Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. april 1976. Ragnar Arnalds um Kröfluvirkjun: Skynsamleg nýting orkunnar mikilvægust Umræðum út af skýrslu Gunnars Thoroddsen um Kröflu var haldið áfram í gær og varð ekki lokið. Þeir Ragnar Arnalds og Bragi Sigurjónsson ftuttu ræður sínar og síðan var fundi í Sameinuðu þingi frestað. Nýting orku farið úrskeiðis Ragnar Arnalds hóf ræðu sina með þvi að vikja að ýmsum tæknilegum atriðum við virkjun- ina sqm gagnrýnd hafa verið. Hann sagði að blaðaumræður hafi borið sterkan keim af æsifrétta- mennsku. Siðan sagði Ragnar orðrétt: Hvað sem liður öllum þessum ásökunum á yfirstjórn orkumála út af Kröfluvirkjun, — ásökunum, sem menn hljóta að miklu leyti að visa á bug, sem illa rökstuddum, þá er hitt ljóst, að rikisstjórnina hefur skort heildarstefnu i orku- málum og hana má ásaka fyrir ýmislegt annað i raforkumálum en byggingu Kröfluvirkjunar. bar á ég fyrst og fremst viö nýt- ingu orkunnar — ekki orkuöflun- ina. Bygging orkuveranna við Sig- öldu og Kröflu var tvimælalaust nauðsyn i ljósi þeirra viðhorfa sem við blöstu fyrir rúmu einu ári og sama gildir um byggingu byggðalinunnar. En sá þátturinn, sem snýr að nýtingu orkunnar, hefur bersýni- lega farið úrskeiðis og mun ég vikja að þvi siðar. Áætlun um nýtingu innlendra orkugjafa til húshitunar Það sem hefði þurft að gera i orkumálum islendinga og þarf enn að gera, er einkum þetta: t fyrsta lagi hefði þurft fyrir löngu, eins og við Alþýðubanda- lagsmenn höfum margsinnis lagt til, að gera vandaða áætlun um nýtingu innlendra orkugjafa til húsahitunar, bæði varðandi raf- orku og jarðvarma. Hvarvetna i þéttbýli þar sem einhver vafi gæti leikið á, hvort nægur jarðhiti fengist siðar en þó fyrir hendi einhver von, virðist þaö eðlilegasta lausnin, að byggð sé f jarhitun, sem notað gæti hvort heldur sem væri ódýrt næturraf- magn og afgangsorku, svartoliu eða jarðhita, þegar hann væri fenginn. A þetta hefði þurft að stefna eftir að orkukreppan lá fyrir á árinu 1974 og ljóst var, að olian myndi ekki lækka i verði. Sérstaklega hefði þurft að taka þessa stefnu upp hvað snertir ný- byggingar og ný ibúðahverfi á stöðum, sem ekki hafa hitaveitu. En þvi miður hefur litið verið gert i þessa átt, og menn hafa beðið eftir frekari jarðhitarannsókn- um. Að þessu leyti hefur rikis- valdið brugðist forystuskyldu Þíngsjá sinni, enda ljóst að litlir þéttbýlis- staðir út um land ráða ekki við slikt viðfangsefni án mikillar fyr- irgreiðslu ríkisins. Á þeim stöðum, þar sem von- laust er að jarðvarmi verði nýttur til húsahitunar, og það á að sjálf- Ragnar Arnalds sögðu einkum við um sveitirnar, er hins vegar sjálfsagt að ganga markvisst til verks og skipta úr oliuhitun I rafhitun i samræmi við fyrirfram gerða áætlun. En þetta er einnig mikið verk- efni og kostar ekki aðeins fjár- muni til uppbyggingar á dreifi- kerfinu heldur einnig forystu og frumkvæði iðnaðarráðúneytisins. Þessu verki hefur seinkað óhæfi- lega, og enn liggur ekkert fyrir um, að þessu verki verði hraðað. Stofnlína til Austurlands 1 öðru lagi er sjálf- sagt að undirbúið verði svo fljótt sem verða má, að lögð verði stofnlina, 132 kv eða jafnvel 220 kv frá Kröflu til Grimsárvirkjun- ar á Austurlandi. í þessu sam- bandi er rétt að benda á, að arð- semisútreikningar um mikinn taprekstur við Kröflu á fyrstu ár- um virkjunarinnar, sem þing- menn Alþýðuflokksins átu upp hver á eftir öðrum við umræður utan dagskrár hér i þinginu sl. fimmtudag, voru eingöngu byggðir á þvi, að Kröfluvirkjun yrði rekin ein sér án tengsla við orkuveitusvæði i öðrum lands- hlutum. En það er að sjálfsögðu fráleitt. Ég þykist vita, að hæstv. orkuráðherra hafi fullan skilning á þvi, að linan til Austfjarða verði að koma sem fyrst. En slik linu- lögn tekur óhjákvæmilega nokk- urn tima vegna nauðsynlegra rannsókna, og þvi er ekki að ieyna, að