Þjóðviljinn - 25.04.1976, Qupperneq 11
Sunnudagur 25. aprfl 1976 ÞJóÐVILJiNN — SIÐA 11
\
Jón Sigurjónsson vió kjarnaprufutœki.
og skipt sköpum um kostnað
bygginga hvernig bæjaskipulag
er úr garöi gert.
Þá er vert að geta aukinna
rannsókna á vegtæknisviðinu, en
nú er verið aö ganga frá samningi
við Vegagerð rikisins um aukna
starfsemi á þessu sviði. Fyrir
vinnu að þvi hefur Rb allgóðan
tækjakost, og nýverið hefur verið
ráðinn sérfræðingur að stofnun-
inni til þess að vinna aö þessum
málum eingöngu.
Ætlunin er að efla útgáfustarf-
semi stofnunarinnar að þvi
marki, sem frekast er kostur, en
stofnunin hefur sent frá sér tals-
vert af upplysingaritum, sem
snerta byggingariönaðinn. Má
þar nefna Rb-blöðin, þar sem er
að finna tæknilegar lausnir i sam-
bandi við einstaka þætti húsbygg-
inga, skýrslur og leiðbeiningar
um nokkra tæknilega þætti svo
sem um oliumöl, frostþolni jarð-
vegs, hljóðtæknivandamál, ein-
angrun, o.fl. 1 undirbúningi er ný
og endurbætt útgáfa á bæklingi
um einangrun ibúöarhúsa svo
eitthvað sé nefnt af þvi, sem á
þessu sviði stendur til að gera.
—■ Getur það verið rétt, að
byggingarkostnaöur sé sagður
meiri en hann i raun og veru er
hér á höfuðborgarsvæðinu, en það
hvarflar stundum að manni þegar
fréttir berast af verði ibúðarhús-
næðis annars staðar á landinu,
eða selur fólk úti á landi ef til vill
sitt húsnæði undir kostnaðar-
verði?
— Til að hægt sé að svara þessu
á óyggjandi hátt, þyrftu ýtarlegri
rannsóknir að liggja fyrir en raun
ber vitni. Sýnir þetta m.a., hve
rannsóknarstarfsemin er mikil-
væg almenningi til glöggvunar á
þessu lifshagsmunamáli.
Ég get aðeins bent á nokkur at-
riði til athugunar í sambandi við
spurninguna. Rétt er að leggja á-
herslu á, að ekki má blanda sam-
an byggingarkostnaði og mark-
aösverði ibúðarhúsnæðis. Mark-
aðsveröið er háð eftirspurn, og
þegar hún minnkar, hefur alltaf
orðið einhver lækkun á ibúða-
veröi.
Margt er athyglivert um bygg-
ingarkostnað úti á landi, en ýtar-
legri samanburð á honum og
samsvarandi kostnaði hér á
Reykjavikursvæöinu þarf að
gera, en gert hefur verið.
Benda má á, aö misjafnt getur
verið, hvað reiknað er inn i bygg-
ingarkostnað. Bæöi eigin vinna og
fleira getur komið misjafnlega út,
sé verið aö gera yfirborðskennd-
an samanburð á byggingarkostn-
aði.
Þessu til viðbótar má ekki
gleyma hinni hrööu verðbólgu,
sem við eigum við að striöa hér á
landi og þar með hinum sibreyti-
legu upphæöum húsnæðisverðs.
Kostnaður við byggingu húsnæð-
is, sem reist var fyrir tveimur til
þremur árum er i krónum talið
orðinn verulega annar en þess
húsnæðis, sem byggt er i dag.
Þetta kemur stundum fram i sölu
á nýjum ibúðum þegar talað er
um aö verö þeirra sé undir bygg-
ingarvisitölu, en þá er miöaö við
nýjustu byggingarvisitölu, i
mesta lagi tveggja til þirggja
mánaða gamla, og i raun allt aðra
visitölu en þá, sem i gildi var
meðan byggingarframkvæmdir
stóðu yfir, en ekki er óalgengt að
ibúðarhúsnæði sé i smiðum i
a.m.k. tvö ár.
Til þess að hægt sé að gera
raunhæfan samanburð á bygg-
ingarkostnaði miðað við visitölu
er staðlað kostnaðarkerfi og
staðlaður samanburður mjög
þýðingarmikill. Hjá Rb hefur ný-
lega veriö komið upp sliku stöðl-
uðu kerfi og gefinn út um það sér-
stakur fræðslubæklingur, og er
þetta kerfi notað m.a. til útreikn-
ings á nýju byggingarvisitölunni,
en frá sl. áramótum hefur bygg-
ingarvisitala verið á nýjum
grunni. Verður hún reiknuð út i
mörgum þáttum framvegis, svo-
nefndum visitölum byggingar-
hluta, og þvi hægt að sundur-
greina mun meir en áður einstaka
þætti byggingarkostnaðarins.
Þessi útreikningur er gerður i
sameiningu af Rb og Hagstofu fs-
lands.
— Hefur almenningur einhvern
aðgang að þeim skýrslum og
þeim upplýsingabæklingum, sem
stofnunin sendir frá sér?
