Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 2
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. april 1976. Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Hér eru fjórir foringjar „verndara” okkar nýbúnir að fá orður fyrir „vaskiega framgöngu” I Vest- mannaeyjagosinu. Hvenær ætli þeir verði orðaðir fyrir vernd slna gegn yfirgangi breta í islenskri land- helgi? 17. júní? þessi ósköp dundu yfir þá? Rússar bara að koma. Mikil blessun að eiga skjól i vændum. Flestirótrylltir menn vissu þá og hafa vitað síðan, að allur þessi málatilbúnaður var hinn ómerkilegasti. Mikið skal þó leggja á sig vegna komma- hræðslunnar. Það er hægt að trúa hvaða lygi sem er, láta draga sig nærri þvi hvert sem er og samþykkja nærri hvað sem er. Síðan höfum við dinglað i bandalagi þessu, sem hefur reynst eitthvert voðalegasta bófafélag á jörðunni. Ætli göml- um ungmennafélögum, sem sátu á þingi ’49, hafi aldrei verið um og ó siðan þeir ráðstöfuðu börnum sinum á þennan hátt. Þú manst eftir sögunni um kirkjusmiðinn á Reyni. Bóndinn gerðisamningviðókunnan smið oghét syni sinum að launum eða þvi að geta nefnt rétt nafn smiðsins áður en verki lyki. Hann fór lika einförum i vand- ræðum sinum, manngreyið. Hann vissi ekkert við hvern var að eiga. Það var þó söngur úr holti, sem leysti málum að þvi sinni. Þessi saga sýnir okkur, hvað nauðsynlegt er að vita hin réttu nöfn hlutanna og nota þau, en ekki önnur. Ég hef litla þekk- ingu á tungum annarra þjóða en grunar þó, að fáar þjóðir eigi tungumál, sem sé jafn rökrétt i mörgum atriðum og islenskan er. Þess vegna skýrir það margt, þegar hlutirnir eru kall- aðir sinum réttu nöfnum. Hafi aumihgja mennirnir sem leiddu okkur i Nató forðum, átt erfiðar einverustundir fyrst á eftir (sem ég vona), þá hefur það rjátlasttöluvertaf þeim áður en langt leið. Næsta atlaga sýndi það. Þá gekk bara vel að ljúga i þá. Allir fyrri svardagar gleypt- ir og þeir tóku við hernum og virtust næstum fegnir. Stóri flugvöllurinn var byggður og endurbættur og margir komust i feitt. „Tveir flugvellir hættuminni en einn” En svo kvisaðist að framverð- ir frelsisins þyrftu kannski land undir annan flugvöll annars gæti orðið erfitt að varðveita nægilega mikið frelsi. Nú voru góð ráð dýr, sumir ættjarðar- vinir fóru að kaupa jarðir, þar sem slétt var undir, svo að hægt væri nú að útvega land undir annan flugvöll með viðunandi kjörum. Þetta var tvimælalaus ættjarðarást. Það þykist ég lika muna, að hingað kæmi norskur hershöfðingi, sem héti Bjarni öen. Eitthvað var það i sam- bandi við flugvöllinn væntan- lega. Ég hef haft það til marks um erindi hans, að á framboðs- fundi fyrir norðan, þegar Jónas Arna var að ræða þetta mál við Karl Kristjánsson, hafi Karl sagt: „öen taldi, að tveir hern- aðarflugvellir byðu minni hættu heim en einn.” Ég hef siðan haldið, að ég myndi þetta orð- rétt. Þarna var áreiðanlega stutt i það, að ráðist yrði i fram- kvæmdir. Hvað varð til þess að breyta málunum veitégekki, en tel vist, að ekki hafi það verið fyrir islenskan tiiverknað. Föð- urlandsást jarðarkaupmanna notaðist ekki að þvi sinni. Siðan þetta gerðist, er mikið vatn runnið til sjávar og á okkur hef- ur dunið dögum oftar sibyljan sama um þýðingar lands okkar fyrir