Þjóðviljinn - 22.05.1976, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 22.05.1976, Qupperneq 4
'4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. maí 1976 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. trtgefandi: ÍDtgáfufclag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson HEFUR FRAMSÓKNARFORUSTAN BEÐIÐ UM INNGÖNGU í SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN? Að undanförnu hefur það orðið æ algengara að Einar Ágústsson, utanrikis- ráðherra, hefur gert sjálfan sig að póli- tisku viðundri. Þetta hefur einkum komið fram i þvi að hann étur viðstöðulaust ofan i sig allar yfirlýsingar sinar um land- helgismálið og hugsanlega úrslitakosti gagnvart Atlantshafsbandalaginu — aðeins ef Sjálfstæðisflokkurinn leggur svo fyrir. Aður en hann hélt til utanrikisráðherra- fundar Nató i Osló gaf hann þær yfir- lýsingar að hann ætlaði — eins og hann orðaði það sjálfur — að ,,rifa kjaft” á Natófundinum, þar myndi hann ekki flytja „neinn fagnaðarboðskap”. Þessum djarf- legu yfirlýsingum utanriksiráðherrans var fylgt eftir i ræðum framsóknarmanna i útvarpsumræðunum um að þegar i stað bæri að kalla heim islenska sendiherrann hjá Atlantshafsbandalaginu og Þórarinn Þórarinsson þorði ekki annað en að skrifa leiðara sem mjög gekk i þessa átt. Vegna þessara yfirlýsinga flokksforustu fram- sóknar töldu einhverjir að Eyjólfur væri að hressast og hinir almennu félagsmenn framsóknar fögnuðu þessum tiðindum, eitt félagið gerði meira að segja ályktun til þess að fagna „hugarfarsbreytingu” flokksforustunnar. En þegar til kastanna kom var ekki staðið við neitt af þeim yfirlýsingum sem gefnar voru. í stað þess að segja Nató að til stæði að kalla islenska sendiherrann heim frá Briissel, sagði Einar að eitt meginverkefni islenskra stjórnarvalda væri að halda íslandi i Nató, þvi hann, utanrikisráðherrann, vildi helst engan annan verndara! Þessi orð utanrikisráð- herra nista i merg og bein allra ærlegra islendinga þvi þeir hafa ekki gleymt þvi að hér sveima yfir landinu Nimrod-vélar úr Nató-flugflotanum og sex freigátur með alvæpni vernda bresku veiðiþjófana. Og þessi ummæli utanrikisráðherrans og öll frammistaða hans i Osló hlýtur að valda landsmönnum, og þó einkum mönnum i Framsóknarfloknum sem allt til þessa hafa haft trú á honum, miklum áhyggjum. Augljóst er nefnilega af yfirlýsingum ráð- herrans að hann talar nákvæmlega eins og Sjálfstæðisflokkurinn kysi helst að hann gerði. Engu er likara en sá Einar Ágústsson sem eitt sinn virtist heill bandamaður fyrir brottför hersins i vinstristjórn hafi gengið i Sjálfstæðis- flokkinn. Nýjasta heimildin um þetta hugarfar utanrikisráðherrans er einmitt frá utanrikisráðherrafundinum i Osló. Þar komst ráðherrann þannig að orði að herinn yrði hér á landi meðan meirihluti væri innan Sjálfstæðisflokksins fyrir „á- framhaldandi veru hersins”! Einar Ágústsson spyr semsé ekki lengur um meirihluta þjóðarinnar eins og hann gerði fyrrum ellegar þá meirihlutann i sinum flokki: hans upphaf og endir eru þær á- kvarðanir sem teknar eru i Sjálfstæðis- flokknum. Þjóðviljinn hefur oft gagnrýnt Framsóknarflokkinn harðlega en blaðið fullyrðir nú að aldrei hafi forustumaður Framsóknarflokksins sokkið dýpra i ihaldsþjónkun en Einar Agústsson gerði á fundinum i Osló. Verulegar likur verður að telja á þvi að aðrir forustumenn Framsóknrflokksins, eins og Ólafur Jóhannesson, Steingrimur Hermannsson og Þórarinn Þórarinsson, hafi vitað gjörla hvert mál Einar myndi flytja i Osló, á sama tima og þeir sömdu ræður og leiðara sem gengu i alveg gagn- stæða átt. Sé svo ekki þá eiga þessir forustumenn Framsóknarflokksins ekki annan kost en að afneita Einari Ágústs- syni og málflutningi hans. Ella verður að draga þá ályktun að ekki einasta hafi Einar Ágústsson beðið um inngöngu i Sjálfstæðisflokkinn, heldur gjörvöll fram- sóknarforustan. —s herra i Osló kemur fram aö hann mun hafa veriö miklu haröoröari i garö NATO á þeim vettvangi, heldur en á lokuöum fundum meö ráöamönnum NATO. Morgunblaöiö segir: „Diplómatar sem sátu hinn lok- aöa fund ráöherranna sögöu aö Einar Agústsson heföi einungis varaö viö þvi þar aö aöild ís- lands aö bandalaginu væri i hættu en tónninn hjá honum heföi veriö miklu mildari en á blaöamannafundinum.” Hvaö skyldi þetta þýöa? Hef- ur Einar Agústsson skýrt NATÓ-herrunum frá þvi