Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. april 1976. ÞJÓDVILJINN — SIDA 5 af eiiendum vettvangí Ný pólitísk kynslóð að vaxa úr grasi í Frakklandi? í Newsweek29. mars 1976 var birt viðtal, sem einn kunnasti blaðamaður þess, Edward Behr, átti við Francois Mitter- and, leiðtoga franskra jafnaðar- manna. Viðtalið fer hér á eftir, lauslega þýtt og litið eitt stytt. Biaðamaðurinn: Kosningar til fylkisstjórna eru nýlega afstað- nar, sveitastjórnarkosningar verða 1977 og þingkosningar 1978. Segja má, aðekki sjái fyrir enda kosningabaráttunnar, sem hafin er. Finnst yður það ekki? Mitterand: Sú er raun á. I Frakklandi er hafin kosninga- barátta, sem yfir mun standa næstu tvö ár. Biaðamaðurinn: Er það heppi- legt? Mitterand: Mér finnst mér vera æðimargt á höndum. En ég átti ekki hlut að timasetningu kosn- inganna né að frönsku kosn- ingalögunum. Blaðamaðurinn: „Kosningar án áhættu” voru nýafstöðnu kosn- ingarnar til fylkisstjórna kall- aðar, en i þeim unnu jafnaðar- menn mjög á. Þær þykja hafa litil áhrif á landsmálin. Litið þér svo á? Mitterand: Að nokkru marki. Engar mikils háttar breytingar hljótast af þeim.Ahrifamiklir staðarmenn, ihaldssamir menn, mega sin að jafnaði meira i slik- um kosningum heldur en i þing- kosningum, svo að hægri flokk- ar standa tiltölulega vel að vigi i þeim. Eitt vegur annað upp. Blaðamaðurinn: Að þessu sinni máttu áhrifamiklir staðarmenn sin litils. Mitterand: Kosningarnar til fylkisstjórna sýndu, að róttækar breytingar hafa átt sér stað. Kosningarnar báru þvi vitni, að ný pólitisk kynslóð er vaxin úr grasi i Frakklandi. A ævi minni hef ég aðeins tvisvar áður orðið ásjáandi slikra umskipta: 1 fyrra sinnið sumarið 1944, þegar Frakkland var leyst úr viðjum hernámsins: i siðara sinnið 1958, þegar „önnur kynslóð” gaullista hóf de Gaulle til valda á ný. Blaðamaðurinn: Er ný kynslóð lika komin fram á sjónarsviðið i stjórnarflokkunum? Mitterand: Minna ber á þvi. Það getur verið ástæða þess, hve vel okkur gekk. t raun réttri hefur ný pólitisk kynslóð hafist handa. Ef þér rennið augum yfir þá liðlega 200 nýju fylkisstjórn- armenn, sem jafnaðarmenn fengu kjörna, munuð þér sjá, að margir þeirra konur og karlar, eru innan 35 ára aldurs. Og það er stutt siðan margir þeirra hófu afskipti af stjórnmálum. Þetta er nýlunda i Frakklandi. Blaðamaðurinn: Hver verður niðurstaða þingkosninganna 1978? Verður stjórnarkreppa, ef vinstri menn hljóta meirihluta á þjóðþinginu? Mitterand: t stjórnarskránni er hvergi gert ráð fyrir aö sú staða komi upp, að um tvo gagnstæða lýðræðislega kjörna meirihluta verði að ræða, hægri manna i forsetakjöri, og vinstri manna i þingkosningum,—Frá 1958 hafa menn vanist þvi, að skoðana- bræður forsetans séu i meiri- hluta á þingi. Ef ég hefði verið kjörinn forseti 1974, hefði min beðið meirihluti hægri manna á þingi. 1 kosningunum 1978 getur svo farið, að vinstri menn hljóti meirihluta á þingi þótt enn sitji forseti, kjörinn af hægri mönn- um. Þar eð stjórnarskráin kveð- ur ekki á um lausn sliks vanda, verður lausn hans komin undir pólitiskri aðgát, mannviti og góðum vilja til að torvelda ekki framvindu mála i Frakklandi. Biaðamaðurinn: Ef vinstri menn vinna meirihluta i kosn ingunum 1978, verðið þér út- nefndur forsætisráðherra. Mundi yður semja við Giscard d’Estaing forseta? Mitterand: Ef ég yrði útnefndur forsætisráðherra, mundi mér semja við hvern þann forseta, sem gæfi mér kost á að fram- kvæma kosningastefnuskrá mina, þ.e. sameinginlega stefnuskrá vinstri raanna. Blaðamaöurinn: En gæfi ■ Giscard kost á þvi? Mitterand: Þér verðið að spyrja hann að þvi Biaðamaðurinn: Agreiningurinn á