Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 4
'4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. april 1976. DiOmiUINN MÁLGAGN SÓSlALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Ilaraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 iinur) Prentun: Blaðaprent h.f. EITT PRÓSENT Það hefur komið fram i blaðaviðtali við forstöðumann Þjóðhagsstofnunar, að verulegur hluti þeirra verðhækkana sem orðið hafa að undanförnu á alls ekki rætur sinar að rekja til kauphækkana. Meginhluti hækkananna á rætur sinar að rekja til beinna stjórnvaldsákvarðana um margvislegar hækkanir á opinberri þjónustu. Þegar kjarasamningar voru gerðir lagði rikisstjórnin ýmsar upplýsingar um verðhækkanir og fleira i hendur efnahags- sérfræðinga sinna. í þeim upplýsingum kom meðal annars fram að gert var ráð fyrir þvi að hitaveitugjöld hækkuðu um 15%. Reyndin varð hins vegar sú að hita- veitugjöldin hækkuðu tvisvar sinnum meira eða um 27%. Nú hefur hitaveitan í Reykjavik hækkað þjónustugjöld sin á einu og hálfu ári um 120%. Þegar kjara- samningarnir voru i bigerð var ekki gert ráð fyrir neinum hækkunum pósts og sima á næstunni. Reyndin varð hins vegar sú að póstur og simi hækkaði sina þjónustu um 29%. Þannig var i kjarasamningunum blygðunarlaust logið að sérfræðingum Þjóðhagsstofnunar sem aftur komu ósannindunum á framfæri við forustu- menn verkalýðshreyfingarinnar. Á grundvelli ósannindanna var svo byggð verðlagsspáin sem rauðu strikin voru mið- uð við. Þannig hefur rikisstjórnin gert sig seka um gróft afbrot gagnvart verkalýðs- hreyfingunni afbrot sem hlýtur að hafa það í för með sér að verkalýðshreyfingin mun ekki framar geta tekið minnsta mark á núverandi ríkisstjórn. Vissulega hefur verkalýðshreyfingin með siðustu samningum tryggt það að kaupmáttur á ekki að skerðast á þessu ári frá þvi sem var að meðaltali á sl. ári, en staðreynd er engu að siður að verðhækk- anirnar hafa gengið miklu hraðar yfir en heitið var af hálfu stjórnarvalda og nú er aðeins 1% eftir af kauphækkuninni sem samið var um — eitt prósent! Verðhækkanahrinuna að undanförnu hafa Ihaldsblöðin notað til þess að ráðast á verkalýðshreyfinguna, til þess að kenna henni um hækkanirnar og til þess að reka þann fráleita áróður að ekkert þýði fyrir verkalýðshreyfinguna á slikum timum að knýja fram kauphækkanir þvi að skipting kökunnar sé óumbreytanleg. En hér er farið með falsanir. I fyrsta lagi eiga þær verðhækkanir sem orðið hafa að undan- förnu ekki rætur að rekja til kauphækk- ananna. Þessar hækkanir eru flestar komnar frá opinberum aðilum og þær voru i rauninni ákveðnar mikið til áður en gengið var frá kjarasamningunum — en þær voru vandlega faldar. Hækkanir pósts og sima, á afnotagjöldum rikisútvarpsins, á hitaveitugjöldum, á strætisvagnafar- miðum og á annarri opinberri þjónustu eiga ekki rætur sinar að rekja til kauphækkananna i febrúar. í annan stað eru kenningar ihaldsins falsið eitt vegna þess, að auðvitað væri hægt að skipta arði þjóðfélagsins öðru visi en gert er. Það væri hægt ef vilji væri til þess og nægilega sterkt þjóðfélagslegt afl, til þess að breyta þeim vilja i athafnir, framkvæmd. Það er hægt að skerða gróðasöfnun milliliða um miljarði króna. Það er hægt að skera niður fjármagnskostnað við yfir- byggingu þjóðfélagsins um miljarði, það er hægt að spara miljarði i atvinnugrein- unum þar sem sóað er og svallað með al- mannafé . Eða hlýtur það ekki að vera só- un að hafa hér á landi 110 frystihús og 200 saltfiskverkunarstöðvar svo dæmi séu nefnd? Hér þarf að taka til hendinni og hér þarf mörgu að breyta. Mikið rétt. Þetta hefur oft áður verið sagt og skrifað og ekkert orðið úr. En nú bendir hins vegar margt til þess að pólitiskar forsendur séu að skapast til þess að gjörbreyta þjóðfélaginu launa- mönnum i vil. Forustumenn verkalýðs- hreyfingarinnar gera sér æ betur ljósa nauðsyn pólitiskra athafna og nú verða verkalýðssinnar og islenskir sósialistar að taka höndum saman. Þeir þurfa að flytja tillögur um það hvernig unnt er að gjörbreyta samfélagsgerðinni alþýðunni i vil. Um þær tillögur þarf að safna öllum launamönnum undir merki alþýðusam- takanna. Þá þarf ekki að vera langt að biða þess að sú tið renni upp að verka- lýðurinn, hinn vinnandi maður til sjávar og sveita, taki völdin i sinar hendur, stjórni þjóðfélaginu i sina þágu, svipti afætulýðinn forréttindunum. Sú kemur tið. —s. Vafasamur sparnaður Þeim dettur ýmislegt i hug i sparnaðarskyni i ráðuneytunum annað en að skera niður pappirsnotkun embættismanna. Þjóðviljinn skýrði nýlega frá þvi aö menntamálaráðuneytið hefði beint þeim tilmælum til fræðsiuyfirvalda i héraði að fjölga ætti nemendum i bekkj- ardeildum frá þvi sem nú er. Með þessu var ætlunin að spara lausráðinn vinnukraft. Blaðið komst á snoðir um það að i nokkrum skólum var þegar farið að tilkynna stundakennur- um aö ekkert yrði fyrir þá að gera næsta vetur. Samband islenskra barna- kennara brást hart viö þessari frétt, enda er hér vegið að starfsgrundvelli þeirra og vel- ferö skólabarna. 