— Það er reynt að kynna þessa
útgáfu, en sú kynning mætti vera
mun meiri og betri en hingað til. I
hópi byggingarmanna, bæði með-
al verkfræöinga, tæknifræðinga,
arkitekta og iðnaðarmanna er
verulegur áhugi fyrir þessum
upplýsingum. Þessi rit hafa verið
til sölu hjá Rb og einnig hjá Bygg-
ingarþjónustu arkitekta. Einstök
rit hafa verið notuð við kennslu og
eru þannig útbreidd i vissum
skólum. Þá er og hægt að gerast
áskrifandi aö Rb-blöðunum.
— Þú talar um að Rb annist
rannsóknir varöandi vegagerð.
Eru slikar rannsóknir ekki of
fjarskyldar öörum byggingar-
rannsóknum til þess að hag-
kvæmt sé að láta þær fara fram
hjá sama aðila og framkvæmir
rannsóknir viö húsbyggingar?
— Það held ég ekki. Sömu
fræðilegu vandamálin og sömu
rannsóknaraðferðirnar eru að
nokkru leyti við hvort tveggja,
t.d. grundun bygginga og vega, þó
að viö hvort fyrir sig komi að
sjálfsögðu upp sérstök vandamál.
Það er áreiðanlega hagkvæmt
fyrir svo litla þjóð sem okkur aö
hafa rannsóknaraðstöðu sem
mest á einum og sama stað þann-
ig að nýting tækja og starfskrafta
geti oröið sem hagkvæmust.
— Þú hefur skýrt frá þvi, hvað
verði á döfinni hjá Rb á næstunni.
Hefur þú gert þér i hugarlund,
hvernig starfsáætlanir stofnunar-
innar litu út, ef ekki þyrfti að
skera neitt við nögl, og starfsem-
in væri á þann hátt, sem þú teldir
æskilegasta?
— Talsvert hef ég hugleitt það,
og i st jórn Rb hefur margt borið á
góma, þó aö þær hugmyndir, sem
ræddar eru, takmarkist oft af
möguleikunum.
Byggingarrannsóknir þyrftu að
margfaldast hér á landi frá þvi
sem nú er. Byggingarstarfsemin
er afar mikilvægur og margþætt-
ur hluti okkar þjóölifs. Fáar þjóð-
ir leggja jafn mikið upp úr góðu
ibúðarhúsnæði og við islendingar,
og er það sist að undra, sé tekið
tillit til loftslags og hnattstöðu. Þó
verjum við mun minna hlutfalls-
lega til byggingarrannsókna en
flestar þjóðir Evrópu og Norður-
Ameriku. Þaö hefur afar mikla
hagræna og félagslega þýðingu
fyrir þjóðina, hvernig að bygg-
ingu ibúðarhúsnæðis er staðið hér
á landi. Forsenda til úrbóta á þvi
sviði eru auknar rannsóknir.
Hafa ber i huga, að byggingar-
starfsemin er samsett úr mörg-
um þáttum. Auk hins tæknilega
eru skipulagslegir, fjárhagslegir
og félagslegir þættir hennar
mjög mikilvægir.
Þessir siðarnefndu þættir hafa
einkum orðið útundan i okkar
rannsóknarstarfsemi.
Við megum ekki gleyma, að
með hinu byggða umhverfi sköp-
um við ramma um lif fólks, sem
mikil áhrif hefur á lifshamingju
þess.
Við þyrftum að taka mun meira
til athugunar þær húsagerðir,
sem hér væru hentugastar. Við
þyrftum að staðfæra ýmis konar
þekkingu bæði á tæknilegu og fé-
lagslegu sviði, sem erlendar
rannsóknir hafa aflað og efla okk-
ar eigin rannsóknir á þessum
sviðum.
Stofnunin þarf, að minu viti, að
komast langt út fyrir þann
ramma, sem henni er settur nú.
Þar þyrftu sjálfstæðar rannsókn-
ir að verða mun meiri þáttur i
starfseminni en hingað til. Til
þess að svo geti orðið þarf stofn-
unin að hafa hjá sér margs konar
sérfræöinga, ekki bara á hinu
tæknilega sviði byggingarmála,
heldur einnig á félagslegu og hag-
fræöilegu sviði, en hliöstæðar
stofnanir i nágrannalöndunum
hafa einmitt mikið af slikum
starfskröftum.
Við þurfum að gera okkur fulla
grein fyrir þvi hver afkastageta
byggingariðnaöarins er i dag og
hvernig hægt er að beita þeim
fjármunum, sem til byggingar-
starfsemi fara, á skynsamari hátt
en hingað til.
Til að ná þessu marki þarf að
efla mjög það starfslið, sem fæst
við byggingarrannsóknir.
Að minu viti þarf þar ekki endi-
lega að vera um að ræða fasta
starfsmenn að öllu leyti. Margt á-
gætismanna i hópi arkitekta,
verkfræðinga, iðnaðarmanna og
annarra byggingarmanna, svo og
sérfræðinga og áhugamanna á fé-
lagslega sviðinu, hafa áhuga á að
leggja hönd á plóginn við að afla
upplýsinga og bæta tækni, skipu-
lag og ýmiss konar árangur i
byggingarstarfseminni.
Framhald af 18. siðu.
önaðarins og fl.
Oddur Þórðarson rannsóknarmaður, kemur steypuklumpum fyrir f
frystiskáp.
Séð yfir skrifstofu Rannsóknarstofnunarinnar.
Kári Eysteinsson rannsóknarmaður við lektarmælingar á stifluefnum