aö ekk- ert væri aö marka „gifuryröi” hans viö heimspressuna. Þaö var þvi ekki nema von aö einn blaðamaðurinn spyröi: „Hvers- vegna hótar Island úrsögn aftur ogafturengerirekkert?” Einar svaraði þvi til aö góöar visur væru ekki of oft kveönar. Liklegt má telja aö yfirmenn NATÓ taki litið mark á mátt- lausum aðvörunum utanrikis- ráöherrans. Þaö eina sem þeir gefa gaum er liklega sú staö- reynd að almenningur á Islandi geristæfráhverfariNATÓog aö. þaö gæti komiö niöur á núver- andi NATÓ-sinnuöum stjórnar- flokkum I næstu kosningum. Ef til vill hreyfir þaö framtiöarviö- horf eitthvað viö þeim. Hinsvegar heföi þaö veriö á- hrifarikast hjá utanrikisráð- herra ef hann heföi hreinlega tilkynnt um ákvöröun tslands um aö ganga út NATÓ. Sjálf- stæöismenn heföu ekki þurft aö óttast sllka yfirlýsingu, þvi aö Einar Agústsson heföi alltaf getaö sótt hana aftur eins og dæmin sanna. Mikill er þinn meirihluti Ánægjutónninn i skrifum Morgunblaösins um frammi- stöðu utanrikisráöherra i Osló er auöfundinn. Aö minnsta kosti á þremur stööum i fréttafrá- sögnum er þess getiö aö ráö- herra hafi slegið föstu: „Aö Frá NATÓ fundinum i Osló meöan meirihluti Sjáifstæöis- flokksins vildi hafa herinn færi hann ekki af landinu, þótt Framsóknarflokkurinn vildi hann burt”. Gera má ráö fyrir þvi aö þaö sé ekki einungis vegna klaufaskapar sem frá- sögnin er oröuö þannig aö skilja má ummæli ráöherra á þann veg, aö engu skipti hvort Sjálf- stæöisflokkurinn sé I stjórn eöa ekki. Meirihluti hans ráöi samt sem áöur framtiö bandarisku NATÓ-herstöövarinnar á ís- landi. Mikill er máttur meiri- hluta Sjálfstæöisflokksins. Hitt er annað aö þaö er eins vist og sjálfstæöismenn eru ánægöir meö frammistööu ráö- herrans, þá er þorri fram- sóknarrr.anna óánægöur meö hana, og þykir nóg um hvaö allt hans tal er loðiö. Ráöherrann er I skúffu ihaldsins og segir á end- anum já viö öllu sem upp úr henni er dregið. Um Oslóarför Einars Ágústs- sonar mætti vel gilda visan sem einn ágætur og fyrrverandi framsóknarmaöur kvaö um flokksbróöur sinn sem þurfti aö taka afstööu til þriggja atriöa i sambandi viö ISAL-samningana og Álveriö á slnum tima. „Glæst er á skriöi flokksins fley meö fræknu liöi og snjöllu. Þaö situr hjá og segir nei og segir já viö öllu.” Hvað er í pokanum hjá Bonn-stjórninni? Fréttir frá Osló hermdu i gær, að samningar i landhelgisdeil- unni viö breta væru komnir á skriö, og utanrikisráðherra Is- lands væri ! stööugu sambandi viöforsætisráöherrann, sem sit- ur fund I Finnlandiogflokksfar- mann sinn í Reykjavlk. Ekkert er enn ljóst hvaö út úr þessum viöræðum kemur. Hins- vegar hefur utanrlkisráöherra skýrt frá þvi aö hann muni eftir fund sinn viö Genscher i Osló, gera Islensku stjórninni grein fyrir tilraunum vestur-þjóö- verja til þess að komast á sniö viö bókun 6 I samningunum viö Ef nahagsbandalagiö. Siöan veröi tekin ákvöröun um hvort fiskveiöisamningnum viö v-þjóöverja veröi sagt upp eöa hann framiengdur. Ráðherrar Isl. stjörnarinnar hafa marg- endurtekið að Bonn stjórnin hafi unniö ötullega aö lausn þessa máls. Ekki hefur tekist að fá þá til þess aö kveöa nákvæmara aö oröi. Þaö er sannarlega kominn timi til aö þjóöin fái aö vita hvaö er i pokanum. Haltu mér, slepptu mér í Osló „Viö viljum vera i NATÓ, en viöráöum ekki lengur við fólkiö. Sjáiöi bara Keflavikurgönguna þá fjölmennustu frá upphafi. Ef NATó leysir ekki landhelgis- máliö og kemur bretum útfyrir 200 milurnar munum viö kannskiogef til vill, yfirvegaaö láta NATÓ vita af þvi aö viö endurskoðum afstööu okkar til Bandalagsins. Við viljum aö bandarlski herinn fari af land- inu, en hann veröur svo lengi og meirihluti Sjálfstæöisflokksins vill aö hann veröi á tslandi. For- ystumenn NATÓ verða aö skilja þaö aö á Islandi er lýöræöi og standi ráðherrar núverandi stjdrnar, sem er vinsamleg NATÓ, ekki I stykkinu i utan- rlkismálum og sérstaklega i landhelgismálinu munu þeir falla I næstu kosningum og þá má drottinn sjálfur veröa ykkur til aöstoöar en ekki viö, því eng- inn veit hvaö viö tekur.” Þetta er um þaö bil inntakiö I þeim boðskap sem Einar Agústsson, utanrikisráðherra,’ flutti NATÓ-herrunum I Osló á utanrikisráöherrafundinum. Ekki vantar aö slegiö sé úr og I á bestu framsóknarvlsu. I frásögn Morgunblaðsins af blaöamannafundi utanrlkisráö-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.