1 ályktun sem stjórnog fulltrúaráð sambands- ins samþykkti 3. april er itrekuð sú skoðun barnakennara að ekki eigi að vera fleiri en 24 nemend- ur i einni bekkjardeild i hæsta lagi. Fundurinn lýsti jafnframt þeirri skoðun sinni, að það sé ein höfuðforsenda fyrir blönduðum bekkjum hvað námsgetu snertir, að nemendafjölda sé svo i hóf stillt að kennarinn hafi einhverja möguleika á að sinna sérþörfum hvers nemanda i bekknum. Kennarar og foreldrar þurfa að sameinast um aö hnekkja þessari fyrirætlun mennta- málaráðuneytisins, sem felur i sér, eins og StB orðar það, rétt- arskerðingu islenskra barna. Kröfluumrœðan Varla opnar maður blað þessa dagana eða skrúfar frá útvarpi eða sjónvarpi að ekki sé rætt um rannsókn á gjaldþrotamálum Vátryggingafélagsins h.f., en þeirri rannsókn er enn ekki lok- ið. Þá er það einnig talsvert áberandi hversu langan tima það virðist taka frá þvi embætti skatttannsóknarstjóra lýkur rannsókn og meðferð á skatt- svikamálum og þangað til þeim lýkur með ákæru og dómi, og er hægt að nefna mörg dæmi þar um, bæði nýleg og eldri.” Þjóðhags- stofnun spáir Baldur óskarsson, miðstjórn- armaður i ASI var á þeirri skoðun i sjónvarpsþætti á dög- unum, að Þjóðhagsstofnun væri best að loka meðan við völd væri rikisstjórn sem ekki sýndi af sér mannlega hegðun. Meðan þannig væri i pottinn búið myndu allar spár stofnunarinn- ar reynast rangar. 1 kjara- samningunum voru allar kaup- hækkanir miðaðar mjög nákvæmlega við spá stofnunarinnar um verðlags- þróunina á samningstimabilinu. Ekki var þó fyrr búið að undir- rita samninga en rikisstjórnin hellti miklu stórfelldari verð- hækkunum yfir þjóöina en gengið var út frá i spá Þjóð- hagsstofnunarinnar. 1 viðtali við Visi á þriðju- daginn segir Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofn- unar, að enn séu verðlagshækk- anirnar 1-2% undir rauða strik- inu 1. júni, sem er bundið viö 557 visitölustig. Hann spáir þvi að visitalan fari 2 til 3% yfir rauða strikið 1. júni, og verður launa- fólki þá bætt það sem umfram er mánuði siðar. Nú er að sjá hvort spáin stenst, eða hvort það sannast að best færi á þvi að Þjóðhagsstofnunin lokaöi. —ekh Kröflu. Ýmsir þættir hafa orðið þess valdandi að Kröflufram- kvæmdin hefur orðið að stór- máli. Eitt er athyglisvert við þessa umræðu. t henni taka þátt bæði pólitikusar og sérfræðing- ar. Siöarnefnda hópnum hefur oft fundist á sér hvila viss þagn- arskylda vegna þess að hann telst til embættismanna. Að þessu sinni hafa Kröflumálin knúið þá fram á ritvöllinn. Al- menningi hefur þvi gefist óvenju góður kostur á að vega og meta hvort rétt hafi verið að Kröflumálum staðið. Það er svo annað mál hvort að niðurstaðan af þessari umræðu verður skyn- samleg. Það er eins og kunnugt er ákaflega erfitt að viðurkenna mistök, og þaðan af erfiðara að læra af þeim. Seinagangur dómskerfisins Alþingismennirnir Sighvatur Björgvinsson, Jónas Arnason og Karvel Pálmason hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar, þar sem skorað er á rikisstjórn- ina að tryggja það þegar i stað að öll þau dómaraembætti sem hafa með höndum rannsókn umfangsmikilla sakamála geti ráðið til starfa nauðsynlegan fjölda lögfræðinga, rannsóknar- lögreglumanna og bókhalds- fróðra manna i þvi skyni að hraða rannsókn þessara mála. Alkunna er að dómskerfið tel- ur seinagang dómsmála fyrst og fremst til kominn vegna mann- fæðar. Ekki sist veldur þetta erfiðleikum i sambandi við mál sem krefjast flókinna bókhalds- rannsókna. I greinargerð með tillögu þingmannanna þriggja eru tilgreind þrjú dæmi um óeðlilegan seinagang mála. Það er Klúbbmálið, Jörgensens- málið og gjaldþrotamál Vá- tryggingafélagsins. Um þetta segir svo i greinargerðinni: ,,Af málum af þessu tagi má t.d. nefna svonefnt „Klúbb- mál”, en rannsókn á þvi, þ.á.m. umfangsmikil bókhalds- rannsókn, hófst haustið 1972 og lauk ekki fyrr en með birtingu ákæru árið 1976. 1 öðru lagi má nefna mjög umfangsmikið mál Friðriks Jörgensens, sem tekið var til rannsóknar árið 1966 og er enn ekki lokið, en hinn langi dráttur á að rannsókn þess máls ljúki mun m.a. stafa af þvi, að hér er um að ræða mál, sem krefst mjög umfangsmikillar bókhaldsrannsóknar, sem viðkomandi dómstólar hafa átt i erfiðleikum meðað framkvæma vegna skorts á starfsliði. 1 þriðja lagi má svo nefna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.