varnir frelsisins og óskap- leg hætta hefur stundum verið á að rússar tækju okkur i karp- húsið. Heræfingar rússa á landgrunninu Éghef Moggann fyrir þvi, að þeir hafi jafnvel stundað flota- æfingar á landgrunni íslands. Það fer nú um mann af þvi sem minna er. Stundum eru þó fyrir- sagnir i Mogga ekki verulega nákvæmar. Þegar Moggi sló upp rosafyrirsögn um heræfing- arnar á landgrunninu okkar, þykist ég muna, að fréttamönn- um væri boðið i flugferð með könum að skoða herlegheitin. Þeir flugu i suður, flugu lengi, og þegar komið var nær þvi suð- ur á móts við Lundúnaborg, birtist flotinn voðafegi. Þá þótti mér landgrunn vort með allra stærsta móti. Ég er ekkert kátur yfir heræfingum neinskonar nær eða fjær, en svona fiflalæti eru þó enn siður fagnaðarefni. Það er vegna þess að hér er ver- ið að forðast að kalla hlutina réttum nöfnum svo frekar sé hægt að trylla frá fólki vitið. Enda kom árangurinn i ljós, þegar undirskriftasöfnunin var framkvæmd um árið, að marg- ur sem lengst af hafði talið sig trúa á „Krist minn Mariusson”, trúði nú á „trunt, trunt og tröllin i fjöllunum”, og skrifaði bara undir. Sá skilningur er orðinn rikur, að án hersetu verði ekki lifað i landinu. Þetta gildir um allt of marga og er árangur þess að trylla frá fólki vitið og kalla engan hlut réttu nafni, þegar á þessi mál er minnst. Þess vegna er lika óhætt að sverja Nató hollustueið við hvert ilivirki þeirra i landhelgismálinu. Fréttaflutningur og þjóðarstolt ÞU manst eflaust vel árin, sem nýlendurnar voru að brjót- ast undan kúgurum sinum. Þá vorum við fóðraðir heldur bæri- lega á fréttum af þessum voða- legu mönnum, sem allt vildu heldur drepa og eyðileggja en þiggja föðurlega umsjá hinna menntuðu þjóða, sem auk þess voru i Nató. Þarna var margur Jón Sigurðsson úthrópaður á hroðalegan hátt. Borgarablöðin islensku og Rikisútvarpið sungu ' þennan ljóta og villandi söng næstum i einum kór. Þetta var talið hæfilegt fóður handa is- lendingum og upp úr þessu moldviðri stóð Þjóðviljinn lengst af einn blaða. Heimildar- menn voru nú ekki af lakara taginu, nefnilega sama fólkið og hróparnú út yfir heiminn fréttir af þvi, hvernig Höskuldur og fé- iagar eru sifellt að reyna að sigla niöur herskip Betu drottn- ingar. Er ekki mál að rumska og hætta að láta ljúga i sig. Ég hef rætt eingöngu um dökku hliðarnar og nóg er enn, sem sýður undir niðri. Þessu verður þó að linna i bili og ég ætla að segja þér sögu Ég var staddur fyrir tæpum tveimur árum i góðum og glöð- um hópi islendinga. Við vorum á ferð i Karpatafjöllum. Þar er náttúrufegurð alveg sérstök. Sólin var að ganga tii viðar og skógurinn glóði. Við vorum bergnumin. Þá kallar farar- stjórinn á ungan dreng til sin og fer að ræða við hann. „Finnst þér þetta ekki fallegt?” „Jú.” „Hefurðu nokkurn tima séð nokkuð svona fallegt?” „Já, bara heima,” svaraði drengur- inn. Flóknara var það nú ekki, Oddbergur. Vertu svo blessaður ogskrifaöu fljótt. Sigurður Pálsson. UMSJÓN: ERL^GUR SIGURÐARSON 1 'uskukarlasamþykkt 1 Þjóðviljanum 6. april 1976, bls. 14, birtist án athugasemda ritstjórnar mjög athyglisverð samþykkt, sem gerð var á aðal- fundi Lögmannafélags íslands 26. mars s.l., þar sem fordæmt er ofbeldi geg- lögmönnum og dómurum VÍÐA UM HEIM (!) (Af hverju ekki Guðs um geim?). öll er -amþykktin hin átakanlegasta. 