Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Næg atvinna á Raufarhöfn Togarinn Rauðinúpur lífsundirstaða staðarins Á Raufarhöfn hefur atvinnu- ástand verið fremur gott i vetur að sögn Angantýs Einarssonar skólastjóra þar. Er togarinn Rauðinúpur undirstaða aiirar vinnu þar og góð afkoma út- geröarinnar lifsnauösyn fyrir þorpið. Rauðinúpur hefur I vetur aflað betur en áður og landað reglu- lega. Hefur orðið að sækja vinnu- afl út fyrir staðinn, m.a. til Þórs- hafnar, en þar er allt aðra sögu að segja af atvinnumálum en á Raufarhöfn. Nokkrar konur frá Þórshöfn voru i eina viku um daginn i frystihúsinu á Raufar- höfn, og oftar hefur orðið að fá vinnuafl. Angantýr sagði að litið hefði fengist af grásleppu það sem af væri. Gæftirhefðu lika verið sér- staklega slæmar og stórviðri tið. Mætti segja að vindstigin væru álika mörg og grásleppurnar sem komið hefðu úr sjó. Undirbún- ingur undir Olympíuleik- ana 1980 MOSKVU (APN) A fundi Alþjóða olimpiunefndarinnar, sem haldinn var i Innsbruck áður en vetrarólimpiuleikarnir hófust, var lögð fram vinnuáætlun, sem nefndin, sem undirbýr ólimpiu- leikana i.Moskvu 1980, hefur samið. Formaður nefndarinnar, Vitali Smirmov, sem áður átti sæti i framkvæmdanefnd Alþjóða ólimpiunefndarinnar, segir aö menn telji siðari hluta júli og byrjun ágúst besta timann til að halda sumarleikana. i Tallin, þar sem siglingakeppnin mun fara fram, eru menn sammála þessari timasetningu. Sovéska nefndin leggur til að undankeppni knatt- spyrnukeppninnar fari fram i Leningrad, Kiev og Minsk auk M oskvu. Allt verður gert sem unnt er til þess að blöð, útvarp og sjónvarp fái eins góð starfsskilyrði og hugsanlegt er. Gert er ráð fyrir að allt að 7000 iþróttafrétta- ritarar sæki hina ýmsu þætti dag- skrárinngar. Verður auk aðal- miðstöðvar fyrir fréttaþjónustu komið upp sérstökum frétta- miðstöðvum fyrir frjálsiþróttir, sund, knattspyrnu, o.s.frv. Sjón- varpssendingar i litum verða sendar um 20 rásir tii allra heimshluta. I sambandi við leikana verður gerð breyting á umferð á mörgum aðalgötum Moskvu, þar sem umferðarálagið verður mest, ennfremur verður öll þjónustu- starfsemi aukin mjög, m.a. verslunar-og veitingaþjónusta. Hin viðtæka byggingaáætlun vegna leikanna mun ekki hafa áhrif á ibúðabyggingar i Moskvu. Þannig mun olympiubærinn, sem er i nágrenni hins stóra iþróttaleikvangs i Lusjniki, og myndaður er af fimm hringlaga ibúðablokkum, verða tekinn til ibúðar fyrir almenning að leikunum loknum. Samkeppninni um merki leikanna mun ljúka innan skamms. Þegar hafa borist yfir 26 þúsund tillögur. Námsmenn í Aix-en Province mótmæla Borist hafa mótmæli frá námsmönnum i Aix-en- Province i Frakklandi þar sem þeir vita rikisvaldið fyrir siðustu árásir þess á náms- menn. — Fara undirritaðir hörðum orðum um þann drátt er orðið hafi á úthlutun haust- lána og það frumvarp um náms- lán og námsstyrki er mennta- málaráðherra lagði siðan fram áAlþingi. Námsmennirnir telja að hér sé um að ræða fálim kenndar kreppuráðst. sem snið- gangi allar tillögur stúdenta og afhjúpi þann vilja ráðamanna að nám skuli vera forréttindi þeirra er auðinn hafa. Starfsmaður óskast Óskum eftir að ráða ungan reglusaman mann til starfa frá 1. júni nk. við eftirlit með mælingastöð og til aðstoðar við rann- sóknarstörf. Tæknimenntun æskileg. Um- sóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Raunvisindastofnun