Þjóðviljinn - 19.09.1976, Page 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. september 1976.
Lausar stöður
Hjúkrunarfræðingar
óskast á Gjörgæsludeild Borgarspitalans
meðal annars til starfa á næturvakt,
hlutavinna kemur mjög til greina t.d. að 2
eða 3 hjúkrunarfræðingar tækju að sér
eina stöðu.
Athygli skal vakin á þvi að ávallt eru 2
hjúkrunarfræðingar á næturvakt.
Hjúkrunarfræðingar óskast á Geðdeild
Borgarspitalans i Fossvogi, eingöngu
morgunvaktir.
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á
Hjúkrunar- og Endurhæfingadeildina við
Barónsstig, aðallega á kvöld- og nætur-
vaktir.
Hjúkrunarframkvæmdastjóri
Staða hjúkrunarframkvæmdastjóra er
laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækj-
andi hafi sérmenntun i sjúkrahússtjórn og
/ eða geðhjúkrun. Umsóknir ásamt upp-
lýsingum um nám og fyrri störf sendist til
stjórnar sjúkrastofnana Reykjavikur-
borgar fyrir 15. október 1976.
Frekari upplýsingar um stöðurnar eru
veittar á skrifstofu forstöðukonu i sima
81200.
Arnarholt
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á
Geðdeild Borgarspitalans að Arnarholti.
Starfsfólk óskast til starfa i Arnarholti
Kjalarnesi sem hér segir.
Starfsmann til almennra úti og inniverka
m.a. við hænsnahirðingu.
Starfsmann til eldhússtarfa.
Starfsmann til aðstoðarstarfa i iðjuþjálf-
un.
Frekari upplýsingar gefur forstöðumaður
i sima 66111 i Arnarholti gegnum Brúar-
land. Húsnæði á staðnum fylgir.
Borgarspítalinn
LEIKFÉLAG
KÓPAVOGS
Aöalfundur félagsins veröur i Félagsheimili Kópavogs
mánud. 20. sept. kl. 20.30
Félagiö óskar eftir starfsmanni i hálft starf. Upplýsingar I
simum 41822 — 41115 — 40506
Stjórn L.K.
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö
andlát og jaröarför sonar mins, fööur, tengdafööur, bróö-
ur og mágs,
Þorgeirs Guðmundssonar
Digranesvegi 38
Kópavogi
Anna Sumariiöadóttir
Gunnar Guömundsson
Bryndis Stefánsdóttir
Guörún Guömundsdóttir
Stefán Stefánsson
Sigurður Grétar Guömunds
Helga Haröardóttir
Herdis Ragna Þorgeirsdóttir
Frimann Kristinn Sigmundsson
Margrét Guömundsdóttir
Leifur Guðmundsson
Valgeröur Gunnars
Óiafur Guömundsson
EHsabet Svavarsdóttir
Maöurinn minn
Helgi Thorberg Kristjánsson
vélstjóri frá Siglufiröi
Reykjavíkurvegi 31, Reykjavik
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 20.
september kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Slysa-
varnafélag Islands.
Kristin Jónsdóttir
Lj ósbrot
opnar
ljósmynda-
sýningu
Fjórir áhugaljósmyndarar.
sem kalla sig Ljósbrot. hafa
opnað ljósmyndasýningu aö
Hamragörðum i Reykjavik.og er
þarum sölusýningu að ræða og er
verð myndanna 10 til 25 þúsund
krónur. Þeir sem sýna þarna eru
Þorvaldur Jóhannsson, Þorsteinn
Ásgeirsson, Gunnar Elisson og
Guðjón Stefánsson.
Þarna er bæöi um svart/hvitar
myndir og litmyndir að ræða og
mun það vera i fyrsta sinn, sem
slik blönduö ljósmyndasýning er
haldin hér á landi. Myndaefnið er
smámótiv i náttúrunni, fólk á
förnum vegi og annað sem fyrir
augun ber.
Sýningin er opin dagana 18. til
26.sept. virka daga frá kl. 17.00 til
22.00,en um helgar frá kl. 15.00 til
22.00. Sýningin verður opnuö i dag
kl. 15.
Finnlandstextar
Framhald af bls. 9.
voru hinsvegar um 13 miljónir
marka eða sem svarar tæpum
helmingi launagreiðslu til leik-
húsfólks.
Áhugi og atvinna
Hér er varla staður eða stund til
aö þylja margt um strauma og
stefnur, um verkefnaval (sem
hefur á siðari árum verið i
auknum mæli mótaö af hressi-
legri innlendri samfélagsádeilu),
fara með mörg nöfn. En þess skal
þó getið, aö það var mál manna,
að sterkt frumkvæði i leikhúsi
væri langt frá þvi eitthvað sem
höfuðborgin heföi sölsað undir
sig. Um tima hefði Tamerfors
haft upp á einstaklega góðar
sýningar að bjóða — og þar var
verið að halda þegar ég kom þar
við, heföbundna finnska leik-
húsdaga, þar sem eingöngu var
farið með finnsk verk. En núna
var Borgarleikhúsið i Turku
(Ábo) talið fremst leikhúsa i
landinu, og ef til vili mundi ekki
annað betra finnast á Norður-
löndum.
