Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Spœnskir hœgrisinnar víg- búast í skjóli sundrungar vinstrimanna [ um það bil fjörutíu ár tókstFranco einræðisherra að halda til streitu banni á pólitískum flokkum, en það var bjargföst sannfær ing hans, að margra f lokka kerfi mundi steypa Spáni beint í ringulreið og glötun. En ekki var hann lengi dauður þegar það kerfi sem hann hafði fundið upp og kallaði ,,lífrænt lýð- ræði" var hrunið eins og spilaborg. Flokkamergð Sú starfsemi pólitiskra flokka sem haföi að sjálfsögöu ekki legiö niöri meöan Franco lifði, tók mikinn fjörkipp að honum látn- um. Flokkar voru stofnaöir svo tugum skipti, löglegir og ólöglegir og niöurstaöan er mikill sægur flokka og bandalag jafnt til hægri vinstri sem og i miðju. Ef að nú- verandi stjórn stendur viö loforö sin verður efnt til kosninga eftir um það bil hálft ár. En hætt er við aö margur meöalspánverjinn eigi erfitt meö aö átta sig á hinu flókna tafli, sem nú er teflt bæði fyrir opnum tjöldum og i skúma- skotum og aö mörg atkvæöi megi fá fyrir litiö þegar dagurinn renn- ur. Og margt bendir til þess aö kosningabaráttu og kosningum muni fylgja miklar sviptingar, þvi það kemur æ betur i ljós meö degi hverjum hve djúpstæður klofningur stendur spænsku sam- félagi fyrir þrifum. Einangruð stjórn. Meöan kröfur um sjálfstjórn gerast æ háværari i Katalóniu, Galisiu, Baskahéruöum og Kanarieyjum er miöstjórnin i Madrid að undirbúa þær lagabæt- ur sem eiga að gera þingkosning- ar mögulegar. En stjórnin starfar einangruö. Hún er hvorki kosin af þjóöinni né heldur kallar hún sig bráðabrigðastjórn og hún sætir mikilli gagnrýni og tortryggni bæði frá hægri og vinstri. Arias Navarro og stjórn hans féll eftir að hafa um hálfs árs skeiö brugöið sér i skollaleik sem ekki hafði annan tilgang en þann aö tefja þær umbætur sem lýö- ræöisöfl Spánar kröfðust af æ meiri þunga. Eftir þriggja mán- aöa stjórn Adolfo Suarezar sem einnig á sér rætur i fasiskri fortiö, hafa menn komist feti nær lýðræði sem á aö gera Span stofuhæfan meðal þingræöislanda Vestur-Evrópu. Til dæmis hafa verib geröar at- hyglisverðar hreinsanir i hern- um, nokkrir mjög afturhaldssamii herforingjar hafa veriö sendir á eftirlaun. En á hinn bóginn hefur það lika vakið mikla gremju vinstrisinna, að spænskur hers- höfðingi var sendur til Chile á þjóöhátiðardag þess rikis og haföi hann með spænsk heiðurs merki handa ýmsum af her- foringjum Pinochets. Stjórn Suarezar á viö margan vanda að glima. Um leið og háö eru löng og hörð verkföll, politisk- um morðum fjölgar og efnahags- að undirbúa þjóðaratkvæöa- greiðslu um stjórnarskrár- breytingar (sem halda á i desem- ber) og þingkosningar næsta vor. Hægrisinnar telja að þar meö sé ráðist i alltof mikib á of skömmum tima. Vinstrisinnar telja hinsvegar að umbótastarfið gangi alltof treglega og án þess aö mörkuð sé skýr stefna. Vinstri- stjórnarandstaðan hefur hingað til neitað að taka þátt i samninga- viðræðum, og stjórnvöld hafa heldur ekki sýnt frumkvæði i þá veru. Sundrung 1 vor mátti ætla að vinstrisinn1 ar væru sameinaðir i einskonar alþýðufylkingu sem kallaði sig Coordinacion democratica, en þeir eru mjög sundraðir nú. Enda ætlaði fylking þessi sér mjög vitt sviö, allt frá kristilegum demó- krötum nálægt miðju stjórn- mála til marxista lengst til vinstri. Innri ágreiningur hefur veriö vinstriöflunum til mikils trafala, en þeim hefur þó tekist að standa saman um þá kröfu, að kommúnistaflokkurinn, sem Santiago Carillo hefur forystu fyrir, verði