Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.11.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 18. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Nýkomiö Höfum fengið hinar geysivinsælu gallabuxur 4. sniö Stæröir 32-44 PEYSUDElLDlNl Sfiwislmi ki.ill.iMiiiiiii. iikiik.iiSiim •\i\ilsii.vii ‘). simi lOTVv IVtsisv’iulum Pípulagnir j Nýlagnir, breytingar hitaveitutengingar. Sími 36929 (milli kl. 12 og l og eftir kl. 7 á kvöldin) Þrjár sam- þykktir frá flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins Áætlunargerð Flokkurinn felur miöstjórn aö vinna að áætlunargerð um þró- un islenskra atvinnuvega á næstu árum, og skal sú áætlun- argerö taka miö af þvi aö at- vinnuvegirnir eiga aö þjóna fé- lagslegum markmiöum og tryggja efnahagslegt sjálfstæöi. í þessu skyni láti miöstjórn m.a. gera úttekt á eignaafstæö- um i efnahagslifinu og á öðrum atriðum, er máli skipta um raunverulegt vald yfir atvinnu- tækjunum, þannig aö ljós megi veröa, hvaða ráöstafanir séu nauösynlegar til þess aö launa- fólki fái raunveruleg þjdöfé- lagsleg völd, og tækifæri til að móta eigin vinnustað og lifsskil- yröi. Stuðningur við kjarabaráttu námsmanna Flokksráðsfundur Alþýöu- bandalagsins, haldinn 12.-14. nóvember 1976 lýsir yfir fyllsta stuöningi viö kjarabaráttu námsmanna og megnustu and- úö á þeim lögum og reglugerð um Lánasjóö islenskra náms- manna sem nú eru i gildi. Fund- urinn telur, að nú þegar skuli tekin upp full brúun umfram- fjárþarfar viö úthlutun náms- lána, og endurgreiðslur veröi miöaöar viö tekjur manna aö námi loknu. Kjör aldraðra og ör- yrkja nái þvi sem best var áður Flokksráösfundur Alþýðu- bandalagsins 1976 mótmælir harðlega þeirri stórfelldu skerö- ingu á kjörum aldraös fólks og öryrkja, sem framkvæmd hefur verið á valdaárum núverandi rikisstjórnar-, sú árás er svart- asti bletturinn á kjaraskerðing- arstefnu stjórnvalda. Krefst fundurinn þess, aö fjárlaga frumvarpi fyrir áriö 1977 verði breytt þannig að viðskiptavinir almannatry gginganna nái þeim lifskjörum, sem best voru I tið vinstri stjórnar. Jafnframt skorar flokksráös- fundurinn á öll hagsmunasam- tök launafólks að gera málefni aldraös fólks og öryrkja aö föst- um þætti i kjarabaráttu sinni og beita öllum tiltækum vopnum til þess að rétta hlut þeirra sem verst eru leiknir og varnarlaus- astir f islensku þjóöfélagi. Blómið blóðrauða eftir Johannes Linnankoski komið út öðru sinni Bókaútgáfan Rökkur hefur sent frá sér 2. útgáfu bókarinnar Blómið blóörauöa eftir finnska rithöfundinn Vihtori Peltonen sem tók sér skáldnafnið Johannes Linnankoski. Bók þessi kom fyrst út i Finnlandi á fyrsta áratug aldarinnar en hér áriö 1924. 1 forspjalli annars þýöenda, Axels Thorsteinssonar, segir aö bókin hafi þegar i stað, náö gifur- legum vinsældum meöal finnskr- ar alþýðu og að ári eftir útkomu hennar hafi veriö búið aö þýöa hana á norsku, sænsku og dönsku. Slðan hefur hún verib þýdd á þýsku, japönsku og fleiri tungur. Höfundurinn varuppiá árunum 1860-1913. Hann var eldheitur þjóöernissinni, enda bækur hans mjög i rómantiskum anda, og hann gaf út fyrsta blaöið sem út kom á finnsku. Þegar hann sneri sér alfariö aö bókmenntastörfum gaf hann finnskri þjóöernishreyf- ingu blaðið. Guðmundur Guömundsson skólaskáld hóf þýðingu bókarinn- ar en er hann lést i spönsku veik- inni hafði hann ekki lokið henni. Þá tók Axel viö og lauk viö þýö- inguna áriö 1924. Blómiö blóörauöa er 272 blað- siöur, prentuö i Leiftri. —ÞH. 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttirkl. 7. 