milii franskra sósialista og kommúnista er ekki lengur launungamál. Verð- ur sá ágreiningur ykkur ekki fjötur um fót i kosningabarátt- unni? Mitterand: Við jafnaðarmenn stöndum ekki i ritdeilum. Ef kommúnistar fara til þess, gera þeir vinstri mönnum erfitt fyrir. Blaðamaðurinn: Teljið þér enn, að starfshæf verði i Frakklandi nokkur sú rikisstjórn, sem kommúnistar eiga sæti i? Mitterand: 1 sameiginlegri rikisstjórn vinstri manna er gert ráð fyrir sameiginlegri rik- isstjórn þeirra. Þegar stefnu- skráin var samin, virtist mér það eðlilegt og mér virðist það enn. Blaðamaðurinn: Og hefur ekk- ert orðið til þess, siðan stefnu- skráin var samin, að þér skipt- uð um skoðun? Mitterand: Nei , þvi að banda- lag okkar hefur ekki verið rofið. 1 stjórnmálum ávinnst ekkert án fyrirhafnar. Blaðamaðurinn: Hvernig haldið þér, að franskur almenn- ingur bregðist viö rikisstjórn al- þýðufylkingar? Mitterand: Þegar við jafnaðar- menn féllumst á sameiginlega stefnuskrá vinstri manna, vakti fyrir okkur að verða helsti flokkurinn á vinstri vængnum. Flokkur jafnaðarmanna er nú ekki einungis orðinn helsti vinstri flokkurinn, heldur er ' hann lika orðinn helsti stjórn- málaflokkurinn i Frakklandi. Þar sem hann er, sýnist mér, að verði traustur varnagli, þegar mynduð hefur verið rikisstjórn vinstri manna. Blaða maðurinn : Mjög hefur verið um það rætt, að Banda- rikin svifti ítaliu og Frakkland kjarnsprengjuhlif sinni, ef kommúnistar verða teknir upp i rikisstjórn i þeim löndum. Hald- ið þér, að Bandarikin séu að svipast eftir átyllu til að aftur- kalla kjarnsprengjuhlif sina? Mitterand: Nei, ég held ekki, að Bandarikin séu að svipast eftir átyllu til þess. Og ég er ekki þeirrar skoöunar, að Bandarik- in séu albúin til að afsala sér hlutverki heimsveldis. Ég loka ekki augum fyrir þvi, að litið eitt örlar á einangrunarstefnu þarlendis, einkum á kosninga- árum. En hafa rikisstjórn Bandarikjanna og herráð hug á, Mitterand að þau dragi sig inn i skef sina? Það held ég ekki. Blaðamaðurinn: Þér teljið ekki alvöru vera að baki hótunum um það? Metterand: Ekki alvöru vera á ferðum, eða öllu heldur. að með þeim sé verið að láta undan stundarkröfum heima fyrir. Hversem stefna Bandarikjanna verður, hlýtur hún að vera heimsstefna, — þótt vitandi vits mætti hún vera heimsstefna i rikara mæli. Hvað sem þvi lið- ur, njóta stuðningslönd Banda- rikjanna sjálfkrafa verndar þeirra? Það er engan veginn vist. Ef á Frakkland yrði ráðist, skærust Bandarikin i raun og veru i leikinn og hættu þannig á hnattstrið? Ekki er það yfir efa- semdir hafið. H.J. Smith - hefur neyöst til nokkurs undanláts. 1 átökunum um framtiöar- stjórnarfar i Ródesiu ber nú mest á fjórum stjórnmálamönnum. Einn þeirra er hvitur, lan Smith, forsætisráðherra minnihluta- stjórnar livitra manna. Hinir þrir, Joshua Nkomo, Abel Muzorewa og Ndabaningi Sithole standa hvcr fyrir sinum armi innan baráttusamtaka blökku- manna, sem eiga í haröri keppni innbyrðis. Smith var bóndi áður fyrr, en hóf þátttöku i stjórnmálum fyrir 28 árum. Hann var þá talinn hóf- samur i stjórnmálum, en færðist fljótt til hægri. 1961 sagði sagði hann sig úr þáverandi stjórnar- flokki i mótmælaskyni vegna frumvarps til breytinga á stjórnarskránni, en samkvæmt þvi frumvarpi áttu blökkumenn að fá vissa aðild að þinginu. 