Þjóðviljinn - 19.09.1976, Side 11
Sunnudagur 19. september 1976. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11
Vetrargarðurinn, starfsvettvangur
mann i karamelluflugi.
frjálsa framtaks eftirstriðsár-
anna þramma fast og þung-
lamalega inn á sviðið og i við-
lagi fær hann stuðning frá dig-
urbarkalegum karlakór. Hann
sigrar i firmakeppni dagsljóss-
ins en „húmbúkkar” kerfið
„eftir kvöldmat”. Lagið endar á
þeirri frómu von að fyrirbærið
sé „komið að að niðurlotum
vegna fitu” og „Hveitibjörn”
lekur bókstaflega út I plastið.
Gott þungarokk en Jakob fer
enn of óskýrt með texta.
Þá kemur suður-ameriskur
dillidans og beinist nú háðið að
þvi hégómlega mati á mann-
gildi sem birtist i fegurðarsam-
keppni og öðru sliku. I „Herra
Reykjavik” nær Tómas fram
skemmtilega pempiulegum
söngstil, vel við hæfi i þessum
skoplega hetjuóð, fullum með
afkáralegum hrósyrðum.
„Þrumu ertu i smartri skyrtu,
skæsleg læri, loðin bringa.”
Næst þessu hefur strákur stillt
sér upp i biðröð við hin gullnu
hlið tivolianna og vill vera með,
þvi „allt er falt i miðasölunum”,
draugar, spámenn og „innan
við hliðið snýst lifið um bleika
froðu á stöng”. Inn i lagið tvinn-
ast hátiðlegt sigurgöngustef i
fallegum einleik hornablásar-
ans Þorkels Jóelssonar. Stuð-
menn kóróna svo allt með þvi að
láta biðröðina syngja með Agli
hugsunina einu sem að kemst:
kemst ég eða kemst ég ekki
bráðum inn.
Fyrri hlið skifunnar endar svo
„1 mýrinni”, draumkenndum
lagstúf þar sem hæfileikar
Þórðar nýtast i kraftmiklum
og iiprum gitarleik.
Seinni hliðin
Nú snýr maður skifunni við og
er þá staddur „A skotbökkum”.
Þar er heldur ófrýnilegur ná-
ungi, holdiklætt afkvæmi of-
beldisfóðurs hins bandariska
skemmtiiðnaðar, fjölmiðla og
Basils fursta. Hrjúf raddbeiting
Egils er örugg og vel við hæfi og
innlifaður gitareinleikur Þórðar
gerist vart betri.
Eftir útrásina á skotbökkun-
um er skundað i draugaborgina
sem er full af ferlegum vofum.
Ef grannt er hlustað er þó engu
likara en að „Draugaborgin” sé
sjálft Alþingishúsið og „á sæ-
grænum kjólfötum stiga þeir
dansinn við bókstafinn”. Hér
gerir Egill sig sekan um óskýr-
an framburð þótt einnig megi
kenna hljóðblöndun um.
1 Tivolibió er farið til að
slappa af eftir hrellingarnar en
þá tekur ekki betra við. Bófa-
hasar i hjólandi rokksveiflu er
sagður með orðum barnsins i
bland við Skúlaskeið.
Or rugluðum gerviheim kvik-
myndanna berst leikurinn i
speglasalinn og ástunduð sjálf-
Leiðrétting
Siðastliðinn sunnudag voru
Klásúlur helgaðar sögulegri
grein um islenskt popp. Sú
grein var algerlega ómerkt
og mátti þvi halda að hún
væri smið þeirra sem skrif-
aðir eru fyrir siðunni. Það er
ekki rétt þvi hér var um að
ræða grein eftir gest kiá-
súlna, Iialldór Runólfsson
sem gcgnir nafninu Posi.
Það var alls ekki tilgangur-
inn að ræna hann heiðrinum
af skrifunum og er hann beð-
inn velvirðingar á mistökun-
um.
Hveitibjarnar. Myndina tók Frí-
skoðun i bjöguðum speglum.
Einn besti rokkvestri sem hér
hefur verið framinn.
Draumurinn um að „geta ekið
endálaust” rætist i stressi,
þrúgun og æði tæknimenningar
nútimans sem verður að æ
stærri og æðislegri hringiðu,
hvort heldur er i bilasölum
Tivolis, á „rúntinum” eða „í
stórum hring (hringvegi?) móti
sólu”. En „mér finnst ég vera
að drukkna”.
Nú er komið að þvi að kveðja
þennan kostulega heim og i lag-
inu „Dagur ei meir” er sköpuð
ljóðræn hauststemmning þar
sem hljómborðsleikur og lýrisk-
ur saxófónleikur ná að þyrla
upp ryki og bréfarusli á völlum
yfirgefins skemmtigarðs sem
verið er að loka fyrir veturinn.
Og sumir eru þegar farnir að
biða vorsins.
■ En eitt árið kom ekkert vor i
Tivoli. Þvi var lokað fyrir fullt
og allt, Gunnar og Geir „keyptu
draslið og seldu draslið”, lögðu
arðinn i varnargarðinn og
„sumarið var fyrir bi”.