30,8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.00: Sigrún Siguröardóttir byrjar aö lesa „Fiskimann- inn og höfrunginn”, spánskt ævintýr i þýöingu Magneu Matthfasdóttur. Tilkynning- ar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólf- ur Stefánsson segir frá til- raunum meö gúmbjörgun- arbáta. Tónleikar. Morgun- tónieikar kl. 11.00: Walter Schneiderhan, Niklaus Hubner og Sinfóniuhljóm- sveit Vinarborgar leika Konsertsinfóniu i A-dúr fyr- ir fiölu, selló og hljómsveit eftir Johann Christian Bach: Paul Sacher stj. Christa Ludwig, Gervase de Peyer og Geoffrey Parsons flytja. „HirÖinn á hamrin- um” eftir Schubert/Claudio Arrau leikur Pianósónötu nr. 21 i C-dúr op. 53 „Wald- stein”-sónötuna eftir Beet- hoven. 12.00 Dagskráin. Tonleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Spjall frá Noregi.Ingólf- ur Margeirsson ræöir viö Snorra Sigfús Birgisson tón- listarmann. 15.00 Miödegistónleikar: Tón- list eftir Tsjaikovsky. Paul Tortelier og hljómsveitin Filharmonia leika Tilbrigöi um rókókó-stef op. 33: Herbert Menges stjórnar. Sinfóniuhljómsveitin i Fila- delfiu leikur Sinfóniu nr. 7 i Es-dúr: Eugene Ormandy stjórnar. 16.00 Fréttir. Tiikynningar (16.15 Veöurfregnir) Tón- leikar. 16.40 Lestur úr nýjum barna- bókum. Umsjón Gunnvör Braga Sigurðardóttir. Kynnir: Sigrun Sigurðar- döttir. 17.20 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt. Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Gestur I útvarpssal: Viktória Spans frá Hollandi syngur gömul sönglög. Lára Rafnsdóttir leikur á pianó. 20.00 Leikrit: „Brunnir kol- skógar cftir Einar Páls- son. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Personur og leik- endur: Sira Jón ... Rúrik Haraldsson. Arnór bóndi.... ... Gisli Halldórsson Geir- laug dóttir hans ... Kristin Anna Þórarinsdóttir Stein- vör systir hans ... Helga Bachmann 21.15 Handknattleikslýsing. Jón Asgeirsson lýsir fyrri leik FH og Slask Wroclaw frá Póllandi i Evrópumeist- arakeppninni. 21.45 Frumort Ijóö og þýdd. Hjörtur Pálsson les úr ljóð- um og ljóðaþýðingum eftir Jóhann Frimann. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöldsag- an: „Minningabók Þorvalds Thoroddsens”Sveinn Skorri Höskuldsson les (12) 22.40 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Auglýsing um lögtök Samkvæmt beiðni rikisútvarpsins dag- settri 16. nóvember 1976 úrskurðast hér með, samanber 20. gr. útvarpslaga nr. frá 1971, að lögtök fyrir ógreiddum afnota gjöldum útvarps og sjónvarpstækja ásamt vöxtum og kostnaði skulu fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa. Reykjavik 16. nóvember 1976. Yfirborgarfógetinn i Reykjavik. ?11 Lóðaúthlutun ^ — Reykjavík Reykjavikurborg mun á næstunni úthluta lóðum fyrir verslunar- og þjónustustarf- semi i Norður-Mjódd, Breiðholti I. Svæði þetta afmarkast af Álfabakka, Stekkjar bakka, Breiðholtsbraut og Reykjanes- braut. Áætlað er, að lóðir þessar verði byggingarhæfar vorið 1977. Greiða skal 1/3 hluta áætlaðs gatnagerðargjalds innan mánaðar frá úthlutun, en eftirstöðvarnar á 2 árum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð og er sérstök athygli vakin á þvi, að umsóknum verður þvi aðeins sinnt, að þeim sé skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum. Umsóknarfrestur er til 15. desember n.k. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Borgarstjórinn i Reykjavik ÚTBOÐ Stálpipur — Þanar Tilboð óskast i stálpipur fyrir hitaveitur, þvermál 508 m/m. Heildarlengd er ca. 27.200 m. Þanar fyrir pipurnar, alls ca.175 st. Útboðsgögn verða opnuð á sama stað föstudaginn 17. des. n.k. kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚN»7 SÍMl 26844 NEMAR Viljum ráða nema í ketil- og plötusmiði og rafsuðu Landsmið j an Tökum aö okkur nýlagnir I hús, viðgerðir á eldri raflögnum og raftækjum. RAFAFL SVF. Kynnið ykkur af- sláttarkjör Rafafis á skrifstofu félagsins, BarmahUð 4 Reykja- vfk, simi 28022 og I versluninni að Austur- götu 25 Hafnarfirði, simi 53522.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.