Þjóðviljinn - 21.09.1976, Side 16
DMÐMIINN
Öllu starfsliði frystihússins í Olafsvík sagt upp:
Gífurlegt atvinnuleysi
vegna hráefnisskorts
er framiindan í vetur
Skuttogari virðist eina raunhœfa
lausnin á þessum vanda, segir
formaður verkalýðsfélagsins
Fyrir helgina var öllu
starf sliöi f rystihússins í
ólafsvik sagt upp störfum
og um leið svipt kaup-
tryggingu. Hráefnisskort-
ur hefur í allt sumar gert
reksturinn erfiðan og síð-
asta vertíð brást sömu-
leiðis. Laust fyrir helgina
gerðist það síðan að sex
bátar frá ólafsvík sem
stunduðu veiðar í dragnót
voru sviptir veiðileyfinu
vegna lögbrots og þykir í-
búum í ólafsvík/ sem að
einum þriðja hluta vinna
við fiskvinnslu/ því útlitið
æði dökkt.
Aö sögn Hinriks Konráðssonar
formanns Verkalýðsfélagsins á
Ólafsvik, voru átta bátar þaðan á
dragnót og eru þvi aðeins tveir i
gangi um þessar mundir. Sagði
Hinrik menn vongóða um að leyf-
in fáist þó jafnvel aftur fljótlega
gegn loforði um bót og betrun.
Stjórnmálamenn i S-Afríku
Eru vongóðir
um árangur
SALISBURY 20/9 (Reuter) —
Forsætisráðherrar Ródesfu og
Suður-Afriku spáðu þvi i dag aö
samningaferð Henry Kissingers
utanriksiráðherra Bandarikj-
anna tii suðurhluta Afriku kynni
að leiða til þess aö unnt verði að
leysa Ródesiu-vandamálið innan
tiðar.
Ian Smith, forsætisráðherra
Ródesiu, sagði i Salisbury, höfuð-
borg landsins i dag, að viðræður
hans og Kissingers i Pretoriu I
gær hefðu gefið beinan árangur,
sem gæti leitt til lausnar vanda-
málsins i nálægri framtið. John
Vorster, forsætisráðherra Suður-
Afriku sagði einnig að tillögur
þær, sem Kissinger bar fram við
Ian Smith kynnu að leiða til já-
kvæðs árangurs.
Kissinger kom í dag til Lusaka,
höfuðborgar Sambiu frá
Pretoriu, og sagði hann einnig að
náðst hefði góður árangur i við-
ræðunum við Smith og Vorster
um helgina. Samstarfsmenn hans
sögðu að Kissinger byggist nú við
þvi að stjórn Ródesiu gæfi út
skýra orðsendingu i vikunni, sem
myndi búa i haginn fyrir frekari
samninga. Sögöu þeir að I þessari
orðsendingu myndi vera tiltekinn
sá timi, þegar svarti meirihlutinn
i Ródesiu fengi aðild aö stjórn
landsins. Ef undirtektir stjórnar
Ródesiu verða eins jákvæðar og
Kissinger býst við, sögðu sam-
starfsmenn hans að umtalsverður
árangur kynni að nást innan
tveggja mánaða. Aö sögn sam-
starfsmannanna voru tillögur
Kissingers á þá leið að svertingj-
ar i Ródesiu, sem eru yfirgnæf-
andi meirihluti landsmanna,
Ian Smith.
skyldu taka við völdum i landinu
á tveim árum.
Ian Smith forsætisráðherra,
sem mun nú skýra rikisstjórn
sinni frá viðræöunum við Kissing-
er, sagði i dag að hann byggist
ekki við þvi að ræða frekar viö
hann i nálægri framtfð, og sagði
hann að nú yrði Kissinger aö gera
þaö upp við sig hvort hann teldi að
unnt væri að finna láusn á vanda-
málunum. Heimildarmenn i
Salisbury sögðu að hægri menn i
Ródesíu kynnu að snúast gegn
Smith ef hann féliist á að tiltaka
stuttan tima fyrir stjórnarskipti.
Kissinger flaug til Sambiu til aö
skýra Kenneth Kaunda, forsætis-
ráðherra landsins frá niðurstöö-
um viöræðna helgarinnar, og
heldur hann síðan áfram til
Tansaniu til að gefa Júliusi
Nyerere forseta samskonar
skýrslu.
—-Aflinn á dragnót hefur hins
vegar verið ákaflega rýr, sagði
Hinrik. — Yfirleitt eru menn hér
orbnir æði óhressir yfir ástandinu
sem rikt hefur á vinnumarkaðn-
um undanfarna mánuði þvi það
hefur verið afskapl. litið aö gera
og nánast ekkert annað en dagv.
að fá fyrir verkafólkið. Hún dugar
auðvitað skammt hér sem annars
staðar og þess vegna er þungt
hljóð i mönnum þegar ekki verður
séð fram á betri tima i vetur. Sið-
asta vertið var léleg, sumarið
sömuleiðis og þegar siðan um eitt
hundrað manns er sagt upp kaup-
tryggingu á einu bretti er eðlilegt
að óánægja komi upp. Likur
benda til þess að i mesta lagi
verði unnið i tvo til þrjá daga i
viku i frystihúsinu og veldur þvi
hráefnisskorturinn eingöngu.