lögleyfður og fái sama rétt og aðrir flokkar — en gegn Kommúnistaforinginn Carillo : þrátt fyrir ágreininginn eru vinstriöflin sameinuð i baráttu fyrir rétti hans flokks. þvi hafa hægrisinnar lagst af miklu afli. Það er sagt, að stjórnin hafi heldur ekki horft hlutlaus á fram- vindu mála á vinstra armi, heldur gert sitt til að kynda undir misklið i „Lýðræðislegri samstarfs- fylkingu”. Það hefur meira að segja reynst furðu erfitt sósial- istaflokkunum tveim, PSOE und- ir forystu TE Felipe Gozales og PSP undir forystu Tierno Galvas, að koma á virku samstarfi sin á milli. Einingarstarf á vinstri væng reynist og erfitt vegna þess ara- grúa af vinstrisamtökum sem byggja á héraðs- eða minnihluta- grundvelli hefur orðið til (i Katalóniu, Baskahéruðum osfrv.) Fasistar Ekki skortir heldur sviptingar á hægri væng spænskra stjórn- mála. Falangistar, hinir spænsku fasistar eru kofnir i þrjár fylk- ingar, sem hatast innbyrðis og telur hver hópur um sig að hann einn hafi rétt til aö stýra hreyfingunni i sönnum anda spá- manns hennar, Jose Antonio Primo de Riveras. En það kemur lika á daginn, að þessir hópar falangista geta gleymt innbyrðis erjum þegar þeim finnst mikið við liggja og sýnt, að frankóisminn er ekki eins dauöur og bjartsýnir vinstrimenn virðast stundum halda. Þetta sannaðist fyrir skömmu þegar fram fór útför fimm manna sem sjálfstæöishreyfing baska.ETA. hafði ráöið af dögum — við útför þeirra fóru fram faslskar fjölda- Sósialistaforinginn Tierno Galvan : alræöiskerfi er ekki hægt aö endurbæta, þaö er aöeins hægt aö láta annaö koma I staö- inn. göngur sem öflugri voru öllum samkomum af þvi tagi siðan Franco lést i fyrrahaust. Nýr hægriflokkur Sterk öfl nálægt miðju reyna nú að færa sér i nyt ringulreiðina á báðum örmum spænskra stjórn- mála. Ýmsir ihaldssamir hópar eru að hristast saman i bandalagi sem vel gæti orðið áhrifamikiö á næstunni. Þessi afturhaldssama fylking, sem andstæðingarnir kalla „helga bandalagið” fer af stað fyrir frumkvæði ýmissa fyrrverandi ráðherra i stjórnum Francos. 1 forystu er enginn ann- ar en Manuel Fraga Iribarne, sem var innanrikisráðherra fyrstu sex mánuði konungdæmis Juans Carlosar, hraktist á brott við illan leik en reynir nú að ganga aftur inn á sviðið sem flokksforingi. Menn telja meiri ástæðu en nokkru sinni fyrr til að tortryggja yfirlýsta lýðræðisást þessa pó- litiska kamelljóns. Einkum þegar ljóst er við hverja hann einkum leggur lag sitt — fyrrverandi ráð- herra sem aldrei hafa reynt að fela trúnað sinn við hugsjónir Francos. Samtök sem sýndust eiga að vera sterk fylking i miðju (og Fraga hefur fengið nokkra frjálslynda með sér) hafa nú þeg- ar útlinur fjöldaflokks á hægra armi. Búast má við þvi að slikur flokkur geti fiskað mikið af at- kvæðum meðal fólks, sem óvant er opinni pólitiskri baráttu og á enn erfiðara en margir aðrir með að greina úlfa frá sauðum. Samtök Fraga heita FAMO (Federacion de Asociaciones del Movimiento sem þýðir vist „Samband samtaka hreyfingar- innar” og reyni hver sem vil að fá botn i svo leyndardómsfullt heiti.). FAMO hefur orðið heil- mikill segull fyrir reikula frankósinna, sem áttu erfitt með að segja skilið við hugsjónir „hinnar þjóðlegu hreyfingar” og sáu hér þann leik á 'borði að geta verið áfram þeir sjálfir innan ramma nýs flokks. Sem hafði m.a. þann kost að ýmsir stórir bankar studdu við bakið á honum. Nýir og gamlir fasistar, sem á dögum Francos voru jafnan fljót- ir að visa á bug hugmyndum um þingræði á Spáni, hafa nú fundið fast land undir fótum