Iiáskólans, Dunhaga 3, Reykjavík, fyrir 1. mai nk. Skotvopn Framhald af 13. siðu. lög um meðferð skotvopna, inn- flutning og sölu þeirra. Ekki hef- ur verið fullkannað, hve mörg skotvopn eru nú skráð i landinu. Eftir upplýsingum frá lögreglu- stjóraembættinu i Reykjavik hafa tæplega 7 þúsund skotvopnaleyfi verið gefin út i Reykjavik frá þvi að byrjað var að skrá skotvopn. Þessi tala segir að visu ekki til um raunverulegan fjölda skot- vopna. Veldur þvi einkum, að stundum eru fleiri en eitt skot- vopn skráð i sama skotvopna- leyfi, ef sami maður á fleiri en eitt skotvopn. Á móti kemur, að i greindri tölu eru skotvopn sem orðin eru ónýt og skotvopn brott- fluttra manna úr umdæminu og einnig er i sumum tilfellum sama skotvopn skráð oftar en einu sinni, ef það hefur gengið kaupum og sölum. Hjá bæjarfógetaem- bættinu á Akureyri fengust þær upplýsingar, að siðan 1968 hafa öll skotvopn verið endurskráð og hafa siðan þá verið endurskráð og nýskráð um 1 þúsund skotvopn. Bæjarfógeti telur, að eitthvað sé ennþá af óskráðum skotvopnum i umdæminu, sem ekki hefur verið komið með til endurskráningar. Hjá bæjarfógetaembættinu i Kópavogi fengust þær upplýsing- ar, að rúmlega 600 skotvopnaleyfi hafi verið verið gefin þar út frá þvi að embættið var stofnað á ár- inu 1955. Svo sem áður var sagt, gefa þessar tölur ekki rétta hug- mynd um fjölda skotvopna. Ekki þótti vera sérstök ástæða til þess að kanna ýt^rlega skotvopna- fjölda i landinu. Miðað við fengn- ar upplýsingar er ekki óliklegt, að um 15 til 16 þúsund skotvopn séu nú til i landinu. Flest þessi skot- vopn eru haglabyssur og rifflar. Orfáar skammbyssur hafa verið skráðar. Á árinu 1968 var gerð gangskör að þvi að hafa uppi á skotvopnum, sem menn áttu, en höfðu ekki fengið leyfi fyrir. Var mönnum gefinn kostur á að skila til lög- reglu óskráðum vopnum eða fá þau skráð fyrir ákveðinn tima, enda yrði ekki komið fram refsi- ábyrgð á hendur þeim ef þeir sinntu áskoruninni. Þessar að- gerðir leiddu til þess, að milli 200 og 300 skammbyssum var skilað. Telja verður að mjög fáar skammbyssur séu til i landinu. Gildandi reglur um skotvopn eru fremur fábrotnar. Þeim til fyllingar hafa mótast reglur eða venjur, sem ekki eru eins um allt land. Ákvörðun Framhald á bls. 7. til afnota fyrir önnur riki á grundvelli sérstakra samninga sem gerðir yrðu um það efni. Þessar reglur verða að vera skýrar og ljósar, þannig að eng- ar deilur geti um þær risið. Það er hinsvegar einnig ljóst, að mörg riki, sem að visu segja, að þau styðji hugtakið efnahags- lögsaga, gera ýmsar tilraunir til þess að veikja hugtakið. 1 þvi sambandi vilja þau opna möguleika á þvi að véfengja á- kvarðanir strandrikisins, og ef efnisreglurnar eru ekki nógu' ljósar gætu slikir möguleikar opnast i sambandi við t.d. regl- ur strandrikisins um verndun fiskistofna, ákvörðun strandrik- isins' varðandi leyfilegan há- marksafla, möguleika strand- rikisins til að hagnýta fiski- stofna o.f.frv. Slikar aðfarir mundu i raun gera hugtakið efnahagslögsaga villandi og þýðingarlaust og mundu i fram- kvæmd bjóða heim hverskonar tilraunum til að grafa undan hugtakinu og eyðileggja þar með meginstoð i heildarlausn- inni. Þess vegna verða ákvarð- anir strandrikisins varðandi auðlindir að vera endanlegar. Það er af þessum sökum, herra forseti, sem sendinefnd