undirbúningur að Aust- fjarðarlinu hefur dregist úr hömlu. Héöan af verður sú lina a.m.k. einu ári seinna á ferðinni en 1. áf. Kröfluvirjunar. Kannski er þar við .einhverja aðra að sak- ast en hæstv. orkumálaráðherra, en hitt er ljóst, að rikisstjórnin og stjórnarflokkarnir bera ábyrgð- ina. Itarleg markaðskönnun 1 þriðja lagi þarf að fram- kvæma itarlega markaðskönnun vegna hugsanlegrar sölu á af- gangsorku og annarri ódýrri orku til iðnaðar vegna fyrirtækja, sem þegar eru fyrir hendi og nota nú oliu til orkuframleiðslu, t.d. á Akureyri. Þessi könnun mun vera að hefjast um þessar mundir, en fyrirtækin veröa um leið að fá um það glöggar upplýsingar, á hvaða verði væri hugsanlegt að fá slika orku keypta. Þessi könnun mun hins vegar vafalaust breyta veru- lega fyrirliggjandi orkuspám, sem nú eru hafðar til viðmiðunar i öllum umræðum um þetta mál. Hröðun á uppbyggingu iðnaðarfyrirtækja t fjórða lagi verður að hraða uppbyggingu nauðsynlegra iðn- fyrirtækja i eigu landsmanna sjálfra, fyrirtækja, sem nýta mikla orku og myndu spara er- lendan gjaldeyri i stórum stil. En þvi miður gengur þessi þróun of hægt. Uppstokkun á skipu- lagi raforkumála 1 fimmta lagi er ljóst að skipu- lag raforkumála hér á landi er i molum og verður að stokkast upp. Núverandi kerfi með Lands- virkjun, Laxárvirkjun, Raf- magnsveitur rikisins og Orku- stofnun — fjórar stofnanir sem unnið hafa að þvi hver i sam- keppni við aðra að hanna raf- virkjanir — það er vonlaust skipulag. Tilvist Kröfluvirkjunar er af- sprengi af þessu skipulagsleysi, bráðabirgðaráöstöfun sem á- kveðin var til að hraða byggingu þessarar virkjunar meðan verið væri að endurskipuleggja raf- orkumálin. Engum datt i hug að Kröflunefnd mundi starfa lengi, skipun nefndarinnar var aðeins til bráðabirgða en nú fer virkjun- in senn að framleiða raforku og enn hafa þessi mál þvi miður litið skýrst. Orkuöflun á hendi eins aöila Það er skoðun min að þegar bú- ið er að tengja landið allt saman i eitt rafmagnssvæði þá hljótum við að virkja hverju sinni með hliðsjón af heildarþörfum kerfis- ins þar sem hagkvæmast er talið en ekki fyrst og fremst með þarfir ákveðinna landshluta i huga. Þess háttar ákvarðanir eru og verða geysistórt og mikið reikn- ingsdæmi, sem unnið verður i tölvu, eins og þegar er farið að gera og af þeim vinnubrögðum leiðir að ákvarðanir um virkjanir og hönnun þeirra verða að vera teknar á einum stað og i einni miðstöð. Allt annað eru fráleit og gersamlega úrelt vinnubrögð. En af þessu hljótum við að draga þá ályktun að heppilegast sé að öll meiriháttar orkuöflun á landinu verði á einni hendi og hjá einu orkusölufyrirtæki. Enginn sparnaður með frestun Kröf luvirkjunar Undir lok ræðu sinnar sagði Ragnar: Ég vil biðja menn að missa ekki sjónar á meginatriðum þessa máls. Þeir sem imynda sér i góðri trú að unnt sé að spara mikið fjár- magn á þrengingartimum með þvi að slá Kröfluvirkjun á frest i eitt eða fleiri ár verða að horfast i augu við þá staðreynd að það er löngu liðin tið að unnt sé að spara fjármuni með þvi að stöðva virkj- unarframkvæmdir. Allt tal um sparnað i þessu sambandi er einfaldlega út i hött. Það er löngu búiö að festa kaup á yfir 90% af öllum tækjum og bún- aði i virkjunina. Og jafnvel þótt bygging stöðvarhúss og niður- setning véla sé stöðvuð eru allir sérfræðingar sammála um, hvað sem öðrum ágreiningi liður, að sjálfsagt sé að bora á svæðinu i sumar af fullum krafti. Borunar- kostnaðurinn verður þvi ekki sparaður. Hitt er svo auðvelt að benda á að margt ýrði miklu dýr- ara og kostnaðarmeira ef virkj- unin yrði stöðvuð eins og skýrt kom fram i ræðu hæstv. orku- málaráðherra. Flest bendir þvi til þess að frestun framkvæmda yrði bein- lins eyðsla á fjármunum en ekki sparnaöur. Byggðalínan flytur aðeins brot af aflinu Eins er um þá sem imynda sér að byggðalfnan geti leyst þann vanda sem við