að þvi er þeir telja. Hreyfing Fraga ætti að hafa allgóöa möguleika ef að henni tekst sjálfri aö forðast klofning. En að sjálfsögðu er mörgum spurningum ósvarað um það, hvort Fraga sjálfur og lags- bræður hans geti komist undan heldur en ekki blakkri fortið sinni á einveldistimanum. Tekst þeim að hafa betur þegar aö vinstri- öflin taka á þeim kröftum, sem þau þrátt fyrir allt luma á, i væntanlegum og hrikalegum kosningaslag? AB byggöi á Informatior lifiö er I rammri kreppu er reynt Fjöldaganga fasista I Madrid : þegar þeim finnst mikið viö liggja sýna þeir aö þeir eru ekki dauöir öllum æöum. Form komið á samskipti við vestur- íslendinga Kikisstjórnin hefur ákveöið að framvegis skuli það vera i verkahring utanrfkisráðuneytis- ins að fara með málefni er varða opinber samskipti tslands og vestur-islendinga. Akveðið var jafnframt að skipuð yrði sérstök nefnd, er hefði það hlutverk, i samráði við utanrikisráðuneytið, að samræma allar aðgerðir, sem horfa til aukinna samskipta við vestur-islendinga. Ákveðið var jafnframt að skip- uð yrði sérstök nefnd, er hefði það hlutverk, i samráði við utan- rikisráðuneytið að samræma all- ar aðgerðir, sem horfa til aukina samskipta við vestur-islendinga. Hinn 16. september s.l. voru eftirtaldir menn skipaðir af utan- rikisráðherra til að taka sæti i nefndinni: Heimir Hannesson , lögfræð- ingur, Reykjavik, sem jafnframt var skipaður formaður hennar, Arni Bjarnason, bókaútgefandi, Akureyri, og séra Bragi Friðriks- son, Barðabæ. Ritari nefndarinn- ar verður Sverrir Haukur Gunn- laugsson, deildarstjóri i utan- rikisráðuneytinu. Leiðbeininga- þjónusta á vegum Isl. heimilisiðnaðar tslenskur heimilisiðnaöurhefur tekið upp þá nýbreytni að veita ýmiss konar leiðbeiningaþjónustu i versluninni. Ráðunautur Heimilisiðnaðarfé- lags Islands, Sigriður Halldórs- dóttir mun annast þessa þjón- ustu, sem fólgin er i þvi að veita leiðbeiningarog aðstoð við margs konar islenskan heimilisiðnað, s.s. ýmsar hekl- og prjónaað- ferðir og útfærslu þeirra i fatnaö og fleira, einnig verður veitt að- stoð við frágang á ullarvörum. Um 30 hekl- og prjóna- uppskriftir, sem hafa verið gerð- ar á vegum félagsins og fást fjöl- ritaðar hjá Islenskum heimilis- iðnaði, verða kynntar með sýnis- hornum og leiðbeiningum, ásamt fleiri uppskriftum fyrir isl. ull, sem fást i versluninni, þær eru af: lopapeysum, húfum, sokkum, vettlingum, sjölum hyrnum, dúk- um o.s.frv. Einnig verður hægt að fá hvers konar leiðbeiningar um vefnað, aðstoð við að reikna út i vefi. Þá mun útveguð aðstoð vefnaðar- kennara við uppsetningu vefja i heimahúsum. Þessi þjónusta er ætluð öllum, sem áhuga hafa á islenskum heimilisiðnaöi, jafnt þeim sem vinna eingöngu fyrir sig og sina og þeim sem f ramleiða til sölu. Leiðbeiningar verða veittar alla þriöjudaga frá kl. 9.00- 18.00 hjá tslenskum Heimilisiðnaði, Hafnarstræti 3, þar sem hægt er að fá aðrar upplýsingar i sima 11784. r Utflutnings- bætur Verðbætur á útfluttar land- búnaðarafurðir fyrir verðlags- árið 1975-76, eru taldar munu nema um 1600 millj. kr. Þótt út- flutningi verðlagsársins sé nú lokið eru ekki allir reikningar uppgerðirfyrir söluverði, og þvi ekki fengin endanleg niöurstaða fyrir útflutningsbótaþörfinni. Þessi útflutningur svarar til um 8,5% af verðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar, en ef þurft hefði að nýta heimild laganna um 10% af verðmæti land- búnaðarframleiðslunnar, yrðu útflutningsbæturnar um 1874 millj. kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.