tslands leggur höfuðáherslu á nauðsyn þess að ekkert fari milli mála i þessum efnum og þannig verði komið i veg fyrir ó- nauðsynlegar deilur.” Aldrei Framhald af bls. 1. einu áril dollari i Bandarikjunum og Eyjólfur Isfeld, forstjóri SH sagði að verð á þorskflökum hefði verið mjög stöðugt sl. 3—4 ár þar vestra. Varðandi þessa nýju verk- smiðju sem Coldwater ætlar að fara að byggja i Bandarikjunum, sagði Þorsteinn Gislason forstjóri að fyrsti áfangi hennar fullbúinn myndi kosta milli 7 og 8 miljónir dollara, eða sem svarar 1,4 mil- jörðum isl. króna og verður bygg- ingin fjármögnuð með lánsfé að mestu leyti. Þess má og geta að heildarvelta Coldwaters i Bandarfkjunum á siðasta ári var 100 miljónir doll- ara en söluverðmæti fiskafurða frá tslandi til verksmiðjunnar nam 67 miljónum dollara. —S.dór Sautján veiðiþjófar fyrir vestan Þrjátíu og sex breskir togarar voru við island í gær, þar af sautján á Vest- fjarðamiðum, norðvestur af Straumnesi. Með þeim voru þrjár freigátur og þrjú dráttarskip og birgða- skip. Ekkert bar til tíðinda á rniðunurn i gær. Varhugaverð bréfakaup Mjög er nú um það talað af mönnum þeim, sem til þekkja i viðskiptaheiminum, að hin verð- tryggöu bréf, sem ríkissjóður setur á markaðinn endrum og sinnum til þess að f jármagna eina og aðra framkvæmd, eða bein- linis til þess að þyngja aðeins í rikiskassanum, verði harla litils virði innan skamms tima. Byggja menn þetta á þvi, að þegar að þvi kemur að rikissjóður þurfi að fara að greiða bréfin út verði ekkert til af peningum þar frekar en fyrri daginn. Ræða menn það nú, að greitt yrði nafn- virði bréfanna i krónum talið, en verðtryggingin yrði greidd út með nýjum verðbréfum á rikis- sjóð. Hinir svartsýnni i hópnum telja, að öll upphæðin verði greidd með nýjum verðbréfum, og þá ekkert i peningum, eða eins og einn peningamaðurinn orðaði það: greitt með verðleysis- bréfum. Eru þvi vissulega ástæða til þess fyrir fólk, að endurmeta allar ástæður fyrir slikum bréfa- kaupum vilji það fá peninga I hendur þegar fram liða stundir. fÞJÓÐLEIKHÚSIfi FIMM KONUR eftir Björg Vik. Þýðandi: Stefán Baldursson. Leikmynd: Þorbjörg Höskuldsdóttir, Leikstjóri: Erlingur Gislason. Frumsýning i kvöld kl. 20. 2. sýning sunnud. kl. 20. CARMEN föstudag kl. 20. NATTBÓLIÐ laugardag kl. 20. KARLINN Á ÞAKINU laugardag kl. 15. sunnudag kl. 15. Litla sviöið: INUK sunnudag kl. 15. Næst siðasta sinn. Miðasala 13,15—20. Simi 1-1200. EIKFÉIA6 YKJAYÍKUrC EQUUS i kvöld. — Uppselt. SKJALDHAMRAR föstudag. — Uppselt. VILLIÖNDIN laugardag kl. 20,30. KOLRASSA sunnudag kl. 15. EQUUS sunnudag kl. 20,30. SKJALDHAMRAR þriöjudag. — Uppselt. SAUMASTOFAN miðvikudag kl. 20,30. Miðasalan i Iðnó opin kl. 14 til 20,30. Simi 1-66-20. Nemendaieikhúsið Hjá Mjólkurskógi Sýning i kvöld kl. 21, sýning mánudag kl. 21 Verð miða: 400 kr. Miðasalan opin i Lindar bæ daglega kl. 17—19 sýningardaga kl. 17—21 Simi 21971. Pípulagnir \ ý 1 a g n i r, b r ey t i n ga r, hitaveitutengingar. Simi (milli kl. 13 og 1 og eitir kl. 7 á kvöklin). BLAÐBERAR Vinsamlega kornið á afgreiðsluna og sækið rukkunarheftin. ÞJÓÐVILJINN BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi Fossvog Seltjarnarnes Mávahlíð Langholtsveg Brúnir Hjallaveg Vinsamlegast haf ið sarnband við afgreiðsluna — sírni 17500. ÞJÓÐVILJINN c

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.