Héraösleikhús
i Lapplandi
En áður en skilist er við þessi
mál er rétt að vikja að einuatr i
finnskri leiklistarþróun sem við
hljótum að kannast vel viö: þróun
áhugamannaleikhúsa til aö at-
vinnuleikhúsa. Þessi þróun hefur
verið að gerast fram á þennan
dag — til að mynda má lesa um
það, að um helmingur fastráð-
inna finnskra leikara hefur ekki
lokið leikskólanámi (þó hefur
leikskóli starfað I landinu i 30 ár).
Þeir hafa komiö „bakdyrameg-
in” — frá áhugaleikhópunum.
Eins og aö likum lætur er mikið
um ýmiskonar námskeiðahald
fyrir þetta fólk.
Nú er það efst á baugi aö dreifa
list um land og koma á fót
héraðsleikhúsum. Eitt slikt hóf
starfsemi i Rovaniemi, höfuðborg
Lapplands, árið 1969, en i þeim bæ
eru 25 þúsundir ibúa. Þáverandi
leikhússtjóri hefur lýst föngum
leikhússins með þessum hætti:
„Þrir karlleikarar sem eru bara i
hlutverkum, einn leikstjóri, sem
lika leikur, einn leikari sem lika
erdramatúrg, leiksviðsstjóri sem
lika leikur með ef þarf, ljósa-
maður sem einnig aðstoðar á
sviði, fjárhaldsmaður og skrif-
stofumenn sem gjarna leika lika,
smiður sem eins er sinnaöur og
svo fimm leikkonur — af þeim
fást tvær lika viö annað en að
leika”. Byrjað var i gamalli
stöðvarbyggingu, og tók salurinn
146 manns i sæti. Arið 1972-73 voru
13 leikarar og 7 tæknimenn starf-
andi við hús þetta, sýningar i
Rovaniemi voru 176 og 72 úti um
hérað. Árið 1975 var svo flutt inn i
nýtt hús sem sjálfur Aalto hafði
teiknað og fjölgað starfsliði.
Þessar upplýsingar eru úr bæk-
lingi eftirKajsu Krook, sem segir
að i Rovaniemi og viðar hafi
héraðsleikhúsum tekist vel að
vekja upp þörf fyrir leikhús sem
er meiri en núverandi fjárfram-
lög leyfa að orðið sé við. Hún fer
einnig miklu lofsorði um farand-
leikhúsin sem 1974 sýndu 44 verk
1362 sinnum fyrir 331 þúsundir
manna, og hafa einkum stórlega
bætt leikhúsþjónustu við börn og
unglinga. Þessir hópar hafa lifað
við mun erfiðari fjárhag en aðrir,
þeir fá aðstoð frá riki, en ekki
bæjarfélögum til þessa. 1 viðtali
við Þjóðviljann á dögunum lagði
Kivistö menntamálaráðherra
einmitt sérstaka áherslu á
nauðsyn þess að setja ný lög sem
kæmu að góðu liði héraðsleik-
húsum og farandhópum.
Klúsúlur
Framhald af bls. 10.
viðlag:
Upp með hendur, niður með
brækur,
peningana ellegar ég slæ þig
i rot.
Ilaltu kjafti, snúðu skafti,
aurinn eins og skot.
kór:
Hesma þúsma mesma vosma
kasma isma,
hesma þúsma mesma hosma?
Já!
(Sem útieggst: Heldur þú meö
vonda kallinum/heldur þú með
honum? Já!) (Biólagiö)
En Stuðmönnum fer eins og
fleirum, þeir eru ekki nógu
gagnrýnir á hortitti og flatn-
eskjur, og einlægnin verður
stundum einfeldningsleg.
Dæmi: „...þvi ég vil
verða/meðlimur i stórri hring-
ekju”, „Hlaðnir eru útvegg-
ir/innviðirnir grautfúnir/ og
NH3 i glösunum”, „...barn sem
lifir, eða barn sem deyr/dauða-
dómurinn, helgidómur-
inn/segðu mér ekki meir”,
„Þeysum á véifákum/sem heita
skrýtnum nöfnum/ogláta sem
ekkert sé/þótt einhver sé i
vegi”.
Þegar á allt er litið, þá verður
að skipa frumlegum tilraun-
unum Stuömanna i texta-
gerð á bás með þeim góðu
skáldum yngri kynslóðarinnar
sem hafa snúið baki við blind-
götu atómljóðanna og stefna á
formbyllingu i stað formleysu.
Það er athyglisvert i þessu sam-
bandi að þeirog Megas eru helst
kunnir af tónlist og skifum : tim-
anna tákn. tækniöld,
biablabla...
Klásúlur eru hressar i dag og
hugsa gott til glóðarinnar að
eiga endalaust von á rneira góð-
gæti úr þessari átt meðan arin
liða. Freima osnia Hasma.
Til sölu
lítil Silver Cross
barnakerra, sem
brjóta má saman.
Kerran er mjög lítið
notuð.
Á sama stað: Barna-
stóll með viðtengdu
borði. Tækifærisverð.
Upplýsingar i síma
82432.
lærir
málið
r
i
MÍMI
Sími
10004
Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða
lagermann og
bifreiðastjóra
á sendibil. Upplýsingar veitir starfs-
mannastjóri.
Rafmagnsveitur rikisins
Laugavegi 116
REYKJAVÍK