Textarnir
Textarnir á Tivoli myndu
duga einir sér til þess að gera
skifuna athyglisverða i islenskri
rokktónlist. Enda þótt hefð-
bundnir braghættir, rim og
stuðlar fái að mestu að hvila sig,
þá er rokkhugmyndin eða til-
finningin næmlega þýdd á is-
lensku og stundum beinlinis far-
ið á kostum i kveðskapnum.
Dæmi:
Þó ég dóli
í frönsku hjóli
hjá Tripolí,
ég vildi heldur hanga
daga langa
i Napoli.
Þvi þar er fjör
meira en hér,
Guðni sagöi mér,
og helst ég vildi halda á brott
med det samme
og þá um leið ég verða mun
fyr og flamme.
Nærri gráti
i lekum báti
ég handhjóla.
Um siki sveima
og læt mig dreyma
um gondóla.
Þvi þar er fjör osfrv.
(Söngur fjallkonunnar)
A sunnudegi i vigamóð
vopnum búinn ryð ég mér slóð,
gegnum fjöldann, skot fyrir
skot,
hjarta mitt er sprengjubrot.
Kór: Hver hefur alið slikan
son?
Ég alin er og tiu á hæð
horfi á combat og konulær
leiðist allt sem islenskt er
Basil fursti blundar i mér.
Veistu hver ég er?
Bý ég kannski i þér?
A sunnudegi i vigamóö
vopnuin búinn ryð ég mér slóð,
i krafti fánans, tár fyrir
tár,
ég er riki i þúsund ár.
(A skotbökkum)
Þeir náðu honum nálægt Húsa-
felli
og hengdu' hann upp á næsta
tré.
Réttlætið það sigraði að lok-
um
og bankinn endurheimti féð.
Framhald á bls. 22.
Einfalt
lánakerfi
Tvöfaldir
möguleikar
Sparilánakerfi Landsbank-
ansveitir yðurrétttil lántöku
á einfaldan og þægilegan
hátt.
Taflan hér fyrir neöan
sýnir greinilega hvernig
reglubundinn sparnaður
hjóna getur til dæmis
skapað fjölskyldunni rösk-
lega eina milljón króna í ráö-
stöfunarfé eftir umsaminn tíma.
SPARIFJÁRSÖFNUN TENGD RÉTTI TIL LÁNTÖKU
Sparnaður Mánaðarleg Sparnaöur í Landsbankinn Ráðstöfunarfé Mánaðarleg Þér endurgr
yðar eftir innborgun lok tímabils lánaryður yðar 1) endurgreiðsla Landsbankanum
5.000 60.000 60.000 123.000 5.472
12 mánuði 6.500 78.000 78.000 161.000 7.114 á 12 mánuðum
8.000 96.000 96.000 198.000 8.756
5.000 90.000 135.000 233.000 6.052
18 mánuöi 6.500 117.000 176.000 303.000 7.890 á 27 mánuðum
8.000 144.000 216.000 373.000 9.683
5.000 120.000 240.000 374.000 6.925
24 mánuði 6.500 156.000 312.000 486.000 9.003 á 48mánuðum
8.000 192.000 384.000 598.000 11.080
1) í fjárhæðum þessum er reiknað með 13% vöxtum af innlögöu fé, svo og kostnaði
vegna lántöku. Tölur þessar geta breytst miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háö vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum
tíma.
LANDSBANKINN
Sparilán til viðbótar
HVERAGERÐI
Þjóðviljinn óskar að ráða umboðsmann til að annast dreifingu
eblaðsins i Hveragerði. Upplýsingar gefur útbreiðslustjóri, simi
17505.
ÞJÓÐVILJINIM
OREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST
FYLKING BYLTINGARSINNAÐRA KOMMÚNISTA - STUÐNINGSDEILD FJÓRÐA ALÞJÓÐASAMBANDSINS
Að hvaða málum einbeitir Neisti sér?
Af hverju missir þú, ef þú lest ekki Neista stööugt?
Tökum nokkur dæmi úr tbl. Neista á þessu ári:
t 6. tbl. — 1. júni — hóf Neisti að berjast gegn frumvarpi rikisstjórnarinnar um breytingar á
vinnulöggjöfinni.
I 7. tbl. Neista voru birtar glefsur úr frumvarpinu, sem hafði verið trúnaðarmál til þess tima.
18. tbl. voru viðhorf ASt-forystunnar kynnt meö viðtali við Björn Jónsson.
I sömu tbl. hefur Neisti fjallað um nauösynlegan undirbúning fyrir ASl-þingið i haust, m.a. nauð-
syn þess að vinstri armurinn skipuleggi sig.
Neisti mun halda þessum skrifum sinum áfram.
Fleira er að finna I Nesta: Itarlegar greinar um erlend málefni, herstöðvamálið, baráttuna gegn
Nató, kvennabaráttuna, o.fl., o.fl.
Neisti tekur stöðugt fyrir mál er varða verkalýðshreyfinguna i heild.
Gerist áskrifendur að NEISTA — Áskriftarsiminn er 17513, Áskriftar-
gjald kr. 1200 árið 1976 — kr. 600 fyrir hálft ár, kr. 1920 til útlanda
(Evrópa). Girónúmer Neista er 17513.