1. Hvers vegna eru ekki talin upp þau lönd, þar sem nefnt ofbeldi á sér stað? 2. Hverja vill Lögmannafélag Isiands sneiða hjá að móðga, eða var yfirleitt ætlunin að móðga nokkurn? 3. Er hugsanlegt, að ein ástæðan til þess , að rikis- stjórnir „viða um heim” þora að beita lögmenn og dómara ofbeldi og jafnvel láta þá hverfa sporlaust, sé sú, að lögmannafélög „viða um heim” lúti forystu ámóta tuskukarla og þeirra, sem stóðu að þessari ámatlegu samþykkt? Reykjavik, 6. apri! 1976 Siguröur Baldursson. Bæjarpósturinn væntir þess að Lögmannafélagið svari spurningum Sigurðar. Svarið mun verða birt hér á siðunni um leið og það berst. Bréf til Oddbergs jrá Sigurði Pálssyni Oddbergur minn góður! Það er satt að ég hef af þvi nokkra raun hvað fundum okkar hefur fækkað seinni ár. Ég ætla að reyna að brúa bilið og vona að þú svarir mér á sama vett- vangi áður en langt lióur. Margt sækir á hugann og eru það eink- um þær hliðar þjóðmálanna, sem mér þykja uggvænlegast- ar, sem ég ætla að nefna i byrj- un. Nákvæmrar rann- sóknar er þörf Það sem kemur mér af stað öðru framar er, að i dag 30. mars eru timamót, sem ég tel að enginn islendingur hafi á- stæðu til að minnast með stolti. Þú veist hvað ég er að fara. Það er inngangan i Atlantshafs- bandalagið. Enda sé ég ekki að nokkur sé að minnast afmælis- ins i dag með ánægju. Eru menn þó sjaldan að spara sjálfshólið — ef annað er vogandi. Ég var bara barn ennþá norður i landi, þegar mikill meirihluti alþing- ismanna lét leiða sig eins og bú- fé inn i Nató. En það voru ekki bara þingmenn, sem leiddir voru. Þeir leiddu þjóðina inn i þessi þokkasamtök og svo var haldið upp á allt saman með þvi að beygja töluvert stóran hóp af fólki, sem kallað hafði verið á Austúrvöll. Flestir voru svo trakteraðir með táragasi, sumir beint i augun. Þetta var alveg bráðnauðsynlegt til þess að menn skildu hlutina i réttu sam- hengi, enda hafði meðhöndlun þessara náðarmeðala verið æfö i hæfiiegan tima. Þegar svona atburðir gerast er þörf að draga af þeim rétta lærdóma. Þess vegna verður að rannsaka allt sem gerðist þennan dag og þá næstu á undan og eftir. Þetta þarf að gera áður en hlutirnir fyrnast um of. Ýtrustu ná- kvæmni og óhlutdrægni þarf að viðhafa i svona rannsókn. Ég nefni þetta vegna þess að mér finnst óþolandi annað en að sögubækur skýri rétt og ýtar- lega frá þessu öllu. Ég hef eina sögukennslubók undir höndum sem heitir „Frá einveldi til lýð- veldis”. Þar er tekið sannköll- uðum vettlingatökum á þessum atburðum ogaðallega er þögnin notuð tii að villa fyrir lesendum. Kirkjusmiðurinn á Ileyni Mér þykir illt að una þessu og finnst alveg sjálfsagt mál, að is- lendingar geti i nútið og framtið fengið réttar upplýsingar um þá miklu niðurlægingu, sem kjörn- ir fulltrúar þjóðarinnar voru lagstir i á útmánuðum 1949. Þó að fulltrúar sósialista reyndu eins og þeir gátu að spoma við fótum þá eins og endranær, þeg- ar niða hefur átt rétt af islend- ingum, dugði það hvergi til. Hvað skyldu hin herleiddu þing- mannagrey hafa hugsað, þegar t 27 ár höfum viö dinglaö I félagsskap sem er eitthvert voöalcgasta bófafélag á jöröinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.