Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 1
Hraðbrautin tilbúin til
samþykktar á mánudag!
en Kópavogsbúar auglýsa eftir hugmyndum um skipulagningu
útivistarsvœða i Fossvogsdal og neita hraðbrautarhugmyndum
Á meðan reykvikingar vinna
baki brotnu við að teikna upp og
skipuleggja heljarmikla hrað-
braut i gegnum allan Fossvogs-
dal, þar sem öskrandi blikkbeljur
eiga að geysast um i framtiðinni á
methraða, samþykktu kópavogs-
búar i siðustu viku að auglýsa
hugmyndasamkeppni um skipu-
lagningu útivistarsvæða i daln-
um! A báðum vigstöðvum er unn-
iði málum Fossvogsdals af miklu
kappi, en langt i frá i sama til-
gangi.
A fundi skipulagsnefndar
Reykjavikurborgar i gær sann-
aðist loks það sem margan hefur
grunað og oftsinnis hefur verið
bent á hér i Þjóðviljanum. Unnið
hefur verið i langan tima hjá
Þróunarstofnun Reykjavikur-
borgar að skipulagningu hrað-
brautarinnar og i gær var lagt
Framhald á bls. 14.
Guðmundi
falið að
kanna hug
námsmanna
Guðmundur Kjærnested.
Dómsmálaráðuneytið hef-
ur enn ekki svarað beiðni
námsmanna i Árósum um að
fá að koma heim með varð-
skipinu Tý, er viðgerð lýkur
á þvi. Námsmennirnir telja
sig þurfa að hverfa frá námi
vegna sífelldra tafa og van-
efnda á lánafyrirgreiðslu.
Hins vegar hefur ráðu-
neytið falið Guömundi
Kjærnested skipherra, að
kanna málið frekar. Fyrir-
sjáanlegt er að tafir geti orð-
ið á þvi að viðgerð Týs ljúki,
þar eð veilur hafa komið
fram i skrúfuxöli.
Krakkar úr Snælandshverfinu I Kópavogi voru að reisa áramótabrennu i Fossvogsdalnum i gær... og
það var engin hraðbraut eða bílaumferð sem truflaði þau við iðju sina. Þær verða ekki margar ára-
mótabrennurnar i Fossvogsdal í framtiðinni ef reykvikingar fá ráðið stefnunni.
Nákvœmt kort af Fossvogsbraut lagt fram i gœr
i frétt frá Landsvirkjun i gær
segir að Energoprojekt hafi skil-
að öllum meginþætti verksins við
Sigöldu og þvi hafi þótt eðlilegt að
byggingaverktakinn skilaði af sér
I dag. Eftir eru minniháttar verk,
ensumum hverjum þeirra verður
ekki lokið við fyrr en að vori.
A fundi sem stjórn LandsVirkj-
unar hélt að Sigöldu sl. mánudag
var samþykkt, að bráðabirgðaút-
tekt færi fram á verkinu þann 18.
nóvember og að Landsvirkjun
tæki við þeim verkum, sem ólokið
væriþá samdægurs, en þá fækkar
starfsmönnum við Sigöldu veru-
lega. Flestir voru þeir hjá
Energoprojekt 655 um mitt sumar
’75.
1 stöðvarhúsi Sigölduvirkjunar
verða þrjár vélasamstæður, hver
fyrir sig 50 MW að stærð.Starfs-
menn Brown Boveri, Energo-
machexport og Landsvirkjunar
vinna nú i vöktum við það að
koma þessum vélasamstæðum
upp, ásamt öllum búnaði og
tengivirkjum. Prófanir á fyrstu
vélasamstæðu mun byrja nú i
desember og áætlað er að prófa
aðra vélasamstæðu i april og þá
þriðju i júni á næsta ári.
Þann 9. nóvember s.l. var byrj-
að að fylla i lónið ofan við stifluna
og hefur nú verið fyllt upp i 487 m
hæð, en að öllu jöfnu mun vatns-
hæð i lóninu vera 485 m i vetur,
sem er hæfilegt fyrir rekstur á
einni vélasamstæðu. Leki úr lón-
inu er innan þeirra marka, sem
verkfræðiráðgjafar Landsvirkj-
unar gerðu ráð fyrir.
V élamar
reyndar í
desember
Sakadómur í ávana- og
fikniefnum hefur nú
staðfest með fréttatil-
kynningu að lagt hafi
verið hald á samtals tæp-
ar fimm miljónir króna
af söluandvirði fíkniefna/
sem talið er að smyglað
hafi verið inn til landsins
og siðan dreift af skipu-
lögðum hópi manna. Er
þar ekki eingöngu um að
ræða smygl á hassi, held-
Amerískir dollarar voru
rúmur helmingur fjárins!
ur einnig öðrum fíkniefn-
um, svo sem marihuana,
hassolíu, LSD og amfeta-
míndufti.
1 fréttatilkynningunni kemur
fram, að i gegnum marga milli-
gönguaðila hafi þessum efnum
verið dreift um Reykjavikur-
svæðið en einnig hafi verið um
að ræða umtalsverða sölu inn á
Keflavikurflugvöll. Er þess
jafnframt getið að rúmur helm-
ingur þessara tæpu fimm
miljóna, sem lagt var hald á,
hafi verið erlendur gjaldeyrir,
nánar tiltekið ameriskir dollar-
ar!
Samtals hafa setið i gæslu-
varðhaldi vegna þessa um-
fangsmikla máls og miklu rann-
sóknar sextán aðilar. Undan-
farnar vikur hafa setið i varð-
haldi fimm til átta menn i einu,
en sl. föstudagskvöld var þrem-
ur sleppt og siðan tveimur til
viðbótar siðastliðinn þriðjudag.
Sitja nú aðeins tveir menn i
gæsluvarðhaldi og þykir mörg-
um það benda til þess, að rann-
sóknin sé vel á veg komin.
Lengst af hafa f jórir menn unn-
ið að rannsókn málsins, en sið-
ustu vikurnar var þremur bætt
við svo aðsjö menn hafa annast
viðamiklar yfirheyrslur og
rannsókn.
Viðurkenndar hafa verið
samtals átta utanlandsferðir til
kaupa á hassi og var farið til
þriggja borga, Amsterdam,
Kaupmannahafnar og Rotter-
dam. Allar ferðirnar voru farn-
ar á timabilinu mai-október á
þessu ári og hafa þrir aöilar
játað að hafa tekið þátt i eða
staðið að baki flestum ferðanna.
Aðstoðar- og flutningsaðilar eru
margir og var samtals úr þess-
um ferðum smyglað inn til
landsins um tuttugu kilóum af
hassi. Var ýmist smyglað eftir
sió-eða loftleið.
Fjármunirnir, sem lögreglan
hefur lagt hald á, fundust sam-
tals á niu stöðum, m.a. við hús-
leitir, i bankahólfi og i vörslu
náinna venslamanna þeirra,
sem grunaðir eru.
—gsp