blasir. Þeim ber skylda til að kynna sér hvað um er að ræða og þá munu þeir sjá að þessi fullyrðing er út i bláinn. Til þess að hún leysi vandann þarf mjög mikla fjárfestingu ofan á þá fjárfestingu sem komin er. Sú gerð af byggðalinu, sem væntanlega kemst i samband sið- ar á þessu ári flytur aðeins brot af þvi afli sem Norðurland þarf á að halda næsta vetur. Eru þeir sem vilja stöðva framkvæmdir við Kröflu reiðubúnir að taka á sig þá ábyrgð að norðlendingar standi uppi næstum orkulausir á hörðum vetri. Með byggðalinu og mikilli diselkeyrslu gæti þetta að visu sloppið næsta vetur ef við fengj- um jafn góðan vetur og þessi hef- ur verið. En vetur á borð við þá sem komu á Norðurlandi á seinni hluta seinasta áratugs mundi skapa næstum óleysanleg orku- vandamál. Og vist er að þá verð- um við tilneyddir að brenna disil- oliu og eyða i það gjaldeyri fyrir langtum hærri upphæðir en menn þykjast nú geta sparað með þvi að fresta framkvæmdum. Hafa þeir sem hqimta frestun hugsað þessa hugsun til enda og eru þeir reiðubúnir til að taka á sig ábyrgðina? Flokkspólitískur tilgangur Ég vil sérstaklega beina máli minu til þeirra alþýðuflokks- manna sem undanfarið hafa hamast mest i þessu máli gegn Kröfluvirkjun. Er það verjandi að rótast um i þessum tæknilegu viðfangsefnum i flokkspólitiskum tilgangi og eiga það á hættu, ef uppþotið heppn- ast, að iðnaðarráðherra neyðist til þess að stöðva þessa fram- kvæmd og norðlendingar lendi af þeim sökum i gifurlegum orku- skorti á komandi vetri, jafnvel tvo næstu vetur? Væri þeim ekki nær að lyfta sér upp úr þessu lág- kúrulega þrasi, þar sem allt er tint til sem hægt er að láta sér detta i hug á móti þessari virkjun, og snúa sér aö þvi i samvinnu við aðra stjórnarandstæðinga að móta nýja stefnu i orkumálum. 1 stað þess að fárast yfir þvi að of mikil orka verði i landinu væri þá Alþýðuflokknum ekki nær að standa með Alþýðubandalaginu i þvi að krefjast þess að fáanleg orka sé hagnýtt á skynsamlegan hátt til að auka tekjur þjóðarbús- ins i stað þess að standa með stjórnarflokkunum að þvi að fleygja hundruðum miljóna króna i einskis nýtar mógrafir á Grund- artanga, — i stað þess að sam- þykkja 8—10 þús. miljón króna erlendar lántökur til að kosta Málmblendiverksmiðjuna. Hefði þá þingmönnum Alþýðuflokksins ekki verið nær að styðja þá kröfu okkar alþýðubandalagsmanna, sem fram var sett aftur og aftur við umræður i þinginu i fyrra að fáanlegt fjármagn yrði fyrst og fremst hagnýtt til að hraða nýt- ingu innlendra orkugjafa. 1 stað þess að þenja sig út af tæknilegum atriðum sem eru til- tölulega léttvæg þegar á heildina er litið, væri þá ekki réttara fyrir háttvirta þingmenn Alþýðu- flokksins að snúa sér að þvi með okkur alþýðubandalagsmönnum að leysa hin stóru mál með þvi að gera þá kröfu að fáanleg orka verði hagnýtt á skynsamlegan hátt svo fljótt sem unnt er og að skipulag raforkumála verði endurskoðað i grundvallaratrið- um. lil Bandalag )rp háskólamanna hefur gert samkomulag við Ferðaskrif- stofuna Landsýn um hagstæðar orlofs- ferðir fyrir félagsmenn BHM i sumar. Samið hefur verið um ferðir til Norður- landa, London, Mallorca, Ibiza og Júgóslaviu. Ennfremur hefur verið gert samkomulag við Ferðaskrifstofuna Sunnu um ferðir til Mallorca, Costa Del Sol og Costa Brava. Yfirlýsingar um félagsrétt verða gefnar út af skrifstofu BHM Hverfisgötu 26. Ferðaskrifstofurnar taka á móti pönt- unum og veita allar nánari upplýsingar. Bandalag háskólamanna H j úkr un ar f r æðin g ar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á hinar ýmsu deildar Borgarspitalans, einnig til sumarafleysinga. Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar á Geðdeild Borgar- spitalans i Arnarholti sem fyrst. Upplýsingar á skrifstofu forstöðukonu i sima 81200. Reykjavik, 7. april 1976. BORGARSPÍTALINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.