Hraðfrystihús ólafsvikur var
nýlega endurbyggt og eru húsa-
kynnin hin fullkomnustu. Að-
staða til að taka við verulega
aflamagni er hin ákjósanlegasta
en hins vegar hefur að sögn
Hinriks láðst að tryggja fyrir-
tækinu nægilegt hráefni til þess
að reksturinn geti gengið nokkuð
eðlilega. Sagði hann greinilegt að
þörfin fyrir skuttogara væri
mikil, bátarnir hafa aldrei getað
annað þörfinni einir og er þvi
mikill áhugi fyrir togarakaupum
um þessar mundir. A Grundar-
firði hefur togarinn bjargað at-
vinnulifinu gjörsamlega og hefur
þar verið rifandi vinna á meðan
tugir fólks ganga nú um atvinnu-
lausit i Ólafsvik. —GSP.
Vií oc umilurn ':arðle,</a bráo'ibirí'úa löí-iih tjeim
er oett voru af íslensku ríkisst.iórninni 8. þ.m.,
op tél.ium þau til beinnar kúírunar or v-'ldnírtslu
á okkur s.iómönnum. Vinnubrö.^ð þessi er ÍKrkastaH?€
foraæmanle& ósvífni. Við lýsum því h^r með yfir
að við erum reiðubúnir til að hafa'að enr\\ löf
þessi.
Við skorum á starfsbræður okkar um allt land
að rora slíkt hið sama og mótmæla þessu harðlera.
ffhöfnin á Mí.ffl VQ ‘ W!CiV l SH j?0 (
íb(\lda.v j ('‘/u.uUvD'U'U T~
j.a A. vc-v 'i- - ( i-. '3 í 't./
\Z..
Æfj^
(
Ib.w L
// —
Þessi undirskriftalisti barst Þjóðviljanum I hendur I gær. Það er
áhöfnin á Hamrasvani SH 201 sem mótmælir bráðabirgðalögum
Undirskriftasöfnun sjómanna
Geysimikil
þátttaka
„Stefnt er að þvi að undir-
skriftasöfnuninni Ijúki 26. októ-
ber og verða þá listarnir afhent-
ir Alþingi. A þeim degi er eitt ár
liðið siðan rikisstjórnin samdi
við okkur og þá verður væntan-
lega ný forysta tekin við mál-
efnum sjómanna að afioknu sjó-
mannaþingi. Sá dagur verður
þvi táknrænn á margan hátt.
Búið er að senda undirskrifta-
iistana út um land en þeir munu
ekki hafa enn komist á leiðar-
enda allir. Hérna suður með sjó
er verið að skrifa undir af full-
um krafti og það heyrir til und-
antekninga ef menn skrifa ekki
undir.”
Þessi orð mælti Sigurpáll Ein-
arsson i Grindavik við blaða-
mann Þjóðviljans i gær en hann
ereinn af forvigismönnum sam-
takanna gegn þrælalögum rikis-
stjórnarinnar.
Mér skilst á lögfræðingum að
ekki þurfi að bera bráðabirgða-
lögin undir Alþingi af þvi að þau
eru sett til ákveðins tima, sagði
Sigurpáll.
Við viljum með þessum undir-
skriftum bera málið inn á Al-
þingi til þess að bráðabirgðalög-
in verði ógilt.
— GFr
Dragnótaveiðin hefur verið óvenjulítil í sumar:
Kolinn sveik og það er
uppgjöf í sjómönnum
Að sögn Jóns B. Jónssonar i
sjávarútvegsráðuneytinu hefur
dragnótaveiðin i sumar verið með
allra minnsta móti og miklu færri
bátar notast við þessi veiðarfæri
heldur en búist var við. Kolinn
sem svo gjarnan hefur fengist I
dragnótina hefur litið látið sjá sig
það sem af er og áhugi meðal sjó-
manna er þvi ekki mikili.
— Það hafa verið um tólf bátar
fyrir norðan og eitthvað svipað
fyrir vestan, sagði Jón. — Miklu
fleiri bátar hafa þó leyfi eða 29
samtals, til samanb. má geta
þess að 34 bátar stunduðu drag-
nótaveiðar fyrir norðurlandi allt
timabilið i fyrra en þá höfðu 49
bátar leyfi. 1 sumar var byrjað
fyrir norðan þann 15. júli á drag-
nót en mánuði fyrr fyrir vestan.
Eins og kunnugt er að fréttum
voru sex bátar frá Ólafsvik svipt-
ir dragnótaveiðileyfum i siðustu
viku. Aðspurður sagði Jón að þeir
hefðu ekki verið teknir á óleyfi-
legum veiðisvæðum heldur hefði
komið i ljós við aflarannsókn að
allt of mikið væri af smáfiski um
borð. Reglum um möskvastærð
var breytt fyrir þetta veiðitima-
bil, möskvarnir stækkaðir og var
þannig fyrirhugað að koma i veg
fyrir smáfiskadráp. Að sögn Jóns
virtust bátarnir sex ekki hafa
brotið þessar reglur heldur sýnd-
ist mönnum að skipverjar hefðu
misnotað veiðarfærin á einhvern
hátt og þá liklega með þvi að
hnýta fyrir pokann. Belgurinn
kemur þannig i stað pokans og
tekur með sér mikið magn af
smáfiski sem annars sleppur.
— gsp
Tito farinn að ná sér
BELGRAD 20/9 (Reuter) —Titó
forseti Júgóslaviu er nú smám
saman að ná sér aftur eftir lifrar-
sóttina, sem hann fékk fyrir niu
dögum, og var tilkynnt I dag að
hann hvildi sig á sveitasetri i
Belje i Norður-Júgóslaviu. Einnig
var sagt að hann hefði I gær rætt
við fimm ráðamenn i kommún-
istaflokknum og rikisstjórninni.
Þetta er fyrsta tilkynningin um
heilsu Titós, siðan skýrt var frá
þvi fyrir niu dögum að hann yrði
að hvila sig i nokkrar vikur. Tito
er 84 ára að aldri.