz, fyrrverandi sósialista, i em- bætti fjármálaráðherra og siðan fái Jónas einnig sæti ráðherrans á flokkslistanum i Reykja- neskjördæmi. Þá mun Albert Guðmundsson sækja stift eftir að fá að setjast i sæti Gunnars Thor, en á and- stöðu að mæta. þvi fleiri hafa hugsað sér aö setjast þar. Guð- mundur H. Garðarsson hefur og áhuga á ráðherrasæti, og horfir þá helst til sætis sjávarút- vegsráðherra, en þó jafnframt til annarra sæta sem kynnu að los na. Eins og af þessu má sjá, sem er þó aðeins litill hluti þess ógnarvanda, sem að forsætis- ráðherranum steðjar, er kannski ekki nema eðlilegt, aö hann vilji fremur vera i feluleik við þjóð sina en að standa frammi fyrir henni og gera henni reikningsskil gerða sinna og sinna manna. — ú.þ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.