1965 lýstiSmith Rodesiu sjálfstætt lýð- veldi, eftir að landiö hafði i Silhole — áhrifamaöurá bak við skæruhernaö. marga áratugi verið bresk ný- lenda. Smith hélt lengi vel sinu striki sem öfgasinnaður hægrimaður, en siðustu árin hefur þó rás at- burðanna neytt hann til að til- einka sér litið eitt hófsamlegri af- stöðu. Hann er nú fús til samninga við blökkumenn og hefur lýst sig viljugan til að sam- þykkja, að Ródesiu skuli stýrt af samstjórn blökkumanna og hvitra. Þó vill hann ekki ennþá veita öllum blökkumönnum landsins kosningarétt. Þegar samningaumleitanir þeirra Nkomos fóru út um þúfur nýlega, stóð Smith enn fast á þvi að hvitir ródesiumenn, sem eru aðeins 4-5 af hundraði landsmanna, skyldu hafa 60-70% þingmanna á löggjafarþingi landsins. Joshua Nkomo er sá blökkumannaleiðtoganna þriggja, sem eftirgefanlegastur Nkomo mcðal fylgismanna. er við Smith-stjórnina. Hann komst upphaflega til áhrifa sem leiðtogi sambands járnbrautar- starfsmanna en var framan af svo þægur yfirvöldum hvitra manna að þau sendu hann stundum til útlanda sem fulltrúa „ánægðra” blökkumanna. Með tið og tima gerðist hann þó of kröfuharður fyrir smekk hinna hvitu valdhafa. Leiddi það til þess að hann var nokkrum sinnum fangelsaður á grundvelli yfir- borðskenndra ásakana og um tiu ára skeið geymdur i stofufangelsi i afskekktu héraði. Samfara þessari meðferð gerðist Nkomo smámsaman harðskeyttari i ummælum sinum um minnihluta- stjórn hvitra manna. A sjötta tug aldarinnar var hann talinn sjálfkjörinn leiðtogi allrar baráttuhreyfingar ródesiskra blökkumanna, en þegar hann var látinn laus 1974 að Muzorewa - friöarsinni sem gerðist herskár. lokinni stofufangelsisvistinni, voru aðrir leiðtogar orðnir áhrifameiri. Nkomo kunni þvi illa, og i september 1975 kom hann af sítað klofningi i Afriska þjóðþingsflokknum (ANC), sem er heildarsamtök allra baráttu- hópa ródesiskra blökkumanna. Varð Nkomo þá leiðtogi þess hluta ANC. sem hafði aðalbæki- stöðvar i Ródesiu sjálfri. og hóf siðan samningaviðræður við Ian Smith. Meþódista biskup Annar aðalleiðtogi ANC, Abel Muzorewa, er biskup af trúflokki meþódista. Hann hefur aðsetur i Mósambik og stjórnar þaðan drjúgum hluta ANC. Muzorewa hafði á sinum tima forgöngu um að sameina öll baráttusamtök ródesiskra blökkumanna i ANC. og á árabilinu 1971-1975 var hann leiðtogi flokksins alls. Muzorewa biskup var framan af hlynntur þvi að finna friðsamlega lausn á deilunni við hvitu vald- hafana. en eftir misheppnaðan lund með Smith i járnbrautar- vagni á landamærum Rodesiu og Sambiu lýsti hann þvi yfir að samningaleiðin væri ófær og ættu blökkumenn ekki annars úrkosta en að taka upp skæruhernað. Þessi yfirlýsing gakti mikla at- hygli. þvi að fram til þessa hafði Muzorewa verið þekktur sem akafur friðarsinni. Þriðji leiðtogi ródesiskra blökkumanna. Ndabaningi Sithole. er einnig geistlegrar stéttar og af trú meþódista. Hann var áður fyrr einn af eindregn- ustu stuðningsmönnum Nkomos. en gerðist smámsaman herskárri og varð um siðir harðsnúinn keppinautur Nkomos. 6 ára dómur 10 ára þrælkunarvinna 1963 gekk Sithole úr ZAPU. samtökum sem Nkomo stóð fyrir. og stofnaði ZANU. herskáa hreyf- ingu. sem átt hefur rikasta þáttinn i skæruhernaði blökku- manna inn i Ródesiu frá stöðvum i Mósambik. 1964 var Sithoie dæmdur til sex ára þrælkunarvinnu fyrir að ha|a hvatt til þess að Smith yrðí drepinn. Hann var þó ekki látinn laus fyrr en 1974 og hefði trúlega verið hafður i haldi lengur. ef efelU hefði verið lagt fast að ródesiskö stjórninni erlendis frá að látá hann lausan. Eftir það var haaa aftur handtekinn hvað eftir annð/i og sakaður um að sitja um tíf annarra blökkumannaleiðtopi. Varð þetta til þess. að hann á$ lokum akvað að fara i útlegð. liM og Muzorewa biskup. Þó er kalt á milli þeirra biskups og er afl heyra á sumum fréttaskýrendum að þeir telji Sithole enn herskáéri i afstöðu sinni en Muzorewa. 4 leiðtogarródesíumanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.